Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAl 1988
Bókbandslist
eftirEggert
Asgeirsson
Fyrir nokkru var haldin í bóka-
safni Norræna hússins sýning sem
lét ekki mikið yfir sér, en vakti þó
athygli. Sýningin gefur tilefni til
að ri§a upp stöðu handbókbands
hér á landi og huga að brautinni
framundan.
Bókband á sér foma sögu sem
rekja má til þess tíma er ritun á
spjöld leysti ritstranga af hólmi.
Listbókband þar sem skinn var not-
að kom til sögunnar í koptakirkj-
unni í Egyptalandi og eru varðveitt-
ar bækur bundnar í geitaskinn frá
8. öld. Listin breiddist út, þróaðist
að formi og efldist í tækni. Þegar
prentlistin kom til sögunnar löngu
síðar samtvinnaðist bókbandið
henni og átti síðan með henni sam-
leið. Prentlist og bókbandslist voru
tvær greinar sem gátu ekki án hinn-
ar verið.
Smám saman vélvæddist bæði
prentlist og bókband. Er nú svo
komið víðast um veröldina að bók-
band er að mestöllu leyti unnið í
vélum og bókbindarar hættir að fá
tilsögn í hinni fomu, hefðbundnu
grein, handbókbandi. Handbók-
band er að verða viðskila iðn-
greininni bókbandi, utan íslands.
Handbókband kann að leggjast
af sem iðngrein.
Þótt handband sé víða á undan-
haldi fer §arri að áhrif handbók-
bands séa að hverfa úr bókagerð.
Enn er svo, og verður sennilega
lengi, að venjulegt vélband vand-
aðra bóka byggir á fomum hefðum
og útliti þótt vinnubrögð taki
stakkaskiptum. Venjuleg bók er
gerð samkvæmt fomri bókagerðar-
aðferð hvað útlit og gerð snertir.
Þegar bókbandssýningin var skoð-
uð gat áhorfandinn gert sér Ijóst
að þótt handband hverfi úr iðn-
menntun mun bókband bæði sem
iðn og iðnaðarframleiðslugrein enn
sækja margt til „listbókbands“
sem ég vil nefna svo — nærist af því.
í Norræna húsinu voru sýndir
þeir gripir sem unnu til viðurkenn-
ingar í bókbandskeppninni norrænu
í Stokkhólmi á fyrra ári, en hún
var hin 11. í röðinni frá árinu 1956
er hún var fyrst haldin. Þar gaf að
líta breytilegar aðferðir og fagurt
handbragð bókbandslistamanna,
snilldarlega gert efni til bókbands
og listalegt form. Af öllu mátti sjá
að listbókband er ekki stöðnuð list
í veröldinni. En hana þarf að rækta
og styðja, viðhalda fomum vinnu-
brögðum og efla ný. Verði handbók-
band eingöngu spariflík, ætluð til
þess að gleðja þjóðhöfðingja á tylli-
dögum, er hún dauðamarki brennd.
I sambandi við sýninguna bauð
Félag bókagerðarmanna til fyrir-
lestrar meistarabókbindarans
danska Ame Moller Pedersen. Hann
skýrði frá handbókbandi á Norður-
löndum, greindi frá stöðu þess og
sýndi myndir af vinnubrögðum og
gerð efnis tií klæðningar bóka. I
umræðum að fyrirlestri loknum
kom margt athyglisvert í ljós. Vil
ég greina frá því sem vakti sérstaka
athygli mína:
Listbókband er að hverfa
úr námi bókagerðarmanna
a.m.k. á Norðurlöndum. Er
fsland þó undanskilið.
Ef listbókband á að haldast
þurfa atvinnumenn í grein-
inni og aðrir áhugamenn að
taka höndum saman um efl-
ingu þess.
Til að viðhalda fomum
hefðum, verkkunnáttu, tækni
og list er leitast við af opin-
berri hálfu að styðja handbók-
band. M.a. naut sýningin sem
hér var haldin opinberra
styrlga í þeim tilgangi.
Tveir islenskir bókbindarar fengu
viðurkenningu f keppninni. Ragnar
Einarsson fyrir tvær bækur og Sig-
urþór Einarsson fyrir þrjár. Bækur
þeirra voru í alskinni, hálfskinni og
pappfrsbandi. Af sýningunni má
ráða að íslendingar halda fast í eig-
in bókbandshefð. E.t.v. á íslenskt
listbókband eftir að ganga gegnum
samskonar endumýjun og bókband
annars staðar. Miklu skiptir að list-
bókband lifi af tæknibyltingu okkar
daga og séreinkenni okkar haldist.
Bestur þakkir til Félags bóka-
gerðarmanna, Magnúsar E. Sig-
urðssonar og Svans Jóhannessonar,
sem og til Hilmars Einarssonar í
Morkinskinnu, en þeir áttu mestan
þátt í að koma sýningunni á laggir.
