Morgunblaðið - 04.06.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988
43
Nesti
onur hafa verið Iiðtækar í blóma- og trjárækt. Árið 1940 gaf ísafoldar-
prentsmiðja út ljóðabók eftir Höllu Eyjólfsdóttur á Laugabóli við ísafjörð,
heitir Kvæði II. í bók þessari er æfiágrip Höllu og segir þar: „A
sem
en þebta er ástin frá viði til viðs.
KHér vil ég a& eilífu standa.
K:
S _
þessum árum, 1912, kom Halla sjer upp blómagarði við íbúðarhúsið; var
það sá fyrsti á sveitabæ við ísafjarðardjúp, 1872x16 álnir og ijeði hún
gerð hans og niðurröðun sjálf og gróðursetti þar strax algengustu íslenska
runna og tijátegundir, og auk þess íslenskar blómjurtir — um eitt skeið,
1924, hafði hún þar yfir 150 tegundir íslenskra blóma — og svo að auki nokkrar útlendar
skrautjurtir. Blómagarðurinn hennar, „Gleym mér ei“ var hennar helgidómur. Þar komst
öll hennar nákvæmni og kærleikur að, að hlúa að hinu veikgeða foldarskarti. Þar eyddi
hún flestum stundum, er hún
gat sjeð frá öðrum störfum,
jafnvel stytti svefntímann.
Hjartamyndaða beðið í miðj-
um garðinum hefur eflaust
átt að minna á kærleikshug
þann, er hún bæri til hinna
fögru en veikbyggðu íbúa
hans. — í blómsturgarðinum
leið henni alltaf vel, enda
festi hún skilti upp yfir hlið-
inu, er hún hafði lokið við
garðinn 1912, með áletrun-
inni: „Hér býr ánægjan.“
Halla hafði einnig girt stór-
an matjurtagarð og ræktaði
þar, auk rófna, ýmsar teg-
undir af kartöflum og kál-
tegundir, t.d. hvítkál,
grænkál og rauðkál o.fl. og
fjekk vel þroskuð kálhöfuð
og auk þess rabarbara. —
Hvatti hún nágranna sína til
garðræktar og hjálpaði þeim
um útsæði, tilsögn og upp-
örvun í starfinu. Hún var
æfifjelagi í Garðyrkjufjelagi
íslands, meðlimur í búnaðar-
félagi hreppsins og heiðurs-
fjelagi 1917 í UMF „Huld“
og orti í blað þess og við
skógarskemmtun."
Það heitir Engidalur, þar sem
beygt er inn á Álftanesveginn við
bæjarmörk Hafnarfjarðar. Hér á
árum áður var dansað þar á palli,
sem sleginn var upp á grasflöt-
inni. Þetta var Hollywood og Bro-
adway síns tíma.
Á hraunkambinum, sem skýlir
þessari litlu gróðurvin fyrir vest-
anáttinni, hafa kvenfélagskonur í
Garðabæ komið sér upp skóg-
ræktargirðingu, og í vikunni sem
leið voru nokkrar þeirra ásamt
bömum sínum að huga að tiján-
um. Þegar ég fór þar um, hafði
hópurinn sest í hraunbolla og tek-
ið fram nesti sitt. Kom mér þá í
hug, að margir slíkir hópar ættu
eftir að taka sig upp úr bæ eða
borg á næstu vikum og fara í
reitinn sinn til þess að planta
tijám og hlynna að þeim sem
koma undan vetri. Útiveran og
erfiðið við gróðursetninguna gera
hvem mann lystugan og þá er
gott eins og konurnar í Garðabæ
gerðu, að tylla sér niður og maula
nestið sitt meðan látið er líða úr
sér. En hvað ætti að vera í nesti-
spakkanum? Það ætti að vera lyst-
ugt og orkuríkt og hér eru nokkr-
ar tillögur um það. Eitt ættum
við að varast en það er að nota
plastfilmu utan um feitan mat.
Mýkingarefnið í plastfilmunni
leysist upp um 20% þegar það
kemst í snertingu við fitu. Hins
vegar er annað mál með þann
mat sem engin fita er í, t.d. ávexti
og grænmeti. En ekki er heppilegt
að leggja plastfilmu ofan á ost,
kæfu eða kjötmeti.
Skonsur bakaðar á pönnu
12 stk.
3 egg
Vz bolli sykur
5 bollar hveiti
1 bolli heilhveiti
5 tsk. lyftiduft
1 lítri mjólk
3 msk. matarolía
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
aö standa í stat5
át ígeim'inn,—
Eg meina þó ekki
og stara sem fífL___........,
ij\ \ nei,göfga hið smáa, ef gæti ég það,
1 r-0?. 9erð S0m h®r""allan heiminn.
^ Ég hefi’ ekki skap fcil að Itita svo
a& leita brestunum hinna,
en kærleikans heista ég hefja vil hátt
í hæ<5ir-til átthaga sinna.
Halla EyjótfSdóttir
lágt
á Laugabóli.
1. Hrærið egg og sykur vel
saman, í hrærivél.
2. Sigtið saman hveiti, heil-
hveiti og lyftiduft.
3. Setjið mjölið og mjólkina á
víxl út í eggjahræruna og hrærið
á milli.
4. Setjið matarolíu út í deigið.
5. Hitið pönnukökupönnu. Haf-
ið miðlungshita. Bakið sfðan 12
skonsur úr deiginu. Hæfílegur
tími er 5 mínútur á hvorri hlið.
Skonsur bakaðar á hellu
5 stk.
250 g hveiti
250 g heilhveiti
3 tsk. lyftiduft
100 g smjörlíki
2 egg
2 dl mjólk
1. Setjið hveiti, heilhveiti og
lyftiduft f skál.
