Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 48

Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNf 1988 Landakirkja. Mynd tekín 1955. Landakirkja í Vestmannaejjuni l..; ’• V*'“A'• ''**<*< f >. /jfo/Í If ./ y /á mvvm „Grunn- og framhliðarteikning af þeirri nýju grunnmúruðu kirkju sem byggjast skal i Vestmannaeyjum á íslandi með sínum innanhúss innréttingum. Kaimmannahöfn þann 22. april 1773. G.D. Anthon.“ — Þjóðskjalasafn íslands. eftir Guðmund Gunnarsson Síðustu misseri hefur mikill áhugi vaknað hér á landi á endur- byggingu steinhúsanna frá 18. öld. Þessi hús voni reisuleg eftir því sem þá gerðist á íslandi og sætti stórtíð- indum sú ákvörðun að byggja húsin úr steini. Frumkvæðið um byggingu húsanna kom að mestu frá Islend- ingum sjálfum. Hirðhúsameistarar konungs teiknuðu húsin og voru þau reist á tímabilinu 1753—1796. Tilgangurinn með byggingu hús- anna var meðal annars sá að ryðja nýtískulegri húsagerð til rúms á íslandi og kenna íslendingum hand- bragðið. Reynt var að senda eins fáa handverksmenn frá Danmörku og unnt var, en blanda landsmönn- um sjálfum sem mest í starfsemina og ala þá upp sem handverksmenn. Tilgangurinn var góður en mistókst því miður. Reykjavíkurborg stendur nú fyrir myndarlegri endurbyggingu á Við- eyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Verið er að endurbyggja Hóiadómkirkju. Endurbyggingu Nesstofu er að mestu lokið og endurbyggingu Dómkirkjunnar er lokið. Hafnar eru framkvæmdir við breytingar og endurbyggingu á Bessastaðastofu. Reynt er að vanda sem best til verka og tekið er tillit til upprunalegs byggingarstíls húsanna. Húsin eru hluti af menningararfi okkar og við viljum því varðveita þau í sem upp- runalegustu mynd. Manni þykir því skjóta skökku við að sjá þær hugmyndir um safn- aðarheimili við Landakirkju í Vest- mannaeyjum, sem skýrt var frá í Morgunblaðinu þann 19. maí. Hér þykir mér þessari merku kirkju ekki nægur sómi sýndur. Lögun og form nýbyggingarinnar er svo til- finningalaust gagnvart gömlu kirlq- unni að betur væri að nýbyggingin væri að öllu niðurgrafin. Sá hluti safnaðarheimilisins, sem gert er ráð fyrir að verði ofanjarðar minnir meira á bifreiðaverkstæði en sam- komustað safnaðar. Landakirkja á sér Ianga og merka sögu og ■ er eitt af elstu mannvirkjum þessa lands og vekur það því athygli að hana er ekki að fínna á skrá yfir friðaðar byggingar á Islandi. Árið 1746 skrifaði rentukamm- ersstjórinn til Hins íslenska verslun- arfélags og krafðist þess að félagið lagfærði kirkjuna í Vestmannaeyj- um því að í henni væri ekki lengur messufært. í bréfi sínu vitnar rentu- kammersstjórinn til leigusamnings konungs og Verslunarfélagsins. Þessi kirkja sem hér um ræðir var byggð samkvæmt konungs úrskurði árið 1722 og var því aðeins 24 ára gömul. Vegna smæðar safnaðarins hrukku kirkjugjöld ekki fyrir við- haldi kirkjunnar. Verslunarfélagið skrifaði stjóminni í Kaupmanna- höfn kurteislegt bréf, þar sem bent var á að í einkaréttindasamningi væri ekki orð um viðhald kirkjunn- ar, heldur væri einungis á það minnst að Verslunarfélagið skuli sjá til að kirkjugripir séu í sómasam- Iegu lagi. Stjómin kyngir þessu svari og samkvæmt konungs úr- skurði 1748 er ákveðið að rífa kirkj- una og byggja nýja og var hún fullbyggð 1749. Árið 1771 steðja vandræðin aftur að. Þá tilkynnir fulltrúi íslenska verslunarfélagsins í Vestmannaeyj- um, Hans Klog kaupmaður, Thodal stiftamtmanni að kirkjan sé mjög af sér gengin, bæði þakið og fót- stykkin. Thodal stiftamtmaður leggur til að réttast sé að binda enda á það vandræðaástand að þurfa að byggja nýja kirkju á tuttugu ára fresti, með því að reisa kirkju úr steini. I ágústmánuði 1772 er kirkjan tekin út og samin úttektargerð á íslensku. Einnig er gerð kostnaðaráætlun um hvað ný steinkirkja komi til með að kosta og hversu mikið eftii þurfi að flytja frá Danmörku. „Landakirkja á sér langa og merka sögn og er eitt af elstu mann- virkjum þessa lands og vekur það því athygli að hana er ekki að finna á skrá yfir friðaðar byggingar á íslandi." Stóra vandamálið við fram- kvæmdina var vinnuaflið. í fámenn- inu í Vestmannaeyjum voru ekki nógu