Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
49
*
Hvítasunnumáltíð
Þessa dagana erum við vitni að því, að það hefur orðið sem sprenging í náttú-
runni. Á fáum dögum verða tré allaufga og það grænkar í líkama og sál, um leið
og jörðin fer í græna blómum skrýdda kápu sína. Aldrei höfum við jafn mikla til-
finningu fyrir sköpunarverkinu og í maí, þegar nýtt og ferskt lífíð bókstaflega
umvefur okkur. Við skulum láta það vera hluta af samræðunni, eins og þegar við
tölum um veðrið, og hið nýja og fallega sem lýkst upp fyrir okkur þessa sólríku
maídaga er óþrjótandi umræðuefni.
Ekki má gleymast að láta böm
in taka þátt í þessu með okkur,
vekja athygli þeirra á því, er
fyrstu flugumar birtast og ána-
maðkur sést í mold, sem rótað er
í. Langar sögur má segja þeim
af flugum og ánamöðkum, en
böm em fróðleiksfús og hrifnæm
og þau vilja líka vera þátttakend-
ur og sem yngstum skulum við
ieyfa þeim að vera með okkur að
gróðursetja blóm og tré og ekki
horfa í það, þótt einn og einn
blómknappur slitni af og ekki sé
eins vel greitt úr rót og kostur '
væri. Fuglar himins eru þátttak-
endur í komu sumars og þegar
fyrst heyrist tíst í þresti fyrir utan
gluggann, er sem stjómandinn
bregði sprota sínum á loft og
blíðir tónar Vorsónötunnar hljómi
í sálinni. Hugur okkar leitar til
sumarhússins: Skyldu tónar sónö-
tunnar einnig vera famir að heyr-
ast þar í tísti þrastarhjóna, sem
vitjað hafa hreiðurstæðis í litla
fuglahúsinu á gafli kofans? Það
er sem nýtt lff fari um sál og
iíkama við hugsunina um að fá
að sjá á ný þessa vængjuðu vini
koma sér upp heimili og fjöl-
skyldu. Það er eins og Beethoven
sé hér hjá okkur og haldi um spro-
tann og láti fiðluna fagna hverjum
fugli og hveiju blómi sem út
springur.
Já, við erum öll, ung sem aldin,
þátttakendur í þessu tónaflóði og
á hvítasunnu skulum við gefa
okkur næði til þess að njóta þess
hvert með öðm og koma þeim
yngri á tónstigann og gleðjast
með, er við sjáum glampa skiln-
ings og þakklætis í bamsauga, í
því felast launin.
Hvítasunnumáltíð
Nú andar vorið ilm af blóma-munn
og ölLum boð sín gerir heyrinkunrv-
Nú elskar fold, nú angar bikar blóms
nú brosir jörð í fögnuð helgidóms.
Kvaedi úr Rubáiyát
eftir 'Omar Khayyám.
íslenskur texti* Skuggi.
Forréttur:
Kavíarhlaup.
Handa 6
4 blöð matarlím
1 peli ijðmi
1 dós sýrður ijómi
væn grein fersk steinselja
nokkur strá graslaukur
V4 tsk. nýmalaður pipar
2 litlar dósir rauður kavíar (2
oz„ 57 g)
6 einnota plastbikarar
V2 sítróna f þunnum sneiðum
1. Leggið matarlímið í bleyti f
kalt vatn í 10 mínútur. Vindið þá
upp úr vatninu og setjið í eldfasta
skál ofan í sjóðandi vatn. Látið
bráðna alveg.
2. Þeytið ijómann, blandið honum
saman við sýrða ijómann.
3. Takið frá nokkur graslauksstrá
og smá grein af steinselju, en
klippið hitt og setjið út í ijómabl-
önduna.
4. Setjið pipar og helming kavíars
út í tjómablönduna og jafnið vel
saman.
5. Hellið matarlíminu í mjórri
bunu út í ijómablönduna og hræ-
rið vel saman.
6. Hellið þessu í einnota plast-
bikara. Þeir eiga ekki að vera
fullir. Setjið í kæliskáp í 2 klst.
eða lengur.
7. Dýfið bikurunum ofan í sjóð-
andi vatn og hvolfið á diska.
8. Setjið krans af kavíar utan með
hlaupinu.
9. Skerið sítrónuna í örþunnar
sneiðar. Setjið eina sneið á hvem
disk og nokkur graslauksstrá ofan
á.
10. Setjið smá steinseljugrein ofan
á hvem hlauptopp.
Meðlæti: Ristað brauð.
Aðalréttur:
Svínasteik.
Handa 6
I-IV2 lítri vatn
U/2-2 kg svínakjöt úr læri (með
ham)
1 tsk. salt
V4 tsk. nýmalaður pipar
1 msk. sinnep
V2 tsk. negull
1. Kaupið kjöt sem búið er að
skera í haminn á.
2. Hitið bakaraofninn í 190°C.
Setjið vatnið í skúffuna og látið
hitna.
3. Leggið nú kjötstykkið í skúff-
una þannig að hamurinn sé hulinn
vatni (ekki kjötið). Hafið meira
eða minna vatn eftir atvikum.
4. Sjóðið kjötið þannig í vatninu
í 20 mín.
5. Hellið vatninu úr skúffunni, en
geymið það.
6. Setjið skúffuna í ofninn og
grindina ofan á.
7. Smyijið kjötið með sinnepi,
stráið á það salti og pipar og legg-
ið á grindina, þannig að hamurinn
snúi upp. Stráið negul yfir ham-
inn. Hafið skúffuna undir, en ekki
með vatni.
