Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
87
Samtök gegn „ Apartheid“ í burðarliðnum:
Alþýðusambandið
samþykkir stofnaðild
STOFNFUNDUR samtakanna
„Suður-Afrikusamtökin - gegn
Apartheid“, verður haldinn laug-
ardaginn 28. mai næstkomandi.
Boðsbréf um stofnaðild hefur ver-
ið sent til samtaka launafólks,
stjórnmálaflokka og annarra fé-
lagasamtaka og einstaklinga. Á
fundi miðstjórnar Alþýðusam-
bands íslands á þriðjudag var sam-
þykkt að ASÍ gerðist stofnaðili að
samtökunum.
Að sögn Kristins H. Einarssonar,
sem stjómað hefur undirbúnings-
vinnu að stofnun samtakanna, segir
í uppkasti að lögum að hlutverk
þeirra sé „að virkja fólk úr öllum
þjóðfélagshópum til virkrar andstöðu
gegn ógnarstjóminni í Suður-Afríku.
Samtökin lýsa yfir stuðningi sínum
við baráttu ANC gegn Apartheid og
stefnu ANC eins og hún kemur fram
í Frelsisskránni." Einnig segir í uppk-
asti að lögum samtakanna að aðild
geti allir átt, einstaklingar og sam-
tök, sem styðji tilgang samtakanna
og vilji styðja þau í starfi. Kristinn
kvaðst vona að sem breiðust sam-
staða næðist um stofnun þessara
áhugamannasamtaka og því hafi
samtökum launafólks, stjómmála-
flokkum og ungliðahreyfingum, auk
einstaklinga, verið send boðsbréf um
stofnaðild.
„Ástæðan fyrir því að þessi háttur
er hafður á er sú að við viljum ná
eins breiðri samstöðu um starfsemi
þessara samtaka og mögulegt er,“
sagði Kristinn. „Hér ætti ekki að
JC ísland:
Ferðaþjónusta
— framtíðarsýn
LANDSÞING JC íslands er hald-
ið á Hótel Loftleiðum 19. — 23
maí og eru kjörorð þingsins feða-
þjónusta — framtíðarsýn. Laug-
ardaginn 21. maí verður í ráð-
stefnusal hótelsins fundur, þar
sem flutt verða erindi er tengj-
ast þessum kjörorðum.
Þeir sem erindi flytja á fundinum
em Matthías Á. Matthíesen, sam-
gönguráðherra, Pétur Einarsson,
framkvæmdastjóri markaðssviðs
Flugleiða og Kristinn Sigtryggsson,
forstjóri Amarflugs. Eftir erindin
verða umræður um ferðamál og
framtíðarsýn íslendinga í sambandi
við þau.
Þorsteinn Gauti
píanóleikari.
vera um pólitískt ágreiningsmál að
ræða heldur fyrst og fremst það, að
hver og einn geri sér grein fyrir út
á hvað þetta sjómkerfí í Suður-
Afríku gengur í raun og veru, en
þetta er eina stjómin í heiminum sem
grundvallar stefnu sína á kynþáttam-
isrétti."
Kristinn sagði að hugmyndin um
stofnun sámtaka gegn aðskilnaðar-
steftiu stjómvalda f Suður-Afríku
hefði komist á verulegt skrið eftir
heimsókn Pritz Dullay, fulltrúa
Afríska þjóðarráðsins, hingað til
lands í apríl síðastliðinn. Síðan hefði
verið unnið að undirbúningi að stofn-
un þeirra og stofnfundurinn ákveðinn
laugardaginn 28. maí í Gerðubergi
og hefst hann klukkan 14.00.
Útvarpshlustun föstudaginn 13. maí 1988.
SVÆÐI4 STÖÐVA (9-80 ára)
%
Rás 1
Rás 2
~~ Bylgjan
— Stjarnan
Útvarpshlustun á svæði fjögurra stöðva föstudaginn 13. maí 1988.
