Morgunblaðið - 25.05.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988
r» /
/
Að skapa sögu í sinni mynd
matreiðslunnar
- njótum Isins
Pottarím eftir Sigrúnu Davíðsdóttur
Handhæg og spennandi matreiðslubók með
miklum fjölda uppskrifta úr ýmsum áttum, bæði
þjóðlegum réttum og alþjóðlegum. Sigrún er
landskunn fyrir fyrri matreiðslubækur sínar. Hún
leggur áherslu á Ijúffengan mat, hollan og nýstár-
iegan, og henni er lagið að gera matseldina að
skemmtun fremur en skyldu. Uppskriftimar eru
kryddaðar með frásögnum af matargerð frá ýms-
um tímum og góðum húsráðum. Skemmtileg
bókoggagnlegísenn.
Síöumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
eftirBjörnS.
Stefánsson
I tilefni af athugasemdum Gísla
Gunnarssonar, „Alitamál, túlkun
þess og vinnubrögð", í blaðinu
11. þ.m.
Nokkrir ritdómar birtust um
enska útgáfu rits Gísla Gunnarsson-
ar um verzlunarlagið á 17. og 18.
öld og þjóðfélagið. Einn ritdómar-
anna, Harald Gustafsson, sérfráeð-
ingur í stjómsýslu hér á landi á 18.
öld, komst svo að orði í Scandin-
avian Studies 1986 (í þýðingu
minni): „En þegar kemur að því,
að Gísli Gunnarsson fjalli um hin
víðtækari mál (víðari en verzlunar-
málin, innskot BST), er ekki alltaf
gott að vita, hvort fullyrðingar hans
eru niðurstöður byggðar á traustum
rannsóknum, lauslegar tilgátur eða
hvort hann hefur þar yfírleitt nokk-
uð fyrir sér.“
Sagnfræðingafélag íslands hélt
ráðstefnu um nýsköpun atvinnulífs
haustið 1986. Þar flutti Gísli upp-
hafserindið, en ég tók að mér fram-
sögu um erindi hans, sem ég hafði
fengið til lestrar áður. Þar kynnti
ég leiðbeiningar um vinnubrögð
fræðimanna við að greina forsendur
nýsköpunar og stöðnunar (sbr. rit-
safn sagnfræðistofnunar Háskóla
íslands: Iðnbylting á íslandi.
1987). Þegar rit Gísla, Upp er
boðið ísland, birtist rúmlega ári
síðar sá ég, að Gísli hafði haft
ábendingu Gustafssons og leiðbein-
ingar mínar um vinnubrögð að
engu. Ég samdi því væna ritgerð
um ákveðin atriði í bókinni til birt-
ingar í Sögu á komandi hausti, eins
og Gísli greindi frá í athugasemdum
sinum. Þar sem bókin hafði vakið
allmikið umtal í dagblöðum, fannst
mér skylt að sýna fram á það í
blaðagrein, að það tvennt, sem helzt
hafði vakið athygli í henni, stæðist
ekki. Gerði ég það í greininni „Ný-
sköpunartilraunir á 18. öld“ í blað-
inu 23. f.m.
Annars vegar rakti ég þar,
hvemig Ólafur Stefánsson amtmað-
ur, sem Gísli kynnti sem foringja
íhaldssamrar váldastéttar, hefði
með eigin fé beitt sér fyrir nýsköp-
un í iðnaði og sjávarútvegi, að því
er virtist vitandi það að nýsköpun
gæti ekki tekizt án kaupstaðamynd-
unar. Með þessu sýndust mér ekki
rök til að halda því fram, að and-
staða Ólafs við ýmsar hugmyndir
Skúla Magnússonar landfógeta
hefði verið eiginleg andstaða við
nýsköpun og kaupstaðamyndun.
Gísli studdi skoðun sína á afstöðu
Ólafs með tilvísun til rita hans, en
athugaði ekki athafnir hans né
ýmislegt ritað mál, sem Ólafur
Oddsson dró fram í ritgerð sinni.
Gísli kveðst samt ekki sjá ósam-
ræmi í túlkun sinni og frásögn
minni. Það nær þá ekki lengra
gagnvart honum.
Hitt atriðið í Morgunblaðsgrein
minni var sú kenning Gísla, að með
verzlunarlagi 18. aldar hefði fé
færzt frá sjávarútvegi til land-
búnaðar. Ég hélt því fram með rök-
um, að hann hefði ekki reiknað
dæmið. Á þetta atriði minnist Gísli
ekki í athugasemdum sínum í blað-
inu. Og meira á ég handa honum,
sem ég geri mér vonir um, að hann
geti sætzt á, þegar að því kemur.
Gísli er ákafur að gefa einkunnir
löngu liðnum mönnum, sem ekki
geta áfrýjað. Ég fæ líka mína ein-
kunn í athugasemdum hans og
Morgunblaðið birtir einnig feitletr-
að og stórletrað undir mynd. Hún
er svohljóðandi: „Bjöm Stefánsson
er umfram allt að veija þá mynd
af þessu gamla samfélagi, sem
haldið hefur verið að íslendingum
lengi; að það hafí einkennst af góðri
menningu og samstöðu fólks, höfð-
ingja og hjúa."
