Morgunblaðið - 04.06.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988
27
Gagngerar endurbæt-
ur á Laugameskirkju
GAGNGERAR endurbætur á
Laugarneskirkju í Reykjavík
standa yfir um þessar mundir.
Þegar eru komnir voldugir
vinnupallar utan um alla kirkj-
una. I sumar verður gert við
sprungur og kirkjan steinuð og
gleijuð upp á nýtt. Á næsta ári
er aftur á móti ráðgert að gera
kirkjunni til góða að innan.
í desember á næsta ári verða 40
ár liðin frá vígslu kirlg'unnar og er
miðað við að sem mestu verði lokið
af viðgerðunum fyrir þann tíma.
Laugameskirkja er talið eitt fal-
legasta hús sem Guðjón Samúelsson
húsameistari ríkisins teiknaði á
sínum tíma. Það er því mikið í húfi
að vel takist til, en þetta er svipuð
viðgerð og framkvæmd var á Akur-
eyrarkirkju ekki alls fyrir löngu.
Verktakafyrirtækið Eðalverk hefur
tekið að sér að vinna að þessum
endurbótum í sumar og er reiknað
með að verkinu ljúki í ágúst.
Kostnaður við þessar lagfæring-
ar er mjög mikill. Reiknað er með
að verkefni sumarsins kosti um 5
milljónir. Sóknamefnd Laugames-
kirkju vonar að allir velunnarar
Leiðrétting
í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í
gær um bílslys á Áftanesi var sagt
að kölluð hefði verið til sérstök
tækjabifreið slökkviliðsins í
Reylq'avík til klippa sundur bifreið-
ina þannig að hægt væri að ná fer-
þega bifreiðarinnar úr flakinu.
Þetta er ekki rétt, þvi við verkið
var notuð tæki slökkvibifreiðar úr
Hafnarfirðinum og sést sú bifreið
reyndar á myndinni. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
ur að lokinni guðsþjónustu. Sr.
Einar Eyjólfsson.
KEFLAVIKURKIRKJA: Sjómanna-
guðsþjónusta kl. 11. Kór Keflavík-
urkirkju syngur. Organisti Siguróli
Geirsson. Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl.
11 með þátttöku sjómanna. Nk.
þriðjudagskvöld kl. 20.30 bæna-
samkoma. Sóknarprestur fer í
sumarleyfi frá 8. júní til 29. júní
nk. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson,
prestur á Útskálum, þjónar í hans
stað. Sóknarnefnd.
HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Minnst verður látinna
sjómanna. Sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 13.30. Minnst verður látinna
sjómanna. Sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson.
ÞORLÁKSKIRKJ A: Sjómanna-
messa kl. 11. Sr. Tómas Guð-
mundsson.
ÞINGVALLAKIRKJA: Lesmessa
og prédikun kl. 14. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Sjómanna-
guösþjónusta kl. 10.30. Aldraðir
sjómenn heiðraðir. Minnst drukk-
naðra sjómanna. Organisti Jón Ól.
Sigurðsson.
BORG ARPREST AKALL: Guðs-
þjónusta f Borgarneskirkju kl. 11.
Messa í endurreistri Akrakirkju kl.
14. Sóknarprestur.
Laugameskirkju leggi málefninu lið
peningalega og gefí kirkjunni góða
afmælisgjöf.
Formaður byggingamefndar er
Karl Ómar Jónsson verkfræðingur
og hefur hann yfirumsjón með lag-
færingunum á kirkjunni.
Jón D. Hróbjartsson
sóknarprestur
Miklar endurbætur á Laugar-
neskirkju standa yfir í suraar.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Leiðrétting
í dagskrárblaði Morgunblaðsins í
gær þar sem skrifað var um bama-
efni Sjónvarpsins var farið rangt
með nafn umsjónarmanns Töfra-
gluggans. Rétt er nafnið Ámý Jó-
hannsdóttir en ekki Jóhannesdóttir
eins og stóð. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
RENTUBÓKIN ER
18 MÁNAÐA SKÍNANDI
SPARNADARKOSTUR!
1 r í j —V€RZtUNflRBflNKINN
- UÚiHUI HiCÍ tC11
Við leitum stöðugt nýrra leiða til að koma til
móts við sparifjáreigendur með því að bjóða sem
fjölbreyttasta möguleika til ávöxtunar sparifjár.
Þess vegna kynnum við nú útgáfu nýrrar
bókar, hún heitir RENTUBÓK og er skínandi
sparnaðarkostur.
RENTUBÓKIN er fyrir þá sem hafa tök á að
leggja sérstaka rækt við sparifé sitt og skipuleggja
sparnað sinn af skynsemi.
RENTUBÓKIN ber háa nafnvexti og að sjálf-
sögðu tekur hún samanburði við verðiagsþróun
og tryggir því eiganda sínum ríflega raunvexti
hvað sem verðbólgunni líður.
Hámarksávöxtun næst á RENTUBÓKINNI ef
innstæðan stendur óhreyfð í 18 mánuði. Hún er
þó að formi til óbundin.
Engin þóknun er reiknuð af útteknu fé,
sem staðið hefur óhreyft á bókinni í 18
mánuði eða lengur.
RENTUBÓKIN er einstök, skoðaðu kosti
hennar nánar og fáðu sendan bækling. Hér er á
ferðinni ný, örugg og afar arðvænleg leið til
ávöxtunar spariíjár.
RENTUBÓK- hún rentar sig, þú nýtur lífsins!
-vtítitu'i rtt€ð jbé? f
36°/°
-uíhuui meðkei!
u
V/6RZLUNRRBRNKINN
-uútHWinteðfi&i!
Bankastræti 5, Þarabakka 3, Þverholti 6, Mosfellsbæ,
Laugavegi 172, Umferðarmiðstöðinni, Vatnsnesvegi 14, Keflavík.
Grensásvegi 13, Húsi verslunarinnar,
S