Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 61 Disney- lands- Skotta Bíóhöllin: Aftur til baka — „Hello again“ Leikstjóri og framleiðandi Frank Perry. Handrit Susan Isaacs. Tónlist William Goldstein. Kvik- myndatökustjóri Jan Weincke. Aðalleikendur Shelley Long, Judith Ivey, Gabriel Byrne, Corb- in Bernsen, Sela Ward, Austin Pendleton, Carrie Nye. Bandarísk. Touchstone 1987. Það þótti við hæfí áður en raf- magnið útrýmdi draugum á íslandi, að kenna afturgöngur, móra og skottur við sín heimahús. Og þó svo að Lucy Chadman (Shelley Long) hafí nú tæpast talist meira en mein- laus slæðingur á tímum grútartýra og aladínlampa, þá á það samt hreint ekki illa við að kalla þessa lítt skemmtilegu gamanmynd Disn- eylands Skottu, því hún er önnur aðeins tveggja mynda hins ábata- sama Touchstone-arms fyrirtækis- ins sem gert hefur því skráveifu — fælt frá sér fólk. Efnið er harla klént. Lucy, sem gift er fegrunarlækninum Jason (Bemsen) fellur frá, en er særð uppúr gröfínni ári síðar af léttrugl- aðri systir sinni, Zeldu (Ivey), sem fæst við kukl í ígripum. En lífíð leikur ekki við uppvakninginn, bóndi hennar giftur bestu vinkon- unni og svona lungann af myndinni má þann helstan lærdóm af henni draga að í dag sé það lítt eftirsókn- arverð staða að vera afturganga á henni Jörð. En viti menn, myndin endar einsog ekkert hafí í skorist, enda frá Disney. Shelley Long farnaðist vel á skjánum (Emmy-verðlaunin 1983 fyrir Staupastein), en gengið brösulegar að ná fótfestu á tjald- inu. Handritið er glómlítið, enda lenda höfundar þess smátt og smátt í slíkum ógöngum að endirinn er nánast ófyrirgefanlega slappur, skáldin komin í slíka andans úlfa- kreppu að enginn fær við neitt ráð- ið. Og mannskapurinn upp og ofan. Perry er svo mistækur að furðu vekur að honum skuli enn treyst fyrir stjóm myndar í þessum stærð- arflokki. Long er sómasamleg gam- anleikkona á skjánum, þar sem hún kemur til með að halda sig í fram- tíðinni. Sjónvarpið hefur rejmst fáum sjónvarpsleikumm — hversu vinsælir sem þeir hafa verið — hald- góður stökkpallur til frægðar og frama á stóra tjaldinu, með örfáum undantekningum. Selleck er kannski að ná fótfestu í kvikmynd- um, sömuleiðis Bmce Willis. Lítið fer hér fyrir Bemsen sem er þó talsvert aðsópsmikill í L.A. Law. Það er helst að eitthvað kveði að kuklaranum Ivey, sem sýndi í Brighton Beach Memoirs að henni er treystandi fyrir vandmeðfamari rullum. Heldur ráðleysislegir reim- leikar. Geislaplötur til leigu: Lögin girða ekki fyrir útleigu á hljómplötum - segir Steinar Berg ísleifsson hljómplötuúgefandi HLJÓMPLÖTUÚTGEFENDUR funduðu á fimmtudag í tilefni þess, að fyrirtæki í Reykjavík býður nú hljómplötur til leigu gegn 80 króna gjaldi á dag. Hljómplötuútgefendur segjast líta uppátækið hornauga en vegna galla á höfundarréttarlög- um geti þeir ekkert aðhafst. „Þarna er augsýnilega verið að hvetja fólk til að leigja plötur og afrita á snældur. Þvi miður verðum við að horfa aðgerða- lausir á mennina ræna eigum okkar og höfunda tónlistarinnar því lögin girða ekki fyrir þessa útleigu," sagði Steinar Berg ísleifsson hljómplötuútgefandi. Höfundarréttamefnd hefur sam- þykkt breytingar á lögunum eft- ir að svipuð mál komu upp á Norðurlöndunum og víðar. Þóroddur Stefánsson eigandi Vídeoóhallarinnar segist líta á út- leiguna sem þjónustu