Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 31 Málverki eftir van Gogh stolið úr safni Amsterdam, Reuter. BROTIST var inn í listasafn í Amsterdam í gær og þaðan stolið málverki eftir Vincent van Gogh sem metið er á allt að 35 milijón dollara (1.500 millj. ísl. kr.). Wim Beeren yfirmaður Stedelijk- -safnsins sagði í gær að starfsfólk þess hefði komið að brotnum glugga í gærmorgun og við eftirgrennslan kom í ljós að þtjár myndir voru horfnar úr safninu. Ein mynd eftir van Gogh, „Nellikumar", auk mál- verka eftir Hollendinginn Johann Jongkind og Frakkann Paul Cez- anne. Allar eru myndimar litlar (50x50 cm) og því hægur vandi að flylja þær. Lögregla segir að þjófamir hafi farið fagmennlega að við innbrotið og þeir hafi greinilega vitað hvaða myndum þeir ætluðu að stela og hvar þær væri að fínna. Safnið hefur verið illa statt fjárhagslega undanfarið ár og er ekki tryggt fyrir þjófnaði. Sovésk sendinefnd stödd hér á landi: Áhugí á innflutningi á ís- lenskum fiskvinnslubúnaði Poul Schliiter með takmarkað umboð Horfur á langvarandi stjórn arkreppu í Danmörku Árósum. Frá Jens Anker Boje, ReportageGruppen. POUL Schliiter forsætisráð- herra hefur nú fengið það erf- iða verkefni að koma saman ríkisstjórn í Danmörku og i svipinn er ekki búist við, að honum gangi það betur en þeim, sem áður höfðu umboðið, Svend Jakobsen og Niels Hel- veg Petersen. SchlUter getur nefnilega ekki myndað minni- hlutastjórn borgaraflokkanna eins og eftir síðustu kosningar þvi að Radikale venstre vill ekki heyra á annað minnst en breiða meirihlutastjórn. „Þetta er hvorki lítið verk né löðurmannlegt og alls óvíst um útkomuna," sagði Schluter en mörgum þykir virðing þingsins liggja við, að ný stjóm verði kom- in á laggimar nk. fímmtudag þeg- ar þingmennimir koma aftur sam- an í Kristjánsborgarhöll. Allir borgaraflokkamir, radik- alar einnig, bentu á Poul Schluter sem umboðshafa að þessu sinni en þó fylgdi nokkur böggull skammrifí. Radikalar komu því nefnilega til leiðar, að Schluter hefur ekki beint umboð til stjóm- armyndunar, aðeins til að setja saman drög að stjómarsáttmála, sem notið getur meirihlutastuðn- ings á þingi. Er hér um að ræða enn eina tilraun Niels Helvegs Petersens, leiðtoga radikala, til að koma stóru flokkunum saman þótt bæði Venstre og íhaldsmenn hafi lagt á það áherslu í gær, að þeir ætluðu ekki í stjóm með jafn- aðarmönnum. Róið á bæði borð Það vom þessar sömu yfirlýs- ingar, sem ollu því, að Niels Hel- veg gafst upp við sínar tilraunir og þá var talið, að nú yrðu radikal- ar að taka afstöðu: Með jafnaðar- mönnum eða borgaraflokkunum — með Auken eða Schluter. Rad- ikalar sitja þó enn við sinn keip og ætla að neyða þá Auken og Schlúter að samningaborðinu. Ni- els Helveg hefur orðið við ósk Schlúters um umboðið og hann hefur samþykkt þá kröfu jafnað- armanna, að viðræðumar snúist í fyrstu aðeins um stjómmál en ekki um forystuna. Allt er opið í báða enda. Klofningsótti Niels Helveg og radikalar segja, að Schlúter hafi ekki feng- ið umboð til að mynda minnihluta- stjóm borgaraflokkanna vegna þess, að komið hafi í ljós í viðræð- um, að stóru flokkana greini í raun lítið á um landsstjómina. Það sé aðeins persónulegur metnaður, sem komi í veg fyrir stjómarsam- starf. Því má þó við bæta, að ágrein- ingur innan Radikale venstre á hér einnig hlut að máli. Ef flokk- urinn játast öðrum hvomm, Au- ken eða Schlúter, þykir hætt við klofningi í flokknum. Radikalar hafa margsagt, að þeir vilji ekki vera í stjóm undir forsæti Svends Aukens og náin samvinna við borgaraflokkana er einnig erfiðleikum bundin vegna ólíkrar afstöðu til öryggismál- anna. Samstarf við