margir húsmenn til að bijóta allt það gijót, sem til kirkjubygg- ingarinnar þurfti. Stiftamtmaður hugsaði sér að leysa þennan vanda með því að láta tugthúslimina í Reykjavík vinna við að bijóta og höggva gijótið. Yfirgripsmikil skýrsla stiftamtmanns ásamt fylgi- skjölum var síðan send með síðasta skipi frá íslandi haustið 1772. Rentu- og yfírtollkammerið reyndust vera sammála um að byggja steinkirkju. Vorið 1773 var hirðhúsmeistari G.D. Anthon tilbú- inn með teikningar og lýsingu ásamt vandlega unninni kostnað- aráætlun. Til vara hafði hann einn- ig gert teikningar af timburkirkju. Teikningar og kostnaðaráætlun var samþykkt af konungi í nóvemb- er 1773 og voru 2735 rdl. veittir úr konungssjóði til verksins. Kirkjan skar sig úr íslensku 18. aldar byggingum að því leyti að hún var í rókokkóstfl. Kirkjan er þó ekki byggð nákvæmlega eins og arkitektinn hafði hugsað sér. Fíngert upphleypt verk á langveggj- um hefur ekki verið hægt að vinna í þann grófgerða stein sem var til- tækur. I verklýsingu Anthons kem- ur fram að veggi átti að múrhúða bæði utan og innan. Hún er ein um þetta meðal íslensku steinhúsanna, öll hin voru upphaflega með stein- veggina bera. A gólfi var gert ráð fyrir 11.000 Flensborgarsteinum, reistum á rönd. í maí 1774 gerði Anthon samning við Christopher Berger múrara- meistara um að taka sér far með fyrsta skipi ásamt konu og fjórum bömum og sveini eða hjálpar- manni. Timbur í þakið átti hins vegar ekki að senda fyrr en árið eftir. Stiftamtmaður fékk konung- lega skipun um að leggja að bænd- um og almúgafólki að vinna skyldu- vinnu við kirlqubygginguna og eftir því sem þyrfti flytja „vinnufæra tugthúslimi af karlkyni" til Vest- mannaeyja, með því skilyrði þó, að þeir verði hafðir undir „tilhlýðilegu eftirliti og aga“. Verkinu miðaði vel samkvæmt áætlun og þann 30. mars 1776 gat Thodal stiftamtmaður tilkynnt að múrverki væri lokið. Þakefni vant- aði enn og það er svo ekki fyrr en í júlí 1776 að leiguskip kemur með þakviði og efni. Með skipinu komu tveir trésmíðasveinar. Erfiðlega gekk að koma efninu á byggingar- stað og það tók það nær mánað- artíma. Sveinamir urðu því að hafa vetursetu á íslandi, því útilokað var að ljúka verkinu áður en síðasta skip fór til Kaupmannahafnar þá um haustið. Þegar hér er komið sögu vekja menn máls á því að réttast væri að fá nýjar innréttingar í kirkjuna því þær gömlu voru illa famar og orðnar óhijálegar, einkum prédik- unarstóllinn. Samþykki fékkst frá Kaupmannahöfn og var stiftamt- manni falið að meta ástand innrétt- inga og kirkjumuna og taka ákvarð- anir um hvaða hluti úr gömlu kirkj- unni væri hægt að nýta sér. Hann átti síðan að selja viði gömlu kirkj- unnar og þá gripi sem ónothæfir voru taidir á uppboði. Flest bendir til að allt nýtt, sem smíðað var inn- an í kirkjuna, hafi verið gert hér á landi, því að hvergi er getið um flutninga innréttinga frá Kaup- mannahöfn. Kirkjubyggingunni var lokið í ágúst 1778 eftir 4ra ára strit og stríð. Landakirkja hefur tekið umtals- verðum breytingum á þessum 210 ámm. Árið 1856 fékk kirkjan beina stafna í stað hálfvalma og um leið var settur á hana áttstrendur þak- tum. Þá var kirkjunni mikið breytt að innan. Árið 1955 var þaktuminn tekinn ofan en í hans stað byggður fyrirferðarmikill ferstrendur tum úr steinsteypu á vesturstafni. Sú breyting var af mörgum talin slæm en hún er þó hátíð miðað við þær hugmyndir sem nú eru uppi og framkvæmdir þegar hafnar við. Óskandi væri að söfnuður Landa- kirkju endurskoðaði hugmyndimar um nýbygginguna og stöðvaði framkvæmdir áður en lengra er haldið og forðaði þannig slysi. Heimdildir: Steinhúsin gömlu & ts- landi, eftir Helge Finsen og Es- bjöm Hiort. Íslensk þýðing dr. Kristján F.ldjárn. B&kaútgáfan Ið- unn, 1978. Höfundur er arkitekt FAÍ. Gömul ljósmynd af Landakirkju, sennilega frá lokum 19. aldar. Búið er að setja áttstrendan þakturn á kirkjuna, gera stafnana beina upp úr í staðinn fyrir hálfsneiðinga, og setja galvaníserað járn á þak- ið. Auðséð er að á þessum tíma hafa verið tréhlerar fyrir gluggum. — Þjóðminjasafn Dana í Kaup- mannahöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.