Morgunblaðið - 25.05.1988, Síða 58

Morgunblaðið - 25.05.1988, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 25. MAÍ 1988 t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, Langholtsvegl 166, lést í Landspítalanum 20. maí. Gunnar Helgason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, dóttir og móðir, HERDÍS HÁKONARDÓTTIR, Þinghólsbraut 12, Kópavogi, andaðist í Landakotsspítalanum að morgni 23. maí. Guðmundur Jónsson, Petrfna Narfadóttir og börn. t Systir okkar LÁRA SAMÚELSDÓTTIR, Laugavegi 63B, andaðist í Borgarspítalanum 20. maí. Sverrir Samúelsson, Unnur Samúelsdóttir, Svava Samúlesdóttir. 1 Föðursystir mín. h SIGRÍÐUR BLÖNDAL, lóst á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 21. maí sl. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörg Kjaran. i Móöir okkar h SIGRÍÐUR KRISTMUNDSDOTTIR andaðist sunnudaginn 22. þ.m. á Hrafnistu i Reykjavík. Jarðarförin auglýst síðar. Gyða Þorsteinsdóttir, Kristmundur Þorstelnsson. t Maðurinn minn og faðir okkar, ALBERT IMSLAND, lést laugardaginn 21. maí. Ásta Imsland, Edda, Thorvald og Páll Imsland, t Bróöir okkar, GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON, Garðastrœti 13, lést mánudaginn 23. maí sl. í Landakotsspítala. Systkini. t Faöir okkar, INGIBERGUR SVEINSSON, Efstasundi 66, andaðist 22. maí sl. Börnin. t Maðurinn minn og faðir okkar, JÓN ODDSSON, Hörðalandi 20, andaðist i Borgarspítalanum 21. maí sl. Bergljót Björnsdóttlr, Áslaug Jónsdóttir, Þórður Jónsson. t Bróðir okkar. lést 20. maí. KARL JÓNSSON, Kleppsvegi 6, Systkini hins látna. Binna Berndsen Mann - Minning Fædd 5. desember 1918 Dáin 16. mai 1988 Oft hefi ég farið skemmtilegri ferð yfir Atlantsála en í þetta sinn, þegar þessar línur eru ritaðar, til að kveðja nýlátna elskulega mág- konu mfna. Sem ungur maður var ég svo lánsamur að kynnast Binnu og Fred eiginmanni hennar, er ég stundaði nám í Bandaríkjunum, njóta gest- risni þeirra og vináttu á þeirra fal- lega heimili, sem þá var í Central Ave. Needham, Mass., og var erindi mitt í og með að kynnast betur systur hennar, sem í dag er eigin- kona mín. Foreldrar Binnu voru þau Elísa- bet C. Bjömsdóttir og Fritz Hend- rik Bemdsen, sem um árabiLátti og rak verslunina Blóm og ávexti. Ung að árum fluttist hún með for- eldrum sínum til Reykjavíkur frá Blönduósi, þar sem hún fæddist. Á stríðsárunum kynntist hún og giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Frederik S. Mann, miklum öðlingsmanni, sem staðið hefur við hlið hennar og stutt f blíðu og stríðu. Þau eignuðust tvo syni, William Hendrik Mann, giftan Mary Anne, og eiga þau tvær dætur, Meridith og Söru, og Lawrence Bemdsen Mann, giftan Gail, og eiga þau tvö böm, Kristina Marie og Eric Bemdsen Mann. Bömum okkar var hún sérlega góð og var heimili þeirra okkur ætíð opið. Yngsta dóttir okkar og nafna hennar, Bima, naut þess að vera hjá þeim í nokkur sumur og kölluðu þau hana gjaman sumar- dóttur sína. Um þrettán ára skeið háði Binna harða og stranga baráttu við þann sjúkdóm, sem í dag leggur alltof marga að velli um aldur fram. Ef þú spurðir hana hvemig henni liði, vom svörin ætíð hin sömu: það er allt í lagi með mig. Á meðan hún hafði heilsu til var það hennar mesta ánægja að geta líknað öðmm og veitt aðstoð, sér- staklega þeim íslendingum, sem þurftu að leita lækninga í Boston, og alltaf var eiginmaður hennar samstfga henni í þessu sem öðm. Fyrir þessi líknarstörf hennar veitti forseti vor, Vigdfs Finnbogadóttir, henni hina fslensku Fálkaorðu, sem afhent var við hátíðlega athöfti í íslénska sendiráðinu