Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 43 I ÞIMGHLEI______ Listskreyting Hailgrímskirkju Framkvæmd þinffsályktunar frá 1986 í aprilmánuði 1986 var sam- þykkt þingsályktun um list- skreytingu Hallgrímskirkju í Reykjavik. Ályktunin fól það í sér að ráðherra kirkjumála skipaði sjö manna nefnd „til þess að skipuleggja og und- irbúa skreytingu og frágang á anddyri, kór og kirkjuskipi Hailgrimskirkju_“ Ályktunin gerði ráð fyrir því að kirkjumálaráðherra skipaði formann nefndarinnar. Eftir- taldir aðilar tilnefndu síðan einn nefndarmann hver: menntamálaráðherra, biskup íslands, húsameistari ríkisins, byggingarnefnd Hallgrims- kirkju, Félag íslenzkra mynd- listarmanna og kirkjulistar- nefnd. „Verkefni nefndarinnar skal vera,“ segir i ályktun Alþingis, „að gera verkáætlun um þann tima sem talið er að verkið taki, svo og kostnaðaráætlun. Jafn- framt gerir nefndin tillögur um hvemig fjármögnun verksins verði bezt tryggð__ Niður- stöður nefndarinnar verði lagð- ar fyrir Alþingi fyrir árslok 1987.“ I Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk), sem beitt hafði sér fyrir framan- greindri þingsáiyktun, mælti fyrir fyrirspum til ráðherra kirkjumála um framkvæmd hennar síðla þings, sem nýliðið er. I máli Guðrúnar kom fram að nefndin var ekki skipuð fyrr en 10. apríl 1987. Hún vitnar til skýrslu frá nefndinni en þar segir m.a.: „Listskreytingamefndin hefur frá upphafi talið það mikilvægt að mótun eða í það minnsta um- fjöllun um heildarútlit væri nauð- synleg og raunar óhjákvæmileg í upphafi verks. Tímans vegna hef- ur slík heildarmynd þó ekki séð dagsins ljós enn. Hér skal sérstak- lega á það bent að langur tími leið frá því að þingsályktun Al- þingis var samþykkt 22. apríl 1986 þar til nefndin var skipuð 10. apríl 1987. Með það í huga er augljóst að starfstími hennar er mun skemmri, jafiivel einu ári, en ætlað var í samþykkt Alþing- is.“ Guðrún spurði síðan: „Hvemig hugsar hann [núverandi kirkju- málaráðherra] sér framhald verksins þar sem augljóst var að fyrrverandi kirkjumálaráðherra var þetta verkefni einskis virði og hann hafðist lítt að til þess að framkvæma þá samþykkt sem hér var gerð eftir tveggja ára baráttu. Ég vil heyra hver sé hugmynd ráðherra um framkvæmd verks- ins.“ n í svari Jóns Sigurðssonar, kirkjumálaráðherra, kom m.a. fram, að síðasta tilnefning í list- skreytingamefndina barst ekki ráðuneytinu fyrr en í nóvember 1986. Síðan segir hann orðrétt: „Síðan var spurt hvers vegna áætluninni um verklok hafi ekki verið breytt með tilliti til þess hversu seint nefndin var skipuð. Um það mál vil ég segja að nefnd- arstörfín gengu vel og í lok síðast- liðins árs var þar komið störfum Stefán Friðbjarnarson verða hveiju sinni. Ég minni líka á að þessi nefndarskipan og þessi þingsályktun em dálítið óvenju- legar að þvi leyti að þama tekur þingið sér fyrir hendur að skipa nefnd til að fjalla um skreytingu guðshúss sem ekki er í eigu ríkis- ins heldur safnaðarins í Hallgrí- mskirkjusókn. Ég ætla svo að lokum að geta þess að ég hefi á þessum gmnd- velli og í samráði við forsvars- menn kirkjunnar ákveðið að skipa nýja nefnd til að móta endanlega kostnaðar- og verkáætlun þeirra fjögurra þátta sem fyrri nefnd gafst ekki alveg tóm til að ljúka. Eg tel það hentugra af fyrirkomu- lagsástæðum. Ég bind vonir við að nýstofnaður Jöfnunarsjóður sókna, en Alþingi setti lög um þá stofnum t desember síðastliðnum, geti lagt fé til Hallgrímskirkju, meðal annars til listskreytingar, enda hefur þessi sjóður lögunum samkvæmt sérstakar skyldur við landskirkjur eins og Hallgríms- kirkja svo sannarlega má teljast." hennar að fyrir lá bæði kostnað- ar- og framkvæmdaáætlum um fyrsta verkþáttinn, sem fjallar um skreytingu anddyris kirkjunnar, um.