Morgunblaðið - 04.06.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.06.1988, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Listahátíð: Heimsþekktur myndlistarmað- ur flytur erindi Franski myndlistarmaðurinn Daniel Graffín er þekktur um víða veröld fyrir textílskúlptúr og mætti kalla hann skáld vinda og strengleika, þar sem hann lætur vindinn þjóta um textílverk sín og þenja þau út eða hann þenur þau út með strengjum og stundum hanga þau úr lofti innanhúss og marmarasteinar eru neðst í efninu til að strengja það, en vefur vinds- ins er að sjálfsögðu utanhúss og þá hrærist alit verkið fyrir vindin- um. Sá maður sem hér um ræðir fæddist í nágrenni Parísarborgar 1938. Hann lærði lmyndlist í Polytechnic School of Art, Lund- únum, École des Métiers d’Art, París, háskólanum í E1 Ashar, Egyptalandi, og hann var við vefn- að eitt ár í vinnustofu egypska arkitektsins Eissa Wassef sem hann hafði mikil tengsl við. Þegar Daniel Graffín kom aftur til Frakklands frá Egyptalandi, þótti honum hefðbundin textfl-list ekki fullnægjandi, hann vildi gera eitthvað nýtt, jafnvel fara út fyrir takmörk hinnar eiginlegu veflist- ar. Hann notaði ekki vefstól, en strengdi þræði frá gólfi til lofts allt upp í sjö til átta metra hæð. Þetta notaði hann fyrir uppistöðu sem hann síðan fyllti öðru efni. Síðar breytti hann um aðferðir, bætti til dæmis við málmi (eir) til að fá fram þungamótvægi gegn mýkt og léttleika textílsins. Daniel Graffín vakti fyrst veru- lega athygli, þegar hann sýndi á sjötta tvíæringnum í Lausanne í Sviss 1973 textílverkið „Situation Triangulaire", sem var stórt þráð- verk í þríhyming. Síðan hefur hann haldið margar einkasýningar í Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar, meðal annars í Svíþjóð, en auk þess hefur hann að sjálfsögðu tekið þátt í §ölda samsýninga víða um heim. Fljótlega tók Daniel Graffin að hafa samstarf við arkitekta og búa til textílskúlptúra sem áttu að standa við byggingar úti undir berum himni, þar sem vindar him- insins voru reiðubúnir að þenja út textílverkið sem hafði einmitt þann eiginleika að vera sveigjan- legt og létt (svo sem nælonefni og annað slíkt), eða verkið var til skreytingar eða eins konar við- bótararkitektúr innanhúss og gat þá fyllt heila lofthvelfingu eins og í vestur-afríska bankanum í Togo, en vandlega var gætt samræmis við stíl byggingarinnar, enda stefna Graffíns að hafa náið sam- starf við arkitektana, þannig að verk hans stingi ekki í stúf við það sem arkitektinn hefur hugsað sér. Hann hefur fengið Qölmörg slík verkefni við stórbyggingar um allan heim. Það er ekki síst þetta merkilega samstarf við arkitekta sem Daniel Graffín hefur hug á að fjalla um og lýsa fyrir íslensku áhugafólki um leið og hann kynnir verk sín hér á listahátíð og sýnir af þeim litskyggnur. Daniel Graffin Daniel Fraffin: Skúlptúr textíl 1985. LibbyV Libby> hf. 103.1/SÍA MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 25 Daniel Graffín hefur, að dómi sérfræðinga, komið með alveg nýtt fyrirbæri inn í þráðlistina, þar sem er notkun hans á vindi og þenslu sem og að láta vefínn belgj- ast út fyrir vindinum eins og segl, en án vinds bíða slík verk hreyfíng- arlaus færis að veiða vindinn, og þegar hann kemur og þau hafa höndlað hann, rísa þau upp í vold- ugri stærð, fíill af lífí og hreyf- ingu. Þessi loftlist á að sjálfsðgðu uppruna sinn í fomum fyrirbær- um, þar sem eru bátasegl og flug- drekar, enda hefur Daniel Graffín einnig töluvert lagt fyrir sig gerð flugdreka á listfengan hátt. Verk þessa einstæða listamanns eru annars að jafnaði mjög stór og þurfa mikið rými, þau eru eins konar leikur að rúmi og tómi, mýkt