2. Myljið smjörlíkið út f hveitið.
3. Setjið eggin og mjólkina út
í og hnoðið deig.
4. Skipið deiginu í 5 hluta.
Búið til kúlu og fletjið út þannig
að þetta passi á stóra hellu.
5. Hitið helluna. Hafið minna
en hálfan hita. Bakið kökumar
beint á hellunni, u.þ.b. 5—7
mfnútur á hvorri hlið.
Flatkökur
10 stk.
200 g hveiti
400 g heilhveiti
50 g hveitiklíð
IV2 tsk. salt
IV2 tsk. lyftiduft
6 dl sjóðandi vatn
1. Setjið hveiti, heilhveiti,
hveitiklfð, salt og ljrftiduft í skál.
Blandið vel saman.
2. Sjóðið vatnið og hellið út í
mjölið. Hnoðið saman. Best er að
gera það í hrærivél, þar sem deig-
ið er heitt og ekki gott að hnoða
það með höndunum.
3. Skiptið deiginu f 10 hluta.
Fletjið síðan út í kringlóttar kök-
ur. Skerið undan diski. Pikkið
kökumar.
4. Setjið fullan straum á hell-
una. Bakið sfðan kökumar beint
á hellunni í 3—5 mínútur á hvorri
hlið.
5. Bleytið diskaþurrku. Setjið
utan um kökumar jafnóðum og
þær em bakaðar. Setjið síðan í
stóran pott og hlemm yfír.
6. Gætið þess að hreinsa af
hellunni um leið og þið takið flat-
kökumar af. Skafið lauslega af
hellunni með hníf.
Eggjakaka með hangikjöti
eða silungi og flatbrauði
3 egg
2 msk. mjólk eða vatn
V4 tsk. salt
nýmalaður pipar
1—2 tsk. matarolía
1. Þeytið saman
mjólk/vatn, salt og sykur. Hægt
er að slá þetta saman með gaffli
í skál.
egg.
2. Setjið pönnukökupönnu á
hellu og hitið. Hafið vægan hita.
3. Setjið matarolíu á pönnuna.
4. Hellið eggjahrærunni á
pönnuna. Setjið lok á pönnuna og
látið eggjakökuna þoma að ofan.
Hægt er að nota disk til að hvolfa
yfir pönnuna þar sem fæstir eiga
hlemm sem passar á pönnukökup-
önnu.
5. Takið eggjakökuna af pönn-
unni og kælið.
6. Leggið síðan kalda eggja-
kökuna ofan á flatbrauðið. Setjið
síðan hangikjöt eða reyktan silung
ofan á.
7. Leggið aðra smurða flatköku
ofan á. Skerið í bita og pakkið inn
í smjörpappír eða nestispappír.
Flatbrauð eða rúgbrauð
með lifrarkœfu
2 flatkökur eða 3 sn. rúgbrauð
15 g smjörvi eða sólblóma
150 g lifrarkæfa
smábiti fersk gúrka
smjörpappír eða nestispappír
1. Smyijið brauðið eða flat-
brauðið með sólblóma eða
smjörva.
2. Smyijið lifrarkæfu yfír
brauðið.
3. Skerið gúrkuna í sneiðar og
setjið ofan á.
4. Skerið brauðsneiðamar í
tvennt og hvolfið saman eða ske-
rið flatkökumar í 4 hluta og hvolf-
ið saman.
5. Pakkið inn í smjörpappír eða
nestispappír.
Skonsur eða heil-
hveitibrauð með skinku
og ijómaosti
2 skonsur eða 4 heilhveitibrauð-
sneiðar
1—2 msk. ijðmaostur án bragð-
efna
6 sneiðar skinka
fersk steinselja
nokkur salatblöð
smjörpappír eða nestispappír
1. Smyijið skonsumar eða
brauðsneiðarnar með ijómaosti.
2. Leggið skinkusneiðamar
jafnt ofan á.
3. Skerið skonsumar í femt eða
hveija brauðsneið í tvennt.
4. Þvoið salatið og steinseljuna.
5. Leggið salatblað og steinse-
ljugrein ofan á helming brauð-
sneiðanna/skonsanna. Leggið
hinn helminginn yfir.
6. Pakkið inn í smjörpappír eða
nestispappír.
Skonsur eða flatkökur
með
osti og papriku
2 flatkökur eða skonsur (eða ann-
að brauð)
20 g smjörvi eða sólblóma
8—10 sneiðar ostur
1 lítil paprika, rauð eða græn
smjörpappír eða nestispappír
1. Smyijið flatkökumar/skons-
umar.
2. Skerið ostinn í sneiðar og
leggið ofan á.
3. Takið stilkinn úr paprikunni,
fjarlægið steina. Skerið síðan í
sneiðar.
4. Setjið papriku á aðra flatkök-
una, leggið hina yfír. Skerið síðan
í bita.
5. Vefjið bitunum í smjörpappír
eða nestispappír.
Skonsur eða flatkökur
með
smurosti og tómötum
2 flatkökur eða skonsur (eða ann-
að brauð)
3 msk. smurostur, t.d. sveppa- eða
paprikuostur
2 meðalstórir tómatar
nokkur strá graslaukur
smjörpappír eða nestispappír
1. Smyijið flatkökumar eða
skonsumar með ostinum.
2. Leggið tómatsneiðar ofan á
aðra kökuna.
3. Klippið graslaukinn og stráið
yfir.
4. Leggið smurða flatköku yfir.
5. Skerið i bita. Vefjið hveija
bita í smjörpappír eða nestis-
pappír.