Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Píanó- tónleikar í Borgar- neskirkju ÖRN Magnússon heldur einleiks- tónleika í Borgarneskirkju á ann- an í hvítasunnu, að kvöldi hins 23. þessa mánaðar. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarfé- lags Borgarfjarðar og hefjast þeir kl. 21. A efnisskránni eru eingöngu verk eftir Johann Se- bastian Bach. Öm Magnússon píanóleikari fæddist á Ólafsfírði árið 1959. Hann hóf tónlistamám í heimabyggð sinni en hélt síðan til Akureyrar og lauk burtfararprófí frá _ Tónlistarskóla Akureyrar 1979. Árin 1980—86 stundaði hann framhaldsnám á píanó í Manchester, London og Áætlaður kostnaður við hafnar fr amkvæmdir um 800 milljónir króna Örn Magnússon píanóleikari. Berlín. Meðal kennara Amar má nefna Soffíu Guðmundsdóttur, Ge- org Hadjinikos og Louis Kentner. Eftir að Öm kom heim frá námi 1986 hefur hann kennt við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar og haldið auk þess tónleika í Reykjavík og úti um landsbyggðina. (FréttatUkynning) ÁÆTLAÐ er að veija um 230 milljónum króna á þessu ári til hafnar- framkvæmda í Reykjavíkurhöfn, en helsta framkvæmdin verður lenging Kleppsbakka. Kostnaðaráætlun varðandi hafnarframkvæmd- ir annars staðar á landinu hljóðar upp á 530 milljónir króna, en þar af greiðir ríkið um 380 milljónir og hafnarsjóðir viðkomandi sveitar- félaga 150 milljónir. Viðamesta framkvæmdin utan Reykjavíkur verður við nýja fiskihöfn á Akureyri. NEWYORK FLUGLEIDIR -fyrír þíg- Um 95 milljónum króna verður varið til lengingar Kleppsbakka í Reykjavíkurhöfn og í skjólgarð, sem tengist honum, verður varið 20 milljónum. Þá verður um 85 milljón- um króna varið í framkvæmdir við Kleppsvík, samkvæmt fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurhafnar fyrir þetta ár. Að sögn Hermanns Guðjónsson- ar, vita- og hafnarmálastjóra, er gert ráð fyrir að á þessu ári verði unnið fyrir um 530 milljónir í al- mennum höfnum víðsvegar um landið auk 22 milljóna sem varið verður í sjóvamargarða og 6 millj- óna í ferjubryggjur. Hermann sagði að unnið yrði við einhveijar nýfram- kvæmdir í allt að 40 höfnum í ár. Á tíu stöðum á landinu verður unn- ið fyrir meira en 20 milljónir á hveij- um stað. í Ólafsvík er gert ráð fyrir að unnið verði fyrir tæpar 40 milljón- ir, en það er 120 metra langur stál- opiö u-iavi*aAJL--— þilsbakki. í Stykkihólmi er gert ráð fyrir framkvæmdum upp á rúmar 20 milljónir, en þar er áætlað að leggja gijótgarð úr í Súgandisey. Þessi framkvæmd er fyrsti áfangi vegna aðstöðu fyrir nýja Breiða- fjarðarfeiju, en fyrirhugað er að bryggja fyrir feijuna verði í eyj- unni. Þessi garður verður jafnframt skjólgarður fyrir höfnina í Stykkis- hólmi. Hin endastöð Breiðaflarðar- feijunnar verður á Bijánslæk og í ár er gert ráð fyrir að veija um 20 milljónum króna við gerð 56 metra langrar stálþilsbryggju þar. Á Sauðárkróki er verið að lengja aðalhafnargarðinn um 60 metra og er kostnaður við það áætlaður um 30 milljónir. Á Akureyri verða mestu framkvæmdimar utan Reykjavíkur eins og áður segir, en gert er ráð fyrir að þar verði unnið fyrir um 65 milljónir króna á þessu ári. Helsta framkvæmdin þar er grjótgarður við nýja fískihöfn og innan við hann 170 metra langur viðlegukantur. Varðandi hafnarframkvæmdir í Grímsey á þessu ár sagði Hermann að ætlunin væri að steypa þijú