Morgunblaðið - 04.06.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 04.06.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 41 Frá Rauðará til Rauðár Horft austur yfir St. Croix frá Stillwater í Minnesota til Wisconsin. eftir Kristjón Kolbeins Grein ívars Guðmundssonar, sem birtist í Mbl. fyrir nokkru og fjallaði um ökuferð þvert yfir Bandaríkin, vakti bæði upp ljúfar endurminningar frá síðastliðnu hausti og áleitnar spurningar. Sú saga var sögð að íslending- ar hefðu fundið Norður-Ameríku en haft vit á því að týna henni aftur. Því miður virðast allt of fáir hafa áttað sig á því hversu álitlegur kostur Vesturheimur er til orlofsdvalar. Miðvesturríkin hafa upp á margt.að bjóða, bæði borgir eins og Milwaukee, St. Paul og Minneapolis og dreifbýli. Kostur gefst því jafnt á ys og þys stórborga, sem sveitasælu smá- bæja og þorpa. Tíðarfar Haustið, upp úr miðjum sept- ember, er á margan hátt góður tími til ferðalaga um Wisconsin, Minnesota og Norður-Dakóta. Haustlitir eru að verða ríkjandi. Mikið ber á gulu, brúnu og jafn- vel eldrauðu ásamt grænum lit þallarinnar. Hljmur, víðir o.fl. tijá- tegundir skarta sínu fegursta. Norður-Dakóta sker sig þó úr, því svipar meira til austurhluta Mont- ana hvað gróðurfar snertir, víðáttumiklar sléttur en litlir skógar. Tíð er oftast góð og veður mild. Búast má við 25 gráðu hita eða meiru yfir hádaginn en nætur og morgnar eru svöl og hress- andi, minna á heimaslóðir á sama árstíma. Úrfelli, stormar, þrumu- veður og hitar sumarsins eru yfír- leitt um garð gengin. Með úrfelli er átt við þungt lóðrétt regn, steypiregn, ekki sudda eða slag- viðri. í slíku regni getur fólk þveg- ið sér um hendur út um opinn glugga, sem undir krana væri. í verulegu þrumuveðri eru eldingar að jafnaði tvær á sekúndu með tilheyrandi hávaða og lýsa upp umhverfíð svo lesbjart verður. Sérstaklega er mér minnisstæð aðfaranótt 5. júlí fyrir mörgum árum vestur í Bayport í Minne- sota. Eftir flugeldasýningu f til- efni þjóðhátíðardagsins 4. júlí, hófst einhver sú mesta flugelda- sýning sjálfrar náttúrunnar, sem um getur. Fá orð eru nægilega sterk til að lýsa slíku sjónarspili. Ástæðulaust er að láta sér bregða við slíkar glæringar þó flestir, sem ekki eru slíku vanir dags daglega, hrykkju eflaust upp með and- fælum. Þá fyrst er orðið verulega heitt þegar lofthiti nálgast líkamshita. Sé fólk í leit að velgju og fyrirbær- um eins og lýst er hér að framan er hásumar kjörinn tími til vestur- farar. Þrumuveðrum fylgja oft storm- ar, sem geta vaidið usla. Stór tré riftia upp með rótum, e.t.v. ein- mitt vegna þess að jarðvegur er víða grunnur og rætur liggja nærri yfírborði. Beinir skaðar á mannvirkjum af völdum hvirfíl- vinda eru fátíðir á þessum slóðum. Þeir gera þó vart við sig en stinga sér sjaldan niður, gefur þá að líta sem skýstrokka, er sveiflast eins og skott úr þykkninu. Verðlag Bandaríkin eru álitin dýr. Eflaust er hægt að fínna þar dæmi um hátt verðlag en einnig mjög sanngjamt. íslendingar átta sig einfaldlega ekki á því að eigið land er með þeim dýrari fyrir ferðamenn. í því sambandi vakna ótal spumingar. Hví