Morgunblaðið - 25.05.1988, Side 62

Morgunblaðið - 25.05.1988, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 fclk f fréttum MICHAEL JACKSON Gefur út sjálfsævisögu sína Reuter Hér sést þegar Michael Jackson kom I úrhellisrigningu til Rómar nýverið, en þar mun hann á næstunni hefja hljómleikaferðalag um Evrópu. Um þessar mundir er að koma út í Bandaríkjunum sjálfsævi- saga Miehael Jackson, og hefur fyrsta upplag bókarinnar verið prentað í 300.000 eintökum. í bókinni mun ekki vera að fínna eins miklar upplýsingar um einkalíf Michael Jackson og aðdáendur hans höfðu vonast til, en þó fjallar hann nokkuð ítarlega um bamæsku sína í henni. Þykir frásögnin rísa hæst þar sem hann lýsir því álagi, sem íyigdi því að verða frægur svo ung- ur að aldri sem hann var þegar hann var hluti af Jackson 5, sem hann skipaði ásamt bræðrum sínum. Hann lýsir þeim fómum sem hann varð að færa sem bam, og því hve heitt hann óskaði frelsis til þess að f'tækifæri til þess að leika sér á sama hátt og önnur böm, en hann var flestum stundum lokaður inni í hjóðvemm við upptökur með ’iræðrum sínum. í sjálfsævisögu sinni greinir Mic- hael Jackson lítillega frá ástarsam- böndum sínum við frægar stjömur af gagnstæða kyninu, og lýsir til dæmis samböndum sem hann átti í með Tatum O’Neil og Brooke Shields. Segir hann að samskipti hans við kvenfólk hafí ekki fært honum þá hamingju sem hann ósk- aði_ eftir. I bókinni fjallar Michael Jackson lítið um þær fegrunaraðgerðir sem hann hefur gengist undir í þeim tilgangi að láta breyta útliti sínu, en viðurkennir þó að hafa tvívegis látið breyta á sér nefínu og búa til hökuskarð. Sagt er að bókin sé eins og vel heppnaðir tónleikar með popp- stjömunni, þar sem allt sé pottþétt og undir stjóm, og ekki of mikið látið uppi. FRÁ SVISS TIL ÍSLANDS „Fólk lætur eins og ísland sé hinum megin við tunglið“ Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Irene Keller og Dieter Gubler í íslenskutíma hjá Rögnu Gunnars- dóttur (t.v.) í Sviss. Irene Keller og Dieter Gubler eru fædd og uppalin í Sviss. Þau eru komin undir þrítugt, hafa búið saman undanfarin fjögur ár og höfðu ágætar stöður, hvort í 'sínu fagi, skammt fyrir utan Ziirich þangað til í vor. Þá sögðu þau upp vinnunni og gengu frá sínum málum. Þau eru á fömm til ísiands. Irene er búin að tryggja sér starf á Akureyri sem sjúkra- þjálfari en Dieter hefur enn ekki fundið kennarastöðu. „En ég fæ örugglega eitthvað að gera,“ sagði hann, bjartsýnin uppmáluð. „Og ef ekki þá get ég alltaf farið aftur heim til Sviss." Þau hafa tvisvar farið í frí til íslands. í fyrra skiptið, sem var 1981, ætluðu þau að fara fótgang- andi um landið og litast um en komust fljótt að því að það er enginn hægðarleikur og fengu far yfír hálendið. í seinna skiptið, árið 1984, fóm þau með eigin bfl og ætluðu að skoða Vestfírði en veðrið var svo leiðinlegt að þau héldu til Akureyrar og Norðaust- urlands og undu sér vel. Irene er mágkona Akureyrings- ins Jóhannesar Vigfússonar, eðlis- fræðings, sem býr í Sviss. Hann og Barbara, kona hans, vöktu áhuga hennar á landinu. Hug- myndin um að búa þar kviknaði fyrir nokkuð löngu, alla vega kynnti hún sér sjúkrahússtarfíð og heilbrigðisþjónustuna á Akur- eyri þegar hún var þar 1984. „Þegar við ákváðum að prófa að búa einhvers staðar annars staðar en í Sviss fannst mér fs- land koma helst til greina," sagði Irene.„Það á sterk ítök í mér.“ Landslagið, öfgar náttúmnnar milli elds og íss og fámennið höfða til þeirra beggja. „Hér í Sviss er svo til ógjömingur að komast úr mannabyggðum," sagði Dieter. „Það er býli í hveijum dal og skál- ar á háijöllum. Þess vegna var okkur bmgðið þegar við komum til íslands í fyrsta sinn og upplifð- um öræfín. Þar var ekkert nema náttúran og við, það er erfítt fyr- ir Svisslending að ímynda sér slíka auðn.“ Þau ætla að búa á íslandi í að minnsta kosti eitt ár. „Ef okkur líkar hræðilega illa þá fömm við fyrr en ef okkur líkar vel þá verð- um við áfram,“ sagði Irene. Þau vom í íslenskutímum hjá Rögnu Gunnarsdóttur, stöðvarstjóra Amarflugs í Zurich, einu sinni í viku í vetur og skilja dálítið í málinu. Þau em hrifín af íslandi en sjá landið þó ekki f neinum ævintýraljóma eins og útlending- um með íslandsbakteríu hættir oft til að gera. Þau nefndu amerísk áhrif á lifnaðarhætti ís- lendinga, drykkjusiði landans og veðráttuna sem neikvæða þætti á landinu. „En við viljum kynnast einhveiju nýju og myndum halda kyrrn fyrir í Sviss ef íslendingar væm ekki ólíkir okkur að ein- hveiju leyti,“ sagði Irene. Sumir kunningjar þeirra halda að þau séu að segja sig úr lögum við samfélagið með því að flytjast til íslands. „En við eram ekki að því,“ sagði Dieter. „Fólk veit ekki að fsland er þróað land með ríkt menningarlíf. Það heldur að landið sé þakið snjó og menningarlífíð í núllpunkti. Það lætur eins og ís- land sé hinum megin við tunglið. En ísland er héma megin við tunglið og við hlökkum til að flytj- ast þangað.“ ab COSPER — Eg elska þig enn, Maria, hversu asnalega sem það kann að hljóma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.