við þá fjöl- mörgu sem hætti sér ekki inn í plötuverslanir. Útgefendur þurfí ekkert að óttast því að hljómplötu- sala muni ugglaust aukast. „Ég leigi aðeins út geislaplötur og býst við að mínir viðskiptavinir verði aðallega eldra fólk sem vill geta hlustað í ró og næði á plötum- ar sem það hyggst kaupa. Ef því líkar ekki platan er hægt að skila henni aftur en annars er hægt að greiða plötuna að fullu að frádregnu leigugjaldinu. Þetta er því í raun sala með skilarétti," sagði hann. Þóroddur býður upp á 300 titla fyrst um sinn en kvaðst ætla að auka framboðið ef eftirspumin yrði næg. Sagðist hann hafa keypt plöt- umar í heildsölu hjá útgáfunum Steinari og Skífunni. Að sögn Stein- ars Berg höfðu aðrar plötuútgáfur veður af fyrirætlunum Videóhallar- innar og afgreiddu ekki pantanir sem fyrirtækið hafði gert. Að hans sögn vom Steinar á fímmtudag beðnir um að taka til baka 100 ein- tök af þeim 250 sem Vídeóhöllin hafði kejrpt. „Við vomm blekktir þvf við hefð- um aldrei selt plötur til leigu," sagði Steinar Berg. „íslendingar hafa löngum verið verstu sjóræningjar en fólk hefur verið að vakna til vit- undar um höfundarrétt. Gott dæmi um það er myndbandamarkaðurinn. Ég á von á að þessi mál þróist á sama hátt og fólk nenni ekki að standa í braski og afritun. Við leggjum milljónir í upptöku á tónlist. Það em okkar afurðir, rétt eins og súpudósir, gosdrykkir eða bílar. Það nær auðvitað engri átt að menn maki þannig krókinn á verkum annarra án þess að nokk- ur greiðsla komi fyrir," sagði Stein- ar Berg ísleifsson. VEITINGAHÚSIÐ KffMHOFHD NÝBÝLAVEGI 20, KÓPAVOGI * 45022 Borðið á staðnum eða takið með heim. OplA: Mánud.-fimmtud. frá kl. 17-22 Föstud.-sunnud. frá kl. 17-23 s! i la | er opið öl! kvöld | ÐofíifihíJfíP GUÐMUNDUR HAUKUR Leikur í kvöld &HKITEL# Fritt mntyrirW. 21.00 - Aögangseyrir k/. 300.- e/W. 21.00 i OPIÐ í KVÖLD TIL KL. 23.30 Tónlist týndu kynslóðarinnar áfulluídiskótekinu. Oplð öll kvöld frá kl. 18.00. Staupasteinn, Smiðjuvegi 14d, Kópavogi, sími 78630. NYR SKEMMTISTAÐUR Krókurinn Nýbýlavegi 26, Kópavogi, sími 46080. IKVOLD RÚNARÞÓR PÉTURSSON. ORLANDO KYNNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ MIKKA, MÍNU OG GUFFA á Hótel Borg f dag kl. 15 Orlandoferðir á vegum Ferðaskrifstofu Reykjavíkur hefjast 10. júní og verða farnar vikulega fram á haust. í okkar ferðum er innifalinn aðgangs- eyrir að öllum helstu skemmtigörðum Orlando og bílaleigubíll. Komið og kynnið ykkur kjörin. Ótrúlega hagstætt verð. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur í samvinnu við Flugleiðir efnirtil Orlando, Walt Disney World og EPCOT Center kynningar og skemmtunar á Hótel Borg í dag og annan í hvítasunnu kl. 15 báða dagana. Auk þessara frábæru gesta frá Walt Disney World verða eftir- talin skemmtiatriði: ★ Stúlkumar sem keppa um trtilinn Fegurðardrottning ís- lands 1988 ★ börn frá Dansskóla Auðai Haralds sýna dans ★ bama- og unglingatísku- sýning frá versluninni Glæsi- legt kaffihlaðborð fyrir for- eldra og börn. FLUOLEIDIR FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR m Aðalstræti 16, sími 621490 BINGÓ! Hefst kl. 13.30 Aðalvinninqur að verðmæti ________100 bús. kr._______ Heildarverðmæti vinninqa um __________300 þús. kr._______ TEMPLARAHÖLLIN Eiríksgötu 5 — S. 200/0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.