Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 fotim FOLK KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR Morgunblaðið/Sverrir Slegfried Held og Guðni Kjartansson stjóran íslenska ólympíuliðinu gegn Portúgölum á þriðjudaginn. „Vonum að okkur gangi betur í hreina loftinu á Laugardalsvellinum," segir Held. ísland - Portúgal á þriðjudaginn: Stefnum að þvíaðvera áfram taplausir á heimavelli - segir Siegfried Held landsliðs- þjálfari. Fyrsti leikurinn á Laugardals- velli í ár og næst síðasti leikurinn í undankeppni Ólympíuleikanna Á ÞRIÐJUDAGINN leika lands- lið islands og Portúgal seinni leik sinn í undankeppni Ólympíuleikanna f knattspyrnu. Portúgalir voru heppnir í fyrri leiknum og íslenska liðið færði þeim 2:1 sigur á silfurfati. Leik- urinn verður sá fyrsti á aðal- leikvanginum í Laugardal í ár og hefst klukkan 20. Siegfried Held, landsliðsþjálfari valdi 21 leikmann fyrr í vik- unni fyrir leikinn, en vonast til að geta tilkyrtnt 16 manna hópinn á morgun. „Guðmundur Torfason hefur verið eitthvað meiddur og ég veit ekki fyrr en á sunnudag hvort hann geti leikið. Einhveijir í hópn- um háfa verið veikir og svo geta menn meiðst í leikjum helgarinnar, en ein æfing verður á sunnudag, tvær á mánudag og Iétt æfing á leikdag," sagði Held við Morgun- blaðið í gær. Uðið óslgrað á helmavelli íslenska Iiðið lék tvo heimaleiki í keppninni í fyrra. Það gerði 2:2 jaftitefli við Hollendinga og vann Austur-Þjóðverja 2:0. „Við stefnum að því að vera áfram taplausir á heimavelli í keppninni," sagði Held. „Portúgalska liðið er sterkt og við vitum það, en leikum til sigurs," bætti hann við. íslenska liðið tapaði fyrir Hollend- ingum og Austur-Þjóðveijum ytra í síðasta mánuði. „Við lékum mun betur í Hollandi en í Austur-Þýska- landi, en fórum illa með tækifærin. Hinu má ekki gleyma að við vorum að leika við mjög sterk lið, en engu að síður voru ljósir punktar í leikj- unum. Um helgina reynum við að laga það sém miður fór og vonum að okkur gangi betur í hreina loft- inu á Laugardalsvellinum," sagði landsliðsþjálfarinn. HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA / 1. DEILD Akureyrarliðin verðaí sviðsliósinu KNATTSPYRNUMENN frá Ak- ureyri fara á ferðina í dag í 1. deildarkeppninni. Þórsrara fá Framara í heimsókn og leik- menn KA leika gegn Víkingum á gervigrasvellinum í Laugar- dal. Lárus Guðmundsson mun þá leika sinn fyrsta ieik með Víkingum frá 1981, en þá hólt hann til Belgíu og síðan til V- Þýskalands. N okkur meiðsli hafa verið í her- Þórsarar leika sinn fyrsta leik gegn Fram, eins og sl. keppnistímabil. Þá lögðu þeir Framara að velli, 3:1, í Laugardal og einnig í leiknum á Akureyri, 4:1. Þórsarar hafa ekki tapað leik fyrir Fram á Akureyri, undir stjóm Jóhannesar Atlasonar, fyrrum fyrirliða og þjálfara Fram- liðsins. Völsungar á Húsavík fá Skaga- menn í heimsókn, en Skagamenn náðu að vinna þar í fyrra, 2:1. Þá skoruðu þeir Valgeir Barðason og Sveinbjöm Hákonarson mörk Skagamanna, en þeir eru báðir famir frá Akranesi. Valgeir leikur með KA gegn Víkingum á gervigrasvellinum í Laugardal. Við hlið hans mun An- tony Karl Gregory, fyrrum leikmað- ur Vals, leika. Spumingin er hvort að þeir skori fyrir sitt nýja félag? KNATTSPYRNA / SVISS Luzern missir af UEFA-sæti Luzem, lið Sigurðar Grétars- sonar, tapaði 4:2 gegn St. Gallen í 1. deild svissnesku deild- arkeppninnar á fimmtudagskvöld. „Þetta voru aga- leg úrslit," sagði Sigurður. „Við höfum nú tapað tveimur útileikjum sem við hefðum átt að vinna og vonin um UEFA-sæti