Morgunblaðið - 25.05.1988, Page 1

Morgunblaðið - 25.05.1988, Page 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 116. tbl. 76.árg. MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Noregur: Náttú ruhamfarir sem ekki sér fyrir endaim á - segir Einar Dahl haffræðingur um eitruðu þörungana Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. ALLT líf í Skagerrak er i hættu af völdum eitraðra þörunga. Sér- fræðingar te(ja að vistkerfi stórra strandsvæða i Suður-Noregi standi ógn af þörungunum. Norsk- ir haffræðingar, sem rannsakað hafa þörunga sem ollu miklu tjóni í siðustu viku, gáfu út viðvörun eftir að niðurstöður voru Ijósar i gær. Kafarar hafa fundið dauðan fisk á mörgum stöðum við strönd- ina og að auki hafa fiskeldisstöðv- ar við suðurströndina orðið fyrir gifurlegum skakkaföllum. Orsök þessa náttúrustórslyss er þörungurinn Chrysochromulina poly- lepis, sem er eitraður. Fyrir viku olli hann fiskidauða í fjölda eldisstöðva við strendur Suður-Noregs. Þör- ungaplágan virtist ætla að ganga yfír en nú rekur þörungatorfur á ný að ströndinni. Sérfræðingar telja að vindur og straumar muni bera þör- ungana norður með ströndinni allt til Björgvinjar á næstu tveimur dögum. Um 15 fiskeldisstöðvar hafa orðið fyrir tjóni af völdum eitruðu þörung- anna og í gær var talið að meira en 50 stöðvum í Rygjafylki (Rogalandi) væri hætta búin af völdum þeirra. Eigendur fiskeldisstöðva í Hidra í Rygjafylki ætluðu að freista þess að láta eldiskvíar síga á 30 metra dýpi í von um að hinar eitruðu torfur Afvopnunarsamningur risaveldanna: Atkvæðagreiðsla fyrir Moskvu-fund Washington, Reuter. LEIÐTOGAR þingflokkanna tveggja sem sæti eiga í öldunga- deild Bandaríkj aþings sögðu i gær að þeir myndu gripa tii aðgerða til þess að binda enda á málþóf um afvopnunarsamning stórveld- anna sem undirritaður var af Ron- ald Reagan og Míkhail Gorbatsjov í Washington í desember á siðasta ári. Robert Byrd leiðtogi demókrata sagði að góð von væri til þess að umræðum um samninginn um fækk- un meðaldrægra flauga lyki í þessari viku. Byrd ásamt Robert Dole leið- toga Repúblikanaflokksins, hélt blaðamannafund í gær eftir að hafa átt fund með Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsinu. Vonir standa nú til þess að öldungadeildin samþykki samninginn áður en Reag- an forseti hittir Gorbatsjov í Moskvu á sunnudaginn. Hingað til hefur samningurinn strandað í öldunga- deildinni. George Shultz, utanríkisráðherra, fór þess á leit við öldungadeildina á mánudag að samningurinn yrði bor- inn undir atkvæði. Sagði hann að samþykkti deildin ekki samninginn fyrir fund leiðtoganna gæti það haft slæm áhrif á viðræður þeirra. Robert Dole sagði við fréttamenn að tveir íhaldssamir repúblikanar, þeir Jesse Helms og Gordon Hump- hrey, stæðu í vegi fyrir að samning- urinn væri borinn undir atkvæði. „Eg lagði til við forsetann að hann leysti málið með því að taka Helms með sér til Moskvu á morgun," sagði Dole og brosti. Robert Byrd sagði öldungadeildar- þingmönnum að þingfundi yrði hald- ið áfram fram á nótt á laugardag ef þörf krefði til þess að ljúka at- kvæðagreiðslu um samninginn. Helms, sem haldið hefur uppi mál- þófi um samninginn, svaraði á þá leið að hann hygðist leggja fram enn eina breytingatillöguna, þá sjöttu sem hann leggur fram. Byrd sagði að þá yrði umræða takmörkuð til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn. færu þá yfir þær án þess að valda tjóni. Haffræðingar telja óvíst að þetta sé nægileg vöm. Auk þess er ekki vitað hvort regnbogasilungur og eldislax þola að vera á svo miklu dýpi. Haffræðingar og líffræðingar segja að eitruðu þörungamir drepi einnig annan fisk en eldisfisk og aðrar lífverur í sjónum. Langt frá ströndinni hefur fundist dauður fisk- ur og víða við ströndina er dauður fiskur á hafsbotni. Staðfest hefur verið að sæstjömur, hrúðurkarlar og beitukóngar hafí fundist dauðir við suðurströndina. „Þetta eru náttúruhamfarir og við vitum enn ekki hveijar afleiðingamar verða þegar yfir lýkur," segir Einar Dahl, sem yfir hvítasunnuhelgina stjómaði leiðangri hafrannsóknar- skipsins G.M. Dannevig, sem rann- sakaði hafíð við Suður-Noreg. Enginn getur sagt fyrir víst hvers vegna þörungunum fjölgar svo mik- ið. Hingað til hafa engar rannsóknir farið ffarn á þessari tegund þeirra í Noregi. Rannsóknimar nú benda til þess að þeir drepi fyrst og ffemst allt kvikt við yfírborð sjávar, en á stöku stað hafa þörungatorfumar náð 30 metra þykkt. Við ströndina hafa og mælst 10 metra þykkar torf- ur. Sjá ennfremur „Þörungamir ekki sömu tegundar ....