Morgunblaðið - 21.05.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 21.05.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 fR*Ygl Útgefandi tnHafelfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 60 kr. eintakið. Samkomulag í ríkisstjórninni Atburðarásin í pólitíkinni hefur verið bæði hröð og flókin á þeim fáu dögum sem liðnir eru frá því að Alþingi var slitið. Strax þann sama dag blasti við, að nauðsynlegt væri að bregðast skjótt við útstreymi á gjaldeyri. I sam- ráði við ríkisstjómina var gjaldeyrisdeildum bankanna lokað og ráðherrar tóku að ræða um fráhvarf frá fast- gengisstefnunni, lækkun á gengi krónunnar og hliðarráð- stafanir eins og ávallt, þegar svipuð staða myndast. I ljós kom í þeim umræðum, að stjómarflokkamir vildu fara ólíkar leiðir. Þorsteinn Páls- son, forsætisráðherra, Iagði fram hugmyndir. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, gerði tillögur og Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, kynnti sína lausn í 22 liðum. Um síðustu helgi tókst ekki samkomulag um annað í ríkisstjóminni en að lækka gengið um 10% síðastliðinn mánudag og ganga til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins um hliðar- ráðstafanir. Á mánudag efndi Stein- grímur Hermannsson til sér- staks blaðamannafundar til að kynna afstöðu Framsóknar- flokksins og svara því, sem hann taldi ómaklegar ákúrur frá forsætisráðherra. Var ekki unnt að meta stöðuna á annan veg en þann, en alvarlegri ágreiningur væri innan ríkis- stjómarinnar en oftast áður og er þá töluvert sagt. Til viðræðna fulltrúa ríkis- stjómarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar var síðan efnt á þriðjudag og miðvikudag. Þær báru engan árangur. Hugmyndir um að þeir, sem enn höfðu ekki samið um kaup og Iq'ör, fengju hækkun í sam- ræmi við þá samninga, sem þegar hafa verið gerðir, náðu ekki fram að ganga. Alvarleg- ust þótti deilan í álverinu í Straumsvík, þar sem óvenju- Iega miklir hagsmunir em í húfi, þótt aðeins um eitt fyrir- tæki sé að ræða. Eftir árangurslausar við- ræður við aðila vinnumarkað- arins var ljóst, að fyrir ríkis- stjóminni lá ekki annað en ná samkomulagi við fundarborð ráðherranna um efnahagsað- gerðir eða að fara frá ella. Síðdegis á fimmtudag hittust formenn stjómarflokkanna á fundi hjá forsætisráðherra. Þar lagði hann fram hugmynd að málamiðlun og sagði eftir fundinn: „Það lifír engin ríkis- stjóm sem ekki nær saman.“ Síðdegis í gær tókst svo ríkis- stjóminni að ná saman um meginstefnu í efnahagsmál- um, þannig að ætla má að hún lifí. Ríkisstjómin tók jafn- framt af skarið til að eyða óvissu á vinnumarkaðnum með lagasetningu. í lok febrúar greip ríkis- stjómin síðast til efnahagsráð- stafana og lækkaði þá meðal annars gengið. Einnig þá reyndi töluvert á innviði stjómarinnar. Nú tæpum þremur mánuðum síðar stend- ur stjómin enn frammi fyrir því, að hún verður að lækka gengið nokkru meira en í febr- úar. Og enn reynir á innviði hennar og meira en áður. For- sætisráðherra hefur þó í bæði þessi skipti getað komið mál- um þannig fyrir, að samkomu- lag tekst. Hins vegar er ástæða til að velta því fyrir sér, hve mikið þanþol er eftir í stjóminni og hve margar sennur af þessu tagi samstarf flokkanna þriggja þolir enn að óbreyttum aðstæðum. Við höfum af því erfíða reynslu, að stjómarsamstarf falli í þann farveg, að á þriggja mánaða fresti þurfí ráðherrar að setjast niður til viðræðna og samninga um efnahags- stefnuna næstu vikur og mán- uði. Slíkar rokur skila sjaldan góðum árangri. Ljóst er, að því fleiri flokkar sem eiga að- ild að ríkisstjóm þeim mun meiri líkur eru á að þetta ástand skapist. Þarf oft mikla lagni til að halda þannig á málum, að samkomulag takist að lokum. Það hefur náðst núna og vonandi þróast mál á þann veg, sem um hefur verið samið; þá ætti óvissa um land- stjómina að minnsta