Eg kannast ekki við að eiga mér
þessa mynd af 18. öldinni, og ég
vísa ekki til menningarþjóðarinnar
í greininni í einum né öðrum skiln-
ingi, og ekki er þar heldur orð að
finna um samstöðu höfðingja og
hjúa. Mynd mín af 18. öldinni var
mest mótuð af ævisögu Jóns
Steingrímssonar. Sú mynd var ekki
fögur. Ég hef ástæðu til að brýna
fyrir Gísla að lesa hana vandlega.
Nei, „umfram allt“ vakti fyrir mér
með þessum skrifum að halda
áfram þeirri umræðu um rannsókn-
ir á breytingu þjóðfélagsgerðarinn-
ar, sem fór fram á ráðstefnu Sagn-
fræðingafélagsins.
Það er misskilningur, sem Gísli
heldur fram, að ég hafi fagnað birt-
ingu rits hans á íslenzku. Ég hef
þann sið að leita til hollráðra gagn-
rýnenda með ritverk mín, áður en
þau birtast. Eftir lestur þeirra og
ábendingar kemur fyrir, að ég sjái
ástæðu til að umtuma því, sem ég
hafði jafnvel haldið, að væri vel
samið, vegna sjálfs mín og efnisins.
Eftir ábendingar mínar og Gustafs-
son mátti Gísli skilja, að þetta
þyrfti hann að gera, að endursemja
þá kafla, sem lutu að þjóðfélags-
gerðinni og viðhaldi hennar og
umbreytingum.
Þar sem Gísla skauzt yfír merka
ritgerð olafs Oddssonar, minnist
hann á það (í leiðréttingu til blaðs-
ins 12. þ.m.), að það sé raunar
mjög slæmt hve margar nemenda-
ritgerðir við Háskóla íslands hafí
gleymzt og þurfí sannarlega að
bæta úr því. Menn mega vita, að í
Háskólanum er skrá um þessar rit-
gerðir, og er hyggilegt að kynna
sér hana, þegar fjallað er um íslenzk
málefni. Þar með er ekki sagt, að
ástæða sé til að birta þær. Hið sama
reynist mér vera um nemendarit-
gerðir þær á sviði þjóðfélagsmála,
sem áður gáfu lísensíatgráðu, en
nú doktorsgráðu í Noregi og
Svíþjóð, að þær mega margar vera
mál höfundar og leiðbeinenda hans
og prófdómenda einna, þar með
talin ritgerð Gísla. Hins vegar kann
að koma fyrir, að ástæða sé til að
semja upp úr þeim sérstaka ritgerð
til birtingar, og vitaskuld hefði það
átt við um ritgerð Gísla.
Úr því að Gísli skýrði frá væntan-
iegri ritgerð minni í Sögu (Sögufé-
lag gefur út), sem ég taldi bæði
vegna fyrirferðar og efnistaka eiga
betur heima í fræðiriti en dagblaði,
er ekki úr vegi að ljúka þessum
skrifum með lokakafla hennar, sem
ber yfírskriftina Að skapa sögu í
sinni mynd. (Er það gert með leyfi
ritstjómar):
Afkoma höfðingja 17. og 18. ald-
ar var háð góðri afkomu almenn-
ings. Bjargarskortur almennings
bitnaði á heimilum höfðingja. Land-
skuldir hlutu að heimtast betur, ef
gæði jarðanna voru vel nýtt, m.a.
með sjósókn og verferðum.
Ætla verður, að hugmyndaheim-
ur höfðingja hafí miðazt við ofan-
greinda hagsmuni. Eðlilega gat orð-
ið ágreiningur um, hvað helzt væri
til ráða til að styrkja hag þjóðarinn-
ar. Vitaskuld stóðu höfðingjar varð-
stöðu um valdastöðu sfna. Ekki
hafa komið fram sannfærandi dæmi
um, að þeir hafi vegna slíkrar varð-
stöðu snúizt gegn þjóðþrifamálum.
Það var meira en hagsmunir reikn-
Eigendur og útgefendur
skuldabréfa
Vegna mikillar eftirspurnar óskum viö eftir góðum
skuldabréfum í umboðssölu.
Sparifjáreigendur!
Við kappkostum að bjóða örugg skuldabréf með góðri
ávöxtun. Lánstími við allra hæfi. Skuldabréfin eru auð-
seljanleg ef nota þarf fé bundið í þeim fyrir gjalddaga.
Skuldabréfin eru því í reynd óbundin.
Við bjóðum varðveislu og innheimtu
keyptra skuldabréfa án endurgjalds.
Ávöxtunin er því öll ykkar!
Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð.
S 91-20700
uerðbréfauwskipti fjármál eru
v/ samvinnubankans okkar fag