í Washington, fyrir nokkmn ámm. Alla tíð hélt hún sfnum fslenska ríkisborgara- rétti. Sem endranær var ákveðið að í sumar kæmu þau hjón til íslands svo og í desember aftur á afmælis- degi hennar og myndu þau þá vera með íjölskyldum okkar yfir jólin. Það er margs að minnast þegar litið er yfír farinn veg og af mörgu að taka. Um árabil var heimili for- eldra hennar á Öldugötu 6, sem samnefnari fyrir fjölskyldu okkar og vini. Það ríkir mikil sorg og söknuður hjá okkur öllum, ungum sem öldn- um, og megi minningin um ástsæia konu lifa. Það var hennar hinsta ósk að méga verða jarðsett í íslenskri mold og við hlið foreldra sinna. Elsku Fred, okkar innilegustu samúðarkveðjur til þín, sonar þíns og fjölskyldna. Útför hennar verður í dag 25. maí frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Benedikt Ólafsson Mánudaginn 16. maf andaðist elsku frænka mfn Binna á heimili sínu í Needham, Mass. Með fáum og fátæklegum orðum langar mig að þakka henni öll yndislegu árin og sérstaklega þó sumrin og þær stundir sem ég dvaldist hjá henni og fjölskyldu hennar f Ameríku. Margs er að minnast og er ógleymanlegt, ást hennar og um- hyggja fyrir öllu og öllum og var hún mér sem besta móðir. Hún var alltaf boðin og búin ef einhver þurfti á hjálp á þann hátt sem mögulegt var. Síðustu árin hennar átti hún við mikil veikindi að stríða, en aldrei kvartaði hún og ef spurt var hvemig hún hefði það var svar- ið alltaf, allt í lagi hjá mér, en hvem- ig hefur þú það elskan. Binni átti einstaklega elskulegan eiginmann, sem alltaf stóð sterkur við hlið hennar í blíðu og stríðu og er missir hans og sona þeirra og fjölskyldna mikill, eins og hjá okkur öllum sem elskuðum hana. Bið ég góðan Guð að styrkja þau öll í þeirri miklu sorg. Með þessu ljóði kveð ég elsku frænku mína. Ég þekki fegurð allri fegurð tærri. Hún finnst á jörðu - en þó himni nærri. Eilífðarblóm með ilmi móður jarðar sem á þá getu - er þig mestu varðar Að breyta hverskyns böli - vetraiþunga í bjarta gleði vorsins þyrsta unga. Sem mjúklátt regn í milljón dropum kliði sem mildum rómi andar blómið friði. En næring þess er næring alls sem lifir og nóttin dulráð vakir þögul yfir. Þá yndisfegurð augað hvergi sér því innst í sálu þér hún rætur ber. (S.G.) Bima Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Ofanritaða tilvitnun tel ég næsta einkennandi fyrir líf minnar elsku- legu mágkonu, Binnu Mann. Hun, sem mestan hluta ævinnar bjó á erlendri grund, en sem bar jafn sterkar tilfinningar til foreldra sinna og fjölskyldu á íslandi, þá hefur eflaust í umróti hugans oft blandast sæla og söknuður. Hinsvegar undi Binna hag sfnum mjög vel í Bandaríkjunum. Átti elskulegan eiginmann, mjög fallegt heimili og dásamlega fjölskyldu, en einnig marga mjög kæra og trygga vini. Guðlaug Bima, eins og hún hét fuilu nafni fæddist á Blönduósi 5. des. 1918. Foreldrar hennar voru Elísabet K. Bjömsdóttir og Fritz Hendrik Bemdsen, sem um áratuga skeið rak blómaverzlunina Blóm og ávexti. Þegar Binna var bam að aldri fluttu foreldrar hennar til Reylq'a- víkur. Hún stundaði nám við Verzl- unarskóla íslands og í framhaldi af því vann hún á skrifstofu hjá O. Johnson & Kaaber, en lengst af starfaði hún I verzlun föður síns. Á unglingsárunum varð hún fyr- ir þeirri raun að smitast af berklum, sem þá heijuðu mjög hér á landi og liðu nokkur ár áður en hún fékk fullkominn bata. í byijun stríðsins kynntist Binna eftirlifandi eiginmanni sínum, Fred- eric S. Mann, sem þá var yfírmaður í ameríska hemum. Árið 1943 fóru þau til Bandaríkjanna, þar sem þau giftust