Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 42

Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 s^Ríí,jóoui M *w KÓPAV( '’WWkl [orgunblaðið/Ámór Sigurvegarar mótsins. Talið frá vinstri: Guðlaugur R. Jóhannson, Örn Arnþórsson, Valur Sigurðsson og Jón Baldursson. Svipmynd frá undanúrslitunum Brídsmót í Kópavogi: Þekktar kemp- ur í efsta sæti Þeir töpuðu úrslitaleiknum og skv. reglunum urðu þeir því í 3. sæti. Talið frá vinstri: Jónas P. Erlingsson, Hrólfur Hjaltason, Sigtryggur Sigurðarson, Guðmundur Pétursson, Bragi Hauksson og Ásgeir Ásbjörnsson. Ólafur Th. Sigurðsson sparisjóðsstjóri (lengst til hægri) afhenti verðlaunin. Brids Amór Ragnarsson Trausti Finnbogason Sveit Jóns Bjama Jónssonar sigraði í maí-móti Sparisjóðs Kópavogs og Bridsfélags Kópa- vogs sem fram fór um síðustu helgi. í sveitinni spiluðu: Jón Baldursson, Valur Sigurðsson, Öm Amþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson. Keppnisform mótsins var útsláttarkeppni með svokallaðri „Sviss“-hliðarkeppni þar sem tapsveitir gátu hafíst til' vegs og virðingar á ný. Sveitunum 19 var skipt í þijá flokka og spilaðar þrjár umferðir — 8 spila leikir í fyrstu tveimur umferðunum og 16 spila leikur í þriðju umferð. Þijár sveitir komust í gegnum þennan hreinsunareld ósigraðar en mikið var um óvænt úrslit. Má nefna að Baldur Bjartmars- son vann sveit Magnúsar Ólafs- sonar, sveit Jóns Haukssonar vann sveit Samvinnuferða/Land- sýnar og sveit Jóns Þorvarðar- sonar vann sveit Jóns Bjama. Sveitimar sem komu ósigraðar úr 3 fyrstu umferðunum vom sveitir Jóns Þorvarðarsonar, Jóns Haukssonar og Braga Hauksson- ar. Þessar sveitir hvíldu meðan keppt var um 4. sætið í úrslita- keppninni. Eftir tvísýna viður- eign Jóns Bjama við sveit Jóns Andréssonar sigruðu hinir fyrr- nefndu. Í undanúrslitum spiluðu síðan saman Jón Bjami og Jón Þor- varðarson og hefndi nú Jón Bjámi tapsins fyrr í mótinu og vann með 53 punktum gegn 46. Sveit Braga Haukssonar vann sveit Jóns Haukssonar með 28 punktum gegn 6. Úrslitaleikur- inn var því milli Jóns Bjama og Braga Haukssonar, stigahæstu sveitanna í mótinu. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók sveit Jóns Bjama völdin og sigraði með 68 punktum gegn 33. Samkvæmt reglum mótsins varð sveit Braga Haukssonar í þriðja sæti. í hliðarkeppni (Svissinum) var spilað um 2., 4. og 5. sætið í mótinu, tvær umferðir. Fyrir síðustu umferð áttu sveitir Jóns Haukssonar, Jóns Þorvarðarsonar og Samvinnu- ferða/Landsýnar allar mögu- leika. Úrslit mótsins: 1. sæti: Verðlaun kr. 120.000, gefin af Sparisjóði Kópavogs: Sveit Jóns Bjama Jónssonar (Jón — Valur, Guðlaugur — Öm). 2. sæti: Kr. 80.000: Sveit Sam- vinnuferða/Landsýnar (Helgi — Bjöm, Matt- hías — Ragnar og Hrannar). 3. sæti: kr. 40.000: Sveit Braga Haukssonar ( — Sig- tryggur, Hrólfur — Ás- geir, Jónas - Guðmund- ur). 4. sæti: Bókaverðlaun frá Máli og Menningu: Sveit Jóns Andréssonar. 5. sæti: Bókaverðlaun frá Kópa- vogskaupstað: Sveit Jóns Þorvarðarsonar. Þá vom í boði aukaverðlaun frá Fatalandi hf. (spil mótsins að verðmæti 15.000 kr.) og frá veitingahúsinu Við Tjömina. Framkvæmd mótsins var mjög góð og umbúnaður hinn glæsileg- asti, bæði af hálfu Bridgefélags Kópavogs (undir forystu Trausta Finnbogasonar) og Sparisjóðs Kópavogs. Ólafur St. Sigurðsson sparisjóðsstjóri afhenti verðlaun í mótslok og sleit síðan mótinu. Keppnisstjórar voru Hermann og Ólafur Lárussynir, og stýrðu þeir mótinu af röggsemi að vanda. Þá er aðeins ógetið spilastað- arins, en aðalsalurinn er nánast byggður fyrir keppnisformið; á stöllum með „almenningi" neðst svo staða sveita í mótinu var næsta ljós, keppnina á enda. Töluvert var um áhorfendur, er leið að mótslokum. EIN 0DYRASTA SLATTUVEUN á markaönum meö 3ja hp. BRIGGS & STRATTON fjórgengisvél Stærsti framleiðandi sláttuvéla I heiminum. fjórgengisvél G.Ó. PÍTURSSON HF. UMBOOS- OG HQU3V€SSUJN • MTD 118-050R • Þrælsterk amerísk sláttuvél með öryggi í handfanginu fyrir hnífinn. • Kostar aðeins kr. 13.600 stgr. • Vildarkjör Visaeða Eurokredit: Lág eða engin útborgun og jafnar mánaðarlegar greiðslur allt upp i 6 mán. • 3ja ára ábyrgð. • Viðurkennd viðhalds- og varahlutaþjónusta. • Gerið verð- og gæðasamanburð! • Opið laugardaga frá kl. 10-16. Ilátiimla Biiarkaðurinn Smiðjuvegi 30 € Kópavogi Símor: 77066, 78600 Sextán söngvar eftir Kristin Reyr ÚT er komið söngvaheftið Sext- án söngvar eftir Kristin Reyr. Útsetningar eru eftir Eyþór Þor- láksson. Heftið er 63 siður og skiptist í tvo hluta. í fyrri hlutan- um er að finna nótur af sönglög- unum en i seinni hluta birtast ljóðin sextán sem sönglögin byggja á. Sextán söngvar er sjöunda söngvabók Kristins Reyr en áður hafa komið út Sjö einsöngslög 1967, Nítján sönglög 1972, Atján söngvar 1975, Grindvísk rapsódfa 1979, Fimmtán sönglög 1984 og Fimm valsar 1986. Höfundur gefur heftið út sjálfur og sér um hönnun á kápu. Hún er prentuð og bundin í prentsmiðju Isafoldar. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! 'i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.