Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 34

Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 60 kr. eintakið. Náttúruvernd o g umferðaröryggi Nú í upphafi sumars fyllast vegir landsins af ferða- löngum jafnt innlendum sem erlendum sem vilja njóta nátt- úru landsins. Fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins, hvíta- sunnuhelgin, er nýafstaðin, og fjallvegir eru flestir að verða færir þó enn séu nokkrir vegir lokaðir og víða í gildi þungatak- markanir vegna aurbleytu. Aukin ásókn ferðamanna um hálendið undanfarin ár kallar á nauðsynlegt eftirlit til að vemda viðkvæman hálendis- gróður. Samhliða auknum ferðamannastraumi verðum við að auka aðgerðir til vemdar stærsta fjársjóði íslensks ferða- mannaiðnaðar — íslenskri nátt- úm. Það er hin stórbrotna feg- urð landsins framar öðm sem dregur hingað til lands þúsund- ir ferðamanna ár hvert. Því miður er það svo að umgengni okkar íslendinga við landið er á tíðum síst skárri en erlendra ferðamanna. Má nefna þau svöðusár sem skilin hafa verið eftir um allt land af jeppa- eða fjórhjólaeigendum sem virðast hafa sérstaka unun af því að reyna farartæki sín utan vega. Þetta er sérlega vara- samt nú á þessum árstíma þeg- ar snjó er að leysa á hálendinu. Hálendisgróðurinn er við- kvæmur og ferðamanna- straumurinn takmarkast nán- ast einungis við hásumarið. Ferðafólk verður því að sýna sérstaka nærgætni í umgengni við landið. Náttúra „skreytt“ msli og hjólfömm er ekki fögur sjón og freistar eflaust fárra ferðamanna. En eyðilegging íslenskrar náttúm er ekki einungis af mannanna völdum. Hún hefur átt undir högg að sækja allt frá landnámi meðal annars vegna eldvirkni landsins, kóln- andi veðurfars og uppblásturs. Er talið að 3,3 milljónir hektara gróins lands hafí eyðst frá land- námi. Gegn þessari þróun hefur verið barist allt frá stofnun Landgræðslu ríkisins árið 1907 sem hefur unnið ómetanlegt starf ásamt öðmm stofnunum svo sem Skógrækt ríkisins og Náttúmvemdarráði. Með góðri umgengni og uppgræðslu get- um við eflt þann fjársjóð sem íslensk náttúra er. Umferð um landið hefur aukist gífurlega á síðustu ámm samfara aukinni bifreiðaeign landsmanna. Árið 1968 þegar tekin var upp hægriumferð á Islandi vom hér á landi um 43.000 bifreiðar en nú tuttugu ámm síðar hefur þeim fjölgað um 100.000. Því miður er toll- urinn sem þjóðin þarf að greiða af umferðinni um landið allt of dýr. Að meðaltali verða tvö banaslys í umferðinni í hveijum mánuði og fjöldi alvarlegra slysa árlega skipta hundmðum. Langflest þessara slysa verða yfir sumarmánuðina. Nauðsyn þess að sýna ábyrgð og var- kámi í umferðinni er aldrei of oft brýnd, ekki síst eftir að hámarkshraði á vegum utan þéttbýlis var aukinn á síðasta ári úr 80 kílómetmm í 90. Fá- menn þjóð hefur ekki efni á að greiða þann toll sem um- ferðin hefur krafist á síðustu ámm. Hafnar- fjörður 80ára Hafnfírðingar halda um þessar mundir upp á að áttatíu ár em liðinn frá því að Hafnafjörður öðlaðist kaup- staðarréttindi hinn 1. júní 1908. í tilefni kaupstaðaraf- mælisins hafa verið fjölskrúðug hátíðarhöld í bænum sem lýkur með fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag. Þó áttatíu ár séu liðin síðan Hafnarfjörður öðlaðist kaup- staðarréttindi á saga þéttbýlis í Hafnarfírði sér mun lengri sögu og er staðarins fyrst getið í skráðum heimildum um 1400. Hafnarfjörður er gamalgró- inn skólabær og menningar- pláss og atvinnulíf hefur þar ávallt verið mjög fjölbreytt. Lega