er þar með úti. Við spiluðum vel í 60 til 70 mínútur gegn St. Gallen, en náð- um okkur ekki á strik eftir að við fengum þriðja markið á okkur." Sigurður setti fyrsta markið á 15. mínútu þótt það teljist sjálfsmark St. Gallen. „Ég skaut í Rietmann og boltinn fór inn,“ sagði hann. St. Gallen jafnaði úr vftaspymu rúmum hálftíma seinna. Mohr skoraði annað mark Luzem á 66. mínútu. St. Gallen jafnaði nokkr- um mínútum síðar og bætti síðan tveimur mörkum við. Luzem er nú í 5. sæti með 25 stig. Aðeins einn leikur er eftir Anna Bjamadóttir skrifar fráSviss Slgur&ur Grétarsson skoraði 1 tapleiknum gegn St. Gallen. af leiktímabilinu og keppnin um meistaratitiiinn er hörð. Aarau og Xamax eru nú bæði með 30 stig í deiidarkeppninni en markatala Aarau er betri. Servette og Grass- hoppers em með 28 stig hvort. Úrslitin ráðast í lokaumferðinni 1. júní. Spákona spáir Essen Evrópumeistaratitlinum Iþróttir helgarinnar Knattspyma 1. deild (laugard.) Húsavíkurv. Völsungur-ÍA ,...kl. 14.00 Akureyrarv. Þór-Fram...kl. 14.00 Gervigrasv. Vlkingur-KA kl. 15.00 2. deild (laugard.) Siglufjarðarv. KS-Tindastóll..kl. 14.00 Garðsvöllur Víðir-Fylkir.kl. 14.00 ■ BAYERN Múnchen hefur mikinn áhuga á að kaupa sænska landsliðsmanninn Johnny Ekström frá italska félaginu Empoli Ekström er 23 ára og einn af lykil- mönnum sænska landsliðsins í knattspymu. H BAYER Leverkusen sem sigraði í UEFA-bikamum í vik- unni, vill kaupa v-þýska landsliðs- manninn Rudi VöIIer, sem nú leik- ur með Róma á Ítalíu. Þá hefur b'ðið einnig augastað á Harold Kohr frá Kaiserslautern. I SKÓLALIÐ Verslunarskól- ans hélt til Englands í morgun og tekur þar þátt í skólakeppni bresku golfsambandanna. GSI var boðið að senda eitt lið út og í ljós kom að' nemendur Verslunarskóla ís- lands vom með lægstu forgjöf. Tólf þjóðir taka þátt í mótinu, sem fram fer á einunv frægasta golf- velli Breta, Sunningdale vellinum. í liði Verslunarskólans eru: Gunn- ar Sigurðsson GR, Hörður Felix Harðarson NK og Gunnar Hans- son NK. ■ ATLETICO Madríd, sem leikur í 1. deildinni á Spáni, hefur í~hyggju að selja brasilíska miðvall- arleikmanninn, Ricardo Brito Al- emao, til félags á Ítalíu. Forráða- menn Atletico vildu ekki gefa upp hvaða félag á Ítalíu væri hér um að ræða, en sögðu að það yrði upp- lýst innan fárra daga. ■ ENGLENDINGAR leika gegn Skotum í Rous-bikarkeppn- inni á Wembley í dag. Fyrsta leikn- um í keppninni milli Skotlands og Kólombíu lauk með markalausu i^ftitefli á þriðjudaginn. Byijunarlið ^Englendinga í dag verður þannig skipað: Peter Shilton, Gary Ste- vens, Dave Watson, Tony Adams, Kenny Sansom, Trevor Steven, Neil Webb, Bryan Robson, Peter Beardsley, Gary Lineker og John Barnes. ■ JÓN Sigurjónsson úr KR setti unglingamet í sleggjukasti á vormóti IR í vikunni. Sleggjan flaug 50,50 metra og bætti Jón því gamla metið talsvert. Það átti Erlendur Valdimarsson, 48,42 m. Þá stóð Súsanna Helgadóttir sig vel í langstökkinu, stökk 5,95 m., en íslandsmet Bryndísar Hólm er 6,18 m. _g HANNES Eyvindsson GR hefur verið valinn í golflandsliðið fyrir Evrópumót einstaklinga í stað Ragnars Olafssonar, GR sem boð- <-aði forföll. Auk hans eru í liðinu Úlfar Jónsson, GK og Sigurður Pétursson, GR. ■ ALAN Hansen, leikmaður Liverpool fékk 120.000 pund úr ágóðaleik nú fyrir skömmu. Um 31.000 áhorfendur mættu á leikinn. Alan Cork, leikmaður Wimbleton fékk 20.000 pund fyrir ágóðaleik sama kvöld. Þar voru mættir um 7.000 áhorfendur. ■ MAGNÚS Jónsson var kjör- inn formaður á þingi Badminton- sambandsins. Auk Magnúsar