Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Allants- haf TUNiS; 16/erAtíhal MÁRITANlA Eyöimerkurenai-J eprettan er 7;5-J 10cmlör>g KRGN / Morgunblafiid / AM Svíþjóð: Stór eiturlyfja- hringiir upprættur Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morjjunblaðsins. SÆNSKA lögreglan hefur brotíð upp einn stersta eiturlyfjahring, sem sögur fara af í Svíþjóð, og handtekið sjö menn. Voru þeir gripnir í fyrrinótt en 35 annarra er enn leitað. Mennimir sjö, fjórir karlmenn og þijár konur, voru handteknir í Táby skammt fyrir norðan Stokkhólm og höfðu þá undir höndum tíu kfló af amfetamíni og eitthvað af kannab- isefnum og LSD. Síðustu tvö árin hefur eiturlyfjalögreglan sænska fylgst með starfsemi alþjóðlegs eit- urlyfjahrings, sem hefur smyglað til Svíþjóðar miklu af amfetamíni, heróíni, kannabis og LSD, og þeir, sem nú voru teknir, voru höfuð- pauramir. Smyglaramir skýldu sér á bak við gervifyrirtæki en eiturlyfín vom flutt með bflum frá Hollandi til Svíþjóðar. Hafa þau verið seld víða um landið og einnig i Norégi og vom flestar eiturtegundir á boðstól- um. Meðal viðskiptavina eiturlyfjasal- anna hafa verið margir skólakrakk- ar á 16. árinu og hafði lögreglan fylgst með því hvernig þeir söfnuðu saman peningum fyrir eitrinu. Það, sem af er árinu, hefur lög- reglan í Stokkhólmi komist yfir 16 kfló af amfetamíni en aðeins þtjú allt síðasta ár. Þá hafa nú fundist 90 kfló af kannabis á móti tveimur Sovétríkin: Vilja opna verzlunar- skrifstofu í Seoul Seoul. Reuter. SOVÉTMENN vilja opna verzl- unarskrifstofu í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, að loknum Ólympíuleikunum, sem fram fara þar i borg f haust, að því er yfirmaður suður-kóresks iðn- fyrirtækis sagði í gær. Koo Yong-su, yfírmaður hjá Goldstar-fyrirtækinu í Suður- Kóreu, sagði blaðamönnum í gær að I. T. Kanaev, varaformaður sovézka verzlunarráðsins, hefði skýrt sér frá áformum Sovétmanna um opnun verzlunarskrifstofu í Seo- ul þegar hann var viðstaddur vöru- sýningu í Leníngrad. Stjómmálasamband er ekki milli Suður-Kóreu og Sovétríkjanna og viðskipti milli þeirra fer um hendur milliliða í þriðja landinu. Sovétmenn og flestöll fylgiríki þeirra hafa sagst ætla að senda íþróttamenn til þátttöku í Ólympíu- leikunum, sem hefjast í Seoul 17. september og standa yfir í tvær vikur. í fyrra, 4,5 kg af heróíni, 4,7 í fyrra, og tvö kg af kókaíni en að- eins 14 grömm síðasta ár. Lögreglumenn segja, að eitur- lyfjaframboðið hafí aukist mikið og eru nú þeir og tollverðir að leggja á ráðin um nýjar aðferðir í barátt- unni við þennan vágest. Stærsti engisprettufarald- ur í 30 ár heriar á N-Afríku Riyadh, Port Louis á Máritíus, Túnis. New York Times, Reuter. WU Engisprettufaraldur heijar nú á Norður-Afríku. Hefur þess ver- ið vænst i rúmlega ár, að farald- urinn yrði að alvarlegu vanda- máli. Engispretturnar vaxa upp á ófriðarsvæðunum í Eþíópíu, Tíger og Erítreu. Halda siðan til Súdan og um Tchad til Marokkó, Alsir og Túnis. Faraldurinn nú er hinn mestí i 30 ár. Engisprett- an vegur 1,5 tíl 3 grömm. Á hveijum ferkílómetra er talið að 50 milljón kvikindi þrífist og éti um 100 tonn af gróðri á hveijum degi. Engiprettusvermamir geta náð yfir marga tugi ferkílómetra og fara allt að 18 kílómetra á klukkustund. Eftir að þeir eru famir yfir er jörðin nöguð og allur gróður uppétinn. FAO, rnatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, stjóraar alþjóðlegu átaki til að sporaa við faraldrin- um en það er erfitt því að ekki er unnt að gera út af við engi- spretturnar á uppeldisstöðvum