Morgunblaðið - 04.06.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 04.06.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 31 ERLENT Reuter Lemúrinn Árelía Árelía er einn af fjórum lemúrum sem aldir eru upp i búrum í heiminum. Hún er í eldi við Duke-háskóla í Bandaríkjunum og sést hér með móður sinni, Komelíu. Lemúrar eru prímatar, sem lifa á Madagáskar. Nýverið fannst ný tegund lemúra, gullni bambuslemúrinn, en áður voru nokkrar tegundir þekkt- ar. Árelía er fimm mánaða gömul. í Duke-háskóla er annar lemúra-ungi, Tíberíus, sem er mánuði yngri. Ungamir eru aldir á greninálum og þrifast vel. Mannréttindamál: Bush vill knýja Sovétmenn til að virða Helsinki-sáttmáJann Danir og Norðmenn leita á náðir Evrópubandalagsins Þörungaplagan: Bnissel, frá Krútófer M. Kristóferssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. DÖNSK og norsk stjórnvöld hafa sent framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins skilaboð þess efnis að þörungar þeir sem nú ógna sjávarlífi við strendur ríkjanna hafi ekki skaðleg áhrif á fisk- afurðir. Jafnframt er lögð áhersla á að engir fiskar, sem komast í snertingu við þörunga, fari til manneidis. í fréttatilkynningum, sem birtar voru í Brussel í gær, er haft eftir forstöðumanni danska fískmatsins að þörungamir mengi ekki fískinn og dauðsföll megi rekja til köfnun- ar. Fiskur og fískafurðir frá Dan- mörku séu þvi á allan hátt mark- aðshæf vara eftir sem áður. í fréttatilkynningu Norðmanna er að sama skapi lögð áhersla á að engra eituráhrifa verði vart í tengslum við þörungana og allur fískur sem fari á Evrópumarkað sé skoðaður og metinn samkvæmt norskum gæðastöðlum. Eins er lögð á það áhersla að engir fískar, sem komist hafa í snertingu við þörungana, fari til manneldis. Ljóst er að Danir og Norðmenn óttast að upp komi fár í líkingu við hringormafárið í Þýskalandi f haust. Fjölmiðlar á meginlandinu hafa a.m.k. fram að þessu gefíð þessu máli lítinn gaum og sam- kvæmt heimildum í Brussel hefur ekki orðið vart neinnar sölutregðu á norskum eða dönskum sjávaraf- urðum. Það er hins vegar ljóst að fréttir af „eitruðum þörungum" eða „banvænum þörungatorfum", sem eyði öllu lffí á stórum hafsvæð- um, verða ekki til að ýta undir frekari fískneyslu innan Evrópu- bandalagsins. Markaðurinn í Þýskalandi er ekki enn kominn í samt lag eftir ormafárið og ómögu- legt að spá í afleiðingar þörunga„- innrásarinnar", ef fjallað verður um hana á sömu nótum. Áhrifaríkasta meðalið við hrotusýki er að tengja slöngu við nef sjúkl- ingsins og dæla til hans lofti. Hvað leggur maður ekki á sig fyrir heilsuna og heimilisfriðinn? Hrotur hafa alvarlegar afleiðingar: Valda hjartveiki, heyrnarleysi og hj ónaskilnuðum mannréttindabrotum í Sovétríkj- unum. Reagan hefur sagt að skrif- kerar væru sökudólgamir, mörg mál kæmust ekki svo langt í kerf- inu að þau næðu inn á borð æðstu valdamanna. Bush hefur aðeins tekið afstöðu gegn stefnu Reagans í einu mikil- vægu máli í stjómartíð hans en það er í deilunni við Noriega hers- höfðingja, höfuðpaur Panama- stjómar. Varaforsetinn hefur lýst yfir andstöðu við tilraunir Reag- an-stjómarinnar til að semja um málamiðlun við Noriega, sem sak- aður hefur verið um aðild að fíkni- efnasmygli til Bandaríkjanna og fleiri glæpi.. Bandarikjastjóm