sidpa stjómina Friðrik Þór Hall- dórsson, Pétur Hjálmtýsson, Sigrfður Jónsdóttir, Sigríður M. Jónsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Helgi Magnusson og Hörður Þor- leifsson. Fráfarandi formaður Vildís K. Guðmundsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á þinginu var skipuð nefnd til þess að vinna að endurskipulagningu á keppni í meistaraflokki og er jafnvel hug- myndin að stofna sérstakan úrvais- flokk. Svo gæti farið að keppt verði samkvæmt þessu nýja fyrirkomu- lagi næsta vetur til reynslu og laga- breytingar síðan lagðar fram á næsta ársþingi 1989. ■ FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR gengst fyrir fijálsíþróttanám- skeiði fyrir böm á aldrinum 7-12 í Laugardal. Námskeiðið hófst í gær og stendur til 30. júní. Leiðbeinandi erJngibjörg Sigurþórsdóttir. ALFREÐ Gíslason, landsliðs- maður í handknattleik, á mikla möguleika á að verða fyrsti ís- lendingurinn til að verða Evr- ópumeistari í handknattleik. Essen leikur seinni úrslitaleik sinn gegn ZSKA Moskva í Evr- ópukeppni meistaraliða á mánudaginn. Fyrri leikurinn fór fram í Moskvu um sl. helgi og lauk honum með sigri ZSKA, 18:15. Eg hef trú á því að við náum að vinna upp forskot Sovét- mannanna. Við lékum langt undir getu í Moskvu, en þar var heppnin með okkur, því að Sovétmennímir léku einnig undir getu,“ sagði Alfreð Gísla- son. Sjö þús. áhorfendur verða á leiknum f Essen. Uppselt var á leikinn fyrir tveimur vikum. Það yrði glæsilegur endir á dvöl Alfreðs hjá Essen, ef Alfreð Glslason. félagið verður Evrópumeistari. Al- freð, sem hefur tvisvar orðið V- Þýskalandsmeistari með félaginu og einu sinni bikarmeistari, leikur sinn síðasta leik með Essen. „Það er slæmt fyrir Essen að missa Al- freð, því að hann er góði andinn í Essen-liðinu," sagði fréttamaður í v-þýska sjónvarpinu í gærkvöldi, þegar sagt var frá leiknum. Hefur spókonan enn rétt fyrlr sér? Þess má geta til gamans að spá- kona ein í Essen hefur spáð rétt um gengi Essen-liðsins undanfarin ár. Hún spáði rétt fyrir að Essen yrði V-Þýskalandsmeistari 1986 og 1987. Ifyrir þetta keppnistímabil spáði hún því að Essen yrði Evrópu- meistari, en myndi missa af V- Þýskalandstitlinum. Fyrir undanúr- slitaleikina gegn ZSKA var hún beðin að endurspá. Spákonan stóð fast við fyrri spá sína og nú er spumingin, rætist spá hennar um Essen-liðið þriðja árið í röð? íþróttir helgarinnar Knattspyma 1. deild (laugard.) Húsavíkurv. Völsungur-ÍA ....kl. 14.00 Akureyrarv. Þór-Fram.....kl. 14.00 Gervigrasv. Víkingur-KA..kl. 15.00 2. deild (laugard.) SigluQarðarv. KS-Tindastóll..kl. 14.00 Garðsvöllur Víðir-Fylkir.kl. 14.00 Vestm. ÍBV-Þróttur......kl. 14.00 3. deild (laugard.) Njarðv. Njarðvík-Grótta.kl. 14.00 Kópavogsv. ÍK-Afturelding ...kl. 14.00 Grindav. Grindavík-Leiknir....kl. 14.00 4. deild (laugard.) Selfossv. Emir-Haukar....kl. 14.00 Kópav. Augnablik-Snæfell.kl. 17.00 Borgam. Skallagr.-Hveragerði...l4.00 Gervig. Fyrirtak-VíkingurÓl. kl. 18.00 Þriðjudagur: ísland pg Portúgal leika í undankeppni ólympíuleikanna á Laugardalsvelli kl. 20.00 Handknattleikur Norðurlandamót heyma- lausra í handknattleik fer fram í Seljaskóla um helgina. Mótið hófst í gærkvöldi og stendur fram á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin hér á landi. í dag, laugardag, leika íslend- ingar við Svía kl. 15.45 og á morgun við Dani á sama tíma. Verðlaunaafhending verður á Hótel Esju kl. 19.00 á sunnu- dagskvöld. Frá Jóhannilnga Gunnarssyni í V-Þýskalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.