Morgunblaðið - 04.06.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 04.06.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Ámi Sœberg Kútter Jóhanna siglirinn Sundin Áhöfnin á Kútter Jóhönnu frá Færeyjum veifar er kútterinn siglir inn Sundin i gær í fylgd með fleiri skipum, stórum sem smáum. Skipið er smíðað fyrir rúmum 100 árum og með 21 manns áhöfn. Það er hingað komið í tilefni 50 ára afmælis sjómannadagsins. Sjá bls. 28. Ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins lokið: Þörf á viðræðum við Banda- ríkjamenn um hvalamálið Sáttur við niðurstöðuna, segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra Akureyrarbær: Dregið úr fram- kvæmdum Akureyri. SAMÞYKKTAR hafa verið breyt- ingar á fjárhagsáætlun Akur- eyrarbæjar 1988 þar sem fyrir Iiggur 13 miUjóna króna lækkun áætlaðra framlaga til bæjarins úr jöfnunarsjóði. Breytingamar felast í þvl að fram- lag til nýframkvæmda á árinu hefur verið lækkað um G,3 milljónir kr. Afborganir af lánum lækka um 3,7 millj. kr. Veitt verður tveimur milíj. kr. minna til sundlaugarbyggingar við Glerárskóla frá því sem áætlað hafði verið fyrir skerðingu jöfhunar- sjóðs og kostnaður vegna vélakaupa minnkar um eina milljón. Þá skerðist framlag til dagvista í einkarekstri um eina milljón og til gatnagerðar um þrjár milljónir. Hinsvegar hefur bæjarráð sam- þykkt að hækka framlag til snjó- moksturs og sandburðar um tvær milljónir auk þess sem Sfðuskóli fær sömu hækkun. Ráðhús: Óskað upp- lýsinga um bílastæði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, sendi f gær bréf til borgarstjóra þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig leysa eigi bflastæðavanda f suður- hluta Kvosarinnar. Bréfið er sent f kjölfar kæru íbúa við Tjamar- götu vegna byggingarleyfis ráð- hússins. Ráðherra telur að ekkert hafi komið fram hvernig leysa eigi þessi mál eftir að ákveðið var að fækka bílastæðum f kjallara ráðhússins og óskar eftir upplýs- ingum eigi sfðar en 20. júnf. Samkvæmt áliti sem lá fyrir þegar deiliskipulag var staðfest þurfti 400 stæði á svæðinu og gert var ráð fyr- ir að flest yrðu í ráðhúskjallaranum. Ákveðið var að fækka bflastæðum í kjallara ráðhúsbyggingarinnar úr 332 í 130 og ráðherra telur að upp- lýsingar skorti um það hvemig borg- in ætli að bæta þar úr. í niðurlagi bréfsins segir „Þar sem afstaða ráðuneytisins, um hvort taka eigi kæru fbúanna til greina og fella úr gildi byggingarleyfið, ræðst að verulegu leyti af þeim upplýsing- um sem um er beðið, er ekki hægt að afgreiða kæruna fyrr en svar borgaryfirvalda berst ráðuneytinu." Öm Friðriksson aðaltrúnaðar- maður segir að starfsmenn séu sátt- ir við samningana af tveimur ástæð- um. Launabætur umfram síðasta tilboð vinnuveitenda fáist ef settum markmiðum verði náð og sýnt hafl verið fram á að stjómvöldum sé ekki stætt á að reka fyrirtæki með valdboði. „Ef það hefur verið tilgangur bráðabirgðalaganna að slfka Samn- inga megi ekki gera þarf einfald- lega að breyta þessum ákvæðum laganna. Ég fullyrði ekkert um það hvort samningurinn brýtur í bága við Iögin. En það er aldrei hægt að framfylgja lögum sem banna í LJÓSI niðurstöðu ársfundar Alþjóða hvalveiðiráðsins og við- ræðna sendinefnda rfkjanna er nauðsyn á viðræðum við banda- rfsk stjórnvöld um hvalveiðar íslendinga, að sögn Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra. Ársfundi Alþjóða hval- veiðiráðsins lauk á fimmtudag. Sættir náðust f fundarlok um ályktun vegna vfsindaveiða ís- lendinga sem að mati fslensku sendinefndarinnar var viðun- andi. Orðalag hennar er mun mildara en ályktunarinnar sem mönnum að leysa þau vandamál sem upp koma í fyrirtækjum. Við teljum okkur hafa sýnt fram á að það er útilokað að slfk lög hafl raun- hæft gildi," sagði Öm. Samkvæmt samningnum hækka Iaun frá og með 16. aprfl um 13,21%. Samningstíminn er til 31. ágúst á næsta ári og fímm áfanga- hækkanir eru á samningstímanum. Þessu tilboði höfðu starfsmenn hafnað í síðustu viku, en í fyrradag tókst samkomulag um að til við- bótar fái starfsmenn 16.200 króna greiðslu einu sinni nái verksmiðjan flillum framleiðsluafköstum fýrir 1. júlí, samkvæmt áætlun þar um. ráðið samþykkti á sfðasta árs- fundi. Ekki fór fram atkvæða- greiðsla um málið. „Ég er mjög ánægður með þennan fund,“ sagði Halldór f gærkvöldi, „við höfum hinsvegar fregnað að umhverfisvemdarsinnar séu mjög óánægðir með niðurstöð- una. Þeir komust ekki upp með blekkingar og ósannindi eins og áður.