Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 11 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 Umsjón: Sigurður H. Richter Norræn tækniverðlaun Þegar Norðurlandaráð ákvað að árið 1988 skyldi kennt við tæknina, lágu fyrir tillögur um nokkur verk- efni sem löndin skyldu standa sam- eiginlega að. Þar á meðal var til- laga um að veita Norræn tækni- verðlaun og var í því sambandi minnt á norræn bókmennta- og tónlistarverðlaun sem veitt eru ár- lega. Á fundi Norðurlandaráðs í mars var ákveðið að veita tækni- verðlaun í lok þessa árs fyrir þróun- arvinnu á tæknisviði.sem hefur skarað fram úr og haft þýðingar- mikil áhrif í löndunum. Tilgangur- inn með veitingu verðlaunanna er að undirstrika þýðingu tækninnar fýrir samfélagsþróunina á Norður- löndum. Hvert Norðurlandanna má til- nefna tvo þátttakendur. Eftir að tilnefningarnar hafa borist verða nöfn allra þátttakenda birt. Nor- rænu verk- og tæknifræðingafélög- in hafa forgöngu um tilnefningar. Hér á landi hafa Verkfræðingafélag íslands, Tæknifræðingafélag ís- lands og Félag íslenskra iðnrekenda skipað nefnd til að velja íslensku þátttakendurna. í nefndinni eru: Valdimar Kr. Jónsson, sem er for- maður, Björn Dagbjartsson, Hörður Bjömsson og Jón Steingrímsson. Til þess að stuðla að því að sem fjölbreyttastar hugmyndir um íslenska þátttakendur komi fram hefur nefndin óskað eftir ábending- um frá eins mörgum og ólíkum aðilum og mögulegt er. Æskilegt er að þeir sem vilja koma hugmynd- HVAB t Stykkishólmi. Lionsklúbbur og Lionessu- klúbbur Stykkishólms höfðu mikil umsvif 7. maí, á degi vímu- lausrar æsku. Daginn áður hafði yfirkennari grunnskólans, Gunnar Svanlaugs- son, sem er forystumaður vímu- lausrar æsku í Lionsklúbbnum, rætt við nemendur grunnskólans og þá sérstaklega 13 ára börn og afhent þeim bréf frá Lionshreyfing- unni og farið yfir markmiðin og leiðimar en í bréfi þessu var bent á hve mikils virði það væri öllum að forðast sérhvem vímugjafa. „Ungt fólk vill vera hraust, heil- brigt, lifandi og hresst,“ stendur í bréfinu. „Því segjum við Lionsfélag- ar við þig, kæri vinur, hugsaðu um framtíðina, haltu þig frá vímu- og fíkniefnum. Það er gæfuleiðin og við Lionsfélagar bemm fullt traust til þín.“ Þá afhenti Gunnar öllum baráttu- merkið, túlípanann, með hvatning- Búðardalur; Sól og sauna stækkar við sig Búðardal. Sólbaðstofan Sól og sauna hef- ur flutt í ný húsakynni við Vest- urbraut í Búðardal. í nýja húsrýminu bættust við saunabað og þrektæki. Það er mjög fallega innréttað og smekklegt og kunna Dalamenn vel að meta þessa þjónustu. um um þátttakendur til nefndarinn- ar, sendi upplýsingar á eyðublaði sem fæst á skrifstofum Verkfræð- ingafélags íslands og Félags íslenskra iðnrekenda, þar em nán- ari upplýsingar veittar. Nefndin þarf að tilkynna um íslensku þátt- takendurna fyrir 1. september og er því mikilvægt að ábendingar berist til hennar sem allra fyrst og ekki síðar en 20. júní. Stjórn Norræna iðnaðarsjóðsins mun velja verðlaunahafann í októ- ber og verða verðlaunin afhent við lok tækniársins 15. desember í Kaupmannahöfn. erðlaunin em 125.000 danskar krónur eða um 840 þúsundir íslenskra króna, auk heiðursins sem verðlaunahafanum hlotnast. Norrænu tækniverðlaunin verða veitt einstaklingi eða