Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 14

Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Stöðvarhúsið sem áætlað er að klára að mestu leyti á þessu ári. Byggð hefur verið 14 metra há stálgrind sem verður klædd að utan og stendur til að klára það verk fyrir 1. ágúst. Teikningar af stövarhúsinu eins og það lítur út fullklárað. í stærri kringlunni verður stjórnstöð virkjunarinnar, en í þeirri minni gestam- óttaka. Morgunblaðið/Bjami Nesjavellir; Tæpum milljarðivarið í framkvæmdir í ár MIKLAR framkvæmdir standa fyrir dyrum við Nesjavallaveitu í sumar og er áætlað að verja 975 milljónum króna til verk- efnisins í ár. Stendur til að gangsetja fyrsta áfanga vei- tunnar fyrri hluta árs 1990. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaður við mannvirkið verði um 2,5 milljarðar króna. í sumar verður haldið áfram með stöðvarhús, sem byijað var á fyrir rúmu ári, og er áætlað að klára húsið að mestu leyti á þessu ári. Jafnframt verður reist hús fyrir skiljustöð í ár. Með tilkomu fyrsta áfanga Nesjavallavirkjunar munu bætast við 100 MW af nýtanlegum jarð- varma við jarðhitaafl borgarinnar, að sögn Áma Gunnarssonar yfir- verkfræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og síðan munu bæt- ast við önnur 100 MW er annar áfangi virkjunarinnar verður tek- inn í notkun 1992. Fyrir er um 500 MW jarðhitaafl í borginni auk 96 MW olíukyndistöðvar til nota er álag er mikið. Áætluð aflþörf Reykjavíkur er hins vegar 600 MW. Því eru núverandi jarðhita- svæði ofnýtt og hefur orðið vart við kólnun í þeim og efnamengun. Verður jarðvarmi sá sem fæst úr Nesjavallaveitu notaður sem grunnafl til þess að hvíla núver- andi jarðhitasvæði borgarinnar. Að sögn Áma er Nesjavallaveita frábmgðin núverandi hitaveitum borgarinnar, þar sem hún er á háhitasvæði en ekki lághitasvæði. Því er vatnið sem fæst úr bor- holunum það heitt og ríkt af gasi og steinefnum að það verður ekki nýtt beint í hitaveitu. Til þess að nýta jarðvarmann er gmnnvatni dælt upp úr kalda- vatnsholum við Grámel, skammt frá veitusvæðinu og það leitt í orkuverið, þar sem það er hitað upp með jarðhitagufunni í 88 gráð- ur á Celsíus. Brennisteini er síðan bætt í upphitaða vatnið til þess að eyða súrefni og lækka sýmstig- ið í því og hindra þar með tæringu í kerfínu innanverðu. Heitu vatn- inu er leitt um aðveituæð til Reykjavíkur og er aðalaðveituæðin að Grafarholti rúmlega 27 kíló- metra löng. Eftir henni munu ber- ast um 560 lítrar af rúmlega 80 stiga heitu vatni á mínútu. Alls em vinnsluholumar á Nesjavöllum 13 talsins, en einung- is verða tengdar §órar holur í fyrsta áfanga. í öðmm áfanga verða svo þrjár til fjórar holur í viðbót nýttar og framleiðir veitan Er þetta útilegiimaður? Það er slæðingur af bflum við grillskálann þegar við ökum upp að honum gegnum gráan rigning- armurinn. Sko, það em fleiri en við sem hafa ákveðið að frflista sig úti í náttúmnni um helgina, segi ég. Vindurinn tekur í dymar á bflnum þegar litlu frænkumar í aftursætinu opna hann og geysast út. Sunnlenska vorveðrið, rok og rigning, þrífur í okkur og dustar okkur óþyrmilega til. Inni í skálanum er glaðlegt mannlíf og matarlegt um að litast. Litlu frænkumar setja á sig snúð og lýsa því yfir að lyktin héma sé svo vond að þær muni kafna. Þetta er að sjálfsögðu mesta vit- leysa. Hér liggur einungis í lofti matarolíulyktin sem einkennir allar grillsjoppur á íslandi, sama hvar stoppað er á hringveginum. Hún er misjafnlega megn á mis- munandi stöðum en hér er hún alls ekki slæm enda er nýbúið að opna skálann þetta árið og matarolían alveg glæný. Það gæti verið að loftslagið yrði farið að breytast svona undir verslunarmannahelgi. En það er langt þangað til. Nú er sá tími árs þegar við erum rétt að byija að ímynda okkur að náttúr- an opni faðm sinn öllum þeim sem vilja gista hana í tjaldi við lygna tjöm eða straumþunga á. Sumir eru útsjónarsamari en aðr- ir. í hópi þeirra eru þrír ungir piltar sem hafa reist tjöld sín á grasbala við ána svo sem fimmtíu metra frá grillskálanum. Þeir hafa allt: Ferskan ilm af grasi fyrir vitum, ámiðinn í eyrum, þjóðveginn með síbreytilegum straumi ökutækja fyrir augum og grillskálann til að halda í sér lífinu þegar vistin í tjaldinu reynist of köld og hungrið sverfur að. Þetta eru glæsilegir ungir piltar — en ofurlftið við skál. Einn ber af hvað klæðaburð snertir. Hann hefúr vafið um sig fjólubláu