ker sem síðan verða dregin út í Grímsey og notuð þar í hafnarbætur. Fyrsta verkefnið í nýrri rannóknarstöð Vita- og hafnarmálastofnunar, sem tekin verður í notkun í júní næst- komandi, verður líkan af Grímsey og lokahönnun á Grímseyjarhöfn verður ekki endanlega ákveðin fyrr en þeirri líkantilraun er lokið. A Húsavík er áætlað að vinna fyrir um 40 milljónir króna, en það er um 40 þúsund rúmmetra gijót- vöm utan á aðalhafnargarðinn, sem jafnframt mun breikka hafnarbak- kann, sem er helsta vömbryggja Húsavíkurhafnar. Á Eskifírði er gert ráð fyrir að vinna fyrir um 35 milljónir, en það er ný 120 metra viðlega við fískimjölsverksmiðjuna. Gert er ráð fyrir að sú bryggja verði tilbúin fyrir næstu loðnu- vertíð. í Vestmannaeyjum er áætlað að veija um 26 milljónum í 80 metra viðlegukant út við Eiði. Þá er gert ráð fyrir að veija um 30 milljónum króna í dýpkunarframkvæmdir við innsiglinguna í Sandgerðishöfn, en að sögn Hermanns er hér um eins konar tilraunaverkefni að ræða, þar sem framhald framkvæmdanna ræðst af því hvemig til tekst nú í sumar. Hér er um að ræða bomn og sprengingar á klöpp fyrir utan innsiglinguna og hefur sérstakur borpallur verið tekin á leigu frá norsku hafnarmálastofnuninni til þessa verkefnis. Skólastjórastaða við Ölduselsskóla: Fræðsluráð mælir með Sjöfn Sigurbjörnsdóttur FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að mæla með Sjöfn Sigurbjömsdóttur í skóla- stjórastöðu við Ölduselsskóla. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Alþýðuflokks vildu mæla með Sjöfn. Fulltrúi Al- þýðubandalagsins tók hins vegar afstöðu með hinum umsækjand- anum um stöðuna, Reyni Daníel Gunnarssyni, yfirkennara við Ölduselsskóla, en hann hefur hlotið stuðning 59 starfsmanna bapa 6KoKFNA£ fo} Perstorp Vantar þig tilbreytingu? Af hverju ekki að lífga uppá gömlu innréttinguna? MEÐ PERSTORP HARÐ- PLASTI, BORÐPLÖTUM OG GÓLFEFNI. HF.OFNASMIBJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7. S: 21220 við skólann, kennararáðs, full- trúaráðs foreldrafélags skólans og Kennarafélags Reykjavíkur. Mál þetta kom til umræðu á fundi borgarstjórnar sfðastliðinn fimmtudag. _ Kristín A. Ólafsdóttir, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, sagðist telja að meirihluti fræðsluráðs hefði komist að undarlegri niðurstöðu þegar hann ákvað að mæla með Sjöfn, þrátt fyrir að Reynir hefði þennan stuðning að baki. Fræðslu- ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem staddir vom á fundinum, sögðu að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna þess að Sjöfn hefði meiri reynslu en Reynir. Davíð Oddsson borgarstjóri benti á að áður hefði fræðsluráð mælt með ákveðnum umsækjendum þrátt fyrir meðmæli með öðmm og þar hefðu fulltrúar Alþýðubandalagsins ekki skorið sig úr, enda væri til þess ætlast að fræðsluráð tæki sjálft afstöðu til umsækjenda, en færi ekki eftir fyr- irmælum utan úr bæ. í samþykkt fræðsluráðs segir að báðir umsækjendur séu mjög hæfír til þess að gegna starfi skólastjóra, Sjöfn hafí hins vegar lengri reynslu af yfírmannsstörfum á sviði skóla- mála og störfum á opinbemm vett- vangi. Hæfni Reynis Daníels Gunn- arssonar er þó ekki dregin í éfa. Menntamálaráðherra mun ráða í stöðuna, að fenginni umsögn fræðs- luráðs og fræðslustjóra Reykjavík- RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.