Morgunblaðið - 25.05.1988, Page 33

Morgunblaðið - 25.05.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 33 Reuter Míkhaíl Gorbatsjov ráðfærir sig við Gcorgfj Razúmovsky flokksrit- ara. Armenía og Azerbajdzhan: Flokksleiðtogarnir settir út í kuldann Moskvu, Reuter. Flokksleiðtogum kommúnista- flokksins í Armeníu og Azerbadjzhan var um helgina vikið úr embætti og siglir brott- vikningin í kjölfar mikillar þjóð- emisólgu i Sovétlýðveldunum undanfarna mánuði. Að sögn TASS, hinnar opinberu fréttastofu sovéskra yfírvalda, voru Karen Demírtsjían, aðalritara flokksins I Armeníu, og Kjamran Bagírov, flokksleiðtoga í Azerbajdz- han, leystir frá störfum sitt í hvoru lagi af heilsufarsástæðum, en ljóst mátti vera að þegar hefðbundinni afrekaskrá fráfarandi valdamanna var sleppt í fréttaskeyti stofunnar, að þeirra var lítt saknað. Mikil þjóðemisólga hefur verið við rætur Kákasus á þessu ári og deila Armenar og Azerbajdzhanar hart um landamæri Sovétlýðveld- anna, sem verið hafa umdeild allt frá byltingunni 1917. Hafa armen- skir íbúar héraðsins Nagomo- Karabakh, sem em í yfírgnæfandi meirihluta, krafist þess að það verði innlimað í Armeníu á ný. Ólga þessi náði hámarki i febrúar þegar Armenar hvöttu stjómvöld í Moskvu til þess að sinna bænum sínum um endurheimt héraðsins og lögðu áherslu á kröfur sínar með gífurlegum mótmælagöngum í Jerevan, höfuðborg Armeníu, en flokksbroddar kommúnista í Arm- eníu tóku öllum að óvömm undir kröfumar. Um svipað leyti vom Armenar í borginni Súmgajt í Az- erbajdzhan ofsóttir og vom a.m.k. 30 Armenar í Súmgajt drepnir af óðum múg. Þingkosningarnar í Frakklandi: Fyrrum eiginkona Le Pens býður sig fram Marseille, Reuter. PIERRETTE Le Pen, fyrrum eiginkona Jean-Maries Le Pens, leiðtoga Þjóðernisfylkingarinn- ar, ætlar að bjóða sig fram í þing- kosningunum í næsta mánuði. Vinir Pierrette Le Pens sögðu á sunnudag að með framboði sinu vildi hún „fordæma öfgar Le Pens og þann mann sem hann hefur í rauninni að geyma.“ Hún ætlar að bjóða sig fram í samvinnu við fyrr- um vin Le Pens, Gabriel Demarquet. Pierrette og Jean-Marie Le Pen skildu árið 1984. Eiginkonan fyrr- verandi hefur síðan kvartað opin- berlega yfír því að Le Pen neiti að veita henni framfærslustyrki. Hún hefur meðal annars mótmælt þessu með því að láta birta af sér myndir í tímaritinu Playboy, þar sem hún var einungis klædd vinnukonu- svuntu. Reuter Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóð- ernisfylkingarinnar, kveikti á kerti í Notre Dame-kirkjunni í París þegar hann átti leið þar um í kosningabaráttunni vegna þingkosninganna, sem fram fara 5. júní. Nú hefur fyrrum eigin- kona hans boðið sig fram í kosn- ingunum. Janos Kadar settur af sem leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins: Felldi tár er hann rétt- lætti sljórnarhætti sína Búist við róttækum umbótum í anda Míkhaíls Gorbatsjóvs Budapest, Reuter. JANOS Kadar, sem stjórnað hef- ur ungverska kommúnista- flokknum allt frá því sovéskir skriðdrekar brutu á bak aftur uppreisn alþýðu manna í Ung- veijalandi árið 1956, var á sunnu- dag vikið úr embætti. Karoly Grosz forsætisráðherra, sem er 57 ára að aldri, var kjörinn verðra vinsælda í Ungveijalandi og þótti fremur