Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Verðlagsráð sjávarútvegsins: Frjáls verðlagning á humri Á FUNDI verðlagsráðs sjávar- ár, eins og í fyrra. Á fundinum útvegsins í gær tókst samkomu- var ekki tekin ákvörðun um lág- lag um að leyfa frjálsa verð- marksverð á öðrum sjávarafla lagningu á humri á vertíðinni í en það gildir til næstu mánaða- Hæstiréttur; 2V2 árs fangelsi fyrir mök við dóttur sína HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 44 ára gamlan mann i Reykjavík til 2Ví árs fangelsisvistar fyrir að hafa haft kynferðismök við dótt- ur sína. Meirihluti Hæstaréttar staðfesti í meginatriðum dóm Sakadóms Reykjavíkur i málinu en lækkaði refsingu mannsins, sem í undirrétti hafði verið ákveðin 4 ára fangelsi. Til frá- dráttar refsingu kemur 14 daga gæsluvarðhald. Meirihluti Hæstaréttar staðfesti sýknudóm sakadómara vegna ákæru um að maðurinn hafí einnig haft mök við jmgri dóttur sína og son. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Guðrún Er- lendsdóttir og Amljótur Bjömsson prófessor auk Hrafns Bragasonar hæstaréttardómara, sem skilaði sératkvæði og taldi sannað, þrátt fyrir eindregna neitun ákærða, að hann hefði gerst sekur um brot gegn yngri bömunum. Varðandi aðra ákæruliði og niðurstöðu lýsti Hrafn sig sammála meirihluta dómsins. móta. Næsti fundur ráðsins verður haldinn nk. þriðjudag, að sögn Sveins Finnssonar framkvæmdastjóra verðlagsr- áðs sjávarútvegsins. „Við erum ekki búnir að semja við sjómennina um humarverð en útlitið er frekar dökkt hvað af- urðaverðið varðar," sagði Einar Páll Bjamason, skrifstofustjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf., í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gefur ekki út afurðaverðið fyrr en í næstu viku og ég get ekki sagt um það nú hvort sjómennimir fá hærra eða lægra verð fyrir humar- inn en í fyrra. Þá greiddum við sjómönnunum 595 krónur fyrir fyrsta flokks humar og ef hráefn- isverðið hefði farið undir 60% af framleiðsluverðmæti humarsins áttu þeir að fá það bætt. Það kom hins vegar ekki til þess því hráefn- isverðið rétt skreið yfír þetta hlut- fall af framleiðsluverðmætinu," sagði Einar Páll. VEÐURHORFUR í DAG, 21. maí 1988 YFIRUT f GÆR: Á Grænlandshafi er 997 mb lægð sem þokast austur, en 1.022 mb hæð yfir Norður Grænlandi. Heldur mun hlýna í veðri. SPÁ: Sunnanátt, víða kaldi eða stinningskaldi. Rigning og 8-10 stiga hiti um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu og 12-14 stiga hiti norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á HVÍTASUNNUDAG OG ANNAN f HVÍTASUNNU: Suð- læg átt. Yfirleitt rigning og 8-10 stiga hiti um sunnanvert landið og á Vesturlandi, en þurrt að mestu og allt að 15 stiga hiti á Norður- og Norðausturlandi. •o- :(á •éi N: s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hrtastifl: 10 gráður á Cels stefnu og fjaðrirnar \j Skurir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * V El Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka r r r = Þokumóða Hálfskýjað * / * ’, ’ Súld Skýjað r * r * Slydda ©O Mistur / * / * * * —|- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * # |é Þrumuveður V f % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hítl veður Akureyri 6 skýjað Reykjavfk 8 rigning Bergen 8 skýjað Helsinki 16 léttskýjað Jan Mayen +5 snjókoma Kaupmannah. 