Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
Framboð Vigdísar Finnbogadóttur:
Tæp þrjú þúsund
skrifuðu undir
FRESTUR tU að skila undir-
skriftum vegna forsetaframboðs
rann út á miðnætti i nótt. Um-
bjóðendur Vigdísar Finnboga-
dóttur forseta íslands afhentu
dómsmálaráðuneytinu undir-
skriftarlista til stuðnings fram-
boði hennar á fimmtudag. Á list-
unum eru nöfn 2961 manns. Lög-
um samkvæmt eiga stuðnings-
menn að vera minnst 1500 en
mest 3000.
Undirskriftalistamir lágu fyrir
15. aprfl síðastliðinn en þá áttu
yfirkjörstjómir eftir að bera nöfnin
saman við kjörskrá. Síðustu listam-
ir bámst frá kjörstjómum á mið- '
vikudag og vom öll nöfnin afhent
ráðuneytinu kl. 14.00 á fímmtudag.
Vigdís Finnbogadóttir forseti er
væntanleg til landsins um miðja
næstu viku frá Bandaríkjunum.
Engar ákvarðanir munu liggja fyrir
um tilhögun framboðs hennar, en
Vigdís er fyrsti forsetinn í embætti
sem þarf að heyja kosningabaráttu.
Lögum samkvæmt fara kosning-
amar fram síðasta laugardag í júní,
þann 25. næsta mánaðar.
Þjóðverjar kaupa 80
milljónir í Amarflugi
ÞÝSKA fyrirtækið Atlantica
mun væntanlega ganga frá kaup-
um á hlutafé í Araarflugi fyrir
80 miiyónir króna á næstu dög-
um. Auk hlutafjárkaupanna er
ætlunin að Arnarflug og Atl-
antica eigi með sér viðtækt sam-
starf í markaðsmálum, að sögn
Kristins Sigtryggssonar, fram-
kvæmdastjóra Araarflugs.
Kristinn sagði að ákveðið hefði
verið fyrir nokkm að auka hlutafé
í Amarflugi úr rúmum 200 milljón-
um króna í 320 milijónir. Þýska
fyrirtækið hefði ákveðið að kaupa
flórðung hlutaijárins, 80 milljónir
króna, en hins vegar væm ýmsir
innlendir aðilar þegar skráðir fyrir
hluta aukningarinnar, þannig að
hlutafé færi líklega upp í um 400
milijónir króna.
Viðræður hafa staðið yfir í
nokkra mánuði, að sögn Kristins,
og bjóst hann við að formlega yrði
gengið frá hlutafjárkaupunum og
samstarfssamningi eftir helgina.
Hann sagði að Dieter Ginsberg,
framkvæmdastjóri Atlantica, hefði
átt mestan hlut í að koma þessum
viðskiptum á, en Dieter er kvæntur
íslenskri konu og talar íslensku.
Kristinn sagði að þýska fyrirtæk-
ið væri í eigu aðila í ýmsum grein-
um ferðamannaþjónustu, sem litu
mjög til íslands sem ferðamanna-
lands, m.a. með rekstur heilsuhót-
ela í huga, sem gæti beint ferða-
mönnum hingað utan hins hefð-
bundna annatíma. „Við lítum fyrst
og fremst á þetta samstarf sem
aukna viðurkenningu; bæði á því
sem við erum að gera í Amarflugi
og á íslandi sem ferðamannalandi. “
Afmæli Siglufjarðarkaupstaðar:
Bæjarstjórn sam-
þykkir að byggja
yfir grunnskólann
Siglufirði.
BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar
hélt hátfðarfund í gær á sjötíu
ára afmæli kaupstaðarins. Sam-
þykkt var að byggja nýtt skóla-
hús þannig að baraaskólinn og
gagnfræðaskólinn komist undir
eitt þak.
Lengi hefur verið að því stefnt
að grunnskólinn starfí í einu. húsi.
Bamaskólahúsið er raunar jafn
gamalt kaupstaðnum og gagn-
fræðaskólinn nokkuð kominn til ára
sinna.