borgaraflokk- ana gerði líka að engu þær ástir, sem hafa verið að takast með radikölum, Sósialfska vinstri- flokknum og jafnaðarmönnum. Vegna alls þessa telja margir, að radikalar eigi þann kost grænstan að vera utan stjómar náist ekki samkomulag um breiða meirihlutastjóm. Reuter Myndin er af málverkinu „Nellikurnar", sem var eitt þriggja mál- verka eftir Vincent van Gogh, sem stolið var í Amsterdam í gær. Verðmæti nellikumyndarinnar er talið vera á bilinu 15-35 milljónir dollara (650 til 1500 miUj. kr.). Frjálsir demókratar duttu út Úrslitin í kosningunum eru alvar- legt áfall fyrir Frjálsa demókrata sem duttu út af fylkisþinginu í Kiel vegna þess að þeir náðu ekki til- skildum 5% atkvæða. Þeir ætluðu sér að njóta góðs af Barschel- hneykslinu og frá þeim er komið hugtakið um „svínastíuna í Kiel“. Líkt og í Baden-Wúrttemberg fyrr á árinu hefur sýnt sig að flokkurinn getur ekki treyst þvf að fá til sín þá kjósendur sem snúa baki við kristilegum demókrötum. Flokkur sem stöðugt verður að sitja á hak- anum við stjómarmyndun hlýtur að þurfa sérstakan sannfæringar- kraft til að halda velli. Hvað stefnu flokksins varðar er hún samt löngu úr sér gengin. Utanríkisráðherrann, Hans Dietrich Genscher, er líka sá eini sem eitthvað kveður að í flokkn- um. Takist aukið samstarf með Fijálsum demókrötum og jafnaðar- mönnum er eins vfst að pólitískir dagar Martins Bangemanns, efna- hagsmálaráðherra og sérlegs fylg- ismanns Helmuts Kohls, séu taldir. Blávatn í stað táragass Þingið í Kiel hefur skipt um svip en spumingin um afleiðingamar er jafn opin og fyrr. Eitt fyrsta verk jafnaðarmanna var að fyrirskipa nýbreytni í_ tækjakosti óeirðalög- reglunnar. A meðan Uwe Barschel var innanríkisráðherra í fylkinu á ámnum 1979-82 óx lögreglunni mjög ásmegin ekki síst til að unnt væri að reisa kjamorkuverin þrátt fyrir mótmæli. Til sinna nota hafa laganna verðir mikilúðlega tankbíla sem sprauta vatni blönduðu tára- gasi á óeirðaseggi. Innanríkisráð- herra í ráðuneyti Engholms hefur nú fyrirskipað að framvegis skuli blávatn látið nægja. pp FJÖGURRA manna sovésk sendinefnd frá Sambandi sovéskra vin- áttufélaga við erlend lönd, hefur dvalist hér á landi frá því á þriðju- dag. Hingað kom hópurinn til að sitja ráðstefnu norrænna vináttufé- laga við Sovétríkin, sem hófst á fimmtudag en lýkur í dag, laugar- dag. Boðað var til blaðamannafundar af þessu tilefni í gær í bústað sovéska sendiherrans við Túngötu í Reykjavík og sat Nikolaj Pavlo- vits Kúdijavtsjev, formaður sendinefndarinnar, þar fyrir svörum en hann er jafnframt fyrsti aðstoðarsjávarútvegsráðherra Sovétríkj- anna og stjómarformaður félagsins Sovétríkin-Ísland. Kúdijavtsjev ræddi útflutning íslendinga á sjávarafurðum til Sov- étríkjanna og sagði ráðamenn eystra gera sér fyllilega grein fyrir mikilvægi fiskútflutnings fýrir efnahag íslendinga. 35 ár væru nú liðin frá upphafí viðskiptatengsla íslands og Sovétríkjanna og inn- flutningur á fiskafurðum frá Islandi hefði aldrei verið meiri en í ár eða alls um 30.000 tonn. „Almenningur í Sovétríkjunum telur íslenskar fisk- Bardagar blossuðu upp í flótta- mannabúðunum Shatila og Bouij al- Barajneh og beittu liðsmenn Fatah (stuðningsmenn Arafats) og Abu Musa (klofningshópur studdur af Sýrlendingum) vélbyssum, sprengivörpum og handsprengjum. Skammt frá börðust shítar með öll- um tiltækum vopnum. Með átökum þessum lauk vopna- hléi, sem ríkt hafði í Beirút frá 14. síðastliðnum. afurðir fyrsta flokks og þetta er mjög eftirsótt vara," sagði hann. Áhugi á samvinnu Svo sem alkunna er hafa stjóm- völd í Sovétríkjunum uppi áætlanir um gjörbyltingu efnahagslífsins og er einn liður