8 rigning Narssarssuaq 3 súld Nuuk +1 snjókoma Osló 14 úritoma Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 12 léttskýjað Aþena vantar Barcelona 21 léttskýjað Chicago 10 lóttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 12 skýjað Glasgow 13 úrkoma Hamborg 6 rigning Las Palmas 21 skýjað London 16 skýjað Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg 10 skýjað Madrfd 22 skýjað Malaga 20 skýjað Mallorca 22 léttskýjað Montreal 13 skúr NewYork 13 alskýjað Paria 12 skýjað Róm vantar San Dlego 17 skýjað Winnlpeg 8 skýjað Sumardagskrá Sjónvarpsins: Mikki, Mína og Guffi komu til landsins í gær frá Disney World í Orlando á Florida. Þau koma hingað í boði Ferðaskrifstofu Reykjavík- ur í samvinnu við Flugleiðir og munu koma fram á Orlando-kynningu Ferðaskrifstofu Reykjavíkur á Hótel Borg í dag, í Sjallanum á sunnu- dag og svo aftur á Hótel Borg á mánudaginn. Kynningamar hefjast klukkan 15 alla dagana. Á myndinni sjáum við þá Mikka og Guffa við komuna sem vakti mikinn fögnuð yngstu kynslóðarinnar eins og glögglega má sjá. Morgunblaðið/Bjami Mikki, Guffi ogMína komin Rúmlega 20% skerð- ing á útsendmgartíma Kemur eingöngu niður á innlendu efni LÍTIÐ verður um innlent efni í sumardagskrá Sjónvarpsins, sem hófst í lok apríl og stendur fram í október. Að sögn Ingimars Ingi- marssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins, verður útsendingartimum fækk- að um rúmlega 20% úr um 37 tímum á viku, í 29 tíma. Kemur sú skerðing einungis niður á inn- lendu efni og dagskrárgerð á vegum fréttastofu. Nemur inn- lent efni um þriðjungi alls efnis. „Þetta miðast allt við þær 420 miiyónir sem við höfum til ráð- stöfunar $ ár,“ sagði Ingimar. Niðurskurður á barnaefni er óverulegur og íþróttaefni eykst lítil- lega. Annað innlent efni dregst saman, þar má nefna Kastljós sem fellur niður í 3 mánuði. Innlendir þættir renna sitt skeið án þess að annað íslenskt efni komi f þeirra stað; „Hvað heldurðu?", „Á tali hjá Hemma Gunn“, „í skuggsjá" og unglingaþættir sem verið hafa. „Maður vikunnar" verður á sínum stað en einungis einn íslenskur þátt- ur hefur göngu sína. Nefnist hann „Ugluspegill" og er með blönduðu efni. Hann verður á dagskrá viku- lega. M-hatíðin á Sauðárkróki: Ráðherra verður skip reka á Skagafirði Saudárkróki. Frá Urði Gunnarsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins FYRIRHUGUÐ Drangeyjarför menntamálaráðherra, bæjarstjóra og forseta bæjarstjómar Sauðár- króks ásamt fleirum hlaut fremur dapran endi er báturinn sem flytja átti gestina út i eyna varð olfulaus undan Reykjaströnd. Varð að draga hann að landi. Höfðu gárungar á orði að þar hefði ríkisstjómin verið skipreka á Skagafirði, en Birgir ísleifur gegnir líka embætti iðnaðarráðherra. Menntamálaráðherra lét sér ekki bregða í rúmlega klukkutíma bið á vélarvana bát á sjó en sagði að sér þætti vissulega miður að komast ekki út f Drangey því þangað hefði hann aldrei komið. Sr. Hjálmar Jóns- son prestur setti ásamt fleirum sam- an vísu í þessu tilefni: „Burtu fóru brœður tveir/Birgir með þeim undi./Olíulausir urðu þeir/út á Drangeyjarsundi.“ Forseti bæjar- stjómar og bæjaretjóri em hálf- bræður og skýrist þannig fyrsta lína stökunnar. Er komið var að landi var haldið rakleiðis til Hóla í Hjaltadal. Þar sýndu sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup og Jón Bjamason skóla- stjóri bændaskólans á Hólum gestum staðinn. Þá var í gær opnuð sýning á munum úr safni Andrésar Valbergs en hún er þáttur í M-hátíð Sauðkræk- inga. Alls em flögur hundmð munir á sýningunni en þeim hefur Andrés safnað frá sjö ára aldri. Má þar nefna framtönn úr Margréti Ólafsdóttur, togkamba og sykurtöng úr búi Ein- are Benediktssonar skálds og fyrsta reiðhjólið á Sauðárkróki. Andrés afhenti Þorbimi Ámasyni forseta bæjaretjómar gjafabréf þar sem hann ánafnar bæjarstjóminni 500 muni með þeim skilmálum að þeir verði sérdeild innan minjasafns- ins á Sauðárkróki og hún nefnd Valbergssafn. Að opnun lokinni sýndi Andrés gestum munina. Fylgdi skondin saga mörgum hlutanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.