Á sama tíma og bæjarstjómin
sat á fundi frumflutti Leikfélag
Siglufjarðar leikritið „Galdrakarl-
inn í Oz“ undir leikstjóm Carmen
Bonitch. Þetta er viðamesta verk-
efni félagsins sem hefur starfað
síðan árið 1951. Þá var opnuð nem-
endasýning í grunnskólanum sem
ber nafnið „Smámjmdir og þættir
í 70 ár“. Hún verður opin í allt
sumar, en um miðjan ágúst er stefnt
að því að halda afmælishátíð sem
einkum verður tileinkuð brottflutt-
Um Siglfirðingum.
í gærkvöldi var haldin aftnælis-
samkoma í Siglufjarðarkirkju. Þar
kom kirkjukórinn fram, Lúðrasveit
Sigluflarðar lék og Þorvaldur Hall-
dórsson guðfræðinemi söng ein-
söng. ísak J. Ólafsson bæjarstjóri
flutti stutt ávarp en hátíðarræðuna
hélt Sigurjón Sæmundsson fyrrver-
andi bæjarstjóri. Að samkomunni
lokinni nutu gestir kaffíveitinga í
saftiaðarheimiiinu.
-Matthías
Myndin var tekin á slysstað þegar verið var að færa stúlkuna I sjúkrabifreið. Morgunbiaðií/Júiius
Hlemmtorg:
Unglingnr undir strætisvagni
UNGLINGSSTÚLKA varð und-
ir strætisvagni við Hlemmtorg
klukkan rúmlega fjögur i gær.
Hún er talin fót- og handleggs-
brotin en ekki i lifshættu.
Slysið vildi þannig til að stúikan
hljóp gangstéttarmegin meðfram
vagninum, sem var að leggja af
stað frá Hlemmtorgi, og reyndi
að veiqa athygli vagnsstjórans á
sér og fá far með vagninum.
Vagnstjórinn veitti henni ekki at-
hygli en ók vagninum inní beygju
austur Hverfísgötu og lenti á
stúlkunni. Hún var talin föst und-
ir vagninum og auk sjúkrabfls
með læknaliði kom tækjabfll
slökkviliðsins á vettvang. Ekki
kom þó til kasta hans til að ná
stúlkunni undan vagninum. Hún
var flutt á Borgarspítalann, meidd
á hendi og fæti en ekki talin, í
iífshættu.
Hvítasunnan:
Lögreglan mælir hraða
og skoðar bifreiðar
LÖGREGLAN um land allt verður með viðtækt eftirlit í umferðinni
um hvítasunnuhelgina, sem meðal annars er fólgið í hraðamælingum
og skoðun bifreiða. Merktar lögreglubifreiðar og ómerktar verða
notaðar jöfnum höndum við eftirlitið og þyrla Landhelgisgæslunnar
fyigist með umferðinni um vegi landsins.
Þar sem búast má við að flöl-
margir íbúar höfuðborgarsvæðisins
fari burt úr bænum um helgina
ætlar lögreglan í Reykjavík að
leggja áherslu á að fylgjast með
umferð um Suður- og Vesturlands-
veg í nágrenni borgarinnar. „Lög-
reglan mun eiga náið samstarf við
bifreiðaeftirlitið og meðal annars
verða með skyndiskoðanir bifreiða
fyrir og um helgina," sagði Ómar
Smári Ármannsson, aðalvarðstjóri
umferðardeildar. „Það verður lögð
mest áhersla á ökutæki, sem ekki
hafa verið færð til aðal- eða auka-
skoðunar, en allar bifreiðar undir
R-28000 eiga að hafa verið skoðað-
ar í ár. Þá verður sérstaklega fylgst
með breyttum jeppa- og torfærubif-
reiðum, sem nokkuð virðist vera af
á götunum. Loks beinist athyglin
að ökutækjum sem einungis hafa
eitt skráningamúmer í stað tveggja,
eru með ófullnægjandi ljósabúnað,
eru enn á negldum dekkjum eða
búnaði þeirra áfátt á annan hátt.“
Þjóðvegalögreglan verður með
eftirlit á þjóðvegum landsins um
hvítasunnuna og verður þyrla Land-
helgisgæslunnar henni til styrktar.
Þyrlan verður notuð til að fylgjast
með umferðarstreyminu og fer eft-
irlitsferðir inn á hálendið. Hins veg-
ar eru hálendisvegir allir lokaðir,
svo engin umferð ætti að vera á
þeim.
