Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 17

Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 17 Grænir dag- ar í Bygginga- þjónustunni Byggingaþjónustan hefur á vormánuðum undanfarin ár boðið almenningi upp á ráðgjöf lands- lagsarkitekta og hefur þessi þjón- usta átt miklum vinsældum að fagna. Nú næstu daga er ætlunin að bæta um betur og hafa þessa þjón- ustu daglega í heila viku. Ennfremur munu skrúðgarðyrkjumeistarar koma til liðs við okkur þessa daga með ráðgjöf á sínu sviði. Jafnframt þessari ókeypis ráðgjöf verður sérsýning á vörum og búnaði sem tengjast garði og gróðri, þar sem nokkur fyrirtæki kynna vörur sínar. Grænu dagarnir í Byggingaþjón- ustunni verða opnaðir fyrir almenn- ing laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Opið verður laugardag og sunnudag kl. 14—16 og virka daga kl. 10—18. Landslagsarkitektar og skrúðgarð- yrkjumeistarar verða með ráðgjöf laugardag og sunnudag á meðan opið er og á virkum dögum kl. 16—18 til 10. júní. (Fréttatilkynning) Tryggvi Ólafsson í Gallerí Borg í GALLERÍ Borg, Pósthússtræti 9, hafa verið hengdar upp nýjar, litlar olíumyndir eftir Tryggva Ólafsson. Þessar myndir eru flestar ný- komnar frá Danmörku og hafa ekki sést hérlendis áður. Tryggvi er eins og kunnugt er búsettur í Kaupmannahöfn. Hann sýndi verk sín fyrir skömmu í Jóns- húsi og var honum vel tekið þar. (Fréttatilkynning) að auðvelt sé að auka orkuöflun þar. Áhættufélag var stofnað 1986 um könnun á svæðinu. I því eru Björn Sigurðsson í Úthlíð, Gunnar Ingvarsson Efri-Reykjum og hreppsfélagið, sem bar helming kostnaðar við könnunarboranir. Áhættufélagið hefur alls greitt um tvær milljónir króna við könnun á svæðinu. „Þetta er okkar olíulind og við trúðum alltaf að það næðist árang- ur með boruriinni," sagði Björn Sig- urðsson í Úthlíð. Hann sagði að þetta gæfi mikla möguleika í ferða- þjónustuni sem og á öðrum sviðum og benti á að alls staðar þar sem jarðhiti fyndist þar þéttist byggðin. „Þetta er sannarlega góð tilfinn- ing,“ sagði Gunnar Ingvarsson á Efri-Reykjum um holuna, en á bæjarhlaðinu hjá honum er hver tilraunaholan við aðra og nýja holan steinsnar frá bænum. „Þetta er búið að vera mikið brask. Maður missti aldrei vonina um að heitt vatn væri hérna undir. Það er stórt svæði hér sem aldrei frýs og því hlaut að vera stór ketill hér undir. Þetta tók tíma en það tókst að lok- um,“ sagði Gunnar Ingvarsson á Efri-Reykjum. Unnið var við það aðfaranótt 2. júní að ganga frá holunni og hún síðan látin gjósa í gær að við- staddri hreppsnefnd og margmenni | sem dreif að þegar holan gaus. „Við erum hér búnir að fá annan Geysi," sagði Gísli Einarsson odd- viti, Kjarnholtum, og ennfremur að holan gæfi margvíslega möguleika. „Það getur verið að við hugsum stærra en bara að leggja hitaveitu, núna þegar við erum búnir að fá svona mikla orku. Holan gefur meira en nóg vatn til að leggja hita- veitu á alla bæi sem eiga eftir að fá slíkt og nú er bara að setjast niður og reikna," sagði Gísli odd- viti. Hann sagði einnig að hugsað hefði verið til fiskeldis og fyrispurn- ir hefðu borist varðandi það. Karl Steinbergsson borstjóri sagði að þrýstingurinn í holunni væri 4Ú2 bar og þetta væri með betri holum sem hann hefði borað. _ — Sig. Jóns. FECRH> OG BÆTK) GARÐINNMEÐ SANDIOG GRJÓTI! Sandur Sandur er fyrst og fremst jarðvegs- bætandi. Dreifist einnig í ca. 5 cm. þykku lagi í beð til að kæfa illgresi og mosa í grasi (ca.3 cm.). Jafnar hita og raka í jarðvegi. Kjörið undirlag í hellulagða gangstíga. Sigursteinar Sigursteinar eru lagðir ofan á beo, kæfa illgresi og létta hreinsun. Sigursteinar eru góðir sem þrifalag í innkeyrslur og stíga. Stærð ca. 0,8-3 cm. Völusteinar Völusteinar eru notaðir t.d. til skrauts á skuggsælum stöðum, þar sem plöntur eiaa erfitt uppdráttar, einnig með hellum og timburpöll- um. Mjög til prýði í beðum með stærri plöntum og trjám. Kjörin drenlögn með húsgrunnum. Stærð ca. 3—5 cm. Hnullungar Hnullungarnir eru ósvikið íslenskt grjót, sem nýtur sín í steinahæðum, nlöðnum köntum og með innkeyrsl- um og timburpöllum. Stærð ca. 5—10 cm. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA13 SÍfWI: 681833 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: mánud.-föstud.: 7.30-18.00 laugard.: 7.30-17.00 Komdu á athafnasvæði Björgunar hf. á Sævarhöfða og líttu á sandinn, mölina, hnullungana og steinana. Við mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og vagna, fáanlegt í smærri einingum, traustum plastpokum, sem þú setur bara í skottið á bílnum þínum. Valkostur vandlátra Beinskiptur, 5 gíra eða 4 gíra, sjálfskiptur, vökvastýri. Vél 16 ventla, 1,4 I, 90 hestöfl, 2ja blöndunga. W HOIMDA A ÍSLANDI, Opiðídagkl. 13-17 VATNAGÖRÐUM 24. S. 689900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.