er ísland jafn dýrt og raun ber vitni? Er það skattheimtan, matarskatturinn, hátt raungengi krónunnar, óhóf- legur dreifíngarkostnaður, óhag- kvæm Qárfesting á mörgum svið- um eða léleg framleiðni almennt? Er skýringanna e.t.v. að leita í því að við séum svo fá og smá og búum stijált? Er eðlilegt að verðlag skuli vera hér margfalt hærra á ýmsum sviðum en í lönd- um, sem við bemm okkur helzt saman við? Er mikil þjóðarfram- leiðsla nokkuð annað en tölur á blaði, sem segja aðeins hálfa sög- una? Mjmdi hún ekki snarminnka ef hún jmði reiknuð á Glasgow- verði? Vafalaust hafa margir leitt hugann að spumingum í þessum dúr en fátt orðið um svör. Farandi þarf farkost, fæði og húsaskjól. Lfta má á þetta sem grunnþarfir. Bifreið af millistærð, t.d. Mercury Topas, er hægt að fá leigða fyrir um 25—35 dollara á sólarhring ásamt tryggingu. Innifalinn í daggjaldi er yfírleitt 100—200 mflna akstur. Dæmi eru um að í daggjaldi sé innifalinn „Baudaríkin eru álitin dýr. Eflaust er hægt að finna þar dæmi um hátt verðlag en einnig mjög sanngjarnt. ís- lendingar átta sig ein- faldlega ekki á þvi að eigið land er með þeim dýrari fyrir ferða- menn.“ ótakmarkaður akstur. Verð á bensíni er um þriðjungur af því sem við eigum að venjast eða inn- an við dal gallonið, sem er um kr. 11,50 fyrir hvem lítra. Fjrir 50 dollara á sólarhring býðst víða ágætis gisting, stórt herbergi með baði, sfmá, sjónvarpi og útvarpi ásamt tveimur rúmum f kóngastærð og aukadýnu ef með þarf. Þijú orð lýsa fæðinu betur en flest annað, ríflegt, ódýrt og gott ásamt frábærri þjónustu. Þykkar, Ijúffengar og safaríkar steikur ásamt meðlæti í notalegu um- hverfi em seldar á 5—6 dollara í Basin Street-salnum á Ramada Inn í Moorhead við Rauðá og þyk- ir sanngjamt verð fyrir slíkar kræsingar. Lengi hef ég velt fyrir mér þeirri spumingu hvemig þetta sé hægt á sama tíma og staðir f svipuðum gæðaflokki f grennd við Rauðará í Reykjavík buðu upp á samsvarandi rétti á margfalt hærra verði. Oft er því haldið fram að ísland sé kjörið til landbúnaðar. Hátt búvömverð stingur í stúf við þá fulfyrðingu. Furðulegt er verð á grænmeti og garðávöxtum á met- uppskemári, m.v. það sem gerist víða erlendis. Stefnan virðist vera sú að reyra alla búvömframleiðslu f viðjar kvóta og einokunar og virða þannig hag neytenda að vettugi. Rauðá, sem margir kannast við vegna skátasöngsins um Rauðár- dal, sem er einnig þekktur undir nafninu Rauðárrokk, skilur að bæina Fargo í Norður-Dakóta og Moorhead í Minnesota. Rauðá er í sjálfu sér ekki merkileg á, vart meira en lækjarspræna á þessum slóðum, ólíkt svipminni en St. Croix, sem rennur eftir austur- mörkum Minnesota og vestur- mörkum Wisconsin, en hún er skipgeng a.m.k. frá Stillwater í Minnesota út á Mississippi og þaðan er hægt að komast allt til Mexíkóflóans. Algengt er að sjá hjólaskip á St. Croix, sem em nokkurs konar fljótandi veitinga- staðir. Nokkur veiði er í St. Cro- ix, aðallega flatfiskur sem kallað- ur er sólfiskur og vatnakarfí. Umferð Margir veigra sér við að aka um stórborgir og þjóðvegi erlentí- is, fínnst nóg um umferðina í Reykjavík og nágrenni. Enda