hef- ur krafíst þess að Noriega verði framseldur til Bandaríkjanna. Los Angeles, Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkj anna og væntanlegur fram- bjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum í haust, gaf það í skyn í viðtali við bandaríska stórblaðið Los Angeles Times í gær að hann myndi gagnrýna mannréttindamál kommúnistaríkjanna harkalegar en Reagan forseti næði hann kjöri. Varaforsetinn varði einnig afskipti sin af deilunni við Noriega, valdamesta mann Pa- nama. í viðtalinu sagði Bush að hann mynda láta það ráðast af frammi- stöðu Sovétmanna í mannréttinda- malum, einkum með tilliti til Hels- inki-sáttmálans, hvort hann ætti fund með leiðtoga Sovétríkjanna. „Við ættum að meta ástandið hveiju sinni. Það ætti að halda fund ef við teljum líklegt að árang- ur náist en ekki halda fund fundar- ins vegna", sagði varaforsetinn. Á blaðamannafundi á fímmtu- daginn hliðraði Bush sér við að svara beinni spumingu um það hvort hann væri sammála þeirri afstöðu Reagans forseta að fírra Gorbatsjov aðalritara ábyrgð á HROTUR geta verið hættulegar, ekki einungis fyrir rekkjunaut þess sem hrýtur heldur einnig fyrir þann sem hávaðann framleiðir. Frú Switzer, sem býr í Kent í Englandi, er heymarlaus á öðru eyra og vinstra eyrað er heldur ekki i sem bestu lagi. Kenna má um ást hennar á Melvyn Switzer, þéttholda manni sem vegur nokkuð á annað hundr- Poul Schlttter forsætisráðherra ræðum lýkur með því að hann víkur til hliðar þrettán tryggum stuðn- ingsmönnum Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) úr smáflokkunum, sem áttu sæti í fráfarandi stjóm, og gengur til samstarfsvið tíu NATO-andstæðinga úr röðum radi- kala. Flokks sem að auki tapaði fylgi í kosningunum og vill ekki alls ekki starfa með Framfara- flokknum. ■ Enginn vafi er á að forsætisráð- herrann, í bandalagi við radikala, vonast til þess að hann hafí myndað stjóm á breiðum hugmyndafræði- legum grundvelli, sem auðveldlega getur brúað það bil sem er á milli borgaraflokkanna annars vegar og jafnaðarmanna og verkalýðshrejrf- ingarinnar hins vegar til þess að reyna að takast á við efnahagsvand- ann sem við er að etja í Danmörku. Niels Helveg Petersen, leiðtogi Radikale Venstre Jafnframt hefur honum tekist með þessu samstarfí að kljúfa ein- ingu um öryggismál sem jafnan hefur verið með jafnaðarmönnum, radikölum og Þjóðarsósíalistum. Þessi eining hefur oftar en ekki á undanfömum sex' áram orðið til þess að setja stjómir borgaraflokk- anna í minnihluta á þinginu varð- andi málefni sem snúa að vamar- samstarfi í NATO. Norsk lausn á vandamálunum Til þess að fá radikala til sam- starfs hefur Schluter þurft að gefa mikið eftir varðandi öryggis- og vamarmál. Tillagan um kjamorku- vopn um borð í herskipum í dönsk- um höfnum, sem leysti upp þingið, verður tekin upp að nýju, en varla í sinni upprunalegu mynd. í tillög- unni er gert ráð fyrir að harðort bréf yrði sent stjómendum herskipa sem koma til danskra hafna. Mála- miðlun verður líklega gerð á sama veg og Norðmenn hafa komið sér saman um. Látið verður nægja að benda skipstjómarmönnum her- skipa á að landið sé yfírlýst lq'am- orkuvopnalaust svæði. íhaldsmenn og Venstre hafa orð- ið að koma til móts við kröfur radik- ala um að útgjöld til vamarmála verði haldið óbreyttum. Einnig hafa stóra flokkamir tveir orðið við þeirri kröfu radikala um fjárframlög til þróunarhjálpar. Aðstoð við þróun- arlönd verður óbreytt. Nýju stjóminni er ekki spáð langlífi. Leiðtogi Framfaraflokks- ins, Pia Kjærsgárd, segir flokkinn ekki undir neinum kringumstæðum halda hlífiskildi yfír nýju stjóminni. Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðar- flokkurinn hafa þegar hafíð viðræð- ur um samstarf við Jafnaðarflokk- inn á sviðum félagsmála. Síðast þegar þríeyki þessara flokka var við völd í Danmörku entist stjómin í þrjú ár, frá 1968 til 1971. Ólíklegt er að stjóm Schluters verði svo lengi við völd. Og snarringlaðir danskir kjósendur geta ef til vill farið að búa sig und- ir nýjar kosningar. að kfló. Þau gengu í eina sæng fyrir nokkram árum og hafa deilt henni sfðan þó maðurinn hijóti hærra en nokkur annar. Nafn Melvyns má lesa á síðum heimsmetabókar Guinnes, hávaðinn sem frá honum berst í svefni er mældur í 88 desíbeium. Frá hlóðfræðilegum sjónarhóli jafngildir það því að frú Switzer liggi við hlið loftpressu. Spumingin er einungis hve lengi enn. Því að „Rhonchopatar", eins og vísindin nefna ólæknandi hijótendur, deyja oft fyrir aldur fram. Sumir fá kransæðastíflu, aðrir hjartaslag og enn aðrir andast í svefni. Þessi vitneskja kom fyrst fram í dagsljósið fyrir nokkrum áram. Síðan þá hefur verið grafíst fyrir um orsak- ir hrotu meðal manna. Góðu fréttim- ar era þær að nær einungis karlmenn eru í hættu. Slæmu fréttimar eru þær að hjá um það bil einum af hveij- um hundrað er „sjúkdómurinn svo alvarlegur að jafnan má búast við hörmulegum afleiðingum," segir Jörg Hermann Peter, svefnfræðingur í Marburg, en þar hafa orsakir og afleiðingar hrotu veri rannsakaðar svo áram skiptir. Orsaka er að leita í þrengingu efri öndunarvegar, loftstraumurinn verður hraðari og gómfyllan kemst á hreyfingu. Þeir sem hijóta á þenn- an hátt, u.þ.b 50% karla og 20% kvenna, þurfa ekki að hafa áhyggj- ur, heimilisfriðurinn er í mesta lagi { voða. Hættulegar verða hrotumar þá fyrst er öndunarvegurinn lokast alveg. Sá sem sefur fær þá ekkert loft í nokkum tíma. Súreftii í blóði minnkar og púlsinn hægist, en þegar öndun hefst á ný þá er það af slíkum krafti að hjartslátturinn verður tíðari. Hár blóðþrýstingur, traflanir á hjartslætti og hjartveiki era langtímaafleiðingamar hjá hrotu- sjúklingum. Hrotusjúklingar era jafnan þreytulegir, annars hugar og þeim hættir til að sofna við ólíklegustu aðstæður. Læknar hafa ráðlegt mönnum sem þjást af hrotum að drekka ekki fyrir svefninn og grenna sig. Þetta eitt hjálpar þó sjaldnast. Lyfjagjöf hefur heldur ekki reynst áhrifarík. Skurðlæknar hafa með góðum árangri víkkað öndunarveg sjúkling- anna en sá galli er á gjöf Njarðar að við það hættir innihaldi magans til að skjótast upp í nef og allir vita hversu óþægilegt það er. Áhrifaríkasta meðalið er svokölluð háþrýstiöndun. Þá er er slanga tengd við nef sjúklingsins og lofti dælt til hans. Rekkjunautum hrotusjúklinga er ráðlagt að „breyta andúðartilhneig- ingu með sjálfssannfæringu í velvilj- að hlutleysi". Og áður en sambýling- ar grípa til þess að sofa hvor í sínu herbergi þá er vert að prófa hinu gömlu og góðu eymatappa. Der Spiegel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.