Hjá Landssambandi hjálpar-
sveita skáta fengust þær upplýsing-
ar að fólk, sem hyggst fara í ferðir
utan alfaraleiðar, gæti tilkynnt um
slfld í síma sambandsins, 68-60-68.
Landssambandið hafði í hyggju að
hafa sérstakan viðbúnað um hvíta-
sunnuna, vegna reynslu þeirrar er
fékkst um páskana þegar fólk lenti
víða í erfiðleikum, en ekki þótti
ástæða til þess, þar sem hálendið
er lokað umferð. Þar er víðast hvar
mikil aurbleyta og kolófært, auk
þess sem gróður er sérstaklega við-
kvæmur á þessum árstíma.
Sykurmolarnir:
T .ifp’s too Good spáð 3-400.000
eíntaka sölu í Evrópu á árínu
Frá Áma Matthlassyni, blaðamanni Morgunblaðaina i Lundúnum.
Sykurmolarair ljúka tón-
leikaför sinni um Bretland á
morgun, sunnudag, en hljóm-
sveitin hefur haldið þar níu
tónleika í átta borgum siðustu
tvær vikur og hefur hvarvetna
leikið fyrir fullu húsi. Á sunnu-
dag heldur hljómsveitin síðan
til Bandaríkjanna til tónleika-
halds.
Sykurmolamir hafa leikið í átta
borgum og hefur hvarvetna verið
uppselt á tónleika hljómsveitar-
innar, víða einni til tveimur vikum
fyrir tónleikana. í kvöld verða
síðustu tónleikamir og á morgun
heldur hljómsveitin til New York
og mun halda tónleika í nokkmm
helstu borgum Bandarflganna.
Hljómplata hljómsveitarinnar
Life’s too Good, var gefín út í
Bandaríkjunum 15. þessa mánað-
ar, en velgengni plötunnar í Bret-
landi varð til þess að útgáfufyrir-
tækið Electra, sem gefur plötuna
út vestan hafs, ákvað að setja
hana ekki í sölu fyrr en nú í
mánaðarlokin.
Derek Birkett, forstöðumaður
hljómplötufyrirtækis Sykurmol-
anna í Bretlandi, One Little Indi-
an, sagði í viðtali við blaðamann
stuttu fyrir tónleika hljómsveitar-
innar í Lundúnum á fimmtudag,
að Deus væri í efsta sæti vin-
sældalista háskólaútvarpsstöðv-
anna bandarísku og að Birthday
væri í sjöunda sæti á þeim sama
lista. Hann sagði að áhugi fyrir
hljómsveitinni í Bandaríkjunum
væri meiri en menn hefðu þorað
að vona. Til marks um það mætti
geta þess að á sunnudag, þegar
hljómsveitin kemur vestur um
haf, væri búið að panta ein fimm
til sex viðtöl og á meðal þeirra
sem vildu viðtal væru blöð eins
og The Washington Post og New
York Times. Hann sagði ennfrem-
ur að viðtal við hljómsveitina og
frásögn af ferli hennar yrði birt
í Rolling Stóne um mánaðamótin
og að hann hefði fengið það stað-
fest að hljómsveitin yrði á forsíðu
tímaritsins, sem er virtasta popp-
tónlistartímarit hetms. Hvað varð-
aði stöðu hljómsveitarinnar í Evr-
ópu sagði hann að nú væri búið
að selja tæp 80.000 eintök af plöt-
unni Life’s too Good í Bretlandi
og að hann teldi það öruggt að
hún færi í 100.000 eintök seld
fyrir veturinn, sem gerði hana að
gullplötu.
Platan verður gefín út f Þýska-
landi á mánudag og þar hafa þeg-
ar komið pantanir upp á um
20.000 eintök og annað eins frá
Skandinavíu, en hún verður gefín
út þar í næstu viku. Hann sagði
það fullljóst að platan myndi selj-
ast í 3—400.000 eintökum í Evr-
ópu einni fyrir áramót. Þess má
geta hér að Life’s too Good hefur
þegar náð gullsölu á íslandi, 3.000
eintaka sölu.
Sjá einnig frásögn af tónleik-
unum á fimmtudag á bls. 26