Er að vænta að hún stuðli að efl-
inga listbókbands hér á landi.
Myndlista- og handíða-
skóii íslands
Einn af eldhugum íslands og
baráttumaður fyrir margháttuðum
framfömm á sinni tíð var Lúðvíg
Guðmundsson (1897—1966). Ekki
skal merkilegur ferill hans rakinn
hér, þótt vert væri. í skólastarfi
sínu bar hann einna helst fyrir
brjósti áhuga á verkmenningu þjóð-
arinnar. Þegar hann var orðinn
skólastjóri Gagnfræðaskóla ísa-
fjarðar stofnaði hann þar verk-
námsdeild. Lúðvíg var fullhugi og
lagði í það stórvirki af litlum efnum
að stofna Handíðaskólann í
Reykjavík árið 1939 og er skólinn
því á 50. ári. Er þess að vænta að
Lúðvígs og hugsjóna hans verði
minnst á ári komanda. Skólann rak
hann sem einkaskóla í 3 ár. Kennsl-
an fór fyrst fram að mestu í kjall-
ara hússins á Hverfisgötu 57. Haus-
tið 1941 var teikni- og bókbands-
kennsla flutt á Gmndarstíg 2A sem
þá hafði verið keyptur fyrir skól-
ann. Um sama leyti var stofnuð
myndlistadeild við skólann.
Árið 1942 var skólinn gerður að
sjálfseignarstofnun. Stóðu að stofn-
un hans átta skólastjórar og sjö
aðrir áhugamenn um verkmennt og
myndlist. Tilgangurinn var þá að
veita kennumm sérmenntun í ýms-
um greinum handfða og teikningu,
að gefa almenningi kost á að nema
teikningu og handíðir og að kenna
þeim sem vildu helga sig sémámi
í myndlist. Árið 1945 var heimilað
að láta listiðnaðardeildir Handíða-
skólans njóta sömu styrkja úr ríkis-
sjóði og iðnskólar fengu. Áríð 1947
vom áætlanir uppi um að stofna
Handíðakennaraskóla íslands fyrir
þá sem vildu gerast sérkennarar í
handíðum í skólakerfínu. Af því
varð ekki og Handíða- og mynd-
listaskólanum, eins og hann mun
hafa heitið um þær mundir, falið
verkefnið. Frá 1959—1965 var skól-
inn rekinn af ríki og Reykjavíkur-
borg. Áríð 1965 vom sett þau lög
sem enn gilda um Myndlista- og
handíðaskóla íslands og skólinn
varð ríkisstofnun. Var þá nafni
skólans breytt þriðja sinni og er það
óbreytt enn.
Vakin er athygli á þeirri þróun
sem nafn skólans gefur til kynna:
Handíðir hafa hrapað, að því er
segja má úr fyrsta í þriðja þrep.
Era þær ekki enn horfnar úr nafni
skólans. Margir muna þegar orðið
handíð var tekið í notkun og hve
fljótt það varð munntamt þjóðinni.
Má rekja það í senn til fegurðar
þessa gegnsæja orðs og þeirra hug-
mynda sem að baki bjuggu og fengu
skjótt almennan hljómgmnn. En
það gerðist ekki fyrirhafnarlaust.
Lúðvíg Guðmundsson, samstarfs-
maður hans Kurt Zier lengi, og sem
síðar tók við stjóm skólans, rækt-
uðu garðinn vel og lengi.
1 lögum segir að tilgangur skól-
ans sé m.a. að veita kennslu í list-
iðnum og skuli það gert m.a. á
námskeiðum. í greinargerð nefndar
þeirrar sem samdi lögin segir að
hér sé byggt á aldarfjórðungs
brautmðningsstarfi Handíða- og
myndlistaskólans. Ekki var þá
ágreiningur um þá fyrirætlan að
myndrænar listir skyldu fá for-
göngu í skólanum. Hinsvegar legg-
ur nefndin áherslu á að sú þróun
semd átt hafi sér stað víða um
lönd að aðgreina fijálsa myndlist
frá hagnýtri sé óeðlileg — jafn-
vel óheillavænleg. Nefndin telur
samstarf áhugafólks og annarra í
skólanum hafa gefíð góða raun.
í umræðum tóku þingmenn undir
þetta sjónarmið, af sögulegum
ástæðum og vegna smæðar þjóð-
félagsins og bættu því við að skól-
inn þurfí að stuðla að listrænum
tökum á viðfangsefnum í atvinnu-
vegunum. Það var þingmönnum
áhyggjuefni að með nýjum lögum
yrði skólinn slitinn úr tengslum við
atvinnulífíð og Reykjavíkurborg
sem hafði stutt skólann myndarlega
frá upphafí. Til að koma í veg fyr-
ir það em í lögunum ákvæði um
skólaráð, m.a. með fulltrúa borgar-
innar og eins væra ákvæði um að
fræðsluráð Reykjavíkurborgar geri
tillögu um skipun skólastjóra og
fastra kennara. Því aðeins er heim-
ilt að §ölga eða fækka kennslu-
deildum að tillögur komi um slíkt
frá skólastjóra og fræðsluráði og
með samþykkt menntamálaráðu-
neytis.
