Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 á áheyrendum. Þegar upp- hafstónar næsta lags, Mótor- slys, heyrðust, fór og kösin rétt framan við sviðið, 5—600 manns, á hreyfingu og var á hreyfingu það sem eftir lifði tónleikanna með hápunktum á viðeigandi stöðum. Næst á eftir Mótorslysi kom nýtt lag með íslenskum texta, sem ég kann ekki að nefna, og þar á eftir kom kunnuglegt lag af tónleikum á íslandi, sem kalla má Plánetulagið. Kábboj var næst og á meðan sveitin lék það lag dansaði fólk „slam“- dansinn góðkunna, þ.e. kast- aði sér hvert á annað, enda lagið vel til þess fallið. Næst á eftir kom Guð, sem flestir kunnu greinilega utan að og sungu hástöfum með. Svikari gaf síðan tóninn fyrir Heitt kjöt, sem var hreint fyrirtak. Þegar hér var komið sögu var mikið hrópað utan úr sal á Veik í leikföng, en áður en röðin kom að því kom nýtt lag eða nýlegt og hljómaði vel. Veik í leikföng var vel flutt þetta kvöfd sem og reyndar öll lögin sem sveitin lék. Hið óumflýjanlega Ammæli róaði menn og enn kom nýtt lag með íslenskum texta sem ég kann ekki að nefna. Tekið í takt og trega hleypti lífi í áheyrendur á ný og var nú orðið vel heitt í húsinu. Mamma fylgdi í kjölfarið, fram- úrskarandi vel flutt, og strax á eftir mögnuð útsetning á Hei- lögum skratta. Við svo búið hvarf sveitin af sviðinu. Ekki voru menn þó búnir að fá nóg og eftir langvarandi lófatak og hróp á meira, kom Einar Örn á svið og tók sér í hönd raf- magnsgítar. Lék hann af fing- rum fram í rúma mínútu (Björk tók tímann) og sýndi ámóta tilþrif og á trompettinn góða. Fyrsta uppklappslagið var nýtt lag og gott, en strax og því var lokið vatt hljómsveitin sér í Kött. Þá bættist í hópinn sjö- undi liðsmaðurinn, uppblásinn górilluapi, sem hjálpaði til við flutning lagsins. Lokalag tón- leikanna var Bláeygt popp, eitt besta lagið af Life’s too Good. Það er kannski táknrænt fyrir tónlist sveitarinnar, sem er reyndar flest annað en bláeygt popp. Textinn í því lagi, þó hann hafi verið á ensku, sýnir og það að Sykurmolarnir eru íslensk sveit, því hann byggir á íslenskum aðstæðum og líklega skilja menn ekki vísan- irnar í honum hafi þeir ekki stundað íslenskt næturlíf að einhverju marki. Áhorfendur reyndu að klappa sveitina upp að nýju, en Einar kom fram á sviðiö, sagði þeim aö þetta væri allt og sumt og kvaddi með þeim orðum að þetta hefðu veriö Sykurmolarnirfrá Spáni og þar með voru Ijósin kveikt. Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS m acvqt POPP ur til lífsins. Textarnir voru all- ir á íslensku sem enn gerði hljómsveitinni erfitt fyrir, en allt gekk þó vonum framar og ekki varð vart við að neinum þætti Draumurinn vera of lengi á sviðinu. Gunnar bassa- leikari * sveitarinnar braut meira að segja odd af oflæti sínu og lét falla einstaka orð á ensku, en það var þó allt i lágmarki. Þrátt fyrir framúrskarandi frammistöðu sveitarinnar, er ekki örgrannt um að það hafi haft eitthvað að segja að sveit- in var að leika sem upphitunar- sveit, en líklega réð taugaó- styrkur einhverju. Sykurmolarnir Sykurmolarnir voru hljóm- sveitin sem menn voru að bíða eftir og það mátti líka heyra það þegar sveitin kom á svið, því mannfjöldinn gaf frá sér mikið öskur og kastaði til þeirra rósum. Fyrsta lag tón- leikanna var Taktu bensín elskan, lokalag breiðskífu sveitarinnar Life’s too Good sem sumir kalla reyndar ekki lag. Það átti þó vel við þarna og Molarnir náðu þegartökum Ljósmynd/BS Sykurmolarnir, stærsta bílskúrshljómsveit Vestur- Evrópu, er nú í þann