Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 22

Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Rósablaðka (Lew.tweedyi). Huldublaðka (Lew.redlviva). Fjallablaðka II (Lewisia) RÓSABLAÐKA (Lewisia tweedyi) er talin einna viðkvæm- ust af fjallablöðkunum fyrir hverskonar vosbúð. Hún hefur þynnri og breiðari blöð en þær sem áður voru nefndar og stór rósrauð, bleik eða gulleit blóm með frekar stuttum stönglum. Hún er af mörgum talin eitt feg- ursta fjallablóm veraldar. Hver maður sinn smekk — en vissulega er þetta stórfalleg jurt. Hér hefur hún dafnað dável í potti og jafn- vel staðið af sér íslenska vetur, einkum þar sem snjóþungt er. Rósablaðka í fullu skrúði er vissu- lega jurt sem hver ræktunarmað- ur getur verið stoltur af. ENGJABLAÐKA (Lew. nevad- ensis) og FINGRABLAÐKA (Lew. brachycalyx) eru líkar en allmikið frábrugðnar þeim sem hingað til hafa verið nefndar í þessum þáttum. Báðar hafa þykk og safamikil blöð og fannhvít frekar stór blóm á stuttum stöngl- um svo að öll plantan verður ekki nema 3—5 sm á hæð. Báðar hafa þær reynst all harðgerðar og hafa lifað hér úti marga vetur. DVERGBLAÐKA (Lew. pygmæa) er lík síðastnefiidum tegundum í vexti. Hún ber þó mjórri biöð sem visna að mestu við blómgun og blómin eru bleik- rauð á lit. Hún virðist einnig all harðger. HULDUBLAÐKA (Lew. rediviva) sem ég ætla að láta reka hér lestina er þó mesti furðu- fuglinn í þessum systkinahópi. Upp úr toppi þéttra blaða, sem aðeins er um 5 sm hár, birtast afarstórir blómknúppar, sem ekki virðast vera í réttu hlutfalli við þessa smávöxnu jurt. Og einn góðan vordag opnast þeir í stærð- ar rósrauð stjömulaga blóm (þau geta verið yfir 10 sm í þvermál), sem virðast í enn meira ósamræmi við þennan litla blaðtopp sem fyr- ir var og sem reyndar gefst nú alveg upp og visnar með öllu meðan blómgun stendur sem hæst. Margur byijandinn í rækt- unarstarfinu hefur þá orðið alvar- lega skelkaður og haldið að nú væri gripurinn að gefa upp önd- ina, því eftir að blómin eru fallin er ekkert lífsmark að sjá með plöntunni. Nei — ekki aldeiiis. Þegar haustar birtist græni blað- toppurinn að nýju og bíður næsta vors. Inniræktun í pottum sem geymast þurrir yfir veturinn er víst eina leiðin til að gera þessari skemmtilegu jurt til hæfís hér, en hún borgar líka fyrirhöfnina. Huldublaðkan var sú tegund sem Lewis fann og lýsti og var því fyrsta tegundin sem þekkt varð. Indíánamir sem hann komst í kjmni við á ferð sinni grófu upp hinar svem rætur og notuðu til matar. Leiðangursmenn voru þó víst ekki alltof hrifnir af þeim matföngum — þótti bragðið nokk- uð birturt og nefndu jurtina „bit- terroot" (biturrót) og því nafni heldur hún enn í vesturheimi. Ó.B.G. Umsj.m. vill benda lesendum á ítarlega grein um Qallablöðkur í Garðyrkjuritinu 1982. samningum við verslunarfólk 'ðjr oð opnunarfími verslana í inglunni verðursem hérsegin Mánud. - fimmtud...... kl. 10-19 Föstud..................... kl. 10-20 Matvöruversl. o.fl. kl. 10-21 Laugard. í júní verður meirihluti verslana opinn .. kl. 10-14 u* P 11 15' ■'t MíiGstæðM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.