þeirrar áætlunar að auka og efla sjálfstæði einstakra fyrirtækja. Fram kom í máli Ni- kolajs Kúdijavtsjevs að mikiil áhugi Sýrlendingar hafa um 7.000 manna herlið í borginni, en hafa enn ekki blandað sér í átökin. Um síðustu helgi tóku hersveitir þeirra þó stöðu í suðurhluta borgarinnar og hótuðu Sýrlendingar því að sker- ast í leikinn ef ekki hægðist um. Talið er að Sýrlendingar undirbúi nú afskipti af bardögunum, því í gær hlóðu hersveitir þeirra sand- pokavirki og bægðu allri umferð frá hverfunum þar sem barist er. Morgunblaðið/Þorkell Nikolaj Pavlovits Kúdijavtsjev, fyrsti aðstoðarsjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna, ræðir við blaðamenn í gær á heimili sendi- herra Sovétríkjanna á íslandi. væri í Sovétríkjunum á að taka upp samvinnu við íslensk fyrirtæki, sem framleiddu tæknibúnað ýmsan tengdan fiskvinnslu. Þegar hefðu verið lögð drög að samningi við eitt íslenskt fyrirtæki um kaup á vélum til vinnslu á þorskhausum og kvaðst hann raunar telja að fyrsti samning- urinn í þessa veru hefði verið undir- ritaður í Moskvu í gær. Þá nefndi hann að Sovétmenn hefðu áhuga á vélum til skelfisksvinnslu, sem framleiddar væru hér á landi. Er nefnd sovéskra sérfræðinga vænt- anleg hingað til lands fyrir næstu mánaðamót til að kynna sér búnað þennan. Aðstoðarráðherrann sagðist telja hugsanlegt að samningar næðust um allviðamikinn útflutning á íslenskum fiskverkunarvélum og öðrum tækjabúnaðj til fiskvinnslu til Sovétríkjanna. „íslendingar hafa náð mjög góðum árangri og kynnt ýmsar nýjungar á sviði tæknibúnað- ar til fískvinnslu," sagði Kúdijavtsjev. Vísindaleg fiskveiðistefna Nokkuð var rætt um fískveiði- stefnu Sovétríkjanna og sagði að- stoðarráðherrann að þess væri gætt í hvívetna að tilteknir stofnar væru ekki ofveiddir. Engin breyting hefði orðið þar á þó svo að áhafnir fiski- skipa fengju nú laun í samræmi við afla og gæði hans. 16.000 vísinda- menn störfuðu í 23 vísindastofnun- um sovéska sjávarútvegsráðuneyt- isins og væri stefnan mótuð í sam- ræmi við tillögur þeirra um nýtingu fiskistofna. Að auki væri starfrækt sérstök stofnun sem hefði eftirlit með því að í engu væri vikið frá þeim ákvörðunum. Ásakanir sem fram hefðu komið um að Sovétríkin stunduðu ofveiðar undan ströndum Afríku og í eigin lögsögu ættu þvi ekki við rök að styðjast. Sovétríkin hefðu á hinn bóginn gert tvíhliða fiskveiðisamninga við fjölmörg ríki og kvaðst Kúdijavtsjev ekki vita til þess að komið hefðu fram kvartan- ir í þessa veru. Ópólitísk vináttufélög Jafnframt því að gegna stöðu ráðherra er Kúdijavtsjev stjómar- formaður vináttufélagsins Island- Sovétríkin. Sagði hann félög þessi öldungis ópólitísk og tilganginn með starfseminni vera þann að auka menningartengsl ríkjanna tveggja. Almenning í Sovétríkjunum kvað hann tæpast geta talist fróðan um íslenskt þjóðfélag og menningu en þó væri áhuginn til staðar sem sæist best á því að félagar í hinum ýmsu vináttusamtökum og vináttu- félögum, sem starfrækt væru í verksmiðjum víða um Sovétríkin, væru um 45.000 talsins. Sjálfur hefur stjómarformaðurinn oft kom- ið hingað til lands en aðrir nefndar- menn hyggjast nota tækifærið og ferðast lítillega um landið áður en heimsókninni lýkur á mánudag. Beirút: Palestínuarabar beijast innbyrðis Beirút, Reuter. PALESTÍNSKIR skæruliðar, sem studdir eru af Sýrlendingum, beittu í gær fallbyssum gegn félögum sínum í tveimur flóttamanna- búðum í Beirút, en skæruliðarnir sem þar hafast við eru hollir Yass- er Arafat. Þá voru harðir götubardagar í Beirút milli andstæðra fylkinga shíta og er talið að mannfall hafi verið nokkuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.