mund að Ijúka tveggja vikna tón- leikaför um Bretland. í kvöld heldur sveitin síðustu tón- leikana í Bretlandi að þessu sinni og á morgun heldur sveitin áleiðis til Banda- rfkjanna til tónleikahalds. Fyrstu Lundúnatónleikarnir í þessari för voru haldnir fyrir fullu húsi í London Astoria sl. fimmtudagskvöld og lók þar með Sykurmolunum íslenska hljómsveitin S.h. draumur auk breska dúetts- ins Judas 2. Tónleikastaðurinn, London Astoria, rúmar vel á annað þúsund áheyrenda og var vel troðinn. Reyndar seldist upp á tónleikana fyrir um fjórum vikum, og víst komust færri að en vildu, því mikið var um að fólk væri að reyna að snapa sér miða fyrir utan staðinn þegar að var komið. Það hefur verið hent gaman að því að Sykurmolarnir sóu fyrsta „uppa“hljómsveitin og reynd- ar voru margir áheyrenda þesslegir að þar færi ungt fólk á uppleið. Það var þó ógjörn- ingur að gera sér einhverja hugmynd um samsetningu áheyrendahópsins þegar á leið, enda höguðu menn sér ámóta; æptu og skóku sig á milli þess sem þeir sungu meö. Fyrstur á svið var breskur dúett sem fékk að kenna á þvi Ég dansa við lík, en einnig voru þrjú ný lög, Trúboði, Dýr á braut, sem var frumflutt á tónleikum í Hótel íslandi sl. haust, og Grænir frostpinnar. Eins og áður sagði voru áheyr- endur erfiðir, enda er það ekki vaninn í Bretlandi að taka mik- ið mark á upphitunarhljóm- sveitum og reyndar sýndu Ijósmyndarar sveitinni ekki mikinn áhuga framan af. Það bráði þó af mönnum áhuga- leysið, því sjaldan hefursveitin verið betri og lagaval vel til þess fallið að vekja áheyrend- Hljómsveitln S. H. Draumur vera fyrstur; fékk í sig bjórglös og sígarettustubba þegar fólki fannst vera nóg komið; það vildi fá Sykurmol- ana. Það var því erfitt fyrir S.h. draum að eiga við þá sem í salnum voru, en Draumurinn var næstur á svið. S.h. draumur Lögin sem Draumurinn lék voru flest af plötunni Goð, sem gefin var út af enska fyrir- tækinu Lakeland á sínum tíma, s.s. Dauð Hola, Mónakó, Engl- arnir, Helmút á mótorhjóli og Vogar: Matvöruverslunin flytur í þjónustumiðstöðina Matvöruverslun Kaupfélags Suðurnesja hefur flutt f nýju þjón- ustumiðstöðina i Iðndal 2 og er verslunin fyrsta fyrirtœkið sem tekur tíl starfa í byggingunni. Við opnun verslunarinnar sagði Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri að kaupfélagið hefði fyrst opnað verslun f Vogunum f október 1985 til eins árs. En verslunin var rekin af góðu fólki og reksturinn gekk vel þrátt fyrir smávægilegan halla, og það var talin ástæða til að halda verslunarrekstrinum áfram. Verslun- in var í leiguhúsnæði sem þurfti að losa og á sama tfma og kaupfélags- menn voru að ræða hugmyndir um byggingu verslunarhúss kom fram hugmynd að byggingu þjónustumið- stöðvar með nokkrum aðilum. Komu menn sér saman um að þetta væri tilraun sem ætti að rejma. Gunnar sagði að síðan hefði öllum vandanum verið ýtt á Guðlaug R. Guðmundsson, byggingameistara hjá Lyngholt sf., sem hefur byggt þetta myndarlega hús. Verslunin er á 150 m2 gólffleti, en með sameign er kaupfélagið með um 190 m2 sem ætti að duga verslun- inni um nokkum tfma. í Vatnsleysustrandardeild kaup- félagsins eru 76 félagar og er ætlun- in að gera átak f að fjölga félögum f eitt hundrað. f versluninni starfa 5 manns. Deildarstjóri er Selma Jónsdóttir. - EG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Guðlaugur R. Guðmundsson hjá Lyngholti sf. afhendir Gunnari Sveinssyni kaupfélagsstjóra lykla að verslunarhúsnæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.