Morgunblaðið - 25.05.1988, Page 21

Morgunblaðið - 25.05.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 21 Eitthvað skemmtilegt, eitthvað hættulegt Leiklist Hávar Sigurjónsson Leikhópurinn Þíbylja sýnir i Hlaðvarpanum: Gulur, rauður, grænn og blár. Leikstjórn: Þór Túlinius og Ása Hlín Svavarsdóttir. Lýsing: Egill Árnason. Leikhljóð: Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir. - Búningar: Ása Hlín Svavars- dóttir. Leikendur: Inga Hildur Har- aldsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Bryndís Petra Braga- dóttir, Ingrid Jónsdóttir. Frumsýningar á íslenskum leikverkum vekja oftast nær þó nokkra athygli. Það er helst ef leikverkið rekur ekki uppruna sinn til hefðbundins handrits - á sér ekki höfund og kallast því leikverk en ekki leikrit að hefðbundnum sið - að frumsýning vekur ekki jafnmikla athygli og ella. Það hjálpar heldur ekki þegar að- standendur sýningarinnar gefa sig út fyrir að vera hálf- gerðir krakkar og vekja þá hugmynd út í frá að þau séu bara að leika sér, þó komin séu um þritugt og fuil ástæða til að taka verk þeirra alvar- lega. Því er þessi formáli svona að ég var afskaplega hrifínn af sýningu leikhópsins Þíbylju og það sem hrífur mig einna minnst er að leikhópnum skuli hafa tek- ist fyrirfram að fylla mig röng- um hugmyndum um eðli og inni- hald sýningar þeirra, Gulur, rauður, grænn og blár. Ég óttaðist tilgerð og skrípalæti. Því fór Qarri og er þetta reynd- ar aðeins vinsamleg ábending til hópsins um að passa betur upp á kynningarstarfið. Leiksýning Þíbylju flokkast undir leikverk en ekki leikrit. Það helgast af því að verkið er samið af leikendunum sjálfum og sýnir þessi nafngiftavitleysa betur en margt annað hversu langt við erum komin frá uppr- una leiklistarinnar að við tökum ekki lengur fullt mark á sköpun- argetu leikarans. Nú þarf ætíð höfund, handrit og hlutverk sem leikarinn túlkar baki brotnu svo verkið sé fullkomnað. það er að sama skapi sjaldan sem maður sér leikarann fullkomlega ber- skjaldaðan frammi fyrir áhorf- endum, þar sem hann hefur ekki einu sinni texta eftir annan til að skýla sér á bakvið ef allt annað þrýtur. Það er kannski hægt að tala um jafna dreifíngu áhættunnar þegar höfundur, leikstjóri og leikendur eiga allir nokkum hlut að máli í endan- legri framsetningu leikrits. Þeg- ar þessi áhætta safnast á eina hendi - það getur aðeins verið leikarinn - þá fer að renna upp fyrir manni ljós hvað átt er við þegar talað er um að í leikhúsi verði að taka áhættu. Leikkon- umar flórar sem leika verkið Gulur, rauður, grænn og blár taka allar þessa áhættu; þær leggja sjálfar sig að veði með eigin hugmyndir, orð og líkama til túlkunar og flutnings og á örfáum augnablikum verksins skín í hjarta þeirra. Þetta er kannski óþarflega háfleygt orða- lag yfír svo einfaldan hlut að á köflum hitta hugmyndir þeirra klárlega {mark. Þessi augnablik verða sterkust í samskiptum kvennanna fjögurra þar sem þær em þær sjálfar - ef draga má línu á milli draums og vemleika í verkinu - sömuleiðis verður sannleikurinn áleitnastur þar sem leikkonumar fjórar hafa leitað f eigin reynslu og komið upp með gullkom úr daglega lífínu. Veikustu punktamir em svo aftur þar sem lengst er far- ið frá raunvemleikanum og þá verður manni fyrir að hugsa að þetta hafí verið tekið með fyrst og fremst vegna þess að þeim hafí þótt atriðið skemmtilegt fyrir sig. Hér er kannski farið óvarlega með orð eins og „sterk- astur" og „veikastur" , því í sjálfu sér er aðeins um efnislega skilgreiningu að ræða, flutning- urinn er jafn og sterkur og allar leikkonumar fjórar hafa sterka nærvem á sviðinu og er jafn- ræði með þeim að því leyti. Per- sónusköpunin er þó brotakennd og átti ég í erfíðleikum með að fínna bakgmnn við þijár þeirra; Fjóla, Ólafíu Hrannar, var sú eina sem varð trúverðug í mínum huga og ástæðan er sú að í verk- inu em mestar upplýsingar gefnar um þá persónu. Þetta snertir reyndar einn flöt enn á verkinu, byggingu þess og fram- vindu, gmnnupplýsingum er ábótavant s.s. um stað, tilgang og tíma; m.ö.o. hveijar em þær, hvar em þær og hvað em þær að gera? Þetta er reyndar heimtufrekja í einum sem vill alltaf láta segja sér sögu og er satt að segja tilbúinn að trúa öllu ef þessum fmmskilyrðum er fullnægt. Það þarf í sjálfu sér ekki alltaf að segja einhveija sögu, en að segja enga sögu og segja eitthvað samt er vanda- samt og á köflum riðar verkið vegna þessa en mestan partinn nær það að vinda sig áfram hnökralaust. Leikstjórar þessarar sýningar em tveir og því viðbúið að þeir hafí haft hönd í bagga með leik- konunum fjórum. Nýtingin á rýminu, yddun á texta og niður- röðun atriða hefur tekist ágæt- lega, ljósabeiting Egils Ámason- ar er kunnáttusamleg við slæm skilyrði; litla lofthæð og nánast engar vegalengdir. Loks er rétt að undirstrika að verkið frá upphafi til enda iðar af gamansemi og kátínu, það er semsagt skemmtilegt og þegar þessu þrennu er fullnægt; að skemmta áhorfendum, segja þeim eitthvað eftirminnilegt og leggja sig allan fram við það verður til skemmtilegt og hættu- legt leikhús. Það gleðilega fyrir áhorfendur er að þeir taka minnsta áhættu, þeim er tryggð ánægjuleg stund í leikhúsi - þrátt fyrir litla lofthæð. Sumarhús OKKAR REYNSLA - ÞINN HAGUR Trésmiðjan Þinur á djúpar rætur í trjávöru- og byggingariðnaðin- um. Arið 1986 tók Þinur við rekstri eininga- og gluggaverksmiðju Húsasmiðjunnar hf, sem hafði verið rekin í áratugi. Því samein- ast ítrésmiðjunni Þin mikil reynsla og fagþekking, Verið velkomin, Trésmiðjan Þinur Kf.y s. 46621 og 45144. Við höfum sumarhús til sýnis á lóð okkar við Fífu- hvammsveg í Kópavogi. Á staðnum ertæknideild með fagmönnum sem veita ráðgjöf og gera verð- og efnisáætlanir. Hér erum viö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.