Morgunblaðið - 04.06.1988, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 04.06.1988, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Jóhanna R. B. Sófus- dóttir — Kveðjuorð Fædd 23. ágúst 1913 Dáin 2. apríl 1988 Hví skyldi yrkja utn önnur fljóð en ekkert um þig ó móðir góð? Upp þú minn hjartans óður því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfúgri móður? (Matthías Jochumsson) Þann 2. apríl sl. barst mér sú sorgarfregn að Jóhanna Ragnheiður Bára Sófusdóttir, móðursystir mín (og mín önnur móðir), hefði kvatt þennan heim eftir mikil og erfið veikindi. í IV2 ár var hún búin að vera meira og minna á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og þar lauk hennar dauðastríði. Jóhanna Ragnheiður Bára var fædd 23. ágúst 1913 á Laugalandi á Þelamörk. Foreldrar hennar voru Kristjana Jóhannsdóttir fædd í Útibæ á Flatey á Skjálfanda og Sig- urgeir Sófus Gissurarson fæddur í Slqaldarvík í Glæsibæjarhreppi. Kristjana og Sófus eignuðust 7 böm og þar af eru 2 á lífi. Fyrst eignuðust þau tvíburastúlkur, Huldu, hún dó á sjötta ári, og Guð- rún, sem dó í frumbemsku. Þriðja bamið var Jóhanna og fjórða er Hulda María, hún er búsett á Akur- eyri. Sjðan kemur Sigríður sem gift- ist til Isafjarðar, en lést úr berklum 1940. Að síðustu eignuðust þau tví- burana Jón, sem lést í frumbemsku, og Petreu Olgu, hún býr í Reykjavík. Jóhanna fór að heiman sem vinnu- kona til þeirra mætu læknishjóna Sigríðar og Sigmjóns Jónssonar á Dalvík og var í 6 ár, oft talaði hún um hvað hefði verið þar. Síðan ligg- ur leið hennar til Reykjavíkur og er hún þar í rúmt ár. Svo liggur leiðin aftur heim á æskustöðvarnar, þar fer hún að vinna við herrafatasaum á saumastofu Gefjunnar og vann þar árum saman. Hennar mikla lán í lífínu var þeg- ar hún kvæntist 17. desember 1943 eftirlifandi manni sínum Jóni Gísla- syni, fæddum á Bessastöðum í Sæ- mundarhlíð, hann var þá að ljúka námi í trésmíði. Jón byggði tveggja hæða hús í Fjólugötu 14, Júlíus heit- inn Bogason bjó á neðri hæðinni en Jóhanna og Jón alla sína tíð á efri hæðinni. Það var óskaplega flott og fínt þegar þau fluttu þar inn, því Jón lét sig ekki muna um að smíða allt innbú í húsið sem var listasmíði eins og allt sem hann tekur sér fyr- ir hendur. Jóhönnu og Jóni varð 4 bama auðið. Þau eru: Sveinn Heiðar Jónsson f. 26. mars 1944, hann er húsasmíðameistari, maki Erla Odds- dóttir frá Akranesi; Sigríður Sigur- björg Jónsdóttir f. 12. ágúst 1945, maki dr. Stefán G. Jónsson frá Munkaþverá í Eyjafírði; Sæbjörg Jónsdóttir f. 1. maí 1949, maki Jón Hlöðver Áskelsson og er hann skóla- stjóri Tónlistarskóla Akureyrar; Karl Jónsson byggingameistari f. 18. jan- úar 1952, maki Kristrún Helga Þórð- ardóttir. Barnabömin eru 19 og bamabamaböm 4. Undirrituð var alin upp hjá móður- foreldrum en ólst nú meira upp í Fjólugötunni, þaðan á ég svo margar yndislegar minningar um uppvaxtar- árin mín með fjölskyldunni þar. Það var alltaf tilhlökkun að fá að fara upp í Kollagerði á sunnudögum og tína ber. Jóhanna hafði alltaf tíma til að gefa öðrum og alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd. Hún bæði pijónaði og saumaði á alla fjöl- skylduna fatnað fyrir utan allan út- saum. Oft var hún örþreytt en hún kunni ekki að kvarta, hún var svo jákváeð og heilsteypt. 011 sumur voru gestir, oft uppí 15 manns og öllum var tekið opnum örmum, og alltaf hlaðborð af mat og kökum. Mér er sérstaklega minnisstaett þegar hún bauð heim af sínum myndarskap öllum konum Slysavamafélaginu Sæljósi á Flateyri þegar þær voru á ferðalagi um Norðurlandið sumarið 1984. Eg var svo heppin að elsta dóttir mín var hjá henni sumar eftir sumar, og fengu öll böm mín að kynnast ástríkri frænku og þessi sumardvöl er ánægjuleg endurminn- ing. Öm sonur minn kom til hennar eftir fermingu og var hjá þeim hjón- um í 5-6 ár og reyndust þau honum sem bestu foreldrar. Eg minnist móðursystur minnar og fósturmóður sem stórbrotinnar og hjartahlýrrar manneslqu. Blessuð sé minning Jóhönnu R. B. Sófusdóttur. Ragnheiður Erla Hauksdóttir, Flateyri <53 Minning: Kristján Magnússon hóndi, Seljalandi Fæddur 6. nóvember 1902 Dáinn 30. maí 1988 Okkur langar að minnast afa okkar, Kristjáns Magnússonar, sem lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 30. maí, eftir þriggja vikna legu þar. Margs er að minnast, en efst í huga okkar er hvé hress og kátur hann var. Það var mikið lán, að hann var hress í anda fram á síðasta dag, og þannig munum við geta geymt minninguna um hann. Afí bjó allan sinn búskap í Seljalandi. Hann var mikill bóndi, alltaf með hugann við bústörfín. I þau fáu skipti, sem hann þurfti að dvelja burtu frá Seljalandi, var hann alltaf með hug- ann þar, og þurfti helst að fá dag- legar upplýsingar um hvemig gengi í sveitinni. Hann vissi t.d. síðastlið- inn laugardag hvað margar kindur voru eftir óbomar, og hversu marg- ar vom tvflembdar. Ekki megum við gleyma hversu mikið hann unni tónlist. Mikið leið honum vel þegar hann hlustaði á hljóðfæraleik, oft settist hann sjálfur við orgelið, eða spilaði á munnhörpuna sína, það vom góðar stundir eins og allar sem við áttum. Afí og amma okkar, Þorbjörg Sigvaldadóttir, giftu sig árið 1932. Amma dó 22. september 1981. Það var mikill söknuður við lát hennar. Það vantaði mikið þegar hennar naut ekki lengur við, og eins er það nú þegar afi er horfinn. Það var gaman að koma í Seljaland til afa, ömmu, Magga og 'Fríðu. Mikill gestagangur hefur verið í Seljalandi heimafólkinu til mikillar ánægju. Þar er öllum tekið eins og þjóðhöfðingjar væm í heimsókn. Síðustu ár, þegar heilsu afa hrak- aði, naut hann umönnunar bama sinna, Hólmfríðar og Magnúsar, sem em búsett í Seljalandi. Ónnuð- ust þau hann af stakri alúð og umhyggju. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (V.Briem) Við bamabömin þökkum afa fyr- ir allar góðu stundimar. Bamaböm »toSSS«"B’w'a''a's Fagleg þekking, - fagleg þjónusta | m\ M/ ____ ■! 01« 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.