-lágmjmd og glugga á fram- hlið kirkjunnar eða á vesturhlið- inni. Ég vil taka fram að nefndin telur eðlilegt að listskreytingunni verði skipt í fimm þætti, á fram- hlið, kór, forkirkju, kirkjuskipi og svo umhverfi kirlqunnar. Ég taldi rétt og lagði reyndar fyrir nefndina að hún skilaði af sér á tilsettum tíma í samræmi við þingsályktun til þess að þing- mönnum gæfist sem fyrst kostur á að kynna sér þessa niðurstöðu nefndarinnar og jafnframt væru þá meiri líkur á að framkvæmdir við listskreytinguna gætu haf- ist...“ ra Síðan vék ráðherra að fyrirætl- unum og framhaldi verksins: „Fyrsti þátturinn í þessari kostnaðar- og framkvæmdaáætl- un, sem nefndin hefur^samið, er í reynd tvískiptur. Annars vegar skreyting dyra og gerð lágmynd- ar, hins vegar glugginn. Sam- kvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir heljist á þessu ári og ljúki á því næsta. í samræmi við tillögur nefndarinn- ar hef ég ákveðið að skipa dóm- nefndir og efna til lokaðrar sam- keppni um skreytingu að þessu leyti. Ég mun reyna að fylgja þeirri áætlun sem nefndin samdi, en auðvitað hlýtur það að ráðast af fjárveitingum sem heimilaðar IV Guðrún Helgadóttir sagðist „sérstaklega ánægð með þetta svar ráðherra, einkum þá yfirlýs- “ ingu hans að hann hyggist skipa nýja nefnd til að Ijúka þessu ætl- unarverki". Hún sagði orðrétt: „Menn hafa verið að horfa á sjónvarpsþætti um ævi og starf Guðjóns Samúelssonar, hins mikla byggin&ameistara, og ég tel, eins og segir í greinargerð sem tillög- unni fylgdi, að hann eigi það fylli- lega skilið af hálfu þjóðarinnar að séð verði svo til að þetta mikla verk hans verði að lokum fullfrá- gengið og til sóma fyrir land og lýð, að ég ekki tali um sálmaskáld- ið [Hallgrím Pétursson] sem kirkj- an er byggð í minningu um. Ég tel að þessir tveir menn verð- skuldi, að frá þessu húsi verði myndarlega og fallega gengið — og ég trúi því ekki eitt augnablik að neinn þingmaður sjái ofsjónum yfir því fé sem til þess færi.“ Akranes: Ymsar framkvæmd ir 1 hafnargerð Akranesi. Einsöngstónleikar á Kjarvalsstöðum ÞESSA dagana er unnið að því að fylla upp svæði við Akraness- höfn þar sem áður var aðstaða til að byggja steinkör til hafnar- gerðar. A þessu svæði hefur staðið hálfgert steinkar og verð- ur það notað til uppfyllingarinn- ar. Þetta umrædda ker var byggt ásamt fleiri kerum fyrir um tuttugu árum. Á þessum stað var útbúin aðstaða til að fleyta kerunum og kom hún að góðum notum við upp- byggingu hafnarinnar á Akranesi á sjötta áratugnum. Eftir að því verki var lokið voru síðan byggð ker sem flutt voru á aðra staði á landinu og notuð þar við hafnar- gerð. Þetta síðasta ker dagaði þó uppi og hefur staðið þama þennan langa tíma og hefur verið fáum til augnayndis. Það er því ánægjulegt að sjá það