Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 23 Blásarasveit Tónlistarskóla Sauðárkróks. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Sauðárkrókur: Nýjungar í starfi Tónlistarskólans Sauðárkróki. LOKATÓNLEIKAR og skólasUt Tónlistarskólans á Sauðárkróki fóru fram í Safnahúsinu föstu- daginn 6. maf, að viðstöddu fjöl- menni. Var þetta síðari hluti lokatónleika skólans, en fyrri hluti tónleikanna fór fram á sama stað þann 30. apríl. í ræðu skólastjóra, Evu Snæ- bjamardóttur, kom fram að í vetur stunduðu 170 nemendur nám í skól- anum. Það nýmæli er nú í starfí skólans að nemendur níunda bekkj- ar geta tekið tónlist sem valgrein til lokaprófs grunnskólans, og fagn- aði skólastjóri því að þetta sam- starf hefði tekist á milli þessara tveggja skóla. Þá verður nú í vor, þó að hefðbundnu skólastarfí sé lokið, boðið upp á viku námskeið, bæði fyrir byrjendur og einnig þá sem lengra eru komnir, og er þetta hugsað til undirbúnings fyrir þá sem heija vildu tónlistamám að hausti. Þá rakti skólastjóri þær áætlanir sem uppi eru um nýtt húsnæði sem Tónlistarfélaginu var í vor afhent til reksturs tónlistarskóla, og er þess fastlega vænst að starfsemi geti hafist í húsinu nú fyrir sumarið. Þá komu fram nemendur skólans og léku á hin ýmsu hljóðfæri, ein- leik og samleik. Einnig kom nú fram í fyrsta sinn nýstofnuð léttsveit skólans sem skipuð er nemendum og kennurum og síðan blásarasveit undir stjóm Sveins Sigurbjömsson- ar og var báðum þessum hljómsveit- um fagnað með miklu lófataki. Þá flutti Marteinn Friðriksson formaður Tónlistarféiagsins ávarp og hvatti bæjarbúa tii þess að styðja vel við Tónlistarskólann, þar sem nú væru mikil átök framundan við að búa hið nýja húsnæði hljóðfærum og öðrum búnaði er þyrfti. Að lokum afhenti skólastjóri nemendum prófskírteini, þakkaði nemendum og gestum komuna og sagði skóla slitið. - BB Hús BSR við Skógarhlíð er um það bil að verða fokhelt og standa vonir til að það verði tilbúið um næstu áramót. BSR flytur í Skógarhlíð BIFREIÐASTÖÐ Reykjavíkur mun innan tíðar flytja í nýtt hús- næði, sem fyrirtækið er að reisa ásamt Böðvari Böðvarssyni hús- asmíðameistara, við Skógarhlíð. Að sögn Eggerts Thorarensen forstjóra BSR, verður bifreiðastöðin til húsa á neðri hæð hússins, sem er samtals um 200 fermetrar að stærð. Inn- og útakstur frá stöðinni verður fyrst um sinn um Skóg- arhlíð en með væntaniegum Bú- staðarvegi ofar í Öskjuhlíð, verður ekið þar um. Guðmundur Guðmundsson arki- tekt hannaði nýja húsið. BSR var stofnað árið 1921, þeg- ar nokkrir bifreiðastjórar með að- setur við Lækjartorg tóku sig sam- an um að reka stöðina og fengu þeir aðstöðu fyrir síma í tuminum á Lækjartorgi. Seinna var tekið á leigu húsnæði, sem Verslun Harald- ar Arnasonar átti við Austurstræti 22. Þar var stöðin fram til ársins 1944 þegar BSR varð að víkja úr Austurstræti í Lækjargötu eins og aðrar leigubifreiðastöðvar, sem í- I höfðu aðsetur við Lækjartorg en Strætisvagnar Reykjavíkur fengu þá aðstöðu við torgið. Vorferðalag barnastarfs Fríkirkjunnar FARIÐ verður í vorferðalag bamastarfs Fríkirkjunnar i Reykjavík á annan f hvftasunnu, mánudaginn 23. mai nk. Ferðinni er heitið út í Viðey. Lagt verður af stað frá Eikju- brúnni í Sundahöfn kl. 11.00 fyrir hádegi og siglt út í eyna. Fargjald- ið verður 100 krónur fyrir böm og 300 krónur fyrir fullorðna. Veiting- ar em seldar úti i eynni, en þó er rétt af þátttakendum að hafa með sér nesti. Þátttakendur komi að Eikju- brúnni í Sundahöfn rétt fyrir kl. 11.00 f.h. annan i hvítasunnu. (Fréttatílkynning) tölfrædifomtíð Kynning á SPSS hugbúnaði fyrir einkatölvur verður haldin í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands við Sturiugötu, þriðjudaginn 24. maí klukk- an 13.30. Kynningunni lýkur kl. 15.45. SPSS er safn forrita til alhliða tölfraeðivinnslu. Það hefur verið notað í meira en 10 ár við kennslu og rannsóknir í Háskóla íslands. Ýmsar aðrar stofnanir og fyrirtæki nota þetta forrit til þess að vinna úr rann- sóknum sínum. I vetur kom á markað ný útgáfa fyrir einkatölvur auk þess sem forritið er til á flestar algengar flölnotendatölvur. Dagskrá: — Kynning á SPSS/pc+: Göran Ek, forstjóri SPSS á Norðuriöndum. - Notkun SPSS á íslandi. Helgi Þórsson, forstöðumaður Reiknistofn- unar Háskólans og Elías Héðinsson, lektor. • - Göran Ek svarar fyrirspumum. Vegna fyrirhugaðra breytinga í sýningarsal okkar bjóðum við allar eldhús- og baðinnrétt- ingar, hreinlætis- tæki, blöndunar- tæki auk fataskápa í sýningarsal okkar með 40% afslætti. Opið alla virka. daga frá kl.09;00-18.00 og laugardaga frá kl. 10.00-16.00 Ath! TILBOÐ ÞETTA STENDUR FRAM YFIR NÆSTU HELGI. innréttingoþjönmton Smiðjuvegi ÍO — 202 Kópuvaifi — Símar 77100-79800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.