Morgunblaðið - 21.05.1988, Síða 66

Morgunblaðið - 21.05.1988, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 fotim FOLK KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR Morgunblaðið/Sverrir Slegfried Held og Guðni Kjartansson stjóran íslenska ólympíuliðinu gegn Portúgölum á þriðjudaginn. „Vonum að okkur gangi betur í hreina loftinu á Laugardalsvellinum," segir Held. ísland - Portúgal á þriðjudaginn: Stefnum að þvíaðvera áfram taplausir á heimavelli - segir Siegfried Held landsliðs- þjálfari. Fyrsti leikurinn á Laugardals- velli í ár og næst síðasti leikurinn í undankeppni Ólympíuleikanna Á ÞRIÐJUDAGINN leika lands- lið islands og Portúgal seinni leik sinn í undankeppni Ólympíuleikanna f knattspyrnu. Portúgalir voru heppnir í fyrri leiknum og íslenska liðið færði þeim 2:1 sigur á silfurfati. Leik- urinn verður sá fyrsti á aðal- leikvanginum í Laugardal í ár og hefst klukkan 20. Siegfried Held, landsliðsþjálfari valdi 21 leikmann fyrr í vik- unni fyrir leikinn, en vonast til að geta tilkyrtnt 16 manna hópinn á morgun. „Guðmundur Torfason hefur verið eitthvað meiddur og ég veit ekki fyrr en á sunnudag hvort hann geti leikið. Einhveijir í hópn- um háfa verið veikir og svo geta menn meiðst í leikjum helgarinnar, en ein æfing verður á sunnudag, tvær á mánudag og Iétt æfing á leikdag," sagði Held við Morgun- blaðið í gær. Uðið óslgrað á helmavelli íslenska Iiðið lék tvo heimaleiki í keppninni í fyrra. Það gerði 2:2 jaftitefli við Hollendinga og vann Austur-Þjóðverja 2:0. „Við stefnum að því að vera áfram taplausir á heimavelli í keppninni," sagði Held. „Portúgalska liðið er sterkt og við vitum það, en leikum til sigurs," bætti hann við. íslenska liðið tapaði fyrir Hollend- ingum og Austur-Þjóðveijum ytra í síðasta mánuði. „Við lékum mun betur í Hollandi en í Austur-Þýska- landi, en fórum illa með tækifærin. Hinu má ekki gleyma að við vorum að leika við mjög sterk lið, en engu að síður voru ljósir punktar í leikj- unum. Um helgina reynum við að laga það sém miður fór og vonum að okkur gangi betur í hreina loft- inu á Laugardalsvellinum," sagði landsliðsþjálfarinn. HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA / 1. DEILD Akureyrarliðin verðaí sviðsliósinu KNATTSPYRNUMENN frá Ak- ureyri fara á ferðina í dag í 1. deildarkeppninni. Þórsrara fá Framara í heimsókn og leik- menn KA leika gegn Víkingum á gervigrasvellinum í Laugar- dal. Lárus Guðmundsson mun þá leika sinn fyrsta ieik með Víkingum frá 1981, en þá hólt hann til Belgíu og síðan til V- Þýskalands. N okkur meiðsli hafa verið í her- Þórsarar leika sinn fyrsta leik gegn Fram, eins og sl. keppnistímabil. Þá lögðu þeir Framara að velli, 3:1, í Laugardal og einnig í leiknum á Akureyri, 4:1. Þórsarar hafa ekki tapað leik fyrir Fram á Akureyri, undir stjóm Jóhannesar Atlasonar, fyrrum fyrirliða og þjálfara Fram- liðsins. Völsungar á Húsavík fá Skaga- menn í heimsókn, en Skagamenn náðu að vinna þar í fyrra, 2:1. Þá skoruðu þeir Valgeir Barðason og Sveinbjöm Hákonarson mörk Skagamanna, en þeir eru báðir famir frá Akranesi. Valgeir leikur með KA gegn Víkingum á gervigrasvellinum í Laugardal. Við hlið hans mun An- tony Karl Gregory, fyrrum leikmað- ur Vals, leika. Spumingin er hvort að þeir skori fyrir sitt nýja félag? KNATTSPYRNA / SVISS Luzern missir af UEFA-sæti Luzem, lið Sigurðar Grétars- sonar, tapaði 4:2 gegn St. Gallen í 1. deild svissnesku deild- arkeppninnar á fimmtudagskvöld. „Þetta voru aga- leg úrslit," sagði Sigurður. „Við höfum nú tapað tveimur útileikjum sem við