hverfa og verða hluti að uppistöðu undir athafnasvæði fyrir höfnina. Síðar er ráðgert að við þetta svæði verði gerður við- legukantur sem gæti komið hinum flölmörgu smábátum sem gerðir eru út frá Akranesi að góðum not- um því þetta svæði er til hliðar við núverandi smábátahöfn. Gert er ráð fyrir hönnunarvinnu í sumar og verkið verði væntanlega boðið út S haust. Af öðrum verkefnum við hafnar- gerð á Akranesi má nefna að til stendur að dýpka höfnina. Aðallega er þar um að ræða hreinsun, en þó þarf að sprengja um 1200 m8 fyrir fyrmefndu smábátalægi. Nú er beðið dýptarmælingar á höfninni sem framkvæmd verður af Hafnar- málastofnun og er vonast til að það veiði framkvæmt í sumar. í gangi er 4 ára áætlun um fram- kvæmdir við höfnina og eru helstu framkvæmdir sem unnið verður að á næstu árum í fyrsta lagi endur- bygging og breikkun Faxabryggju, annarsvegar að ljúka brimvöm á aðalhafnargarði og lagfæra viðlegu þar. í þriðja lagi hefur verið gerður samningur við Rafveitu Akraness um endumýjun á öllu rafkerfi hafn- arinnar og viðbót við raflýsingu. Þá er mikið verk óunnið við land- brotsvamir en framkvæmdir við þær velta þó mjög á fjárveitingum, enda um mjög Q'arfrekt verkefni að ræða. Unnið hefur verið tölvert að landbrotsvömum og er það gert eftir framkvæmdaáætlun sem gerð var eftir flóðin miklu á Akranesi í janúar 1984 en þá varð stórtjón að völdum sjógangs. Nú þegar er lokið framkvæmdum við Bakkatún og eins við Ægisbraut en þar var hvað mest eignatjón 1984. Með næsta áfanga er stefnt að því að setja vamargarð við Leyni. —JG Nýr bóka- flokkur PRENTHÚSIÐ hefur hafið útg- áfu nýs 10 binda bókaflokks, sem ber yfirskriftina Raija, eftir aðalsöguhetjunni. Höfundur bókanna er Bente Pedersen og er af finnskum uppruna. „Raija er finnsk stúlka af lágum stigum, fædd árið 1710. Bam að aldri er hún send til Noregs vegna hungursneyðar og fátæktar for- eldranna. En örlög Raiju verða grimmilegri en foreldra hennar grunar. Hún er fögur og skap- mikil og sífellt í andstöðu við um- hverfí sitt. Og þegar ástin kemur inn í líf hennar er hún reiðubúin að fóma öllu,“ segir í frétt frá útgáfunni. ESTHER Helga Guðmundsdóttir heldur sina fyrstu einsöngstón- leika hér á landi á Kjarvalsstöðum á annan i hvitasunnu, 23. mai, kl. 20.00, en hún lýkur prófi i söng og tónlistarfræðum frá Háskólan- um f Indiana, Bandaríkj unum i lok árssins. Esther hefur sungið tvö hlutverk við Óperuna í Indiana, auk þess hef- ur hún ferðast sem einsöngvari með kómum til Ítalíu og komið fram við ýmis tækifæri hér heima og erlendis. Undirleikari er David Knowles. David útskrifaðist sem píanóundir- leikarí frá Royal Northem College of Music í Manchester árið 1980. Hann hefur verið búsettur hér á landi um árabil, og starfar sem undir- leikarí við Söngdeild Garðabæjar og Söngskólann í Reykjavík. David hef- ur komið fram sem undirleikari viða um land. Á efnisskrá eru Dramatískar aríur úr Óperum eftir G.H. Gluck og G.C. Menotti, Sígaunalög eftir A. Dvorák, þijú lióð eftir R. Strauss, Ljóðaljóð Páls Isólfssonar og ljóðaflokkurinn „I hate music" eftir Leonard Bem- stein, sem líklegast hefur ekki verið fluttur áður hér á landi. (FrétUtilkynning) David Knowles og Esther Helga Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.