Morgunblaðið - 25.05.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988
31
Matthías Á. Mathiessen, samgönguráðherra, Sverrir Magnússon, Morgunbiaðið/Bjami
fymim lyfsali, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Guðmundur Hin nýja listamiðstöð Hafnfirðinga við Strandgötu er öll hin glæsilegasta en vinna við hana tók 5 ár.
Arni Stefánsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, léttir á brún að lokinni
vigslu Hafnarborgar.
Hafnfirðingar eignast
lista- og menningarmiðstöð
HAFNARBORG, ný lista- og
menningarmiðstöð Hafnfirð-
inga, var vigð síðastliðinn laug-
ardag, 21. maí. Við athöfnina
fluttu ávörp, Sverrir Magnús-
son, formaður stjórnar Hafnar-
borgar og Guðmundur Árni
Stefánsson bæjarstjóri. Sóknar-
prestur Hafnfirðinga, séra
Gunnþór Ingason vígði húsið og
að lokum lýsti Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra formlega
yfir opnun þess. Við sama tæki-
færi var opnuð sýning á verkum
Eiríks Smith og st'endur hún tíl
19. júní.
Guðmundur Ámi Stefánsson
bæjarstjóri sagði að bæjarbúar og
aðrir gestir hefðu lýst yfir mikilli
ánægju með hina nýju listamið-
stöð. „Hafnarfjarðarbæ vantaði
tilfínnanlega aðstöðu til sýninga-
og tónleikahalds og með tilkomu
Hafnarborgar geta fáir bæir stát-
að af jafn góðri aðstöðu," sagði
Guðmundur.
Upphafsmaður að- byggingu
listamiðstöðvarinnar er Sverrir
Magnússon lyfsali en hann og
kona hans. Ingibjörg Siguijóns-
dóttir gáfu Hafnarfjarðarbæ hús-
eignina að Strandgötu 34 árið
1983. Við opnunina voru afhjúpuð
málverk af þeim hjónum, Ingi-
björgu og Sverri, auk málverks
af Soren Kampman, lyfsala.
Á þeim réttu 5 árum sem liðin
eru, hefur Hafnarfjarðarbær unnið
að endurbótum og viðbyggingu
Hafnarborgar og nemur endanleg-
ur kostnaður á milli 50 og 70
milljóna að sögn Guðmundar. Ingi-
mar Haukur Ingimarsson, arkitekt
hafði umsjón með breytingunum
en alls er húsnæðið tæpir 500 fer-
metrar að fíatarmáli. í Hafnárborg
er gistivinnustofa fyrir norræna
listamenn í 7 mánuði á ári en
Hafnarfjarðarbær hefur gert
samning við vinabæ sinn, Svea-
borg í Svíþjóð, um að íslenskir
listamenn hafí aðgang að vinnu-
stofunni hina 5 mánuði ársins.
Vinnustofan var opnuð í júní 1986
og þar dvelur nú 6. gestalistamað-
urinn. Þá er stór salur til sýninga-
og tónleikahalds, kaffístofa og
garðskáli.
Guðmundur sagði að starfsemi
í húsinu væri enn í mótun og ekki
væri ætlunin að helga hana einni
tegund listar fremur annari. Meg-
inverkefni næstu mánaða væri að
stuðla að fjölbreyttu og virku
mannlífí innan sem utan veggja
Hafnarborgar.
Hjúkrunarfræðingarnir sem standa að fræðslufundinum.
Hjúkrunarf ræðingar:
Fræðslufundur
um heilsugæslu
Hjúkrunarfræðingar, sem
stunda framhaldsnám f heilsu-
gæslu, gangast fyrir fræðslu-
fundi f húsnæði Hjúkrunarfélags
íslands við Suðurlandsbraut 22 á
morgun, fimmtudaginn 26. maf,
og stendur hann frá klukkan
Stal pening-
um úr veski
PENINGUM var stolið úr bifreið
við félagsheimili Fáks f Vfðidal
á mánudag.
Þjófurinn fór inn í bifreiðina, sem
er af gerðinni Jaguar, milli klukkan
17 og 17.30. Hann tók peningana,
90 þúsund krónur, úr veski sem lá
í bifreiðinni. Rannsóknarlögregla
ríkisins vinnur að lausn málsins.
16-18.30.
Á fundinum verða flutt fimm
fræðsluerindi. Helga S. Sigurðar-
dóttir fjallar um geðtengsl, Ingi-
björg Ásgeirsdóttir talar um ung-
bamanudd, fyrirlestur Margrétar
Stefánsdóttur fjallar um offitu,
Inga Þ. Steindórsdóttir ræðir um
tannhirðu aldraðra og loks fjallar
Valgerður Jónsdóttir um næringu
og næringarþarfír aldraðra. Fund-
arstjóri verður Bergljót Þorsteins-
dóttir. Aðstandendur fræðslufund-
arins eru nemendur í framhalds-
námi í heilsugæslu. Hópurinn
stefnir á ráðstefnuferð til London
í september í haust, meðal annars
til að fræðast um hjúkrun krabba-
meinssjúklinga.
Þátttökugjald á fræðslufundinn
er krónur 500 og er kaffí og með-
læti innifalið í því verði. Þátttöku
þarf að tilkynna til Hjúkrunarfélags
Islands í síma 687575.
Nýjar sendingar af hinum glæsilega
- barnafatnaði
Stærðir 104-176
KARNABÆR
Austurstræti 22 Sími 45800 frá skiptiboröi
k