Fj ölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar:
Stjöraumenn í sjöunda himni
Hvað varðar fréttaflutning hafa
Bylgjumenn ekki í hyggju að draga
úr honum. „Við höfum unnið okkur
fréttatraust og hyggjumst því halda
ótrauðir áfram á sömu braut hvað
það snertir" sagði Páll.
Ólafur Hauksson á Stjömunni
sagði að þeir væm að sjálfsögðu í
sjöunda himni yfir velgengni stöðv-
arinnar. Vinsældimar vildi hann
Páll Þorsteinsson bjartsýnn á framtíð Bylgjunnar
í FJÖLMIÐLAKÖNNUN sem
Félagsvísindastofnun Háskóla
íslands framkvæmdi nú i mai
kom í ljós að Stjaman naut
mestra vinsælda af útvarpsstöðv-
unum og hafði hlustun á hana
aukist töluvert síðan síðasta
könnun var gerð í mars s.l. Bylgj-
an, sem kom einna lakast út,
hafði hins vegar staðið i stað
hvað hlustun snerti. Ríkisútvarp-
ið er með lang vinsælustu frétta-
tímana en þess á milli er hlustun
heldur minni, sérstaklega þar
sem allar fjórar stöðvarnar nást.
Þegar Morgunblaðið kannaði við-
brögð forsvarsmanna stöðvanna við
niðurstöðum könnunarinnar kom
m.a. í ljós að þrátt fyrir slaka út-
komu Bylgjunnar kvaðst Páll Þor-
steinsson vera bjartsýnn á framtíð
útvarpsstöðvarinnar. Hann sagði
Bylgjuna vissulega hafa verið í
lægð, en síðan í mars hefði verið
unnið að gagngemm breytingum
og árangurinn af þeim ætti eftir
að koma í ljós. „Þetta eru langtíma-
markmið" sagði Páll, „og því ekki
að vænta árangurs á örfáum vik-
um.“ Ekki kvað Páll hafa dregið
úr auglýsingum á Bylgjunni í kjöl-
far könnunarinnar í mars.
Sigurðsson
Skátamóti
í Krýsuvík
frestað
Fyrirhuguðu vormóti skátafé-
lagsins Hraunbúa í Hafnarfirði,
sem halda átti í Krýsuvik nú um
hvítasunnuhelgina, hefur verið
frestað vegna verðurs.
Áætlað er að halda mótið þess í
stað um næstu helgi, dagana 28.
og 29. maí.
Ásta G. Eyvindardóttir við eitt
verka sinna.
Málverkasýning
á Hótel íslandi
NÚ STENDUR yfir málverkasýn-
ing á Hótel íslandi. Ásta G. Ey-
vindardóttir sýnir þar 8 olíumynd-
ir unnar á síðasta ári.
Þetta er fyrsta einkasýning Ástu
í Reykjavík en hún hefur sýnt verk
sín áður á Selfossi. Hún útskrifaðist
úr grafíkdeild Myndlista- og handí-
ðaskóla íslands árið 1980 og stund-
aði síðan nám við Central School of
Art and Design í London í tvö ár.
Sýningin er opin fyrir matargesti
leiksýningarinnar NORD og henni
lýkur 31. maí. Allar myndimar eru
til sölu.
Póstur og Sími:
Námskeið í
bættriþjónustu
PÓST- og símamálastofnunin
hefur í samvinnu við Stjórnun-
arfélag íslands efnt til nám-
skeiða fyrir starfsmenn: Mann-
legi þátturinn — Fólk i fyrirr-
úmi. Leiðbeinandi á námskeið-
unum er Haukur Haraldsson,
sölu- og markaðsráðgjafi, en
hann hefur staðið fyrir slíkum
námskeiðum áður á vegum
stofnana og fyrirtækja.
