Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 £5 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Láglaunafólk metur ekki hlunnindi sín Heiðraði Velvakandi. Sú persóna sem felur sig í nafn- númeri sínu og rangfærir að nokkru leyti það sem ég er að segja um skattamálin og kjörin hjá almenn- ingi stendur fast við það að láta ekkert uppi um öll þau hlunnindi sem láglaunafólk nýtur í framlagi því sem við sem hærri laun höfum veitum því gegnum þjónustu og framlag frá ríki og bæjarfélögum ' og sem tekið er í skattinum, af þeim sem bera nú allan þungann af millifærslu sem felst í félags- þjónustunni. Ekkert kemur fram í skrifum viðmælanda míns sem ég hef misst af eða veit ekki. Hluti launa okkar fer til stuðnings þessu fólki, en það er að engu metið og engu minni kröfur gerðar til launahækkana þrátt fyrir það, eins og sjá má í yfírstandandi verkföllum. Laun þeirra sem eru að semja um 36 og 37.000 kr. á mán. verða því 51.700 kr. á á mánuði, ég tel skattleysið verulega launabót, en réttlætingu sem ríkisvaldið veitir á þennan máta má ekki nefna og því síður, að raunin sé sú, að þeir sem skatt- ana bera séu bjargráðamenn til að gera hina bjargálna. „Leiðinleg orð um láglaunafólk" segir viðmælandi minn um þau orð sem ég lét falla um lögleidd skatt- svik, en þessu er tekið á verri Veg eins og fleiru sem að þessum málum snýr, þegar ekki er hægt að viður- kenna staðreyndir og þar af leið- andi skammast sín fyrir sjálft sig, hvemig hagað er málflutningi. Ég held að það hafi verið sjálf- stæðismenn sem fyrstir hreyfðu því að koma á þessum skattleysismörk- um og auðvitað var gleypt við því, en þeir hafa ekkert þakklæti fýrir fengið og þetta átti að bæta laun lágtekjufólks en það virðist glæpi næst að minnast á þessi hlunnindi. Þetta er ófyrirgefaniegt tillitsleysi af launafólki og þar af leiðandi er ég á móti þessari ráðstöfun Al- þingis að setja slík lög og tel mikið ranglæti gegn þeim sem bera nú skattbyrðamar. Væm nú þessi lög afnumin aftur er ég viss um að rekið yrði upp heróp um hærri laun og aðför að láglaunafólki tíunduð rækilega. Þá kæmi í ljós hvað skattleysis- mörkin hafa að þýða fyrir fólk sem er á lágum launum og þegar nú líka er hægt að hafa 84.000 kr. á mánuði á heimili skattfrítt, þar sem um hjón eða sambýlisfólk er að ræða og hver telur fram fyrir sig og unglingar ennfremur haft hundr- uð þúsunda króna fyrir sumarvinnu án skatta, þá er þetta skattafyrir- komulag með endemum af völdum stjómvalda, að gefa eftir skatta af lágu tekjunum auk allra fríðinda frá ríki og bæjarfélögum þessu fólki til handa. Ekki að furða þó ríkis- sjóður sé á heljarþröm. Svo er verið að æsast og ærast út í þann matar- skatt sem lagður var á. Ætli komi ekki í okkar hlut að greiða hann líka. Persónuafslátt, bamabætur og margt, margt fleira getum við látið liggja milli hluta þar sem viðmæl- andi minn viðurkennir á báða bóga framlög frá því opinbera, en gleym- ir því að allnokkur hluti skattgreið- enda er einstætt fólk og nýtur því engra framlaga né hlunninda frá ríki né bæjarfélögum. Þar er ég á meðal og get því ekki látið hjá líða að minna á að þið fáið þetta fram- lag óskert af okkar hálfu. Svo get- ur þessi viðmælandi minn sagt óbeinum orðum að ég sé skattsvik- ari. Alþingi gerði ykkur að löggild- um skattsvikurum með breytingu á lögum að öll laun skyldu ekki vera skattskyld eins og verið hefur. Tvöfalt skattleysismarkakaup þarf til að hafa sömu rauntekjur og skattlausa fólkið. Þið emð í raun á framfæri okkar sem skattana greiðum að vemlegum hluta. Þetta er það sem skapar einna mestu Fyrirspurn Til Velvakanda. í fjölmiðlagagnrýni Ólafs M. Jóhannessonar 17. þ.m. segir hann m.a.: „í Bandaríkjunum þora læknar ekki lengur að framkvæma vissar aðgerðir af ótta við málssókn eða fjölmiðla- fár.“ Spuming mín er þessi: Við hvað á Ólafur með þessum orð- um, um hvaða aðgerðir er hann að tala, og þekkir hann einhver hliðstæð dæmi þessa hér á ís- landi. Með kveðju. Jón Valur Jensson hættuna í rekstri ríkissjóðs, að verða að deila miklum hluta tekna hans til almennings með þeim hætti sem gert er. Af þessu leiðir að ekk- ert fé er til, til framkvæmda og framfara. Allt staðnað, nema að öðrum kosti auka á skuldasöfnun erlendis. Ofaná þetta bætist svo gengisfellingar aftur og aftur með sömu afleiðingum og gerist í hús- næðismálunum, skuldimar verða óviðráðanlegar. Áþreifanlega hef ég orðið þess var, að líkast er þvi að búið sé að heilaþvo fólk í þessum