og þenslu, ljósi og skuggum. I nútímalistasafni Parísarborg- ar (Musée d’art modeme de la ville de Paris) var haldin sýning á verkum Daniels Graffíns 1983. Danielle Molinari safnvörður gat þess þá í lofsamlegri umsögn sinni, að það sem meðal annars gerði verk Graffíns frábmgðin öðmm textflverkum væri hve erfítt væri að sýna þau, sem af sjálfu leiðir þar sem þau em afar stór og mörg þeirra beinlínis tengd ákveðnum byggingum, en Danielle Molinari tók það fram að traustur orðstír listamannsins á alþjóða- vettvangi bætti úr þessu gagnvart Frökkum sem urðu að láta sér nægja að njóta sumra verka hans af ljósmyndum, þar sem þau vom í útlöndum og ekki auðfæranleg á milli landa. En það er einnig hægt að gera sér allsæmilega hugmynd um listasverk eftir góðum ljós- myndum eða litskyggnum, og það er einmitt það sem íslendingum gefst kostur á, þegar Daniel Graff- in kemur hingað á Listahátíð og sýnir myndir af verkum sínum, jaftiframt því sem hann segir frá samvinnu sinni við arkitekta í ýmsum löndum. Höfundur er rithöfundur. Fjöldi íslenskra barna í sumarbúðum í Englandi SUMARBÚÐIR Beaumont Coll- eges í Englandi bjóða upp á fjöl- breytta dagskrá fyrir börn 8 — 17 ára allt sumarið. Nú gefst íslendingum kostur á að senda börn sin i þessar sumarbúðir, þar sem þau geta lært ensku, um Ieið og þau taka þátt í fjölbreyttu starfi búðanna. David Pitt, umboðsmaður Beau- mont á íslandi, sagði í samtali við blaðið, að þessar búðir væru meðal hinna virtustu í Bretlandi og væri mikil áhersla lögð á aga og vemd ásamt með fjölbreyttu leikja- og kennsluprógrammi. Beaumont Coll- eges rækju einn skóla allt árið, en leigðu heimavistarskóla víðs vegar um Bretland á sumrin. 80% af nem- endunum em breskir, en 20% koma frá Frakklandi, Ítalíu og íslandi. Þetta er þriðja sumarið sem íslensk- um bömum og unglingum býðst vist í sumarbúðunum og sagði David það hafa komið þannig til að hann hefði séð bækling hjá vina- fólki sfnu í London, fengið áhuga og haft samband við Beaumont. Það er Ferðaskrifstofan Úrval sem sér um sölu ferðanna og sagði David undirtektir hafa verið mjög góðar. í fyrra hefðu 85 böm frá Islandi dvalið í búðunum, samtals 250 skólavikur. Hefðu þau lýst mik- illi ánægju með dvölina og einnig hefði verið hringt í sig frá Beau- mont til að hrósa íslensku þátttak- endunum fyrir áhugasemi og góða hegðun. Eins og áður sagði er mikil áhersla lögð á öryggi og aga í Be- aumont sumarbúðunum og er 1 kennari á hveija 5 nemendur. Um enskukennsluna sjá sérmenntaðir kennarar, og læknir og hjúkmnar- fólk er á staðnum. Einnig verða í sumar starfandi 2 íslenskir kennar- ar og 1 starfsmaður frá David Pitt í búðunum. Megin áherslan er þó lögð á íþróttir, leiki og skemmtanir og meðal þess sem boðið er upp á má nefna reiðkennslu, siglingar, bogfimi, judo og myndbandagerð. Auk þess eru famar ferðir til sögu- staða í nágrenni hvers skóla, haldn- ar kvöldvökur og dansað. ® Beaumont Colleges reka einnig tölvuskóla, sem starfræktur er allt árið. Þar eru bömunum kennd und- irstöðuatriði í notkun tölva, en einn- ig era í boði svipuð prógrömm og í sumarbúðunum. David sagði hug- myndir uppi um það, að íslensk böm fengju tækifæri til að sækja námskeið í tölvuskólanum, en það væri enn í athugun. Fyrsta brottför í sumarbúðimar verður 4. júní, en sú síðasta 13. ágúst og geta bömin valið um einn- ar, tveggja eða þriggja vikna dvöl. David sagði að nú þegar væri búið að bóka 41 bam. *Tá starfi Beaumont sumarbúðanna MERKI UM GÓQAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIKASSAR OG STANGAHÓLKAR Fást í nœstu sportvöruverslun. LibbyV Stórgóða tómatsósan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.