Morgunblaðið - 04.06.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.06.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 15 Séð yfir veitusvœðið í Nesja- valladal, en í forgrunni eru pípur sem leiða munu hveravatnið nið- ur hlíðina á veitusvæðið. þá um 200 MW af nýtanlegum jarðvarma, eins og áður sagði. Aætlað er að svæðið geti staðið undir 300 MW virkjun. Að sögn Ama er mjög hentugt að nýta gufuafl virkjunarinnar til raforkuframeiðslu og er áætlað að sett verði upp 6 MW túrbína í öðrum áfanga veitunnar til eigin nota. Alls mun vera unnt að fram- leiða 35 MW af raforku umfram eigin þörf veitunnar. Umframvatnið sem nýtt hefur verið til upphitunar verður leitt niður í jörðina aftur um sérstakar affallsholur svo það valdi ekki spjöllum á umhverfí og lífríki. Vinna við virkjunina var boðin út og starfa ýmsir verktakar að mismunandi verkum veitunnar. Og satt að segja velti ég því al- varlega fyrir mér hvort við Islend- ingar ættum að viðurkenna einu sinni fyrir allt að hér viðri allajafna ekki til útivistar og þess vegna sé öruggara að vera heima við sjón- varpið ef maður vill ekki að helgin mislukkist. En þegar við ökum heim á sunnu- dagskvöldið er sólin aftur farin að skína og þá snýst mér hugur. Veðurfarið héma hefur sínar björtu hliðar, einstöku sinnum að minnsta kosti. Og úr því að íslend- ingar gáfust ekki upp hér á árum áður og létu flytja sig suður á Jót- landsheiðar þá situr ekki á okkur að kvarta þó að vökni í okkur svona eina og eina helgi. — Ijöldin eru horfín! hvín í litlu frænku þegar við ökum framhjá tjaldstæðinu við ána. — Ætli þau hafí ekki fokið í ána, segir hin. — Skyldu gæjamir hafa komið í sjónvarpinu? spyr sú litla. Við því fást engin svör, enda vorum við í fjarlægri sýslu í leit að uppstyttu og sáum ekki sjónvarp um helgina. Hitt sjáum við að tjöldin eru horf- in og ekkert eftir sem minnir á hið árlega ferðalag náttúrubamanna — nema ruslið sem hangir á girðing- unni umhverfis tjaldstæðið. Plast- pokar í ótrúlegri litadýrð, fastir í vímum og komast ekki lengra. Og meðan við ökum framhjá girðing- unni, metra eftir metra, telja frænk- umar upp: — Rauður, svartur, gulur, hvítur, blár og þessi er eins og bleika sós- an... Iðunn Steinsdóttir Náttúruverndarráð: Bætt aðstaða í Asbyrgi og Skaftafelli Náttúruvemdarráð hefur ákveðið að veija styrk úr Friðlýs- ingarsjóði til endurbóta á aðstöðu fyrir ferðamenn í Ásbyrgi og Skaftafelli. Einnig verður gróður- far Geitlands rannsakað, en það verður bráðlega lýst friðland. Friðlýsingarsjóður ver í ár u.þ.b. 1,8 milljón króna til náttúruvemdar á vegum Náttúruvemdarráðs. Hluta styrksins verður varið til fram- kvæmda í Ásbyrgi. Að sögn Þórodds F. Þóroddssonar, framkvæmdastjóra ráðsins, er ætlunin að bæta aðstöðu ferðamanna með endurbótum á þeim tveimur tjaldstæðum, sem þar eru. Unnið er að því að koma upp skjól- belti, auk þess sem vatnslagnir eiga að tryggja gestum rennandi vatn. Einnig verður ráðist í gerð nýrrar girðingar umhverfis friðlandið í Húsafelli. Að þvi verkefni vinnur Náttúruvemdarráð í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðsluna og landeigendur. Með þessari girð- ingu verða nokkur afgirt svæði sam- einuð, en um leið verður mun stærra svæði lokað. Innan giðingarinnar verður Geitland, sem verður innan skamms lýst friðland. Hluta framlags Friðlýsingarsjóðs verður varið til rannsókna á gróðurfari þar. Þær eru gerðar í þeim tilgangi, að kanna áhrif friðlýsingarinnar á gróðurinn. Niðurstöðumar verða síðan bomar saman við niðurstöður sambærilegra kannana í Skaftafelli, en aðstæður þar em ólíkar. Að 10 árum liðnum verður tekin afstaða til þess, hvort friðlýsing Geitlands verður áfram. Hluti styrksins verður nýttur til framkvæmda á tjaldstæðinu í Skaftafelli. Húsnæði þjóðgarðsvarð- ar og landvarða verður líka endur- bætt. Auk þess hyggst Náttúm- vemdarráð nýta styrkinn til útgáfu- og fræðslustarfsemi. Unnið er að gerð ýmissa bæklinga, t.d. er að vænta endurútgáfu á bæklingi um Jökulsárgljúfur. Fyrir skömmu. kom út fyrsta tölublað fréttabréfs ráðsins og verður útgáfu þess haldið áfram. FERDA TILBOÐ! UM EVRÓPU Á ÚRVALS VEGUM AMSTERDAM BERLÍN 771 KM DAUN EIFEL FRANKFURT 270 KM VÍN 930 KM MÚNCHEN^V. 520 KM SALZBURG i 665 KM Flug, bíll og sumarhús. Við bjóðum flug og bíl um Luxembourg á verði sem aldrei hefur verið hagstœðara. Þangað eru daglegar flugferðir, þaðan er stutt í allar áttir og öll Mið-Evrópa er innan seilingar. Dœmi um verð: 20.650 kr.* *Innifalið: Flug og bíll B-flokki (t.d. Ford Escort) í 3 vikur, ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og söluskattur. Verð á mann, miðað við tvo fullorðna og tvö börn, 2-11 ára, í bíl. í sælureitnum í Daun Eifel er svo tilvalið að dvelja í sumarhúsi, a.m.k. hluta leyfisins. Þar er öll aðstaða mjög góð, bæði fyrir börn og fullorðna. Nefna má sundlaug, tennisvelli, gufubað, krár og bjórgarð. Og í sumar er íslensk barnapía í Daun Eifel. Dœmi um verð: 27.400 kr.** **Innifalið: Flug, bíll í C-flokki (t.d. Ford Sierra), ótakmarkaður akstur, tryggingar og sumarhús (m. 2 svefnherb.) í Daun Eifel í 2 vikur. Verð á mann, miðað við að tveir fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára, ferðist saman. Líttu inn, við hjálpum þér að skipuleggja ógleymanlega Evrópuferð á eigin vegum. Flug og bíll. jm PARÍS 350 KM NICE 935 KM FERÐASKRIFSTOFAN HHfe - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtræti 13 - Sími 26900.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.