þeirra. í Túnis, Alsír og Marokkó er barist við engisprettumar eins og hvem annan innrásarher. Þrátt fyr- ir ráðstafanir hafa þær náð að valda miklu tjóni á uppskeru nú þegar og ógnar það efnahagslífi í löndum Norður-Afríku. Milljónum dala hef- ur verið varið til þess að stemma stigu við faraldrinum sem enn er ekki talinn hafa náð hámarki. S-Evrópulönd uggandi Lönd í Suður-Evrópu er farin að óttast að engisprettumar berist með vindum yfír Miðjarðarhaf ef ekki næst að eyða kvikindunum í Norð- ur-Afríku. Evrópuþingið hefur beð- ið aðildarlönd um að veita aðstoð og Evrópubandalagið hefur veitt 2,5 milljón dollara til hjálpar lönd- um Norður-Afríku í baráttunni við engisprettumar. Fjöldi annarra stofnana og ríkja hefur veitt að- stoð, þeirra á meðal Bandaríkin og Kanada. í höfuðborg Túnis em engisprett- umar famar að gera vart við sig og skammt utan borgarinnar em stórir svermar. Stærsta ógnunin við landið er þó suðvestur af höfuð- borginni, þar sem engisprettur í milljónatali em að §ölga sér og hópa sig áður en þær taka sig upp og vindur ber þær af stað. Milljónir engispretta em einnig í Atlas-fjöll- Engiprettuský í Marokkó. um í Marokkó þar sem íjallahrygg- ir hafa komið í veg fyrir að ferð þeirra héldi áfram til aðalland- búnaðarhéraða landsins og til borg- anna Casablanca, Fez og Mar- rakech. „Við emm viðbúnir neyðar- ástandi," sagði Edouard Saouma, framkvæmdastjóri FAO í samtali við blaðamann New York Times. „Það þarf að grípa til skjótra að- gerða til þessa að koma í veg fyrir matarskort á ákveðnum svæðum." Mikill fjöldi engispretta er einnig á eyðimerkursvæðum Alsír. Sér- fræðingar telja að eðlileg þróun sé að þær fari í austurátt og ógna þær því Túnis og nágrannalöndum þess. Vart hefur orðið við engisprettumar á Ítalíu og Möltu fyrir nokkmm vikum. Sameiginlegt átak Ógnin af engisprettunum hefur orðið til þess að bæta sambúð þjóða í Norður-Afríku. Hafa Alsír og Marokkó lagt til hliðar deilur vegna Polisario-stríðsins sem geisar í Vestur-Sahara um hríð meðan bar- ist er við pláguna. Betur má ef duga skal. Sérfræðingar telja þó að þjóðimar verði að gera enn bet- ur í sáttaviðleitni sinni til þess að hægt sé að beita öllu því sem til er til þess að stemma stigu við engi- sprettunum. Opinber embættismaður í Mar- okkó sagði að þjóðimar á þessu svæði hefðu í hyggju að koma á fót stofnun þar sem starfsfólk yrði EB-COMECON: Líkur á samskiptasamningi Brilssel. Frá Kristófer MÁ Kristinssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins í Belgiu. hagsmuni. Viðskiptasamningar LÍKUR líkur eru taldar á að fram- kvæmdastjórn Evrópubandalags- ins undirrití samskiptasamkomu- lag við COMECON, Efnahags- bandalag Austur-Evrópu, í Moskvu i júní Samningurinn hefur fram undir þetta strandað á af- stöðunni tíl Berlínar. Samningurinn felur í sér að opin- ber samskipti verða tekin upp á milli þessara aðila og samstarf á þeim sviðum sem snerta sameiginlega verða ekki gerðir samkvæmt sam- komulaginu. Þá verður að gera milli EB og einstakra aðildarríkja COMECON. Búist er við því að 1 Igölfar þessa samkomulags verði gengið frá samn- ingum við Sovétríkin um gagn- kvæma viðurkenningu sem mjmdi leiða til þess að sérstakt sendiráð Sovétríkjanna yrði stofnað í Briissel. Með þessu lyki rúmlega 30 ára, leyndum og ljósum, fjandskap sové- skra stjómvalda í garð EB. í samningnum er í engu vikið að Berlín heldur er talað um þau land- svæði sem Rómarsáttmálinn gildir á, þar með viðurkenna aðildarríki COMECON að Vestur-Berlín tilheyri Vestur-Evrópu, a.m.k. í efnahags- legu