er hún ágætur skóli fyrir akstur í útlöndum þar eð bifreiðaeign á fbúa er hér með því mesta sem þekkist. Akstur í Minnesota, Wis- consin og Norður-Dakóta er á margan hátt auðveldur. Umferð- arhraði er þægilegur, hámarks- hraði á þjóðvegum yfírleitt 55 til 65 mflur, tæplega 90 km til 105 km á klst. og er virtur. Merkingar em nokkuð góðar, þjóðvegir liggja víða samsfða þannig að nægur tími gefst til skipta, aðeins þarf að fara jrfír á aðra akrein, þá er komið á annan þjóðveg. Ökumenn em tillitssamir þegar komið er af afreinum. Sjálfsögð kurteisi þykir að rýma fyrir þeim sem þaðan koma með því að færa sig jrfir á vinstri akrein. Ef viðkomandi vil- list er ekkert einfaldara en að spyija til vegar. Áningarstaðir em víða meðfram vegum eins og al- gengt er á meginlandi Evrópu þar sem hægt er að stansa og teygja úr sér. Góð vegakort em nauðsjmleg en þau fást á flestum bensínstöðv- um, í ritfangaverslunum og í bókabúðum. Aftursætisbflstjórinn kemur í góðar þarfir f framsætinu sem lóðs. Það starf er jrfírleitt létt verk m.a. sökum þess að þjóð- vegir em vel merktir og gatna- kerfi margra bandarískra bæja og borga er, eins og flestum er eflaust kunnugt, byggt upp af tölusettum strætum, sem liggja þvert á tölusettar traðir líkt og reitir á skákborði. Vansalaust ætti því að vera að rata frá gatna- mótum Nítjánda strætis og Sjöttu traðar að homi Sjöunda strætis og Fyrstu traðar svo tekið sé dæmi af handahófi. Höfundur er viðskiptafræðing- ur Vinnimi að bættrí menntun kvenna —segir Helen Skirrow, svæðisstjóri Delta Kappa Gamma í Kanada DELTA Kappa Gamma eru al- þjóðleg samtök kvenna f fræðslu- störfum. Hér á landi eru starfandi þijár deildir með 86 félaga og var árleg námsstefna félagsins á ís- landi haldin f Odda fyrir nokkru. Heiðursgestur var svæðissijóri Delta Kappa Gamma f Kanada, Helen Skirrow, og hitti blaðamað- ur Morgunblaðsins hana að máli til að fræðast nánar um félags- skapinn. Delta Kappa Gamma var stofnað í Bandaríkjunum árið 1929 og verður því sextugt á næsta ári. Hér á landi hafa samtökin starfað í rúm tíu ár og er núverándi formaður félagsins Sjöfn Sigurbjömsdóttir. Hér starfa fjónir deildir með 86 félaga en alls eru 165.102 félagar í heiminum, f 13 löndum. Frú Skirrow er stödd hér á landi til að sitja námsstefnu sem haldin er í hveiju ríki fyrir sig á vori hveiju þar sem konur úr fræðslustétt, kenn- arar og aðrir, koma saman og ræða það sem efst er á baugi f skóla- og fræðslumálum viðkomandi lands. Þær geta óskað eftir því að fá í heim- sókn einhvem hátt settan meðlim og senda um það beiðni til yfírforseta sem kemur henni á framfæri og útn- efnir gest á ráðstefnuna. Þeim ríkjum sem aðild eiga að Deita Kappa Gamma er skipt f þijú svæði; Evrópu, Kanada og Banda- ríkin auk Mið-Ameríkuríkja, og er Helen svæðisstjóri fyrir Kanada. HÚn er kennari að mennt en hefur einnig mastersgráðu í bókasafnsfræðum og starfaði sem yfirbókavörður hjá menntamálaráðuneytinu kanadíska þegar hún var útnefd svæðisstjóri Delta Kappa Gamma. Helen Skirrow hefur verið félagi frá 1972 og hefur síðan þá gegnt forystustörfum bæði í sínu héraði og