“ Halldór sagði enga ákvörðun tekna um fundarstað eða umræðu- efni Bandarfkjamanna og íslend- inga. Þá væri ekki ákveðið hvort Þá hækkar launaauki og fram- leiðnibónus úr 11% f 12%. „Það sem við sömdum um til við- bótar er tengt framleiðsluafköstum og ný, raunveruleg bónuskerfí eru áreiðanlega innan ramma bráða- birgðalaganna," sagði Jakob R. Möller, starfsmannastjóri ÍSAL, aðspurður um hvort þessi kjara- samningur væri innan ramma bráðabirgðalaga ríkisstjómarinnar. „Samningurinn er í öllum atriðum sem máli skipta samhljóða því samningstilboði sem lagt var fram undirritað hjá ríkissáttasemjara síðdegis 20. maí áður en bráða- birgðalögin tóku gildi. Við lýstum því strax yflr eftir setningu laganna að við teldum okkur bundna af þessu tilboði og stóðum að sjálf- sögðu við það,“ sagði Jakob enn- fremur. Hann sagðist vera mjög ánægður með að þessari kjaradeilu væri lok- ið og að við undirritun samningsins málið yrði rætt af utanríkisráðu- neytum landanna, eða hvort önnur ráðuneyti tækju þátt í viðræðunum. Ljóst væri að ákveðin atriði sem Bandarikjamenn hafa ekki fellt sig við þörfnuðust frekari umfjöllunar. „Við búumst fastlega við því að hvalveiðamar heflist á réttum tfma um miðjan júní. Það er í gildi ákveð- ið samkomulag milli íslendinga og Bandaríkjamanna frá fundinum í Ottawa. Ég á ekki von á því að jafn alvarleg staða geti komið upp aftur og sfðasta sumar. Ég tel mig hafa fyrir því fullvissu, eftir mjög hefðu báðir aðilar lýst yfir fullum sáttum. Hann hefði trú á því að vinnubrögð í fyrirtækinu myndu f framtfðinni markast af því hugar- fari. Starfsmenn álversins em í tíu verkalýðsfélögum og vom samning- amir samþykktir í flestum hópanna með miklum meirihluta. Hjá stærsta félaginu, Hlff í Hafnarfírði, vom þeir samþykktir með 149 at- kvæðum gegn 42. Minnstu munaði hjá rafíðnaðarmönnum, þar sem samningamir vom samþykktir með 18 atkvæðum gegn 13. Horfur á álmarkaði em nú mjög góðar. Álverð hefur aldrei áður ver- ið jafnhátt og nú er og búist er við að það verði hátt næstu misserin. í fyrradag var staðgreiðsluverð áls á málmmarkaðnum í London, LME, tæpir 4 þúsund Bandaríkjadalir og 3ja mánaða verðið, sem skiptir ÍSAL miklu, tæpir 2.700 dollarar. ánægjulegar viðræður við banda- rísku sendinefndina á þessum fundi," sagði Halldór. í sumar er ætlunin að veiða 80 langreyðar og 20 sandreyðar. í ályktun fundarins er skorað á islensk stjómvöld að taka til greina gagnrýni vfsindanefndar hvalveiði- ráðsins á veiðar á langreyði og sandreyði í vísindaskyni og þeim boðið að skila skriflegri greinargerð fyrir næsta ársfund ráðsins. Ráðið segist hafa fjallað um skýrslu vísindanefndarinnar þar sem meðal annars komi fram að rannsóknaráætlun íslendinga hafl þeg:ar aukið miklu við þekkingu „á dreifíngu og gnótt hvala í Norður- Atlantshafl". Jafnframt taki það til greina sjálfsákvörðunarrétt þjóða til nýtingar á hafssvæði f lögsögu þeirra. Þá er tekið fram að fslensk stjómvöld hafl f samræmi við at- hugasemdir vísindanefndarinnar við áætlunina gert breytingar á henni, meðal annars með þvf að hætta við hrefnuveiðar. Tillöguflytj- endur voru Ástralir, Vestur-Þjóð- veijar, Indveijar, Hollendingar, Ný-Sjálendingar, Ómanar, Seych- elleyjaskeggjar, Svíar, Svisslend- ingar og Bretar. „Það hefur orðið mikil breyting á hvalveiðiráðinu frá því sem áður var,“ sagði Halldór. „En breyting- amar taka sinn tíma og það er nokkuð f land. Ég var ánægður með fundinn og tiltölulega sáttur við niðurstöðu hans. Þessi ályktun er allt annars eðlis en það sem við fengum á okkur í fyrra. Við lögðum alla áherslu að fá ályktunina mildaða og fórum ekki fram á að greidd yrðu atkvæði um hana þegar sýnt var að hún væri ásættanleg," sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra. ísal-sanrningur samþykktur Hækkun frá 15. apríl 13,21%, fimm áfangahækkanir og 2% framleiðslubónus STARFSMENN álversins í Straumsvík samþykktu í gær á fundum sínum kjarasamning þann sem gerður var f fyrradag. Samningurinn er grundvallaður á tilboði samninganefndar VSf/ÍSAL að kjarasamn- ingi til starfsmanna, sem lagt var fram 20. mai síðastliðinn, auk þess sem starfsmenn fá launahvata, sem jafngildir rúmlega 2% í launum, nái verksmiðjan fullum framleiðsluafköstum fyrir 1. júlí næstkomandi og þau haldist á samningstímanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.