Morgunblaðið - 25.05.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 25.05.1988, Síða 2
2 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Morgnnblaðið: Meðaltalssalan 49.661 eintak Á tímabiiinu október 1987 til aprfl 1988 var selt 49.661 eintak af Morgunblaðinu að meðaltali á dag. Af Degi voru seld 4.707 ein- tök að meðaltali. Þetta eru nýjar tölur frá upplags- eftirliti Verslunarráðs íslands varð- andi upplag þeirra tveggja dagblaða sem eru þátttakendur í þessu eftir- liti. Það er trúnaðarmaður eftirlitsins, íslending- ar tæplega 250 þúsund ÍSLENDINGAR voru orðnir 247.357 talsins hinn 1. desember 1987, samkvæmt endanlegum mannfjöldatölum frá Hagstofu Islands. Karlar voru 124.232, en konur voru heldur færri eða 123.125. ísiendingum flölgaði um 3.348 eða 1.37% frá l.desember 1986 til l.desember 1987. Þetta er töluvert meiri flölgun en árið á undan, en þá flölgaði íslendingum um 0.79%. Sveitarfélög eru 216 á landinu. Sel- vogshreppur í Ámessýslu var fá- mennasti hreppur landsins, en þar bjuggu 9 karlar og 3 konur eða 12 manns alls. Reynir Vignir, löggiltur endurskoð- andi hjá Endurskoðunarmiðstöðinni hf., N. Manscher, sem hefur sann- reynt tölumar. Hér eru einungis birt- ar tölur um seld eintök, samkvæmt bókfærðum tekjum. Seld eintök að meðaltali á dag: í október 1985 til mars 1986 seldist Morgunblaðið í 45.085 eintökum en Dagur í 4.908 eintökum, í október 1986 tii mars 1987 seldist Morgun- blaðið í 47.363 eintökum en Dagur í 5.401 eintaki og í október 1987 til apríl 1988 seldist Morgunblaðið í 49.661 eintaki en Dagur í 4.707 eintökum. Söluaukning Morgunblaðsins milli tveggja síðustu tímabila er 2.298 eintök eða 4,85%. Miðstjóm ASÍ: Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Dani Jónsson verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlu- staða heldur á innyflunum úr tvikynja þorskinum. I vinstri hendinni heldur hann á svilunum en hrognun- um f þeirri hægri. Grindavík: Tvíkynja þorskur Grindavík. Á EINNI vetrarvertíð koma oft fyrir kynleg fyrirbærí í dýraríkinu enda margir fiskar sem fara í gegnum hendur manna. Tvíkynja þorskur er mjög sjaldgæft fyrirbærí en kom þó upp á aðgerðarborðið í saltfiskverkun- inni í Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða í Grindavík fyrír skömmu. Að sögn Dana Jónssonar verkstjóra, sem uppgötvaði að í einum þorskinum voru bæði hrogn og svil, þá hafði hann ekki orðið vitni að slfku fyrr eða heyrt um það þó hann hefði verið á sjó í fjölda mörg ár áður en hann tók við verkstjóminni. Hjá Hafrannsóknastofnuninni eru fá tilfelli skráð en fiskifræðingur lét þau orð falla að hugsanlega bregðist þorskurinn við útrýmingar hættunni á þennan hátt eins og dæmi eru um hjá sumum sjaldgæfum fisktegundum sem eru í útrýmingarhættu. - Kr.Ben. Kannað verði hvort lög- in séu stj ómarskrárbrot MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands samþykkti á fundi sinum í gær að láta kanna hvort bráða- Lést eftir bfl- í London slys birgðalög ríkisstjómarinnar, sem sagt er að feli i sér afnám samningsréttar i eitt ár, bijóti gegn stjórnarskránni og alþjóða- samþykktum sem ísland er aðili að. Formenn aðildarfélaga og sambanda ASÍ hafa veríð boðað- ir til fundar á Hótel Loftleiðum mánudaginn 30. maí til að fjalla um aðgerðir rikisstjórnarinnar. Orðrétt segir í ályktun miðstjóm- arinnar: „Rétturinn til að semja um kaup og kjör er einn grundvallar- þáttur mannréttinda í því lýðræðis- kerfi sem við búum við. Endurtekn- ar árásir ríkisvaldsins á þennan rétt em alvarlegt áfall fyrir lýðræð- ishugsjónina og ósvifin atlaga að samtökum launafólks sem svipt em aðstöðu til þess að sinna megin- skyldu sinni á eðlilegan hátt. Miðstjóm bendir á að ólíkiegt er að þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til ieysi vanda efnahagslífsins varanlega." Miðstjóm ASÍ tekur undir álykt- anir formanna landssambanda og aukaþings VMSÍ, þar sem segir að vanda efnahagslífsins megi rekja til óráðsíu og skipulagsleysis, en ekki kjarasamninga sem gerðir hafa verið í vetur. Ennfremur var tekið fram að enginn ágreiningur hefði verið á milli Iandssambanda um hvemig haga skyldi viðræðum við ríkisstjómina. VALDIMAR Unnar Valdimars- son sagnf ræðingur, Iést á sjúkrahúsi í London síðastliðinn laugardag af völdum bifreiðar- slyss, aðfaranótt laugardags. Valdimar Unnar fæddist 29. september árið 1958, sonur hjón- anna Öldu Hönnu Grímólfsdóttur og Valdimars Guðlaugssonar. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1978 og BA prófi í sagnfræði og stjómmálafræði frá Háskóla Is- lands árið 1982. Að loknu cand. mag. prófi í sagnfræði frá Há- skóla Islands árið 1985 stundaði hann doktorsnám við London School of Economics í alþjóða- samskiptum og fjallaði doktorsrit- gerðin, sem hann vann að, um þátttöku íslands á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, allt frá árinu 1946. Auk þess vann Valdimar Unnar að sögu SÍF, Söiusambands íslenskra fískframleiðenda. Hann var einn af stofnendum Bandalags jafnaðarmanna og átti sæti í miðstjóm flokksins. Hann var virkur í útgáfu Tímaritsins Sagnir, tímariti sögunema við Háskóla íslands, og sat í stjóm Félags sagnfræðinema. Eftir hann hafa birst greinar í tímaritum og hann er höfundur bókarinnar „Stjóm hinna vinnandi stétta", _sem sagnfræðistofnun Háskóla íslands gaf út. Árið 1984 vann hann ásamt öðrum að gerð sjónvarpsþáttar í tilefni 40 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Valdimar Unnar hefur verið fréttaritari Morgunblaðsins í Lon- don síðastliðin þijú ár. Reyndist hann blaðinu sérlega vel og var ávallt reiðubúinn að bregðast við óskum ritstjómarinnar og ritaði um margvísleg efni í blaðið eins og lesendum er kunnugt. Við svip- legt fráfall hans sér Morgunblaðið á eftir góðum starfsmanni og Dauði eldisfiska í Noregi: Þörungarnir ekki sömu teg- undar og komu upp hérlendis Valdimar Unnar Valdimarsson vandvirkum fréttaritara. Blaðið sendir foreldrum hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. ÞÖRUNGAR hafa einu sinni lagst á fiska f eldi hérlendis svo vitað sé. Það var í eldisstöð Fiskeldis- félagsins Strandar i Hvalfirði fyr- ir réttu ári, er „naktir svipuþör- ungar“ drápu um 40% fisks f stöð- inni. Þörungar þeir, er herja á norskt fiskeldi, eru ekki sömu tegundar en drepa fisk á sama hátt,“ að sögn Guðrúnar Þórar- insdóttur sjávarlíffræðings, er rannsakaði fiskadauðann f Strönd. Guðrún sagðist ekki þora að segja til um líkumar á að þörungamir frá Noregi næðu hingað til lands. „Við getum alveg eins átt von á að þör- ungar sem valda dauða komi upp í fiskeidi hérlendis, hvort heidur er frá Noregi eða annars staðar frá,“ sagði Guðrún. Hún sagði að talið væri að þörungamir sem hefðu komið upp í Noregi mynduðu ekki eitur, heldur framleiddu slím sem kæfði fiskinn eða yllu slímmyndun í tálknum físk- anna. Lítið væri vitað um þörungana er ollu fiskadauðanum í Hvalfirði á síðasta ári. Þó er vitað að sú tegund hefur þegar valdið dauða eldisfíska í Kanada, Skotlandi og Japan með því að mynda slím og kæfa fiskinn. „Þörungar fínnast alltaf í sjó en við hagstæðar aðstæður getur þeim fjölgað gífurlega. Hiti og næring eru ákjósanleg skilyrði fyrir þá og geta slíkar aðstæður myndast við fiskeld- isstöðvar. En fæstar þörungateg- undir valda fiskidauða, þar sem þör- ungar eru aðalfæða fiskanna." Guð- rún sagði ekki hægt að útiioka að offóðrun í fiskeldisstöðvum yki líkumar á að þörungum fjölgaði óvanalega mikið. Hún sagði einu mögulegu varúð- arráðstöfunina að taka reglulega sýni úr sjó og fylgjast þannig með þeim tegundum sem væru fiskeldi hættulegar. Forsetakosningar haldnar laugardaginn 25. júní Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér auglýsingu um fram- boð Sigrúnar Þorsteinsdóttur og Vigdísar Finnbogadóttur varð- andi kjör tíl embættis forseta íslands og munu kosningar fara fram laugardaginn 25. júní næst- komandi. Ákvörðun þar að lút- andi var tekin á fundi f dóms- málaráðuneytinu f gærmorgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Dómsmálaráðuneytið hefur yfir- farið framboðsgögn beggja fram- bjóðenda svo og meðmælendalista, sem staðfestir hafa verið af yfir- kjörstjórnum viðkomandi kjör- dæma. Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu, sagði að á fundi með um- boðsmönnum frambjóðenda í dóms- málaráðuneytinu .í gærmorgun hefðu engar athugasemdir komið fram varðandi forsetakjörið og í framhaldi af því hefði verið gefín út auglýsing um forsetakosningar, til birtingar í Lögbirtingablaðinu og útvarpi, samkvæmt venju. Framboðsgögn verða siðan send til Hæstaréttar sem geymir þau þangað til kosning hefur farið fram og úrslit liggja fyrir. Að lokinni talningu, sem yfirkjörsljómir í Sigrún Þorsteinsdóttir. hverju kjördæmi annast, em niður- stöður sendar Hæstarétti, sem end- Vigdfs Finnbogadóttir. anlega afgreiðir kosninguna og gefur út kjörbréf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.