og bjuggu alla tíð í farsælu hjónabandi, enda samrýnd mjög og Frederic einstakur öðlingsmaður, sem tók þegar ástfóstri við ísland og Qölskyldu Binnu. Þau eignuðust tvo sonu William Hendrik og Law- rence Bemdsen, sem nú eru fjöl- skyldumenn og búa í Bandarílqun- um. Eflaust hefur það verið erfitt fyrir unga stúlku á sínum tíma og hverfa á braut frá landi sínu og fjölskyldu, sem hún unni mjög, en það ber kannski Ijósastan vott um ræktarsemi hennar og tryggð við foreldra sína, að hún skrifaði þeim bréf í hverri viku I áraraðir, þar sem hún greindi frá lífí sínu og högum. Eftir að stríðinu lauk og Frederic losnaði úr herþjónustu hafa þau hjónin jafnan komið til íslands einu sinni á ári. Einnig höfum við og fjölskyldur okkar heimsótt þau nokkuð reglulega. Geymum við margar hugljúfar endurminningar frá þeim samverustundum beggja vegna hafsins. Á stríðsámnum og löngu eftir var Binna einskonar „sendiherra“ fyrir ísland á þeim ámm, þegar samgöngur og samskipti þjóðanna vom ekki eins auðveld og nú er orðið. Hun gerði sér mjög annt um íslenska námsmenn í Ameríku og greiddi götu þeirra með margvísleg- um hætti og af einskæmm áhuga og mannkærleika tók hún á móti og annaðist um sjúklinga, sem héð- an þurftu að fara til læknismeð- ferðar í Bandaríkjunum. Hafa margir íslendingar notið þjónustu hennar og lofað hana fyrir atorku hennar og ósérhlífni í áratugi. Það var við hæfí, að fyrir nokkr- um áram var Binna sæmd hinni íslensku Fálkaorðu fyrir ómetanleg störf í þágu íslendinga á erlendri grnnd. Á síðustu ámm hefur Binna orð- ið að þola mikil og margvísleg veik- indi og orðið að gangast undir tvísýnar læknisaðgerðir. Án efa hefur lífslöngun hennar og vilja- styrkur hjálpað mikið í þeirri hörðu baráttu, en þrátt fyrir oft erfíðar stundir kvartaði hún aldrei og virð- ingarvert er, hversu eiginmaður hennar hefur veitt henni mikinn stuðning og styrk á erfiðum tímum. Nú hefur sá sjúkdómur, sem hún barðist við, náð yfírtökunum og þótt við, fjölskylda hennar hefðum kosið að fá að njóta hennar lengur, þá er ekki að vita, nema að nú falli að aðstæðum eftirfarandi ljóðlínur, sem ég veit, að Binna hafði dálæti á: Nóttin græðir margt sem mæðir mann á daginn lífs ég þræði veikur veginn verð þv'næði og sveftii feginn. Við eigum margar ljúfar og fagrar minningar um mágkonu mína, Binnu Bemdsen Mann. Hún var sá persónuleiki, sem allir hrif- ust af, er kynntust henni og um- hyggju hennar og ástríki fengum við njóta í ríkum mæli á lífsferli hennar. Sá neisti kærleikans, sem hún tendraði í sál okkar og sinni, mun aldrei slokkna. I Það er sárt að hugsa til þess að elsku Binna sé dáin og það að fá ekki að sjá hana aftur er skrítin tilfinning, en allar samvemstund- imar, sem við áttum em mér ógleymanlegar. Heimsóknimar til elsku Binnu og Fred í fallega húsið þeirra í Needham, sitja fast í huga mér. Það var alltaf svo hlýlegt og elsku- legt að koma þangað og mér leið svo vel í návist þeirra. Binna var svo lífsglöð og gaf svo mikið af sjálfri sér, sem mér þótti svo vænt um. Og það að hafa feng- ið að hafa Binnu hjá mér, þegar Elísabet Inga var skírð síðastliðið sumar, var mér svo mikils virði. Ég á margt eftir að segja dóttur minni, þegar hún kemur til vits og ára, frá okkar yndislegu frænku í Ameríku. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég elsku Binnu frænku með þökk fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig og ég votta ykkur, elsku Fred minn, Ricky og Mary Anne, Larry og Gail mfna dýpstu samúð. Steinunn Björg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.