Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 59
aromatic KConica U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR MDRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Dr. Signrður Pálsson og Jóhanna G. Möller á fundi með skólabömum í „Collodi" grunnskólanum í Fidenza. JÓHANNA G. MÖLLER SÓPRANSÖNGKONA: Söng einsöng við messu á Ítalíu Jóhanna G. Möller söng nýlega einsöng við messu, sem haldin var í dómkirkjunni í þorpinu Fid- enza, sem er á Pósléttunni á Norð- ur-ítalíu. Dómkirkja þessi sem er í rómönskum stíl var reist á tólftu öld og þykir hafa mjög góðan hljómbu- urð. Við messuna flutti Jóhanna ýmis trúarleg verk, en þótt undir- búningstíminn væri stuttur þá tókst ágæt samvinna með henni og Gio- vanni Chiapponi, sem er orgelleikari og söngstjóri við dómkirkjuna í Fid- enza. Á söngskránni hjá Jóhönnu var meðal annars „Agnus Dei“ eftir Biz- et og „Ave Maria" eftir Sigvalda Kaldalóns, en það verk vakti mikla hrifningu hjá þeim sem á hlýddu. Að messunni lokinni hélt Jóhanna söngnum áfram og endaði efnis- skrána með því að syngja „Faðir vor“ eftir Albert Hay Malotte, og létu viðstaddir þá hrifningu sína í ljósi með lófataki, sem er heldur fátítt í kirkjum á Italíu. Ásamt eiginmanni sínum, dr. Sig- urði Pálssyni, heimsótti Jóhanna ýmsa skóla í Fidenza, þar sem hvar- vetna var vel tekið á móti gestunum frá íslandi. í „Collodi" grunnskólan- um, þar sem nemendur eru á aldrin- um 6-10 ára, flutti Sigurður erindi um ísland, og að því loknu dundu á honum spurningar frá hinum ungu áheyrendum, sem vildu vita allt um jafnaldra sína í hinu fjarlæga landi og einnig um nttúru landsins. Stóð fundurinn með bömunum langt fram á dag og að honum loknum skiptust þátttakendur á gjöfum og kveðjum. íVðstandendur íslensku kvik- myndarinnar Foxtrot í Cannes. sem hann leikstýrir. Clint Eastwood kynnir Birds á morgun, Patty Hearst kynnti mynd um sjálfa sig sem byggð er á ævisögu hennar, en eins og flestum er eflaust í fersku minni, var henni rænt og hún neydd til að taka þátt í hryðjuverkastarf- semi ræningja sinna í kjölfarið. Sennilega er þetta sú mynd sem vakið hefur hvað mesta athygli í Cannes á fyrstu dögum hátíðarinn- ar. Klaus Kinski, hinn sérkennilegi og skapmikli leikari og leikstjóri, var með eindæmum ósvífinn á blaðamannafundinum sem haldinn var á mánudag til að kynna mynd- ina Kinski-Paganini, þar sem hann er í aðalhlutverki. Skömmu eftir að fundurinn hófst varð einum blaða- manni það á að ræða við sessunaut sinn. „Heimskingi, aumingi, skíthæll!" öskraði Kinski. „Hendiði þessum hálfvita héðan út, skíthæl- ar!“ kallaði hann til aðstandenda fundarins. En þar sem ekki var farið að fyrirmælum hans henti hann hljóðnemanum á gólfið og teymdi hina 19 ára gömlu eiginkonu sína út úr salnum með miklum hamagangi. Þannig lauk hinum sér- kennilega blaðamannafundi, þar sem leikarinh hafði svo að segja eingöngu hallmælt samstarfsmönn- um sínum í kvikmyndinni á afar ósvífinn hátt. Hugsanlegt er að fundurinn hafi verið skipulagður með það fyrir augum að leysa hann upp á þennan hátt, því vissulega vekur slík framkoma athygli. Og það má segja að á kvikmyndahátíð- inni í Cannes snúist allt fyrst og fremst um að vekja á sér athygli. ÁSTRALÍA Ný mynd um Krókódíla Dundee Jóhanna G. Möller syngur ein- söng við messu í dómkirkjunni í Fidenza Reuter Krókódíla Dundee þung- ur á brún vegna ástands- ins í áströlskum kvik- myndaiðnaði. Astralski leikarinn Paul Hogan er hér í hlutverki Krókódíla Dundee í nýrri kvikmynd um þessa vinsælu per- sónu, en nýja myndin heitir því frumlega nafni Krókódila Dundee II og var frumsýnd nýlega i Ástralíu. Fyrri myndin um Krókódila Dundee naut gifurlegra vinsælda um allan heim, og skilaði inn hagnaði sem nam rúmlega 200 milljón bandaríkjadölum. Þrátt fyrir velgengui ástralskra kvikmynda upp á siðkastið, þá á kvikmyndagerð í Ástr- alíu við mikil fjárhagsleg vandamál að etja, og hafa ástralskir kvik- myndaleikstjórar lýst því yfir að þeir óttist að nýja kvikmyndin um Krókódíla Dundee verði sennilega síðasta fram- lag Ástralíu á sviði kvik- myndagerðar ef ekki komi til stórfelld aðstoð frá yfirvöldum. COSPER í|í. * ill" iofefe& COSPER - Ég fer á krána i kvöld - eir FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Skemmtiferð 1988 fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra verður farin laugardag og sunnudag 18. og 19.júnínk. Ferðast verðurað Kirkjubæjarklaustri og ekið um nágrennið. Gisting á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri. Lagt verðurafstað frá Suðurlandsbraut 30, kl. 8.00 f.h. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til skrifstofunnar, sími 83011. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.