jrfir Alberta fylki f Kanada þar sem hún býr. Hún var síðan fyrir tveimur árum útnefnd fulltrúi Kanada f al- þjóðastjóminni og hefur nú þjónað f tilskilinn tfma, eða tvö ár, og lætur af embætti í endaðan ágúst. Aðspurð um tilgang félagsins sagði Helen Skirrow: „Megin til- gangur Delta Kappa Gamma er að hjálpa konum til að afla sér betri menntunar og þeim sem fást við Morgunblaðið/Sverrir Helen Skirrow, svæðisstjóri Delta Kappa Gamma í Kanada. kennslustörf að komast í betri stöð- ur. Við veitum kennurum sem og öðmm sem vilja afla sér kennara- menntunar skólastyrki og er eitt aðalverkefnið um þessar mundir að hjálpa konum f þríðja heiminum að afla sér menntunar og stuðla al- mennt að bættri menntun kvenna, hvar sem er f heiminum. Félagar í Delta Kappa Gamma eru konur úr fræðslustétt; bæði kennar- ar, skólabókaverðir og skólasálfræð- ingar, sem og aðrir sem starfa að skólamálum. Oðrum þeim sem stuðl- að hafa að eflingu menntunar kvenna en eru ekki beint tengdar skólakerf- inu er einnig oft boðið að verða heið- ursfélagar. Starfsemi félagsins, fyrir utan það að veita skólastyrki, fer einkum fram með fundahaldi. Hver deild heldur fundi minnst flórum sinnum á ári eða oftar, þar sem rædd eru þau mál varðandi menntun og skólastarf sem efst eru á baugi, í heiminum eða í viðkomandi landi eða svæði. Á þess- um fundum koma saman konur af öllum stigum skólakerfísins, grunn- skólakennarar jafnt sem hálskóla- prófessorar og skiptast á skoðunum oe ræða málin. Nyjum félögum er boðin þátttaka og verða þær helst fyrir valinu sem talið er að hafí nægan tíma til að sinna því mikla starfí sem fylgir því að vera virkur félági. Skilyrði fyrir þátttöku er að sækja þing og vinna heils hugar að viðgangi félagsins. Hér á íslandi koma óvenju margir félagar af efstu stigum fræðslukerf- isins en víða erlendis eru flestir með- limir almennir grunnskólakennarar. Helsta markmið okkar er að hjálpa konum í kennarastétt að ná persónu- legum jafnt sem faglegum þroska. í þriðja heiminum er menntun kvenna vfða mjög lítil og við vinnum að því að efla menntun kvenna um allan heim. Við vonumst til að félagsskap- ur þem þessi geti skapað samstöðu og samhjálp meðal kvenna. Því það er staðreynd að við lifum í karlasam- félagi þar sem karlar hjálpa öðrum körlum. Það veitir því ekki af að efla samstöðu kvenna innan fræðslu- kerfisins sem annarsstaðar." Pennavinir Sautján ára japönsk stúlka með áhuga á teikningu og listmálun: Kaori Kamiya, 27 Maeda, Ikugi, Higashiura-cho, Chita-gun, Aichi, 470-21 Japan. Fimmtán ára stúlka úr norður- héruðum Finnlands með áhuga á tónlist, einkum lögum Elvis Presley og rokktónlist, vill skrifast á við 15-17 ára stráka og stelpur: Kirsi Vaara, Pukkisillantie 12, 94450 Keminmaa 2, Finland. Þrítugur Qatarbúi sem safnar frímerkjum, póstkortum, mjmt en hefur einnig ýms önnur áhugamál, vill eignast íslenzka pennavini: V. P. Ahmed, P.O.Box 546, Doha, Qatar. f__ Fimmtán ára írskur piltur með áhuga á tónlist, bréfaskriftum og frímerkjum: Kenneth Sweeney, Bonniconlon, Ballina, Co. Mayo, Ireland.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.