Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 17 Hvað varð um hjólreiða- daginn? eftir Þór Jakobsson Oft hef ég verið spurður þessarar spumingar og sjálfsagt hafa aðrir sem viðriðnir voru hinn árlega Hjól- reiðadag verið spurðir hins sama. Hjólreiðadagurinn var haldinn hvert vor árin fimm 1981 til 1985 með glæsibrag og þátttöku þúsunda ungra og gamalla hjólreiðagarpa. Samdægurs fór fram afhending söfnunarfjár sem safnast hafði meðal almennings vikumar fyrir Hjólreiðadaginn. Féð fór til upp- Dyggingar í Reykjadal í Mosfells- sveit, en þar er sumardvalarheimili fyrir fötluð böm. Riðið var á vaðið með skipulagn- ingu Hjólreiðadags og framkvæmd árið 1981 eins og áður gat — að nokkm leyti að erlendri fyrirmynd eins og margt gott. Þessi nýja úti- hátíð var haldin á vegum Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, en þá var Sigurður Magnússon fram- kvæmdastjóri félagsins, núverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ. Síðari árin vann Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Hjólreiða- deginum af miklum skörungsskap. Samtímis undirbúningi og skipu- lagningu á sjálfum Hjólreiðadegin- um stóð kvennadeildin að mikils- verðri kynningu á starfí Reykja- dals. Sú kynning fór fram víðs veg- ar í skólum á höfuðborgarsvæðinu og þótti takast vel sem dálítil brúar- gerð milli fatlaðra og ófatlaðra bama. Þessi sjálfboðavinna kvenna- „Haf in verður endur- reisn Hjólreiðadagsins í vor og stefnt er að fullkomnum Hjólreiða- degi á öllu höfuðborg- arsvæðinu - og vonandi víðar — vorið 1989. Hjólreiðadagur verður sunnudaginn 29. maí nk. í Reykjavík“ deildar var mikil og tímafrek, enda jukust vinsældir dagsins ár frá ári. Einsýnt var, að starfíð yrði ofviða fáeinum hamhleypum og þörf á enn öflugri undirbúningsnefnd. Því mið- ur virtist sjálft Styrktarfélagið ekki hafa áhuga eða þrótt í sér til að halda við Hjólreiðadeginum. Und- anfarin tvö ár hefur ekki verið hald- inn Hjólreiðadagur og útlit fyrir að hann Iognaðist út af. Hann yrði ekki hefð sem fjölþættur dagur til kynningar á málefnum fatlaðra heldur 5 ára tímabil meðan nokk- urra dugnaðarforka nyti við. En fljótt skipast veður í lofti og nú til hins betra. Hafín verður end- urreisn Hjólreiðadagsins í vor og stefnt er að fullkomnum Hjólreiða- degi á öllu höfuðborgarsvæðinu - og vonandi víðar — vorið 1989. Hjólreiðadagur verður sunnu- daginn 29. maí nk. í Reykjavík og verður hjólað úr hverfum borgar- Frá Hjólreiðadeginum 1984. innar sem leið liggur í Kringluna. Bílatorg Kringlunnar verður vænt- anlega að reiðhjólatorgi þennan dag — hressingardag til styrktar þörfum málefnum. Nánar verður greint frá skipulagi í blöðum og öðrum fjöl- miðlum næstu daga. Undirbúningur að Hjólreiðadeg- inum núna er skjótur en hnitmiðað- ur og hófst með því er komið var að máli við okkur fyrri aðstandend- ur Hjólreiðadagsins. Hefur nú tek- ist hin ágætasta samvinna. Frum- kvöðull að uppvakningu hátíðarinn- ar strax í vor er Magnús Pálsson viðskiptafræðingur og íþróttakenn- ari, framkvæmdastjóri Hjólreiða- dagsins 1988. Kaupmenn í Kringl- unni hafa af rausn sinni boðið að- stöðu, stuðning við kynningu og síðast en ekki síst að verða við áheitum um fjárstyrk til