Þegar dr. Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra fylgdi fmm-
varpinu úr hlaði í efri deild sagði
hann:
„ ... er starf skólans einnig
fólgið í mjög víðtæku nám-
skeiðshaldi, sem aðallega fer
fram síðdegis eða á kvöldin, en
þar er almenningi gefínn kostur
á ýmsum greinum lista og list-
iðnaðar."
Því er þetta riíjað hér upp að
nú er framtíð listbókbands hér á
landi í óvissu og bókbandsáhuga-
menn standa frammi fyrir nokkmm
vanda. í því máli heggur sá er hlífa
skyldi.
Bókbandskennsla Mynd-
lista- o g handíðaskólans
Bókband var upphafskennslu-
grein við stofnun Handiðaskólans
árið 1939. í kennsluskrá 1942—3
segir að veita eigi handíðakennur-
um tveggja ára kennslu m.a. í bók-
bandi. Þá skuli og veita sem flest-
um, m.a. þeim sem stundi annað
skólanám, kost á að njóta kennslu
skólans á síðdegis- og kvöldnám-
skeiðum. Bókband sé a) fyrir skáta
í samráði við Skátafélag Reykjavík-
ur, b) fyrir stúdenta og c) fyrir al-
menning: Tvö námskeið á vetri 50
klst. hvert. í stómm dráttum mun
þessi þáttur hafa haldist óbreyttur
fram á síðasta ár.
Frá árinu 1946 var kennsla bók-
bands í höndum Helga Tiyggvason-
ar hins alkunna bókasafnara og
bókbindara sem kenndi af áhuga
fram á 86. aldursár er hann féll frá
árið 1981. Eftir hans dag kenndi
Einar sonur hans við skólann. Fyrr-
nefndur Ragnar Einarsson var stað-
gengill hans við kennslu. Þannig
hafa þijár kynslóðir bókbindara
starfað á þessum sama vettvangi.
Um skeið var myndarlega staðið
að bókbandskennslunni. Hápunktur
var þegar erlendir gestakennarar
og fyrirlesarar vom fengnir til skól-
Eggert Ásgeirsson
„Þeir sem bera listbók-
band fyrir brjósti þurfa
nú að taka höndum
saman um eflingn þess.
Fyrr en varir verður
handbókband fellt nið-
ur úr iðnfræðslu hér á
landi eins og svo víða.
Þegar það gerist munu
bókbindarar, myndlist-
armenn og listbók-
bandsfólk fylla einn
flokk áhugamanna um
listbókband."
ans og skólastjómin bar listbókband
fyrir bijósti.
Hin sfðustu ár fór bókbands-
kennslan fram í litlum súðarher-
bergjum á 4. hæð húss Myndlista-
og handfðaskólans í Skipholti 1.
Kennt var í tveggja stunda eining-
um á tímabilinu frá því upp úr há-
degi til 21.30 fjóra daga vikunnar,
fór raunar eftir þátttöku. Það sem
skólinn bauð upp á var kennsla,
aðgangur að tælcjum skólans (sem
raunar vom í eigu fjölskyldu Helga
Tiyggvasonar). Innifalið í kennslu-
gjaldi vom einföldustu efni til bók-
bands. Lengra komnir nemendur
og þeir sem strangari kröfur gerðu
kusu fljótlega eigið efni, vandaðra
og fallegra. Margir nemendur vom
viðloðandi námskeiðin lengi. Sumir
höfðu ekki tök á að koma sér upp
nauðsynlegum tækjabúnaði heima
hjá sér. Öðmm þótti heppilegt að
koma á námskeiðin öðm hveiju til
að fullkomna vinnubrögð sfn og
tækni, til að eiga sálufélag með
öðmm bókbandsáhugamönnum
m.a. til að einangrast ekki í grein-
inni.
Húsakynni vom hin frumstæð-
ustu, innréttingar vora lélegar og
ljósabúnaður úreltur. Bókbands-
nemar vom einangraðir innan skól-
ans, flestir miklu eldri en aðrir nem-
endur. Þeir komu og skráðu sig,
greiddu sín gjöld án neins sam-
bands við skólann að öðm leyti.
Dagblöðin sögðu fréttir um skóla-
stjóraskipti. Sjálfír hreinsuðu nem-
endur eftir sig og önnur ræsting
sjaldséð. En þetta var ánægður
hópur. Menn bám saman verk sín
og skiptust á upplýsingum um
bókasöfnun og þjóðlegan fróðleik
eins og gengur.