vinnuhópi, sem hefur aukið tækniþekkingu á Norðurlöndum á þýðingarmikinn hátt. Þau em veitt fyrir vinnu eða verkefni, ekki ævistarf. Vinnan við verkefnið skal einkennast af sköpun og fmmleika eða hafa stuðlað að því að hrinda í framkvæmd hug- mynd eða kenningu. Við valið verð- ur einnig gefinn gaumur að rekstr- ar- og þjóðhagfræðilegum sjónar- miðum. Þau hafa þó ekki úrslita- áhrif. Verkefni em hæf til verð- launa þó svo að þau séu unnin fyr- ir verðlaunaárið, þó ekki meira en fímm ámm fyrr. (Frá Norrœnu tækniári) Morgunblaðið/Ámi Helgason Við eina af biðstöðvunum í fjölskylduratleiknum þar sem ungir áhugamenn voru með spjöld og lögðu spumingar fyrir göngumenn. Vímulaus æska í Stykkishólmi arorðunum og vonum um að þeir standi að því að gera alla vímu- lausa. Rauði túlípaninn er tákn heil- brigði. Hinn svarti er sýktur af ólyflum. Morguninn 7. maí gengu ung- menni í húsin og seldu rósir. Klukk- an 13 mætti svo fyöldi manns við Lionshúsið og þar var efnt til fjöl- skylduratleiks. Um tvær leiðir var að velja, A-leið, sem var 3,1 km, og B-leið, sem var 4,8 km. Á leið- inni vom 6 stöðvar. Þar vom á verði tvö ungmenni sem létu þátt- takendur leysa þrautir sem þeir skiluðu svo í Lionshúsið að göngu lokinni. Allir fengu barmmerki. 12 ára böm seldu túlípanann, tákn Lionshreyfingarinnar í baráttunni gegn vímuefnum. Þá seldu félagar í Lionessuklúbbnum heitt kakó og fylgdu með tvær gómsætar pönnu- kökur. - Árni Neðansjávar fiskveiðiróbóti. Hugmyndina á hinn þekkti uppfinn- inga- og reiðhjólaviðgerðamaður Reodor Felgen. Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir Eigandi Sól og sauna, Inga María Pálsdóttir í hinum nýju húsa- kynnum. máQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson Salómon Einarsson í Kópa- vogi skrifar svo: „Hr. Gísli Jónsson, ísl. mál í Morgunblaðinu. Mig langar að biðja þig um upplýsingar um orðin afl, afli, skafl, tafl, dufl, hefíll, í fleirtölu heflar o.fl. Af hveiju era þessi orð í framburði með b-hljóði? Ætti að taka upp framburð eftir rithætti eða rita þau eftir fram- burði? Eða hafa þetta óbreytt?" Sjálfsagt er að reyna að veita einhverjar upplýsingar um þessi orð, en torvelt er mér að svara öllum spurningunum. Afl (hvk.) = kraftur er komið af rótinni op-, sem best sést í latínu opus (flt. opera) = verk. Til var líka með Rómveijum frjó- semdar- eða uppskeragyðjan Ops, kona Satúrnusar. Karl- kynsorðið afl merkir eldstæði í smiðju. í Völuspá segir um iðju ása: Hittust æsir á Iðavelli, þeir er hörg og hof hátimbruðu; afla lögðu, auð smíðuðu, tangir skópu og tól gerðu. í frægu kvæði, Kvöld í smiðju, segist Guðmundur Böðvarsson, eða sá sem hann talar fyrir, hafa staðið við steðja sinn og afl. Af sama toga era orðin afli og afi. Sumir halda að afi hafi einhvem tíma merkt vinnufær maður, eða svo gam- all, að hann gæti verið það. Um skafl hef ég (og aðrir) skrifað svo mikið áður, að hér verður látið við nema að geta skyldleikans við sögnina að skafa, enda vitum við hverju skafrenningur veldur. Tafl, tafla og tefla er allt " af erlendum rótum rannið. í latínu er tabula = sléttur flötur og þvílíkt (e. og fr. table). Af þessu orði í latínu höfum við tökuorðin sem nefnd era fyrst eftir síðustu greinaskil. Langt er síðan tafl barst til