málefnis- ins. Þau verða í réttu hlutfalli við þátttöku almennings á hjólreiða- deginum. Vitanlega eru fjárgjafír almenn- ings vel þegnar eftir sem áður, þótt ekki verði staðið að söfnun með fyrri hætti. Ágóði verður til styrktar Reykja- dal sem fyrr var nefndur og íþrótta- félagi fatlaðra í Reykavík, sem vinnur af alefli að bráðnauðsynlegu endurhæfingarstarfi meðal fatl- aðra. Á Hjólreiðadögum fyrri ára tókst flest vel og er ánægjulegt til þess að vita, að hafist verður handa á ný. Hins vegar var sitthvað sem aflaga fór. Það verður haft í huga og stefnt að úrbótum að fenginni reynslu. Mest er um vert, að ungir og aldn- ir hjólreiðamenn munu njóta vand- virkni og vemdar lögreglunnar í Reykjavík — og væntanlega velvild- ar ökumanna. Auk ofantaldra eru í undirbúnigsnefnd Baldvin Ottóson lögregluvarðstjóri og Björg Stef- ánsdóttir frá Kvennadeild Styrktar- félags lamaðra og fatlaðrá, gamal- reyndir skipuleggjarar fyrri Hjól- reiðadaga. Ennfremur er í nefnd- inni Sigurgeir Þorgrímsson, for- maður íþróttafélags fatlaðra i Reykjavík. Að lokum skora ég á fólk að gera við hjólin og stefna að þátt- töku, hvort sem bjartviðrið helst eða ekki. Heitið á kaupmennina ykkar til stuðnings þeim sem síður geta hjólað en temja sér samt einurð við hið gerlega — og dugnað sem er ófötluðum til fyrirmyndar. Höfundur er veðurfræðingur. Menningin - burðarás norræns samstarfs Norræni blaðamannaskólinn og upplýsingadeild Norðurlandaráðs efna til námstefnu/námskeiðs fyrir fulltrúa norrænna fjölmiðla dagana 20. ágúst til 2. september 1988 um viðfangsefnið „Menning- in - burðarás norræns samstarfs". Námskeiðið verður haldið í Gautaborg, á Skagan- um og í Árósum. Farnar verða nokkrar kynnis- ferðir um Danmörku. í hópi fyrirlesara verða stjórnmálamenn, m.a. ráð- herrar og ýmsir áhrifamenn úr menningarlífinu. Meðal umfjöllunarefna má nefna: - Nær nýja menningarmálaáætlunin tilgangi sínum? - Eru Danir að yfirgefa norræna menningarsam- félagið? - Norræn sjónvarpsstefna í nýju Ijósi. - Norræn aðföng í kennslustarfi. - Hlutur hinna vestlægu Norðurlanda í norrænni menningarumræðu. - Innflytjendur og norræn menning. - Stuðningur fyrirtækja við menningarstarfsemi. Námskeiðið er ætlað ritsjórum, blaðamönnum, rit- stjórnarfulltrúum og sjónvarps- og útvarpsmönnum hvaðanæva af Norðurlöndum. Gisting, matur og ferðir meðan á námskeiðinu stendur er þátttakendum að kostnaðarlausu. Hins vegar greiða þeir sjálfir ferðir til og frá námskeið- inu, en það hefst síðdegis hinn 20. ágúst í Gauta- borg. Hægt er að sækja um sérstakan ferðastyrk. Umsóknir má stíla á neðangreind heimilisföng og skulu þær hafa borist eigi síðar en 14. júní nk. Val þátttakenda á námskeiðið verður tilkynnt eftir 20. júní. Nordisk Journalistkursus, Vennelystparken, DK-8000 Árhus C. Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm. J K. AUÐUNSSON HF Hefur tekið að sér einkaumboð (áður Leonard) Við munum sjá um alla sölu og þjónustu fyrir þessa vöru. RADA er í háum gæðaflokki og sérhæfir sig í hitastýrðum blöndunartækjum,fyrir iðnað, sundlaugar,sjúkrahús og einstaklinga. K. AUÐUNSSON H.F. Grensásvegur 8 108 Reykjavik simi: 686088 & 686775
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.