Morgunblaðið - 19.05.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 19.05.1988, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 MorgunblaAið/PPJ Douglas A-26 Invader-flugvélin hefur sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli sl. þriðjudag. Douglas Invader á Reykjavflairflugvelli Morgunblaðið/PPJ Hér sést í nærmynd hið nýja nef Invader-flugvélarinnar með til- heyrandi „byssum" en án þeirra yrði aðdráttarafl vélarinnar á flug- sýningum minna. GAMLAR herflugvélar á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu hafa að undanfömu verið tíðir gestir á Reykjavíkurflugvelli. í aprílmánuði höfðu m.a. viðdvöl hér gömul sprengjuflugvél af gerðinni B-25 Mitchell sem var á leiðinni til Bretlands og fyrrver- andi herþjálfunar- og æfingaþota af gerðinni T-33 Shootin Star sem var á leiðinni til Basel f Sviss. í síðustu viku lenti enn ein „stjama" fyrri tíma, en það var göm- ul árásar- og sprengjuflugvél af gerðinni Douglas A-26 Invader. Hér hafði vélin næturdvöl á leið sinni frá Colorado í Bandaríkjunum til Osló í Noregi en síðasti viðkomustaður áður en hún kom hingað var Syðri- Straumfjörður á Grænlandi. Invader-flugvélar komu fyrst fram á vígstöðvum í Kyrrahafínu vorið 1944, en um haustið það ár voru þær komnar í notkun í Evrópu í átökum við „þriðja ríkið". Síðar meir voru flugvélar af þessari gerð talsvert notaðar í Kóreustríðinu og gerðu þær m.a. fyrstu sprengjuárás Bandaríkjamanna á Norður-Kóreu í júní árið 1950. Ennfremur voru In- vader-vélar notaðar í Víetnam-stríð- inu, en þær síðustu voru teknar úr notkun flughers Bandaríkjanna árið 1969. Meðal þeirra þjóða sem notuðu Invader-flugvélar voru Frakkar, í nýlendustríðum sínum í Indó-Kína og Aisír, og Bíafrabúar í tilgangs- lausu frelsisstríði sínu. Mörgum Invader-flugvélum var breytt í einkaflugvélar eftir stríð, m.a. þóttu þær henta vel sem „for- stjóravélar" sökum þess hvað þær voru hraðfleygar. Nú á dögum eru Invader-flugvélar mjög 'vinsælar á flugsýningum víða um lönd og verð- ur vélin sem hér hafði viðkomu ein- mitt notuð til þess að ferðast milli flugsýninga í Evrópu. Það sást greinilega að flugvélinni sem hér hafði viðkomu hafði einhvemtíma verið breytt í „forstjóraflugvél" en þegar hún var gerð upp fyrir hina norsku kaupendur var rejmt að færa ýmislegt í fyrra horf og m.a. sett á hana nýtt nef með tilheyrandi „byss- um“ þannig að hún verði líkari því sem flugsýningagestir vilja sjá. Þess má geta að flugstjóri In- vader-flugvélarinnar í þessari ferð var Jan Skjöldhammer, en faðir hans, Conrad Skjöldhammer, var flugmaður í norsku flugsveitinni sem staðsett var hér á íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar og er íslend- ingum að góðu kunnur. - PPJ Dash 7-flugvél London City Airways við brottför frá Reykjavík í vorrigningunni. Morgunblaðið/PJJ I jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi London City Airport — einu sinni bryggja en nú alþjóðaflugvöllur á miðju hafnarsvæði. FJÖGURRA hreyfla flugvél af gerðinni de Havilland Canada Dash 7, sem var á leiðinni frá verksmiðjunum í Kanada til kaupenda í Bretlandi, lenti á Reykjavíkurflugvelli siðdegis þriðjudaginn 3. maí. Flugvél þessi, sem var í engu frábrugðin öðmm vélum af þessari gerð, vakti athygli manna fyrir þær sakir að stél hennar var mjög frum- lega málað, rétt eins og það væri í teinóttum jakkafötum, hvítri skyrtu, með rautt hálsbindi og silki- klút í sama lit. Ástæðan fyrir því að stélfjaðrir vélarinnar em svona skrautlegar er sú að flugvélin er í eigu breska flugfélagsins London City Airways, sem hefur bækistöðv- ar sínar á nýjasta flugvelli Lund- únaborgar, London City Airport. Flugvöllur þessi, sem er staðsettur á aflagðri bryggju í miðju hafnar- svæðis í austurhluta Lundúna ör- skammt frá fjármálahverfínu City, var tekinn i notkun sl. haust og er þegar orðinn vinsæll meðal kaup- sýslumanna og fjármálaspekinga sem erindi eiga til og frá borginni við Thames. London City Airways er annað tveggja flugfélaga sem stunda áætlunarflug frá London City-flug- velli. Flugfélögin fljúga þaðan til nærliggjandi borga á meginlandi Evrópu s.s. Parísar, Brussel og Amsterdam en tímaspamaður þeirra farþega sem annars þyrftu að nota flugvellina Heathrow eða Gatwick, sem em í dágóðri Qarlægð sunnan og vestan við borgina, er mikill. Bæði flugfélögin nota flug- vélar af gerðinni de Havilland Canada Dash 7 en þessi flugvélar- tegund, sem er mjög hljóðlát, getur athafnað sig á mjög stuttum flug-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.