efnum og þetta eigi bókstaflega að vera svona og allt sé í sómanum hvað þessi mál varðar, enginn þurfí að hugsa til ábyrgðar á neinn veg. Tilgangi mínum tel ég mig hafa náð hvað varðar, að margir munu hafa farið að veitá þessum skrifu’m athygli. Aðferð mín til þessa gerir lítið til né frá í raun og veru. Viðmæl- andi minn þorði ekki að gefa upp hlunnindi launafólks, sem ríkisvald- ið og þar með við skattgreiðendur veitum því til kjarabóta, skattgreið- endur verða að greiða skatt af öllu slíku framlagi, sá er munurinn. Augljóst mál er það að hægt er að reikna út óteljandi dæmi um efni og ástæður fólks varðandi skatta og launakjör. Einfalt dæmi er það nú samt ef reiknað er dæmi eins og ég sló lauslega upp í upphafí, það sýnir í raun að 80.000 krónum- ar eru álíka í rauntekjum að frá- dregnum skattinum og 42.000 kr. tekjum að því viðbættu ef greiða ætti skatt af þeim. Þetta ætti að vera augljóst að framangreindum ástæðum. Ég hef sýnt fram á ófyrirgefan- legt vanþakklæti af þeim tugum þúsunda fólks sem njóta ríkisfram- Iaga í félagsþjónustunni, það er þessi ósanngimi sem ég er að for- dæma. Svo er ríkisstjóminni og skattgreiðendum kennt um voða- legt óréttlæti sem láglaunahópurinn ber stöðugt út, að ekkert sé gert fyrir lægsta launaflokkinn. Að skil- greina þetta gæti krafíst nokkurra arka í viðbót. Hvað þykist þið vilja? Kommúnisma? Þar sjáið þið góð- vildina hjá austantjaldsmönnum. Pólland er nú heyrilegt dæmi um kjör fólksins, það barið og fangelsað af ráðamönnum einokunarvaldsins. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Þessir hringdu . . . Hjól Blátt BMX hjól var tekið við Bakkasel 28 sl. miðvikudag. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið em vinsamlegast beðnir að hringja í Gunnar í síma 74158. Blár páfagaukur Blár páfagaukur fannst að Túngötu 4 hinn 16. maí. Upplýs- ingar í síma 12206. Skór Hvítur hægrifótarskór tapaðist í Lækjartungli laugardagskvöldið 14. maí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hingja í síma 667010. Göngustafur Svartur silfurbúinn göngustaf- ur tapaðist við Austurvöll síðdegis miðvikudaginn 18. maí. Skilvís fínnandi vinsamlegast hringi í síma 26724 eða 692212. Fundar- laun. Blússa Hvít og grænblá æfingablússa tapaðist f leið 14 sl. mánudag. í vösum blússunar vom lyklar o. fl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila blússunni til óskilamuna- deildar lögreglunnar. Slæm umgengni Anna hringdi: „Ég fór inn í almenningssím- klefa um daginn og þar blasti við mér heldur hryggileg sjón. Ekki var nóg með að síminn væri ónot- hæfur heldur vantaði símtólið al- veg. Umgengnin þama var eftir þessu, krotað hafði verið upp um alla veggi og heldur óhijálegt um að litast í símklefanum sem þó virtist nýlegur. Ég hef verið bú- sett erlendis og þar tíðkast ekki að gengið sé um símklefa með þessum hætti og almenningssímar verða þar ekki fyrir barðinu á skemmdarvörgum. íslendingar virðast hafa heldur dapurlega sér- stöðu að þessu leyti." HITACHI RYKSUGAN litil — kröftug — ódýr /W*RÖNMNG •i/f// heimilistæki KRINGLUNNI -/ SÍMI (91)685868 Skemmtisig/ing Þýskur siglingaskólf, Hochsee Yachtschule, Nordsee, vantar nokkra félaga til að taka þátt iskemmtisiglingu frá Þýskalandi til íslands núna i sumar. Snekkjan erafgerðinni SWAN og er40 feta. Farið verður frá Cuxhaven 30. júlíog áætlaður komutími til Reykjavikur er20. ágúst. Frá Reykjavik verðursiðan fariö aft- ur22. ágúst og komið til Cuxhaven 9. september. Nánarl upplýslngar fást hjá: Hochsee Yachtschule Nordsee, Richard WagnerStr. 35,2800 Bremen, Vestur-Þýskalandi. Sími: 9049-421-346650. Q§#§? hiMlftHi Calgary Orðsending til Visa-korthafa, semtaka þáttíboðgreiðsium til Ólympiunefndaríslands: Dregið verðurí happdrætti í næsta mánuði um ferð á Ólympíuleikapa í Seoul, S-Kóreu, sem hefjast 17. sept- emberíhaust. Enn er hægrt að gerast þátttakandi íboðgreiðslunum og freista gæfunnar i happdrættinu. ÆTLARÐU AÐ LÝSA UPP GARÐINN? 1. Veldu vandaða lampa, viðurkennda af Rafmagnseftirliti ríkisins. 2. Athugaðu vind- og veðuráttir. Lampi á bersvæði þarf að vera þéttari en sá sem hefur skjól aftrjám, vegg eða girðingu. 3. Oruggast er að setja upp fiasta lampa og leggja að þeim jarðstreng. 4. Fáðu rafverktaka til aðstoðar við val og frágang. Hafk5 samband við skrifstofu Ótympiunefndar íslands i Laugandal, sími83377. RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS iffii AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.