Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 68
ÁGRÆNNIGREIN MEÐ tfgtmMiifrifr C l¥Ú oTÍ s's.T R í T l 3 Svwnr Ifamisson, aöíunjóri - twteiSjrCuamund***!, s&m Saóftirttaltóéíísoti, ISjjfr,- UmwKirai B«* M,, sim] «320 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Álverið: Verkfalli lokið án samninga Vinnuveitendur standa við lokatilboð sitt Morgunblaðið/RAX Jón Þórarinsson formaður stjórnar Listahátíðar, Hrafnhildur Schram, listfrseðingur, og Bera Nor- dal forstöðumaður Listasafns íslands með tvær af myndum meistarans. Bera heldur á mynd sem nefnist Fláði uxinn, sem er talin ein hans þekktasta mynd, og Jón og Hrafnhildur á myndinni Úr fjöUeikahúai. Chagall-málverkin til landsins: Tryggð fyrir hundruði miHjóna CHAGALL-málverkin sem verða á sýningn Listahátíðar komu til landsins í gær. Um er að ræða 41 verk í eigu dóttur listamannsins, Idu ChagaU, og er verðmæti þeirra áætlað hundruðir milljóna, en Rut Magnússon, framkvæmdastjóri Listahátíðar, vildi ekki gefa upplýsingar um nákvæma tryggingarupphæð, af örygg- isástæðum. Marc Chagall er einn virtasti listamaður aldarinnar, og hlaut margvíslegan frama og viður- kenningar. Hann fæddist í Rúss- landi 1887, en bjó löngum í Frakk- landi. Hann var mjög afkastamik- ill myndlistarmaður. Hann starf- aði m.a. við leikhús og mynd- skreytti bækur. Chagall lést árið 1985. Sýningin á verkum Chagalls verður opnunaratriði Listahátíðar 4. júní og_ stendur síðan yfir í Listasafni íslands til 15. ágúst. VERKFALLI starfsmanna í álver- inu f Straumsvfk hefur verið af- létt f kjölfar bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar, sem tóku gildi rétt fyrir miðnætti, en þá hefði framleiðsla f álverinu stöðvast. Samningaviðræður í álversdeil- nnni stóðu yfir f húsakynnum ríkissáttasemjara til klukkan 23:40 f gærkvöldi, en þá tóku lög- in gildi og frekari viðræður þvf tilgangslausar. Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastj óri VSÍ, sagði f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi að vinnuveitendur stseðu enn við lokatilboð sitt f deil- unni, sem fæli f sér meiri hækkan- ir en bráðabirgðalögin, og væri starfsmönnum opið að ganga að þvi. Öm Friðriksson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna álversins, sagð- ist ekki vilja greina frá því í smáatrið- um hve mikið bar á milli þegar bráða- birgðalögin tóku gildi, en deilt hefði verið bæði um launatölur og samn- ingstíma. „Menn eru aldrei sáttir við að þurfa að vinna undir valdboði og vafalaust eru fulltrúar fyrirtækisins ekki heldur sáttir við að þurfa að reka álverið undir valdboði," sagði Öm er hann var spurður um álit hans á lagasetningunni. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði þessa niður- stöðu vera vinnuveitendum afar mik- il vonbrigði. Lagasetning væri alltaf neyðarúrræði og Vinnuveitendasam- bandið og stjómendur ÍSAL hefðu teygt sig eins langt til samkomulags og mögulegt var. Tilboðið, sem lagt hefði verið fram í gær með formleg- um hætti og undirritað af samninga- nefnd VSÍ og ÍSAL, væri umtalsvert betra en það sem bráðabirgðalögin fælu í sér og samist hefði um við aðra hópa í gær og í fyrrinótt. Það vekti furðu að samninganefnd starfs- manna ÍSAL hefði hafnað samningi sem væri betri en sá sem Málmiðnað- arsambandið hefði undirritað í gær, en sami maðurinn væri í oddaaðstöðu fyrir báða hópanna. Hann sagði enn- fremur að vinnuveitendur litu svo á að tilboð þeirra væri enn bindandi og starfsmönnum því opið að ganga að því, enda ættu félagsfundir eftir að Qalla um aðra nýgeria kjara- samninga. Ríkisstjórnin samþykkir efnahagsaðgerðir: Kjarasamníngar bundn- ir til 10. apríl á næsta ári Skattleysismörk hækka í 46 þúsund krónur 1. júní —Tryggingabætur hækka BRÁÐ ABIRGÐ ALÖG voru sett i gærkvöldi, sem kveða á um að launa- liðir ógerðra kjarasamninga, þar á meðal kauptrygging sjómanna, hækki ekki meira en um 10% frá 31. desember sl. til 1. júní nk. Þetta var einn liður efnahagsaðgerðanna sem ríkisstjómin kom sér saman um í gær en samkvæmt þeim munu skattleysismörk hækka í 46 þúsund krónur 1. júní og ellilífeyrir og aðrar almannatrygginga- bætur hækka í samræmi við hækkim launa 1. júni. Ákvörðun um Tfiuð strik