Tilgangur námskeiðanna er að
gera þátttakendur virkari í starfi
og þar með hæfari til að veita
góða þjónustu. Jafnframt er mark-
miðið að vinna að betri mannlegum
samskiptum, innan stofnunar og
utan. A þriðja hundrað starfsmenn
Póst- og símamálastofnunar taka
þátt í námskeiðunum. Hvert nám-
skeið stendur í tvo daga og eru
milli fjörutíu og fimmtíu starfs-
menn í hveijum hópi.
Póst- og símamálastofnunin vill
með þessum hætti koma til móts
við óskir og auknar kröfur um
starfsmannafræðslu.
(Fréttatilkynning)
fyrst og fremst þakka starfsfólkinu
sem hann sagði almennt hafa mikla
reynslu af útvarpi og næma tilfínn-
ingu fyrir óskum hlustenda.
Hann sagðist hafa tekið eftir að
auglýsingar hefðu aukist eftir
könnunina i mars. „Við höfum haft
mjög góðar auglýsingatekjur og
allt frá í október s.l. hefur verið
stöðug aukning í auglýsingum"
sagði Ólafur Hauksson, útvarps-
stjóri Stjömunnar.
Forsvarsmaður Ríkisútvarpsins,
Elva Björk Gunnarsdóttir, sagði
útvarpsmenn ekki tilbúna að tjá sig'
um niðurstöður fjölmiðlakönnunar-
innar fyrr en eftir helgina þar sem
þær hefðu ekki borist þeim í hendur
fyrr en á hádegi á föstudag.
Tónleikar í Islensku
óperunni þriðjudag
ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson
píanóleikari heldur tónleika í ís-
lensku óperunni þriðjudaginn 24.
mai kl. 20.30.
Þetta eru þriðju tónleikamir á
vegum Styrktarfélags íslensku
óperunnar.
Þorsteinn Gauti hóf ungur píanó-
nám og lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík árið
1979. Hann stundaði framhalds-
nám í Juilliard School of Music í
New York og í Róm á Ítalíu og
hefur komið fram víða um lönd sem
einleikari með hljómsveitum og á
tónleikum.
Á efnisskránni em verk eftir
Gunnar Reyni Sveinsson, S. Rach-
maninoff, M. Ravel og F. Liszt.
Miðaverð er 400 krónur og af-
sláttur til Styrktarfélaga íslensku
óperunnar, ellilífeyrisþega og náms-
manna er 15%.
Harpa Karlsdóttir
Málverka-
sýning í and-
dyri Land-
spítalans
HARPA Karlsdóttir sýnir þessa
dagana 10 oliumálverk í anddyri
Landspítalans og ber sýningin
yfirskriftina “Fánýtar stílæfing-
ar misskilinnar listakonu“.
Sýningin stendur fram yfir mán-
aðamót og eru öll verkin til sölu.
Harpa hefur áður myndskreytt
bamabækur og sögur sem fluttar
hafa verið í sjónvarpi, auk þess sem
hún hefur fengist við skartgripa-
gerð. Hún er 27 ára gömul, búsett
í Reykjavík og er þetta fyrsta einka-
sýning hennar.
(Úr fréttatilkynningu)
Ljósmynd-
ir sýndar
áMokka
SÝNING á 30 ljósmyndum eftir
Davíð Þorsteinsson hefst í dag,
laugardaginn 21. maí, á Mok-
kakaffi.
Það er myndunum sammerkt að
vera allar teknar inni á Mokka af
gestum kaffihússins og starfsliði.
Langfiestar myndanna eru frá
síðustu fimm ámm og em þær allar
svart-hvítar. Sýningin er haldin í
tilefni af 30 ára afmæli Mokkakaff-
is um þessar mundir.
Davíð hefur fengist við ljósmynd-
un í allmörg ár sem áhugamaður
og hefur haldið eina einkasýningu
áður. Það var vorið 1985 — þá einn-
ig á Mokka. Myndefni þeirrar sýn-
ingar var götulíf í gamla mið-
bænum.
Ein myndanna á sýningunni er
af Sveinbirni Beinteinssyni.