bæjarins og góð hafnar- skilyrði frá náttúmnnar hendi hafa gert hann að einum helsta fiskveiði- og verslunarbæ ís- lands í gegnum söguna. Iðnað- ur margs konar hefur einnig stóraukist í Hafnarfirði á síðustu áratugum og ber þar hæst álverið í Straumsvík sem veitir hundmð Hafnfírðinga atvinnu. Morgunblaðið ámar Hafn- fírðingum heilla í tilefni kaup- staðarafmælisins. Erfiðum prófum lokið og húfurnar komnar á sinn stað. Hvítír kollar hlutí sumrn ÞAÐ ERU ekki aðeins kollóttir fuglar eins og krían, sem boða landsmönnum sumarkomuna, ungt æskufólk með hvita kolla geysist líka út á vellina, bjartsýnt og þrekmikið eftir að hafa stað- ist hreinsunareld stúdentsprófanna. Og talandi um fugla þá má oft sjá gæsir í oddaflugi um víðáttur loftanna þar sem ein fer einatt fremst þótt flestar þeirra spjari sig ekki síður í lífsbar- áttunni. Það sama gildir um stúdentana, þar eru alltaf einhveijir sem fremstir fara þótt einkunn- ir séu ekki algildur mælikvarði á hæfni eða at- orku einstaklingsins. Á þriðja tug skóla um allt land brautskráir nú stúdenta og fer hlutur fjölbrautaskólanna sívax- andi. Menntaskólamir eru þó síður en svo á undan- haldi og standast tímans tönn. Athyglisvert er hve margar stúlkur ljúka stúdentsprófi og nú er svo komið að þær eru umtalsvert fleiri en piltamir. Þá Á leið til Ecuador í nám ÞÓRUNN Rakel Gylfadóttir náði bestum árangri dagskóla- nema á stúdentsprófi í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði á þessu vori. Og svo skemmtilega vill til að móðir hennar, Þórunn Ólafsdóttir, brautskráðist frá öldungadeild skólans á sama tíma og varð þriðja hæst yfir skólann, en Þórunn vermdi sætið þar fyrir ofan. Þórunn Rakel lauk náminu á aðeins þremur ámm með 155 ein- ingum, en 133 em tilskyldar til stúdentsprófs. Skýringuna á hin- um mikla fjölda eininga segir hún vera þá að hún skipti af mála- braut yfír á náttúmfræðibraut og útskrifaðist þaðan. „Þetta var alls ekkert erfítt. Þetta er spumingin um að leggja áherslu á rétt atriði og kunna að taka próf. Og svo verður að sjálfsögðu að hafa hug- ann við nárnið," segir Þómnn. Með haustinu er Þómnn á leið til Ecuador en hún var þar skipti- nemi fyrir nokkmm ámm. Þar mun hún leggja stund á spænsku og bókmenntir við háskólann í höfuðborginni Quito. Auk þess ætlar hún að stunda þar hlaup en það er hennar helsta áhuga- mál. „Ég veit ekki hversu lengi ég verð þama úti en ég stefni ekki á að ljúka þar námi, einung- is að ná betri tökum á spænsk- unni. Ég býst við að fara í annað nám seinna eitthvað tengt efna- fræði eða næringarfræði." Faðir Þórannar er Gylfí Sigur- linnason, forstöðumaður hjá Flug- leiðum. Auðunn Arnórsson, sem lauk t frá Menntaskólanum í Kópavo hendi skólameistara, Ingólfs A Húmani verður f\ „ÉG ER óráðinn i hvaða nám ég fer en það verður sennilega einhver húmanísk grein fyrir valinu, enda hefur mér alltaf þótt stærðfræði leiðinleg," sagði Auðunn Amórsson ný- stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hann lauk 174 ein- ingum, sem er 30 einingum meira en tilskilið er, og út- skrifaðist af tveimur brautum, náttúrafræði- og málabraut. Eins og svo margir nýstúdent- ar er Auðunn óákveðinn hvað hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. „Ég ætla bara að hafa það gott og skemmta mér Morgunblaflifl/Ámi Sæberg Mæðgumar Þórunn Rakel Gylfadóttir og Þórunn Ólafsdóttir, sem báðar luku stúdentsprófi í vor með glæsilegum árangri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.