verður tekin í tengslum við niðurstöður nefndar sem nú fjallar um verðtryggingu og lánskjaravisitölu en hún á að skila af sér 1. júli og boðaður var sérstakur launaauki, sem tryggja á kaup- mátt lægstu launa út þetta ár. Ríkisstjómin gekk frá efnahags- ráðstöfununum á fundi siðdegis og voru bráðabirgðalög undirrituð af handhöfum forsetavalds eftir fund- inn. Fyrir hádegi í gær gengu for- menn stjómarflokkanna frá sam- komulagi sem lagt var fyrir þing- flokka. Þingflokkar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks samþykktu til- lögumar samhljóða en tveir þing- manna Framsóknarflokksins lögðu fram bókanir gegn tillögunum og annar þeirra, Olafur Þ. Þórðarson, lýsti því einnig yfír að hann væri hættur að styðja nkisstjómina. í efnahagsráðstöfunum ríkis- stjómarinnar er meðal annars gert ráð fyrir að útflutnings- og sam- keppnisgreinum verði útvegað íjár- jyjgn til endurskipulagningar. Á m’óti verður dregið úr sjálfvirkum heimildum til íjárfestingarlána. Hert verður á verðlagseftirliti og verðkannanir birtar reglulega. Hækkanir á gjaldskrám ríkisfyrir- tækja verða háðar samþykki ríkis- stjómarinnar. Samkvæmt bráðabirgðalögum sem gefin voru út í gærkvöldi verð- ur verðbréfasjóðum gert að verja 20% af aukningu ráðstöfunarQár frá 1. júlí til kaupa á ríkisskulda- bréfum. Einnig verður vísitölubind- ing lána til skemmri tíma en tveggja ára óheimil. Ríkisstjómin lofar að skapa skilyrði fyrir lækkun raun- vaxta og beita sér fyrir lækkun vaxtamunar hjá bönkum og spari- sjóðum. Framlag úr ríkissjóði til ráðu- neyta, stofnana og ríkisfyrirtækja verður einungis hækkað til að mæta launahækkunum. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði við Morgunblaðið að það mikilvægasta við þessar efna- hagsaðgerðir væri það að stjómar- flokkamir hefðu náð saman um raunhæfar aðgerðir til að verja kaupmátt lægstu launa og draga úr verðbólguáhrifum gengisbreyt- ingarinnar. Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra sagði að hann væri ánægður með þær ákvarðanir sem teknar hefðu verið til styrktar á fjárhag ríkissjóðs á þessu ári. Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra sagði efnahagsaðgerð- imar mikilvægan áfanga í viður- eigninni við verðbólguna, tekið væri á þeim vanda sem atvinnulífíð ætti í og að hann væri ánægður með þá viðleitni sem þar væri til að losna við lánskjaravísitöluna. Sjá yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, fréttir og forystugrein á miðopnu. Laxveiðin hófst í gær Ovenju góð byrjun í Hvítá NETAVEIÐI á laxi hófst í gær. Net voru lögð í Hvítá í Borgarfirði frá tveimur bæj- um og voru 25 laxar komnir á land í gærkvöldi. Veitt verður frá þriðjudagsmorgni til föstudagskvölds í sumar. Netaveiði er leyfileg til 20. ágúst. „Við byijuðum að veiða klukkan tólf á miðnætti að- faranótt föstudagsins. Þrátt fyrir mikið vatn í ánni þá var þetta óvenjulega góð byijun," sagði Þorkell Fjeldsted í Feiju- koti. „Net hafa bara verið lögð frá tveimur bæjum í Hvítá og em komnir á land um 25 laxar sem er óvenjugott. Þeir eru af öllum stærðum sem er líka óvenjulegt þvi yfírleitt eru þeir stórir á þessum tíma, 10-14 pund, en nú fengum við einn 6 punda og líka allt upp í fimm- tán punda." Tollgæslan í Reykjavík: 800 bjórkassar teknir í fyrra Heineken vinsælastur hjá smyglurunum TOLLGÆSLAN í Reykjavík lagði hald á 800 kassa af áfengu öli á síðasta ári. Þar er bæði um að ræða öl sem reynt var að smygla til landsins og öl sem framvísað var við tollskoðun en var umfram það magn sem leyfi- legt var að flytja til landsins, að sögn Hermanns Guðmundssonar lögfræðings hjá tollgæslustjóra. Hermann sagðist ekki hafa hand- bærar tölur um hvemig skiptingin milli þessara tveggja flokka væri og sagði einnig að ekki hefðu verið teknar saman upplýsingar yfír hvemig ölið skiptist milli tegunda. Þó sagði hann ljóst að Heineken nyti mestrar hylli þeirra sem flyttu og reyndu að flytja inn öl en af öðrum vinsælum tegundum nefndi hann Carlsberg, Beck’s, Budweiser, og Tuborg. Að sögn Hermanns var lagt hald á mest af ölinu um borð í skipum í Reykjavík en einhver hluti þess mun þó hafa verið gerður upptækur úti á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.