fijálslyndur leiðtogi í samanburði við starfsbræður sína austan jámtjaldsins. Á sjöunda og áttunda áratugnum beitti hann sér fyrir byltingarkenndum efnahags- umbótum í landinu og lagaði hag- kerfí landsins mjög að vestrænum fyrirmyndum. Á undanfömum ámm hefur þó hallað undan fæti og líta Ungveijar almennt svo á að Kadar hafí staðið í vegi fyrir nauð- synlegum umbótum á sviði efna- hags- og félagsmála í landinu. Umbótaáætlun sem hmndið var af stað árið 1985 hefur snúist upp í andhverfu sína með þeim afleiðing- um að verðlag í landinu hefur farið ört hækkandi auk þess sem Ung- veijar em, ef miðað er við höfða- tölu, skuldugasta ríki Austur-Evr- ópu. flokksleiðtogi í stað Kadars. Sér- stök ráðstefna ungverska komm- únistaflokksins, hin fyrsta frá árinu 1957, samþykkti kjör Grosz auk þess sem gerðar voru rót- tækar breytingar á stjórnmála- ráði kommúnistaflokksins og miðnefnd hans. Er almennt búist við þvi að flokksleiðtoginn nýi beiti sér fyrir róttækum breyt- ingum í umbótaátt í anda Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga. Háttsettur embættismaður innan ungverska kommúnistaflokksins sagði í samtali við blaðamann Reut- ers-fréttastofunnar að breytingam- ar á flokksforystunni hefðu verið mun umfangsmeiri en menn hefðu ætlað. „Flestum gamlingjunum hef- ur bæði verið vikið úr miðnefndinni og stjómmálaráðinu," sagði hann. 12 menn sitja í stjómmálaráðinu og vom átta nýir kjömir. Þeir sem viku eru flestir nánir samstarfs- menn Janos Kadars og má þar nefna György Lazar, fyrmrn for- sætisráðherra, og Karoly Nemeth. í stað þeirra vom valdir yngri menn sem þykja umbótasinnaðir líkt og Karoly Grosz. Þá þykir það einnig athyglivert að Rezsö Nyers, sem skipulagði umbótastefnu stjóm- valda í Ungveijalandi fyrir rúmum tveimur áratugum, hefur verið haf- inn til valda á ný því hann er nú sérlegur ráðgjafí Karoly Grosz. Þykir þetta sýna að búast megi við mjög snöggum umskiptum í efna- hagsmálum líkt og gerðist eftir uppreisnina árið 1956. Átakanleg ræða Með því að víkja Kadar úr stjóm- málaráði flokksins hefur hann í raun verið sviptur öllum völdum. Fulltrúamir á ráðstefnunni risu á fætur og klöppuðu Kadar lof í lófa en kveðjumar þóttu engu að síður nokkuð kuldalegar. Kadar, sem verður 76 ára síðar í vikunni, sýndi lítil viðbrögð þegar ljóst varð að bundinn hafði verið endi á 32 ára valdaskeið hans. Fyrr á sunnudeginum hafði hann flutt ræðu þar sem hann varði stjómar- stefnu sína af miklum krafti. Ræð- an stóð í 80 mínútur og sýndu margir fulltrúanna merki um óþol- inmæði er leiðtoginn var í ræðu- stólnum. Kadar felldi tár er hann gagnrýndi hugmyndir umbótasinna um opinskáar umræður um flokks- stefnuna og hvatti menn til þess að beina fremur sjónum sínum að því sem vel hefði tekist en því sem úrskeiðis hefði farið. Fréttamenn sem fylgdust með ræðu Kadars sögðu hana hafa verið átakanlega og tiltóku sérstaklega furðulegar gamansögur frá æsku- árum sem leiðtoginn sagði ráð- stefnugestum. Kommúnisti einn frá Vesturlöndum, sem búið hefur í Ungvetjalandi allt frá því Kadar komst til valda, sagði þetta vera sorgleg endalok á ferli hans. „Það er átakanlegt að hann skyldi ekki velja að ljúka ferlinum á glæsilegan hátt. Og það er