8. Minnkið hitann á bakaraofnin-
um í 170°C, blástursofn í 150°C.
Látið kjötið steikjast í ofninum í
2 klst.
8. Aukið hitann, en notið glóðar-
rist og brúnið haminn á kjötinu.
Takið skúffuna undan áður.
Sósan:
4 dl. vatn sem þið suðuð kjötið í
V2 súputeningur
V2 msk. soyasósa
1 msk. smjör
1 msk. ijómaostur án bragðefna
örlítið rauðvín eða madeira (má
sleppa)
9. Skolið skúffuna, sem var undir
kjötinu, með vatninu sem þið suð-
uð kjötið í.
10. Bræðið smjörið í potti, hrærið
út í það hveiti, þynnið með vatn-
inu, búið til uppbakaða sósu.
11. Setjið súputening og soyasósu
út í og hrærið vel.
12. Setjið ijómaost út í og hrærið
vel saman. Látið sjóða upp.
13. Setjið rauðvín eða madeira
út í, ef þið notið það. Látið sjóða
upp. Ef þetta er látið sjóða, gufar
alkohol upp en bragðið situr eftir.
Meðlæti: Bakaðar kartöflur, app-
elsínugulrætur og sprotakál, og
peru/sellerísalat með hnetum. Sjá
hér á eftir.
Bakaðar kartöflur:
6 stórar kartöflur
2 msk. brætt smjör
3 tsk. gróft salt
V2 dós sýrður ijómi
4 msk. saxaður graslaukur
nýmalaður pipar
1. Þvoið kartöflumar mjög vel og
þerrið með eldhúspappír.
2. Penslið kartöflumar með
bræddu smjöri. Veltið þeim upp
úr saltinu.
2. Hitið bakaraofn í 190°C, blást-
ursofn í 170oC. Setjið kartöflum-
ar á grind og bakið í IV2 klst.
3. Hrærið saman sýrðum ijóma,
graslauk og pipar.
4. Skerið djúpan kross í kartöfl-
umar, kreistið með fingrunum
kringum hann og þrýstið kartöfl-
unni upp.
5. Setjið ijóma/graslaukshræm á
hveija kartöflu.
Appelsínugulrætur og sprotak-
ál (brokkoli):
V2 kg gulrætur
IV2 bolli appelsínusafí
1-2 sm biti fersk engiferrót eða
V2 tsk. engiferduft
1 kg sprotakál
50 g smjör
V2 dl vatn
V2 tsk. salt
50 g valhnetur eða pecan-hnetur
1. Setjið appelsínusafa í pott, setj-
ið engifer út í og látið sjóða upp.
2. Hreinsið gulrætumar, skafið
ef þess er þörf. Skerið síðan í
sneiðar.
3. Setjið gulrótarsneiðamar í app-
elsínusafann og sjóðið við hægan
hita í 12-15 mín.
4. Setjið smjör og vatn í annan
pott.
5. Skerið leggina af sprotakálinu,
afhýðið þá, en skerið í bita og
leggið í smjör/vatnið. Setjið síðan
hinn hluta kálsins ofan á.
6. Stráið salti yfir, minnkið hitann
og sjóðið undir hlemmi í 10 mín.
Veltið kálinu við meðan á suðu
stendur, þannig að smjörið nái að
þekja allt kálið.
7. Hellið safanum af kálinu, setjið
á fat.
8. Hellið safanum af gulrótunum
og setjið yfir kálið.
9. Myljið hnetumar lauslega með
kökukefli og stráið yfir.
Peru/sellerísalat með perum
6 vel þroskaðar pemr
3 stórir sellerístönglar
50 g valhnetur
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hvítvínsedik
V4 tsk. sinnepsduft eða 1 tsk. sin-
nep
V2 dl matarolía
nýmalaður pipar
salt milli fingurgómanna
1. Setjið sítrónusafa, hvítvínsedik,
sinnepsduft (sinnep) og matarolíu
í skál. Þeytið saman með þeytara.
2. Setjið salt og pipar út í og
hrærið vel saman.
3. Afhýðið pemmar, takið úr þeim
kjamann. Skerið síðan í litla ten-
inga á stærð við sykurmola. Setj-
ið út í safann.
4. Þvoið sellerístöngiana, skerið
þvert á þá í litla bita, setjið með
í skálina.
5. Metjið valhnetumar lauslega
með kökukefli og setjið saman
við. Blandið vel saman.
Þessi réttur er úr bók minni 220
gómsætir ávaxta- og beijaréttir.
Abætisréttur:
Bananar með makrónukökum
og marengs.
100 g möndlumakrónur
1 dl sherry eða ávaxtasafí
V2 dl rúsínur (30 g)
5 meðalstórir bananar
4 eggjahvítur
50 g heslihnetur eða möndlur
1. Setjið rúsínur í skál. Hellið
víninu yfir. Látið liggja í víninu í
4-5 klst. og draga í sig vínið.
2. Kreistið makrónumar í sundur
í lófanum ög setjið á eldfast djúpt
fat. Hellið rúsínum og víni yfír.
3. Afhýðið bananana, kljúfíð að
endilöngu og raðið yfir makrón-
umar.
4. Þeytið eggjahvítumar, setjið
sykur smám saman út í meðan
þið emð að þeyta þær. Smyijið
síðan yfir bananana.
5. Saxið hnetumar og stráið yfir.
6. Hitið bakaraofn í 170°C, blát-
ursofn í 150°C. Setjið mótið neð-
arlega í ofninn og bakið í 30 mín.
Meðlæti: ís eða þeyttur ijómi.