Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, -LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 5 Fegurðardrottning íslands 1988: Fjölbreytt dagskrá á krýningarhátíð KRÝNING F egu rðardrottningar íslands 1988 fer fram á Hótel íslandi næstkomandi mánudags- kvöld, 23. mai. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en há- punktur kvöldsins er sjálf krýn- ingarathöfnin, sem verður um miðnætti. Fegurðardrottning ís- lands 1988 verður valin úr hópi ellefu stúlkna, sem keppa til úrslita en auk þess munu stúlk- umar sjálfar velja vinsælustu stúlkuna úr sinum hópi og ljós- myndarar velja bestu ljósmynda- fyrirsætuna. Salarkynni Hótel íslands verða opnuð klukkan 18.30 með fordrykk en dagskráin hefst með því að stúlkumar ganga pelsklæddar í salinn um klukkan 20.00. Boðið verður upp á þríréttaðan hátíðar- matseðil og mun píanóleikarinn Eliza Emery leika undir borðum. Þá verður fluttur dans, saminn af Ástrósu Gunnarsdóttur, við verk Gunnars Þórðarsonar, „Tilbrigði við fegurð". Dansarar eru frá Dansstúdíói Sóleyjar. Því næst munu keppendur koma fram á bað- fötum. Þá munu Módel ’79 sýna fatnað frá Tískuhúsi Markus og að því loknu koma stúlkumar fram á samkvæmiskjólum. Einar Júlíus- son mun syngja nokkur lög og Dansflokkur Auðar Haralds sýnir Kamivaldansa. Gert er ráð fyrir að krýning Fegurðardrottningar íslands fari fram um miðnætti og að því loknu mun hljómsveitin „Ðe Lónlí Blú Bojs" leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Stúlkumar ellefu sem keppa til úrslita eru: Guðbjörg Gissurardóttir 19 ára Reykjavík, Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir 19 ára Keflavík, Guðný Elísabet Ólafsdóttir 20 ára Reykjavík, Guðrún Margrét Hann- esdóttir 20 ára Reykjavík, Halldfs Höm Höskuldsdóttir 20 ára Eyja- hreppi á Snæfellsnesi, Kamilla Rún Jóhannsdóttir 17 ára Akureyri, Karen Kristjánsdóttir 23 ára Olf- usi, Kristín Birgitta Gunnarsdóttir 22 ára Reykjavík, Linda Péturs- dóttir 18 ára Vopnafirði, Marta Jörundsdóttir 18 ára ísafirði og Sigrún Eyflörð 20 ára Garðabæ. Dómneftid skipa Ólafur Laufdal veitingamaður, Erla Haralds dans- kennari, Friðþjófur Helgason ljós- myndari, Öm Guðmundsson bal- lettdansari, Sigtryggur Sigtryggs- son fréttastjóri, Sóley Jóhanns- dóttir danskennarí og María Bald- ursdóttir fyrrum fegurðardrottning fslands. Krýningu nýrrar fegurðar- drottningar annast þær Magnea Magnúsdóttir og Sigríður Guð- laugsdóttir sem urðu í öðm og þriðja sæti í fegurðarsamkeppninni í fyira og kynningu annast Berg- þór Pálsson og Sigrún Waage. Heiðursgestir verða Davíð Oddsson borgarstjóri, Richard Birtchenell frá Top Shop í London og David Naidoo frá írlandi, sem hefur ann- ast framkvæmdastjóm á fegurð- arsamkeppninni þar í landi. Umsjón með framkvæmd keppninnar hér á landi í ár var í höndum Gróu Ás- geirsdóttur. Gæti orðið erfitt að fá sumarvinnu Atvinnuleysi 0,5% í apríl Atvinnuleysisdagar í apríl voru 14.000, sem jafngildir því að 640 manns hafi verið á at- vinnuleysisskrá allan mánuðinn, eða 0,5% vinnandi manna. Vinnu- málaskrifstofu Félagsmálaráðu- neytisins hafa borist tilkynning- ar um uppsagnir allt að 300 starfsmanna að undanförnu, sem margar koma til framkvæmda á sama tíma og skólafólk kemur á vinnumarkaðinn í sumar og kann þvi að verða erfiðara að fá sum- arvinnu en undanfarin ár, að því að segir í tilkynningu frá Vinnu- málaskrifstofunni. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði um 3.400 frá mánuðinum á undan, eða um 20%, en voru þó 2.000 fleiri en í aprílmánuði í fyrra. Vinnumálaskrifstofan telur þetta þó minni breytingu en vænta hefði mátt, því atvinnuástand í aprílmán- uði 1987 hafí verið mjög gott og reyndar verið mannekla víða. Um 380 konur voru að meðaltali á atvinnuleysisskrá í apríl, en 260 karlar. Skipt eftir landshlutum voru flestir skráðir atvinnuleysisdagar á Suðurlandi, eða 2.514, en miðað við fólksfjölda voru þeir flestir á Norð- urlandi vestra, eða 2.475, nærri jafn margir og á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem þeir voru 2.482. Fæst- ir atvinnuleysisdagar voru á Vest- fjörðum, einungis 119. Vandi refabænda: Beðið könn- unar Stofn- lánadeildar TILLAGNA og ákvarðana til lausnar á vanda refabúskaparins i landinu er ekki að vænta fyrr en eftir að Stofnlánadeild land- búnaðarins hefur gengið frá könnun á fjárhagsvanda einstakra bænda sem þar er unnið að. Búist er við að skýrsla Stofnlánadeildar liggi fyrir í annarri viku eftir hvitasunnu. Starfshópur landbúnaðarráðherra kom saman í vikunni. Þar var lögð fram tillaga Sambands íslenskra loð- dýraræktenda. Sveinbjöm Eyjólfsson deildarstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu segir að lítið sé hægt að gera í málinu fyrr en skýrsla Stofnlána- deildar liggi fyrir. Aðspurður sagði Sveinbjöm að ný loðdýraleyfi hefðu ekki verið veitt undanfama mánuði. Hann sagði þó að einhverjar umsóknir biðu af- greiðslu, þrátt fyrir erfiða stöðu í greininni, og væri það mest umsókn- ir um leyfi til að rækta mink. Bjóst hann við að umsóknimar yrðu tsknar fyrir fljótlega. VERÐUR HALDIÐ 23. MAÍ (ANNAN í HVÍTASUNNU) Á HVALEYRARVELLI KEPPNISFYRIRKOMULAG: Stableford punktakeppni 1. VERÐLAUN: SLP-220 geislaspilari fráTechnics/Panasonic. 2. VERÐLAUN: RX-FW17 ferðaútvarps- og kassettutæki frá Panasonic. 3. VERÐLAUN: MCE-89 1000 vatta ryksuga frá Panasonic. AUKAVERÐLAUN: Panasonic myndbandstæki NV-G21 fyrir að fara holu í höggi á 17. braut. Panasonic útvarps- og vekjaraklukka fyrir að vera næstur holu á 11. og 17. braut. Ræst verður út frá kl. 08.30 til 14.00. Skrásetning og upplýsingar verða í skálanum laugardag og sunnudag til kl. 20.00. Sími 53360. C> JAPIS BRAUTARHOLTI 2 — PANASONIC — GOLFKLÚBBURINN KEILIR —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.