“ á siðu 2. A ver- gangi Hundruð írana gengu fylktu liði um götur Beirút í gær til að mótmæla af- leiðingum bar- daga múslima í úthverfum borgarinnar sem staðið hafa í nitján daga. Fjöldi fólks hefur flúið frá heimilum sinum vegna bardaganna og er á vergangi. Hafast flótta- menn úr út- hverfunum við í görðtun og við ströndina. Saka íranamir Amal-sveitim- ar um að hafa lagt úthverf in í suðurhluta borgarinnar í eyði. Þrír sýr- lenskir her- menn létu lífið í átökum í Beir- Reuter Útígær. Frumvarp um utanríkisviðskipti: Reagan beitir neitim- arvaldi gegrn binginu Washington, Reuter. JL RONALD Reagan Bandaríkja forseti beitti í gær neitunarvaldi sinu til þess að koma í veg fyrir að lög um viðskiptahömlur næðu fram að ganga. Fulltrúadeild þingsins hafði samþykkt lögin en þingið getur hnekkt neitunar- valdi forsetans samþykki tveir af hveijum þremur þingmönnum beggja deilda lögin að nýju. í lögunum er gert ráð fyrir við- skiptaþvingunum gegn þeim þjóð- um sem takmarka innflutning á bandarískum iðnvamingi. Er lögun- um einkum stefnt gegn Japönum. Vilja stuðningsmenn laganna að viðskiptahöftum verði beitt til þess að draga úr viðskiptahallanum sem aldrei hefur verið meiri en á síðasta ári. „Lokun landamæra er ekki leið- Bandaríkin: Leiga á pöndum talin ógna stofni New York. The Dailv Telegraph. ALRÍKISDÓMSTOLL i Toledo f Ohlo-rfki fæst nú við það verk- efni að ákveða hvort risapönd- unni stafi hætta af ást Banda- ríkjamanna á henni. Fullyrt er af náttúruvemdarsamtökum að leiga á pöndum frá Kína ógni pöndustofninum. Náttúruvemdarsamtökin The World Wildlife Fund gerðu pönduna að einkennisdýri sínu fyrir 26 árum. Samtökin hafa ásamt Sam- bandi bandarískra dýragarða lög- sótt dýragarðinn í Toledo til að koma i veg fyrir að tvær pöndur. Le Le og Nan Nan, verði hafðar til sýnis í garðinum. Samtökin sem stefna dýragarð- inum halda því fram að pöndu- stofninum sem telur um 600 dýr, sé stefnt í hættu vegna leigu Kínveija á dýrum til dýragarða víðsvegar um heiminn. Segja sam- tökin að með útleigunni sé verið að hafa dýrin að féþúfu. Yfirmenn dýragarðsins í Toledo svöruðu lög- sókninni í sömu mynt og höfðuðu mál gegn samtökunum tveimur fyrir að leggja stein í götu lög- mætra viðskipta. Robert Wagner, formaður Sambands dýragarða í Bandaríkjunum, telur að leigu- samningurinn við dýragarðinn í Toledo geti orðið til þess að ýta undir fleiri slíka milli Kínveija og bandarískra dýragarða. Nú þegar afla pöndur Kínveijum töluverðra gjaldeyristekna. Ffyrir • »8 'V* AP 100 daga leigu fá þeir í sinn hlut 220.000 dollara (um 9 milljónir ísl. kr.), en leigutakar fá auknar tekjur vegna aðsóknar sem eykst við komu pandanna. í Toledo var búist við að um ein milljón manna myndi heimsækja dýragarðinn til að skoða Le Le og Nan Nan, sem áttu að vera til sýnis á meðan á hátíðar- höldum vegna 150 ára afmælis bæjarins stæði. Mikið af þeim pöndum sem eru í útleigu í dýragörðum eru orðnar kjmþroska og er talið að veran í dýragörðunum geti minnkað við- komu dýranna. Alþjóðlegir samn- ingar banna sölu og kaup á pönd- um. in til að opna erlenda markaði fyrir bandarískum vörum,“ sagði forset- inn. Hann hvatti þingið til að endur- skoða fyrri ákvörðun sína með sam- þykkt frumvarpsins um utanríkis- viðskipti. Sagði hann að hægt væri að leggja fram nýtt frumvarp þegar á þessu ári svo fremi sem tvö ákvæði þessara laga væru felld út. Annað þeirra ákvæða sem forset- inn sættir sig ekki við hefur ekkert með utanríkisviðskipti að gera og var bætt í frumvarpið af demókröt- um. Fjallar það um að bandarísk fyrirtæki verða að greina starfs- mönnum frá því með 60 daga fyrir- vara, ef þau hyggjast hætta starf- semi eða segja upp stórum hluta starfsfólks. Hitt ákvæðið sem for- setinn vill fella út gæti takmarkað útflutning á olíu frá nýjum olíulind- um í Alaska. Gert er ráð fýrir að sá aukni meirihluti sem þarf til að hnekkja neitunarvaldi forsetans náist í fuli- trúadeild Bandaríkjaþings en ekki í öldungadeildinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.