tilliti. Samningurinn þarf síðan að leggjast fyrir Evrópuþingið til umræðu og ráðherranefhdina til samþykktar. Eyðimerkurengispretta. þjálfað í notkun nýjasta tæknibún- aðar til að beijast gegn engisprettu- faröldrum. Fulltrúar Alsírs, Mar- okkó, Túnis, Máritaníu og Líbíu hafa fundað um þetta mál en nokk- uð hefur borið á ágreiningi. Hafa deilur vaknað um hversu hátt fram- lag hverar þjóðar um sig skal vera. Stjómvöld í Túnis hafa sett upp sérstaka stjómstöð til þess að hafa eftirlit með engisprettunum. Stjóm- endur stöðvarinnar, sem eru yfir- menn í landbúnaðarráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og ýmsum öðrum stofnunum, hittast tvisvar á dag til þess að bera saman bækur sínar. í stjómstöðinni sjálfri er fólk að störfum allan sólarhringinn. Veðurfræðingar, flugmenn frá hemum og loftskeytamenn sjá um að nýjustu upplýsingar um veður og staðsetningu svermanna séu fyr- ir hendi og sjá um að til aðgerða sé gripið á réttum stöðum og tíma. Mikilvægt er að fylgjast náið með öllum breytingum. „Ástandið breyt- ist frá degi til dags,“ er haft eftir flugmanni í flughemum sem starfar við stöðina. „Ástandið fer eftir veðri, hitastigi, vindhraða og vind- átt. Engisprettumar ferðast um að deginum til en halda kyrru fyrir á nóttunni. Við ráðumst gegn þeim með skordýraeitri jafnt að nóttu sem degi," sagði flugmaðurinn. „Tæki og skordýraeitrið nægja til þess að við getum haldið aftur af þeim eins og ástatt er nú, en ef svermamir koma frá Alsír gæti það ekki dugað okkur,“ sagði flugpmað- urinn. L’Express Frá Máritíus til Malí Fréttir hafa nýverið borist frá eynni Máritíus á Indlandshafi, um að engisprettuský sem huldi 750 ferkflómetra landsvæði hafi verið á leið til Afríkuríkisins Malí. Nokkrir minni svermar fylgdu f kjölfarið. í Saudi-Arabíu hefur hver svermur- inn á fætur öðrum heijað á norður- héröðin á síðustu vikum vegna vest- lægra vinda. Gripið hefur til allra tiltækra ráða til að hefta för engi- sprettanna. Jórdanir eru einnig famir að ugga um sinn hag og em þegar hafnar fyrirbyggjandi að- gerðir við landamæri Jórdaníu og Saudi-Arabíu. Sérfræðingur sagðist telja að um 90% allra engispretta í heiminum væri nú í Norður-Afríku. Embættis- maður sem starfar hjá Þróunar- hjálpinni sagði engisprettufaraldur- inn vera hluta af eðlilegri hringrás í náttúmnni. Hringrásin hefst í Pakistan og Indlandi þaðan sem engisprettumar koma til Afríku. Þær snúa síðan til baka eftir að hafa fjölgað sér og fara yfír landið og gjöreyða öllum gróðri sem á vegi verður. Milljónir, ef ekki milljarðar, engi- spretta hefja sig til flugs á morgn-. ana og mynda stóra sverma sem í fjarska em eins og óveðursský sem birgja fyrir sólu. Fyrir tveimur ámm gekk yfír engisprettufaraldur sem ógnaði uppskem í löndum Norður- Afríku en að sögn sérfræðinga var þar á ferðinni smáplága miðað við það sem nú er. Áð sögn starfs- manna Þróunarhjálparinnar em veðurskilyrði nú hagstæð fyrir engi- sprettumar sem þá fjölga sér margfalt miðað við venjulega og gereyðileggja uppskem á afar stór- um landssvæðum. Á 10-15 ára fresti em veðurskilyrði með þeim hætti að faraldur gengur yfir. „Það hefur rignt geysilega á þessu ári á svæðum sem alla jafna er lítil úr- koma. Þetta olli miklum vand- kvæðum í október og nóvember á síðasta ári. Miðað við úrkomuna í ár megum við eiga von á að ástand- ið versni enn,“ segja sérfræðingar. Það sem þeir óttast mest er að vegna mikillar uppskem sem allt útlit er fyrir að verði í ár eflist engisprettumar enn frekar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.