gæru- skinni sem er hvort tveggja í senn til skrauts og skjóls. — Er þetta útilegumaður? spyr yngri frænkan og andlitið er stórt spumingarmerki. — Nei, þetta er bara gæi, hann er fullur, svarar hin. Meðan ég bíð eftir kaffi og frönskum uppi við diskinn gefur einn af gæjunum sig á tal við mig, fallegur drengur með ljóst liðað hár. — Fínt veður, segir hann og bendir út um gluggann. — Alveg ljómandi, en líklega heldur blautt til að vera f tjaldi, svara ég. — Nei, það er alveg æðislegt. Ég skal segja þér að við höfum komið ár eftir ár og tjaldað héma og það er alltaf jafn frábært. Veðr- ið bíttar engu, segir hann og er í fasi eins og miðaldra bóndi sem er það mest í mun að sannfæra mal- biksbömin um ágæti íslenskrar náttúru. — Við förum alltaf hingað og það bregst aldrei, segir hann, og pantar sér mjólk. Æ, það er gott að hann skuli fá sér mjólkursopa, það rennur þá kannski af honum, hugsa ég. Kaffið er gott og þær frönsku enn betri. Við gefum okkar góðan tíma og veltum fyrir okkur hv.rt stefna skuli til að njóta helgarinnar sem best. — Við skulum bara keyra eitt- hvað langt í burtu, þar er áreiðan- lega sólskin, segir litla frænka. — Við getum líka farið aftur heim, þá missum við ekki af Prúðu- leikurunum og Staupasteini, segir hin. Frönsku kartöflumar þeytast til á borðinu þegar útihurðin opnast. Miðaldra hjón, doppótt eins og kríu- egg, skellast inn og hrista af sér vætuna. — Það er andskotann ekkert hægt að fúaveija í þessu veðri, seg- ir maðurinn. — Bústaðurinn hleypur ekki í burtu og einhvem tímann hlýtur að stytta upp, svarar konan og seil- ist í matseðilinn. — Egg og bacon fyrir mig, segir maðurinn. Það er svo óhollt, segir konan. — Ég veit ekki hvenær er ástæða til að fá sér eitthvað óhollt ef ekki í svona veðri, segir maðurinn. — Jæja þá, segir konan og fer að lúgunni. Þegar hún kemur aftur að borð- inu er maðurinn að blása á vinstri vísifingur sem er blár og þrútinn. Konan horfir þegjandi á hann dálitla stund og segir svo: — Ég var búin að segja að þú þyrftir að fá þér ný gleraugu. — Mér finnst ég sjá þig alveg nógu vel, segir maðurinn og lítur glottandi á hana. Konan kímir, sest við borðið og hjálpar honum að blása. Þremenningamar úr tjöldunum moka upp f sig hamborgara og frönskum. Bleika sósan er út um allt borð og einn þeirra hefur smurt henni alveg upp á enni. Þeir em orðnir töluvert fyrir augað þegar dyrum er enn hmndið upp og inn skálma þrír menn hlaðnir mynda- vélum og hverskyns græjum. Þeir líta fránum augum yfir salinn og verður starsýnt á hið gærabúna glæsimenni og félaga hans. Áhuginn er gagnkvæmur. — Hæ þú þama, ertu frá sjón- varpinu? spyr sá ljóshærði þann sem næstur honum stendur. — Já, reyndar, svarar hinn fjálg- lega. — Heyrðu vinur, viltu ekki fá þér sjúss, æðisleg blanda. Mjólk, kók og brennivín, segir sá ljóshærði. Hann lyftir glasi til að undirstrika að þetta sé alvömboð. — Nei takk, alveg ómögulega, segir sjónvarpsmaðurinn og horfir með hryllingi á glasið. — Ertu frá sjónvarpinu í alvöm? spyr glæsimennið með gæmskinnið. ----Já, við ætlum að mynda fólk sem eyðir helginni úti í náttúrunni, svarar maðurinn. — Heyrðu, þú myndar okkur, segir þriðji tjaldbúinn og brosir gegnum bleiku sósuna. — Emð þið í þessum tjöldum? spyr sjónvarpsmaðurinn og bendir. — Já, vinur minn, þeim sem eftir em. Við hentum þremur í ána í morgun. Nenntum ekki að hafa þau með lengur, segir sá ljóshærði. Sjónvarpsmennimir hrista höfuð og fara. — Þið komið og rabbið við okk- ur. Við verðum í tjöldunum, þ>ð megið treysta því, æpir sá með gæmskinnið. Ég lít niður að tjöldum. Eitt er lokað og lítur út fyrir að geta stað- ið til eilífðamóns við óbreyttar að- stæður. Hin em opin, austanátt stendur inn í þau og allt útlit fyrir að þau muni §úka í ána þá og þegai-- — Ég held að þið þurfíð að huga að Ijöldunum ykkar, strákar mínir, segi ég. — Æ, góða, láttu ekki eins og amma, heyrist gegnum bleiku sós- una. — Fáðu þér heldur sopa, segir sá ljóshærði og lyftir glasinu sínu. — Sama og þegið, ég er að flýta mér núna, segi ég og ris upp. Mér er ekki til setunnar boðið því frænkumar em komnar á skrið og stefiia út í rokið. Helgin líður hjá okkur eins og öðmm náttúraunnendum. Hún líður* í töluverðum hrakningum, leit að sólskinsblettum og ítrekuðum yfir' lýsingum frænknanna um að það hefði verið betra að vera heima og horfa á sjónvarpið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.