Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 59

Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 59
aromatic KConica U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR MDRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Dr. Signrður Pálsson og Jóhanna G. Möller á fundi með skólabömum í „Collodi" grunnskólanum í Fidenza. JÓHANNA G. MÖLLER SÓPRANSÖNGKONA: Söng einsöng við messu á Ítalíu Jóhanna G. Möller söng nýlega einsöng við messu, sem haldin var í dómkirkjunni í þorpinu Fid- enza, sem er á Pósléttunni á Norð- ur-ítalíu. Dómkirkja þessi sem er í rómönskum stíl var reist á tólftu öld og þykir hafa mjög góðan hljómbu- urð. Við messuna flutti Jóhanna ýmis trúarleg verk, en þótt undir- búningstíminn væri stuttur þá tókst ágæt samvinna með henni og Gio- vanni Chiapponi, sem er orgelleikari og söngstjóri við dómkirkjuna í Fid- enza. Á söngskránni hjá Jóhönnu var meðal annars „Agnus Dei“ eftir Biz- et og „Ave Maria" eftir Sigvalda Kaldalóns, en það verk vakti mikla hrifningu hjá þeim sem á hlýddu. Að messunni lokinni hélt Jóhanna söngnum áfram og endaði efnis- skrána með því að syngja „Faðir vor“ eftir Albert Hay Malotte, og létu viðstaddir þá hrifningu sína í ljósi með lófataki, sem er heldur fátítt í kirkjum á Italíu. Ásamt eiginmanni sínum, dr. Sig- urði Pálssyni, heimsótti Jóhanna ýmsa skóla í Fidenza, þar sem hvar- vetna var vel tekið á móti gestunum frá íslandi. í „Collodi" grunnskólan- um, þar sem nemendur eru á aldrin- um 6-10 ára, flutti Sigurður erindi um ísland, og að því loknu dundu á honum spurningar frá hinum ungu áheyrendum, sem vildu vita allt um jafnaldra sína í hinu fjarlæga landi og einnig um nttúru landsins. Stóð fundurinn með bömunum langt fram á dag og að honum loknum skiptust þátttakendur á gjöfum og kveðjum. íVðstandendur íslensku kvik- myndarinnar Foxtrot í Cannes. sem hann leikstýrir. Clint Eastwood kynnir Birds á morgun, Patty Hearst kynnti mynd um sjálfa sig sem byggð er á ævisögu hennar, en eins og flestum er eflaust í fersku minni, var henni rænt og hún neydd til að taka þátt í hryðjuverkastarf- semi ræningja sinna í kjölfarið. Sennilega er þetta sú mynd sem vakið hefur hvað mesta athygli í Cannes á fyrstu dögum hátíðarinn- ar. Klaus Kinski, hinn sérkennilegi og skapmikli leikari og leikstjóri, var með eindæmum ósvífinn á blaðamannafundinum sem haldinn var á mánudag til að kynna mynd- ina Kinski-Paganini, þar sem hann er í aðalhlutverki. Skömmu eftir að fundurinn hófst varð einum blaða- manni það á að ræða við sessunaut sinn. „Heimskingi, aumingi, skíthæll!" öskraði Kinski. „Hendiði þessum hálfvita héðan út, skíthæl- ar!“ kallaði hann til aðstandenda fundarins. En þar sem ekki var farið að fyrirmælum hans henti hann hljóðnemanum á gólfið og teymdi hina 19 ára gömlu eiginkonu sína út úr salnum með miklum hamagangi. Þannig lauk hinum sér- kennilega blaðamannafundi, þar sem leikarinh hafði svo að segja eingöngu hallmælt samstarfsmönn- um sínum í kvikmyndinni á afar ósvífinn hátt. Hugsanlegt er að fundurinn hafi verið skipulagður með það fyrir augum að leysa hann upp á þennan hátt, því vissulega vekur slík framkoma athygli. Og það má segja að á kvikmyndahátíð- inni í Cannes snúist allt fyrst og fremst um að vekja á sér athygli. ÁSTRALÍA Ný mynd um Krókódíla Dundee Jóhanna G. Möller syngur ein- söng við messu í dómkirkjunni í Fidenza Reuter Krókódíla Dundee þung- ur á brún vegna ástands- ins í áströlskum kvik- myndaiðnaði. Astralski leikarinn Paul Hogan er hér í hlutverki Krókódíla Dundee í nýrri kvikmynd um þessa vinsælu per- sónu, en nýja myndin heitir því frumlega nafni Krókódila Dundee II og var frumsýnd nýlega i Ástralíu. Fyrri myndin um Krókódila Dundee naut gifurlegra vinsælda um allan heim, og skilaði inn hagnaði sem nam rúmlega 200 milljón bandaríkjadölum. Þrátt fyrir velgengui ástralskra kvikmynda upp á siðkastið, þá á kvikmyndagerð í Ástr- alíu við mikil fjárhagsleg vandamál að etja, og hafa ástralskir kvik- myndaleikstjórar lýst því yfir að þeir óttist að nýja kvikmyndin um Krókódíla Dundee verði sennilega síðasta fram- lag Ástralíu á sviði kvik- myndagerðar ef ekki komi til stórfelld aðstoð frá yfirvöldum. COSPER í|í. * ill" iofefe& COSPER - Ég fer á krána i kvöld - eir FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Skemmtiferð 1988 fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra verður farin laugardag og sunnudag 18. og 19.júnínk. Ferðast verðurað Kirkjubæjarklaustri og ekið um nágrennið. Gisting á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri. Lagt verðurafstað frá Suðurlandsbraut 30, kl. 8.00 f.h. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til skrifstofunnar, sími 83011. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.