hefðum átt að vinna og vonin um UEFA-sæti er þar með úti. Við spiluðum vel í 60 til 70 mínútur gegn St. Gallen, en náð- um okkur ekki á strik eftir að við fengum þriðja markið á okkur." Sigurður setti fyrsta markið á 15. mínútu þótt það teljist sjálfsmark St. Gallen. „Ég skaut í Rietmann og boltinn fór inn,“ sagði hann. St. Gallen jafnaði úr vftaspymu rúmum hálftíma seinna. Mohr skoraði annað mark Luzem á 66. mínútu. St. Gallen jafnaði nokkr- um mínútum síðar og bætti síðan tveimur mörkum við. Luzem er nú í 5. sæti með 25 stig. Aðeins einn leikur er eftir Anna Bjamadóttir skrifar fráSviss Slgur&ur Grétarsson skoraði 1 tapleiknum gegn St. Gallen. af leiktímabilinu og keppnin um meistaratitiiinn er hörð. Aarau og Xamax eru nú bæði með 30 stig í deiidarkeppninni en markatala Aarau er betri. Servette og Grass- hoppers em með 28 stig hvort. Úrslitin ráðast í lokaumferðinni 1. júní. Spákona spáir Essen Evrópumeistaratitlinum Iþróttir helgarinnar Knattspyma 1. deild (laugard.) Húsavíkurv. Völsungur-ÍA ,...kl. 14.00 Akureyrarv. Þór-Fram...kl. 14.00 Gervigrasv. Vlkingur-KA kl. 15.00 2. deild (laugard.) Siglufjarðarv. KS-Tindastóll..kl. 14.00 Garðsvöllur Víðir-Fylkir.kl. 14.00 ■ BAYERN Múnchen hefur mikinn áhuga á að kaupa sænska landsliðsmanninn Johnny Ekström frá italska félaginu Empoli Ekström er 23 ára og einn af lykil- mönnum sænska landsliðsins í knattspymu. H BAYER Leverkusen sem sigraði í UEFA-bikamum í vik- unni, vill kaupa v-þýska landsliðs- manninn Rudi VöIIer, sem nú leik- ur með Róma á Ítalíu. Þá hefur b'ðið einnig augastað á Harold Kohr frá Kaiserslautern. I SKÓLALIÐ Verslunarskól- ans hélt til Englands í morgun og tekur þar þátt í skólakeppni bresku golfsambandanna. GSI var boðið að senda eitt lið út og í ljós kom að' nemendur Verslunarskóla ís- lands vom með lægstu forgjöf. Tólf þjóðir taka þátt í mótinu, sem fram fer á einunv frægasta golf- velli Breta, Sunningdale vellinum. í liði Verslunarskólans eru: Gunn- ar Sigurðsson GR, Hörður Felix Harðarson NK og Gunnar Hans- son NK. ■ ATLETICO Madríd, sem leikur í 1. deildinni á Spáni, hefur í~hyggju að selja brasilíska miðvall- arleikmanninn, Ricardo Brito Al- emao, til félags á Ítalíu. Forráða- menn Atletico vildu ekki gefa upp hvaða félag á Ítalíu væri hér um að ræða, en sögðu að það yrði upp- lýst innan fárra daga. ■ ENGLENDINGAR leika gegn Skotum í Rous-bikarkeppn- inni á Wembley í dag. Fyrsta leikn- um í keppninni milli Skotlands og Kólombíu lauk með markalausu i^ftitefli á þriðjudaginn. Byijunarlið ^Englendinga í dag verður þannig skipað: Peter Shilton, Gary Ste- vens, Dave Watson, Tony Adams, Kenny Sansom, Trevor Steven, Neil Webb, Bryan Robson, Peter Beardsley, Gary Lineker og John Barnes. ■ JÓN Sigurjónsson úr KR setti unglingamet í sleggjukasti á vormóti IR í vikunni. Sleggjan flaug 50,50 metra og bætti Jón því gamla metið talsvert. Það átti Erlendur Valdimarsson, 48,42 m. Þá stóð Súsanna Helgadóttir sig vel í langstökkinu, stökk 5,95 m., en íslandsmet Bryndísar Hólm er 6,18 m. _g HANNES Eyvindsson GR hefur verið valinn í golflandsliðið fyrir Evrópumót einstaklinga í stað Ragnars Olafssonar, GR sem boð- <-aði forföll. Auk hans eru í liðinu Úlfar Jónsson, GK og Sigurður Pétursson, GR. ■ ALAN Hansen, leikmaður Liverpool fékk 120.000 pund úr ágóðaleik nú fyrir skömmu. Um 31.000 áhorfendur mættu á leikinn. Alan Cork, leikmaður Wimbleton fékk 20.000 pund fyrir ágóðaleik sama kvöld. Þar voru mættir um 7.000 áhorfendur. ■ MAGNÚS Jónsson var kjör- inn formaður á þingi Badminton- sambandsins. Auk