kosti ekki að þurfa að há ákvörðunum til lausnar á erfiðum vanda í þrengri efnahagslegri stöðu en við höfum mátt venjast um nokkurt skeið. Styð heilshugar lög til að verja gerða kjarasamninga - segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra JÓN BALDVIN Hannibalsson fjármálaráðherra og formaður Alþýðuflokks segist styðja það heilshugar að lög hefðu verið sett til að veija þá launastefnu sem mörkuð hefði verið og koma í veg fyrir að þeir betur - segir Steingrím- ur Hermannsson utanríkisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði á fréttamannafundi í gær að efnahagsráðstafanir ríkis- stjómarinnar væri mikilvægur áfangi og þar hefðu margar mikilvægar ákvarðanir verið teknar sem ættu vonandi eftir að verða ríkisstjórninni leiðar- ljós í framhaldinu. „Það hefur náðst mikilvægur áfangi í viðureigninni við verð- bólguna, og ég er ánægður með þá viðleitni sem þar er til að losna við lánskjaravísitöluna og þá víxlverkun sem hún hefur í för með sér. Ríkisstjómin hefur staðið fullkomlega saman um að höggva á þessa víxlverkun og það væri að mínum dómi það mikilvæg- asta,“ sagði Steingrímur. Hann bætti við að í efnahagsr- áðstöfununum væri tekið á þeim vandamálum sem atvinnulífíð ætti í, en þeir erfiðleikar væru enn ákaflega miklir, sérstaklega í ljósi þess verðfalls sem orðið hefði, og væri enn fyrirsjáanlegt, á afurðum íslendinga. settu nýti sér tækifæríð á kostn- að þeirra sem ruddu brautina f vetur. Hann sagðist jafnframt vera ánægður með ákvarðanir um styrkingu ríkissjóðs á þessu árí. Þegar Steingrímur var spurður hvort hann teldi aðgerðir um verð- bréfamarkaðinn og fjármögnunar- leigur nægilegar svaraði hann að með þessum aðgerðum væri verð- bréfamarkaðurinn kominn undir ákveðna kvöð sem hingað til hefði eingöngu hvílt á bönkunum. Hann minnti á fyrir lægju frumvörp sem miðuðu að þvi að setja þennan markað undir samræmda stjóm og útaf fyrir sig væri ekki þröf á að gera það með bráðabirgðalög- um núna. Flokkamir væm að vinna að þessum frumvörpum og samkomulag væri um þau í megin- atriðum. Um yfírlýsingu Ólafs Þ. Þórðar- sonar, um að hann væri hættur stuðningi við ríkisstjómina, sagð- ist Steingrímur ekki vera undr- andi; Ólafur hefði lengi verið úr og í ríkisstjóminni og núna væri hann úr. I þeirri afstöðu kæmi fram að erfíðleikar atvinnulífsins væri mjög miklir og sumir hefðu viljað taka á þeim í einum enn harðari áfanga en hér væri gert. Því fylgdu hinsvegar mjög miklir erfíðleikar í sambandi við að kom- ast til dæmis út úr víxlverkun launa og verðlags. Hann sagðist aðspurður ekki reikna með að Ól- afí yrði vísað úr þingflokknum. hagsráðstafanir ríkisstjómarinnar sagði Jón Baldvin að á liðnum vetri hefðu á annað hundrað lq'ara- samningar verið gerðir fyrir 70-80 þúsund manns við erfiðar aðstæð- ur og mjög fá félög ættu eftir að gera kjarasamninga. „Þessi lög varða lítinn minnihluta launþega sem hefði getað sprengt launa- stefnu og launaramma með hærri kröfum í kjölfarið og ég styð þau heilshugar,“ sagði hann. Um efnahagsráðstafanimar sagði Jón Baldvin að verið væri að reyna að taka á ýmsum þáttum til að að bæta hag útflutnings- greinanna og tryggja atvinnuör- yggi, sérstaklega á landsbyggð- inni. Þetta væri gert með því að draga úr fjármagni til fjárfesting- ar en í staðinn væri greitt fyrir endurskipulagningu í atvinnulíf- inu. Komið væri til liðs við sveitar- félög á landsbyggðinni með aukn- um framlögum úr Jöfunarsjóði, hert væri að verðlagsaðhaldi og fítjað upp á ýmsum nýmælum á Qármagnsmarkaði. Um rauðu strikin sagði Jón að ef fylgja ætti því fram að afnema sjálfvirkar launaviðmiðanir við vísitölur þá hefðu jafnffamt komið fram kröfiir um að eitt yrði látið yfír ganga, laun fyrir vinnu og arð af fjármagni. „Þetta er skýringin á þeirri ákvörðun varðandi rauðu strikin, að hraðað er þeirri vinnu sem hófst