Lengi vom uppi kviksögur um
að leggja ætti bókbandskennslu nið-
ur. Þess sáust merki að dvínandi
áhugi var á þessum þætti í starfí
skólans, námskeið vom illa auglýst
og nauðsynlegar viðgerðir á hús-
næði og raflögnum engar.
í árslok 1986 tóku 24 nemendur
sig saman og rituðu fræðsluráði
Reykjavíkur, skólanum og mennta-
málaráðherra bréf þar sem þeir
skomðu á þessa aðila að hlutast til
um að tryggja framtíð bókbands
við skólann. Var þar m.a. nefnt að
kannað væri með hvaða hætti skól-
inn gæti stuðlað að eflingu fomrar
handíðar og tryggt að þráður þjóð-
legrar bókbandshefðar slitnaði ekki.
Við fulltrúa „nemenda" sagði skóla-
stjóri að eðlilegt væri að leggja
námið niður þar sem nemendum í
bókbandi fækkaði en nemendum
annarra deilda fjölgaði. Þetta þótti
ekki sambærilegt. Annarsvegar em
námsgreinar þar sem markmiðið
er atvinna og ævistarf. Hinsvegar
„óarðbær björgun verðmætra
bóka frá glötun“ eins og nemend-
umir orðuðu það meinhæðnir í bréfí
til Fræðsluráðs.
Siðan hefur verið gengið á fund
menntamálaráðherra f tveim ríkis-
stjómum og málið rökstutt fyrir
fræðsluráði. Eindreginn stuðningur
fékkst við málstað bókbandsdeild-
arinnar („Það skal aldrei verða")
hjá yfirvöldum, en árangur varð
enginn. Bókbandsnám var lagt nið-
ur á vegum Myndlista- og handí-
ðaskólans vorið 1987. 48 ára þætti
bókbandssögu skólans var lokið.
Bókbandstækin vom flutt í geymslu
í janúar sl. Spurningin er: Báru
myndlistarmenn sigur úr býtum?
Síðari aðgerðir
Menntamálaráðuneyti og
Fræðsluráð/Skólamálaráð
Reykjavíkur munu hafa reynt að
standa í vegi fyrir ákvörðun skóla-
stjómar Myndlista- og handíðaskól-
ans en án árangurs. Þá varð að
ráði að Iðnskólinn tæki að sér að
standa fyrir námskeiðum í bók-
bandi.
Þetta barst „fræðslunefnd í bók-
bandi“ til eyma. Sú nefnd mun
heyra undir Iðnfræðsluráð.
„FVæðslunefndin" mótmælti slíkri
ráðagerð og taldi það „ekki hlut-
verk Iðnskólans að sinna sliku
frístundanámi" og leit svo á „að
það gangi jafnvel í berhögg við það
verkefni skólans, að útskrifa nem-
endur í löggiltri iðngrein". Nefndin
bætti þvf við með lítilsvirðingartón
að hún viti að „handbókband er
víða stundað sem „hobbf“, sér-
staklega meðal eldra fólks sem
nýtur tilsagnar í tómstundaskól-
um og félagsstarfi aldraðra".
Nefndin sagði enn að hún teldi lög-
brot (!) að láta kennslu í handbók-
bandi fyrir almenning fara fram í
iðnskólum.
Menntamálaráðuneytið brást lítt
glatt við þessari bréfsendingu, svar-
aði og sagðist harma að nefndin
„skuli ekki fagna því að reynt
sé að efla áhuga almennings á
bókbandi, gamalli og merkri
handiðn sem á í vök að veijast á
vélaöld og stuðla á þann hátt að
virðingu fyrir iðngreininni fag-
mönnum til ávinnings".
Það varð þó úr að „kynningar-
námskeið" var auglýst í Iðnskólan-
um. Tvær umsóknir bámst. Þráður-
inn er niður fallinn.
Hver fór nú með sigur af hólmi?
Eftirmáli
Þeir sem bera listbókband fyrir
bijósti þurfa nú að taka höndum
saman um eflingu þess. Fyrr en
varir verður handbókband fellt nið-
ur úr iðnfræðslu hér á landi eins
og svo víða. Þegar það gerist munu
bókbindarar, myndlistarmenn og
listbókbandsfólk fylla einn flokk
áhugamanna um listbókband.
Það er ósk mín að bókbandssýn-
ingin í Norræna húsinu og fyrirle-
strakvöldið á vegum Félags bóka-
gerðarmanna verði upphaf sam-
stöðu um framtíð listbókbands hér
á landi.
Hfífundur er skrifatofualjóri.
Askja og bækur bundnar af Hilmari Einarssyni.