Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 13 frá blendingi C.luciliae og Scilla bifolia, sem heitir Chionoschilla allenii og einnig væri gaman að reyna hér. Laukar snæstjamanna eru fá- anlegir í blómaverslunum á haust- in. Þeir eru settir 5—7 sm djúpt, helst ekki minna en 5—10 saman, með 5 sm millibili. Snæstjömur em mest ræktaðar í tijá- og runnabeðum. Fljótlega eftir blómgun visna blöðin niður og má þá hreinsa þau burt. Laukam- ir fjölga sér ört og oft má sjá sjálfsánar plöntur. Skipta má laukunum 3.-4. hvert ár. Snæstjömur þrífast afar vel hér á landi og hafa verið hér í ræktun um langt árabil. Sérstak- lega em mér minnisstæðar snæ- stjömur sem uxu í garði Eiríks Hjartasonar í Laugardal í Reykjavík fyrir um það til 40—50 ámm. Kristinn Guðsteinsson Um tímann og vanda hans í eðlisfræði Raunvísindl Egill Egilsson Um tímann og vanda hans í eðlisfræði Tíminn hefur verið mönnunum ráðgáta og komið fleiram í bobba en eðlisfræðingum. Hann má einnig fást við með aðferðum skáldskapar og öðmm sem em frekar kenndar við húmanisma en vísindi. „Við höfum tólf klukkur á heimilinu. Samt er tíminn ekki nógur," segir ljóðskáldið Benny Andersen um tímann. Og eitt höfum við öll sameiginlegt af honum að segja: Hann er okkur öllum ónóg- ur, hvort sem okkur er mældur hann ríflegur eða skammur. En viðfangsefni okkar er tíminn í eðlisfræðilegum skiln- ingi. Ekki síst þar hefur hann boðið upp á vanda sem reynist erfítt að skilja. Timinn og Miinc- hausen barón Sé málið skoðað lengst aftur í aldir, hefur tíminn boðið upp á þversögn sem minnir á söguna um Munchausen barón þegar hann togaði sjálfan sig (og hest- inn með) á hárinu upp úr dýi. Samkvæmt hefðbundinni aflf- fræði Newtons gerir tíminn nefnilega hvorttveggja: Að stjóma sigurverki alheimsins og að láta stjómast af því. Sekúndan er ákvörðuð út frá gangi himin- tunglanna (ákveðið hlutfall af lengd meðaldagsins), og himin- tunglin mæla oss þar með tímann, en á hinn bóginn stjóm- ast hreyfíngar himintunglanna af tímanum. Lítum á heimilislegra dæmi um þetta, nefnilega eina af hin- um tólf klukkum Benny Anders- ens, stofuklukkuna sjálfa. Ding- ullinn sveiflast einu sinni fram og aftur á sekúndu. í fyrsta lagi mælir klukkan okkur sekúndum- ar, en á hinn bóginn stjómar tíminn falli dingulsins inn að jafn- vægisstöðu. Þetta er þó fráleitt eina vanda- málið sem eðlisfræðingar rekast á í sambandi við tímann. Tíminn og afstæðis- kenningin Innan afstæðiskenningar Al- berts Einsteins má kannski segja að tíminn leiki meira hlutverk en nokkurt annað fyrirbrigði. Með afstæðiskenningunni, sem varð til á fyrsta og öðmm áratug þess- arar aldar, kom í ljós að tíminn var langt í frá allur þar sem hann var séður. Fram til þessa hafði verið talið sjálfsagt að tíminn væri einn og hinn sami hjá okkur öllum, hver sem mældi hann eða yrði fyrir áhrifum hans. Með afstæðiskenn- ingunni kom í ljós að tfminn, nánar til tekið lengd atburða, var ekki hinn sami hjá öllum, heldur fór hann eftir hver mældi, og enn nánar til tekið, hvemig sá hreyfð- ist sem mældi hann. í öðm lagi kom í ljós enn merkilegri hlutur: Að tíminn var ekki lengur skýrt afmarkað fyrirbrigði, heldur fléttast rúm (lengdir) og tími saman í eina heild. Fyrirferð tímaþáttarins annars vegar og lengdar, breiddar og hæðar hins vegar, fer eftir hvemig sá hreyf- ist sem skoðar hlutinn. Skoðum hliðstætt dæmi úr daglega lífínu. Maður stendur einhvers staðar skáhallt út undan einu homi femingslaga húss. Annar veggurinn sem hann sér samsvarar tímanum en hinn rúm- þættinum. Sýndarstærð hliðanna tveggja fer eftir sjónhomi mannsins, eða afstöðu hans til hússins. Það atriði samsvarar hrejrfíástandi mannsins í afstæð- iskenningunni. Þannig tekur nútímaeðlis- fræðin (og einnig hin megingrein hennar, sem er skammtafræðin) mið af eiginleikum athugandans. Afstæðiskenningin tekur til greina hraða athugandans, en skammtafræðin áhrif athugunar athugandans á þann heim sem hann skoðar (Sjá síðar). Stefna tímans í hinum þriðja meginvanda sem kemur upp, verður sannar- lega ekki komist hjá því heldur, að taka eiginleika athugandans til meðferðar. Hér á ég við hina óumdeilanlegu staðreynd, að tíminn hefur stefnu — í þeim skilningi að við munum fortíðina en vitum ekkert um framtíðina. í fljótu bragði virðist eðlis- fræðin vera í andstöðu við þessa reynslu okkar. Ef litið er á þau tvö gmndvall- arlögmál sem em talin stjóma hegðan efnisfyrirbæra, þá ætti samkvæmt þeim hvaða atburður sem vera skal að geta gerst jafnt aftur á bak sem áfram. Þannig skilið, að ef við kvikmyndum at- burðinn og leikum kvikmyndina aftur á bak, ætti sá atburður að geta gerst einnig samkvæmt eðl- isfræðinni. Þetta á þó aðeins við um suma atburði. Sé þungri stálkúlu kast- að í fleygboga, lítur kvikmyndin spiluð aftur á bak nánast eins út. Sé mjólk hrærð út í kaffí- bolla, lítur öfuga mjmdin af því nánast mjög ósannfærandi út. Annað dæmi: Maður stingur sér til sunds. Á öfugu myndinni sést í upphafi öldugangur, síðan koma tær upp úr öldurótinu, og loks allur líkaminn, sem svífur með fætur á undan upp á bakkann. í lokin stendur maðurinn kyrr á bakkanum, en vatn laugarinnar er spegilslétt. Af hveiju sjáum við aldrei þannig atburði, þó að þeir ættu jafnt að geta gerst samkvæmt gmndvallarlögmálum eðlisfræð- innar? Svarsins er að leita í gmndvallarlögmálum eðlisfræð- innar og því hvernig við sem. vitsmunaverur söfnum upplýs- ingum. Enn þarf hér að taka eiginleika athugandans til greina, ef skilja á fyrirbrigðið. í næsta þætti lítum við nánar á þetta og á tilraunir franska heimspekingsins Henri Bergson til að skilgreina tímann í sam- ræmi við skynjun okkar. LITLA ELDHÚSIÐ Eldun, kæling, upppvottur og skápur. r TENSAI sjOnvarpstæki isv/Hvrvyi <6 v< oQ sKápur. lSfJMAR BUSE4ÐINN $§} SAMBANDSINS ARMULA3 SIMAR 687910 681266 Rafbúð Sambandsins tryggir örugga þjónustu og grillofnar fl kr. 47.405,- stgr VVLO I IIVOnUUOL HITAKÚTAR Amerisk gaeðavara, 76 litra — 250 litra kútar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.