með nefndarskipan við- skiptaráðherra og fjallar um allan fjármagnsmarkaðinn. Ákvarðanir um sjálfvirkar viðmiðanir launa verða teknar um leið og ákvarðan- ir á grundvelli vinnu um afnám sjálfvirkra viðmiðana varðandi fjármagnið," sagði Jón Baldvin. Hann sagðist vænta þess að um leið yrðu teknar ákvarðanir um sérstakan launaauka sem tryggði kaupmátt lægstu launa út þetta ár. Þessi launaauki yrði greiddur af vinnuveitendum upp að tiltek- inni upphæð, sennilegar yrði mið- að við 48 þúsund krónur á mánuði og sá yrði trygging fyrir að kaup- máttur þessara launa rýmaði ekki. Á fréttamannafundi um efna- Ríkisstjórnin tók margar mjög mikil- vægar ákvarðanir Yfirlýsing ríkisstj órnarinm Ríkisstjómin hefur ákveðið að gerðir í efnahagsmálum með það fyrir augum að tryggja að gengis- breyting krónunnar 16. maí sl. skili tilætluðum árangri við að skapa undirstöðugreinum atvinnulífsins viðunandi rekstrarskilyrði, koma í veg fyrir sjálfvirkt víxlgengi verð- lags, gengis, launa og fjármagns- kostnaðar, og leggja gmnn að jafn- vægi í efnahagslífínu. Með aðgerð- um rikisstjómarinnar er tryggt samræmi í launaþróun, kaupmáttur lægstu launa varinn og dregið úr verðbólguáhrifum gengisbreyting- arinnar. Aðgferðir til að treysta afkomu atvinnuvega og atvinnuöryggi á landsbyggðinni 1. Lækkun á gengi krónunnar um 10% hinn 16. maí sl. miðar að því að bæta hag útflutnings- og samkeppnisgreina og fyrirtækja í sjávarútvegi, afstýra stöðvun at- vinnurekstrar og treysta atvinnuör- yggi á landsbyggðinni. 2. Fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinum verður heimil- að að taka lán erlendis til fjár- hagslegrar endurskipulagningar annað hvort beint eða fyrir milli- göngu banka samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjómarinnar. Leyfin til þessara lána verða veitt sam- kvæmt tillögum þeirra viðskipta- banka sem þjóna þeim fyrirtækjum sem í hlut eiga. Auk þessa hefur Byggðastofnun verið heimiluð 200 m. kr. lántaka erlendis til að styðja fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Skapað verður svigrúm til þessarar lánafyrirgreiðslu með aðhaldi að lántökum til fjárfesting- ar. Ríkisstjómin mun jafnframt beina þeim tilmælum til viðskipta- bankanna að auknu ráðstöfunarfé verði varið til aðstoðar við útflutn- ings- og samkeppnisgreinar. 3. Nefnd um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins verður gert að hraða störfum og skila tillögum um ráð- stöfun innstæðna þeirra greina sem greitt hafa verulegar fjárhæðir í sjóðinn á undanfömum misserum. 4. Veitt verði aukafjárveiting til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að Qár- hæð 40 m. kr. til þess að treysta fjárhag sveitarfélaga á landsbyggð- inni sem eiga í fjárhagserfíðleikum. 5. Starfshópur ríkisstjómarinnar, sem flallar um erfíðleika í fiskeldi, hraði störfum og skili tillögum um aðgerðir til að koma í veg fyrir að verðmæti fari forgörðum. Aðgerðir til að veija kaupmátt lægstu launa og draga úr launamun 1. Tryggt verður með lagasetn- ingu að kjarasamningamir sem gerðir hafa verið við þorra launa- fólks verði varðir og launahækkanir hópa sem hafa lausa kjarasamninga fari ekki fram úr hækkun launa í samningum Verkamannasam- bandsins, iðnverkafólks og verslun- armanna eða raski forsendum þeirra að öðru leyti. 2. Ellilífeyrir og aðrar bætur al- mannatrygginga hækka í samræmi við hækkun launa samkvæmt kjara- samningum 1. júní 1988. 3. Hækkun persónuáfsláttar verður flýtt til 1. júní, þannig að skattleysismörk hækki í 46 þúsund krónur á mánuði. 4. Ákvörðun um láglaunabætur og afnám vísitöluviðmiðana i kjara- samningum verður tekin í tengslum við niðurstöður nefndar sem fjallar um verðtryggingu fjárskuldbind- inga, lánskjaravísitölu og lækkun vaxta af verðtryggðum lánum, og kemur til framkvæmda samtímis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.