hræðileg staðreynd að hann lagðist gegn flestum tillög- um um þróun í umbótaátt sem fram komu á ráðstefnunni," sagði sá hinn sami í viðtali við Reuters-fréttastof- una. Dvínandi vinsældir Kadar naut lengi vel umtals- Reuter Janos Kadar, fymun leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins, (t.h) ræðir við eftirmann sinn Karoly Grosz á ráðstefnu flokksins i Buda- pest um helgina. Kjör Karoly Grosz sem flokksleið- toga í Ungveijalandi: Gorbatsjov og Thatcher fagna kjöri Karoly Grosz Varsjá. A-Berlín. Washington. Reuter. VÍÐAST hvar hefur kjöri Karoly Grosz sem aðalritara ungverska kommúnistaflokksins verið fagn- að. Viðbrögðin í Austur-Þýzka- landi hafa þó verið á annan veg og eru til marks um andstöðu þarlendra yfirvalda við umbætur að hætti MikhaOs Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna. Marga- ret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sendi Grosz „innUegar hamingjuóskir“ í gær en hann er yfirlýstur aðdáandi Thathcer og sagði eftir fund þeirra í Lon- don fyrir skömmu að hann mundi fara í smiðju tU hennar við úr- lausn vandamála í Ungveija- landi. Fjölmiðlar í Austur-Þýzkalandi einblíndu á kveðjuorð Janos Kad- ars. Vestrænir stjómarerindrekar og austur-evrópskir heimildamenn sögðu að Erich Honecker, hinum 75 ára leiðtoga austur-þýzka kommúnistaflokksins, hlyti að hafa mnnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar Grosz var kjörinn eftirmaður Kadars. Viðbrögð Austur-Þjóðveija vom í hróplegri andstöðu við hlýlegar kveðjur Gorbatsjovs en nýju vald- hafamir í Ungveijalandi segjast ætla að grípa til umbóta í anda hans. Gorbatsjov hældi Grosz og óskaði honum velfamaðar. Pravda, málgagn sovézka kommúnista- flokksins, birti mynd af Grosz og langa grein um hann á forsíðu. Þar var honum hrósað fyrir umbætur á ungverska kommúnistaflokknum og framtakssemi. Fjölmiðlar í Rúmeníu slepptu því alveg að geta um flokksráðstefnuna í Búdapest og brottför Kadars úr flokksforystunni. Vestrænir sendi- fulltrúar sögðu að málið væri við- kvæmt þar sem Nicolae Ceausescu, forseti Rúmeníu, væri andvígur umbótum að hætti Sovétmanna og Ungveija. Væru efnahagsörðug- leikar Ungveija þó smámunir í sam- anburði við efnahagskreppu þá, sem Ceausescu hefði við að glíma. Rude Pravo, málgagn tékkneska Karoly Grosz Reuter kommúnistaflokksins, skýrði ítar- lega frá breytingunum í Ungveija- landi en lagði ekkert mat á þær. Andófsmenn fagna Leiðtogar uppreisnar- og um- bótamanna, sem brotnir voru á bak aftur með innrás Sovétmanna í Ungveijaland 1956 og nú eru bú- settir í Bandaríkjunum, fögnuðu kjöri Grosz og sögðust eiga von á umtalsverðum efnahagslegum og pólitískum umbótum. Gyorgy Krasso, einn leiðtoga umbótasinna, sem nú er búsettur í London, sagð- ist þó efíns um að pólitískar umbæt- ur myndu eiga sér stað. „Grosz er harðfylginn alræðissinni og nefndi umbætur ekki á nafn fyrr en eftir flokksþing sovézka kommúnista- flokksins í hitteðfyrra. Hann þekkir áhrifamátt fjölmiðla og það var kraftaverk hvemig honum hefur tekizt á einu ári að fá þá til að breyta ímynd Kadars úr þvi að vera álitinn umbótamaður í fráhrindandi og íhaldssamt gamalmenni,“ sagði Krasso.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.