Magnúsar sidpa stjómina Friðrik Þór Hall- dórsson, Pétur Hjálmtýsson, Sigrfður Jónsdóttir, Sigríður M. Jónsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Helgi Magnusson og Hörður Þor- leifsson. Fráfarandi formaður Vildís K. Guðmundsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á þinginu var skipuð nefnd til þess að vinna að endurskipulagningu á keppni í meistaraflokki og er jafnvel hug- myndin að stofna sérstakan úrvais- flokk. Svo gæti farið að keppt verði samkvæmt þessu nýja fyrirkomu- lagi næsta vetur til reynslu og laga- breytingar síðan lagðar fram á næsta ársþingi 1989. ■ FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR gengst fyrir fijálsíþróttanám- skeiði fyrir böm á aldrinum 7-12 í Laugardal. Námskeiðið hófst í gær og stendur til 30. júní. Leiðbeinandi erJngibjörg Sigurþórsdóttir. ALFREÐ Gíslason, landsliðs- maður í handknattleik, á mikla möguleika á að verða fyrsti ís- lendingurinn til að verða Evr- ópumeistari í handknattleik. Essen leikur seinni úrslitaleik sinn gegn ZSKA Moskva í Evr- ópukeppni meistaraliða á mánudaginn. Fyrri leikurinn fór fram í Moskvu um sl. helgi og lauk honum með sigri ZSKA, 18:15. Eg hef trú á því að við náum að vinna upp forskot Sovét- mannanna. Við lékum langt undir getu í Moskvu, en þar var heppnin með okkur, því að Sovétmennímir léku einnig undir getu,“ sagði Alfreð Gísla- son. Sjö þús. áhorfendur verða á leiknum f Essen. Uppselt var á leikinn fyrir tveimur vikum. Það yrði glæsilegur endir á dvöl Alfreðs hjá Essen, ef Alfreð Glslason. félagið verður Evrópumeistari. Al- freð, sem hefur tvisvar orðið V- Þýskalandsmeistari með félaginu og einu sinni bikarmeistari, leikur sinn síðasta leik með Essen. „Það er slæmt fyrir Essen að missa Al- freð, því að hann er góði andinn í Essen-liðinu," sagði fréttamaður í v-þýska sjónvarpinu í gærkvöldi, þegar sagt var frá leiknum. Hefur spókonan enn rétt fyrlr sér? Þess má geta til gamans að spá- kona ein í Essen hefur spáð rétt um gengi Essen-liðsins undanfarin ár. Hún spáði rétt fyrir að Essen yrði V-Þýskalandsmeistari 1986 og 1987. Ifyrir þetta keppnistímabil spáði hún því að Essen yrði Evrópu- meistari, en myndi missa af V- Þýskalandstitlinum. Fyrir undanúr- slitaleikina gegn ZSKA var hún beðin að endurspá. Spákonan stóð fast við fyrri spá sína og nú er spumingin, rætist spá hennar um Essen-liðið þriðja árið í röð? íþróttir helgarinnar Knattspyma 1. deild (laugard.) Húsavíkurv. Völsungur-ÍA ....kl. 14.00 Akureyrarv. Þór-Fram.....kl. 14.00 Gervigrasv. Víkingur-KA..kl. 15.00 2. deild (laugard.) SigluQarðarv. KS-Tindastóll..kl. 14.00 Garðsvöllur Víðir-Fylkir.kl. 14.00 Vestm. ÍBV-Þróttur......kl. 14.00 3. deild (laugard.) Njarðv. Njarðvík-Grótta.kl. 14.00 Kópavogsv. ÍK-Afturelding ...kl. 14.00 Grindav. Grindavík-Leiknir....kl. 14.00 4. deild (laugard.) Selfossv. Emir-Haukar....kl. 14.00 Kópav. Augnablik-Snæfell.kl. 17.00 Borgam. Skallagr.-Hveragerði...l4.00 Gervig. Fyrirtak-VíkingurÓl. kl. 18.00 Þriðjudagur: ísland pg Portúgal leika í undankeppni ólympíuleikanna á Laugardalsvelli kl. 20.00 Handknattleikur Norðurlandamót heyma- lausra í handknattleik fer fram í Seljaskóla um helgina. Mótið hófst í gærkvöldi og stendur fram á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin hér á landi. í dag, laugardag, leika íslend- ingar við Svía kl. 15.45 og á morgun við Dani á sama tíma. Verðlaunaafhending verður á Hótel Esju kl. 19.00 á sunnu- dagskvöld. Frá Jóhannilnga Gunnarssyni í V-Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.