okkar. Áður en forfeður okkar kunnu skáktafl, léku þeir að hnef- tafli, en ég fer ekki frekar út í það. Ég stilli mig þó ekki um að taka hér upp frægan stað úr Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson. Svo segir í 153. kafla: „En er þeir léku at skáktafli, Knútr konungr ok Úlfr jarl, þá lék konungr fíngrbrjót mikinn. Þá skækði jarl af honum ridd- ara. Konungr bar aptr tafl hans ok segir at hann skyldi annat leika. Jarl reiddisk ok skaut niðr taflborðinu, stóð upp ok gekk í brot. Konungr mælti: „Rennr þú nú, Úlfr inn ragi.“ Jarl snöri aptr við dyrrin ok mælti: „Lengra myndir þú renna í Ánni helgu, ef þú kvæmir því við. Kallaðir þú eigi þá Úlf inn raga, er ek lagða til að hjálpa þér, er Svíar börðu yðr sem hunda. Gekk jarl þá út ok fór til svefns. Litlu síðar gekk konungr at sofa. Eptir um morguninn, þá er kon- ungr klæddisk, þá mælti hann við skósvein sinn: „Gakk út,“ segir hann, „til Úlfs jarls ok drep hann.“ Sveinninn gekk ok var á brot um hríð ok kom aptr. Þá mælti konungr: „Draptu jarl?“ Hann svarar: „Eigi drap ek hann, því at hann var geng- inn til Lúcíus-kirkju.““ Skamma stund barg kirkju- ferðin Úlfi jarli, en það er önnur saga. Dufl. Nú vandast málið nokk- uð svo. Það era nefnilega til ýmiskonar dufl. I fyrsta lagi sjó- merki eða flotholt. í öðra lagi tundurdufl. Enn merkir dufl teningakast, fjárhættuspil, brögð, hrekki og loks daður. Þar að auki er svo til dúfl = skvamp, það að falla í vatn, og samsvar- andi því er so. dúfla. Þetta minnir undir eins á kvenkyns- orðið dúfa í merkingunni bylgja, 437. þáttur ein Ægisdætra. Eigum við að setja fram þá tilgátu, að það dufl, sem tengja má sjónum, sé skylt þessu síðasta? Kannski hefur dúfl orðið dufl, annað eins hefur nú gerst. En dufl um spil, hrekki og ástleitni er víslega af erlendum upprana. Það er ættað frá latinu duplum (duplex, duplus = tvö- faldur) og á sér hliðstæður í e. og fr. double. Við eigum líka tökusögnina að dobla, t.d. í merkingunni að tvöfalda í spilum og hafa sitt fram í ástarleik. Ég þekki líka framburðinn dofla (með skýra effi) þegar spilað er. Hefill, segir dr. Alexander, er af óvissum upprana, en jafn- vel sá varkári uppranafræðingur Jan de Vries er ekki í vafa um að hefill sé skylt so. hefja. Ég mun hafa það fyrir satt. Hefill er ekki bara alþekkt smíðatól, heldur og tæki til að lyfta segli. Að hefla segl sögðu menn og áttu þá við að „draga seglið upp (og ve§a) það að ránni". Gest- umblindi (Oðinn) var ekki í vafa um hvað hefill þýddi upphaf- lega. Hann sagði að öl væri „lýða lemill, orða tefíll og orða upp- hefill." ★ Ég hef enga löngun til að breyta stafsetningarhefð þeirra orða sem nú var fjallað um. En fyrir mér er hún þó enginn helg- ur dómur. Halldór Halldórsson kenndi mér að framburðarbreyt- ingin fl>bl hafi fyrst látið á sér kræla á 16. öld. Áuðvitað kæmi til greina að hafa mismunandi stafsetningu eftir upprana. Samkvæmt lögmálunum verður latneskt p að f-i í afl, og skafl var skylt skafa o.s.frv. Tökuorð- in dufl og tafla væri nær lagi að skrifa með bl heldur en hin, enda skrifum við dobla og gott ef sumir vilja ekki hafa það með tveimur béum. Um allan þennan stafsetningarvanda kann ég engan úrskurð að fel'a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.