Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988
t/ég sk aS þú hefur Lok.6\ns
gcrt v/ií Sprunguna L veggnum."
HÖGNI HREKKVÍSI
,t>Ú HETLUI? BRhTT ÓK SOKPTUNNU.*
Geimsigling mannkyns
„Vetrarbrautin Andrómeda er ein þeirra miklu stjörnueyja sem við
augum blasa þúsundum saman í viðáttu geimsins, en hver ein slikra
hefur innan sinna vébanda hundruð miiljóna sólstjama."
Til Velvakanda.
Á smástjömu siglum við um
geiminn með geysihraða. í dag er-
um við langt frá þeim stað sem við
vorum á í gær. Oaflátanlega snýst
þessi litla stjama okkar um sjálfa
sig á geimflugi sínu. Hvem hringinn
eftir annan fer hún um sólina okkar
björtu, sem viðheldur hér öllu lífi.
Og jafnframt brunar þessi sól,
ásamt hnettinum okkar litla, á flug-
ferð umhverfís stjömueyjuna stór-
kostlegu, sjálfa vetrarbrautina, og
tekur ein slík ferð hundmð áramillj-
óna.
„Hve voldugt og djúpt er ei himinsins haf,
og hásigldar snekkjur sem leiðina þreyta."
(E.B.)
Þegar við horfum til himins á
heiðum kvöldum, fer ekki hjá því,
að við heillumst af skini þeirra
björtu depla, sem þar blasa við
augum, í öllum áttum.
„Stjamanna þúsundir tindra um himinsins
hvelfing
heilagur eldur í viðáttu geimanna lifír.“
(Jðn Helgason.)
Sólir em það, sem við okkur blasa,
sambærilegar við okkar sól, ásamt
fylgihnöttum sínum, reikistjömum,
sem við ekki sjáum. Og sumar þess-
ara sólna em svo fjarlægar að geisl-
ar þeirra hafa verið hundmð og
þúsundir ára og lengur þó, að ber-
ast okkur sem þessa jörð byggjum.
„Nú afhjúpast ljðsin um alstimdan
himinvðllinn
unz endalaus geimurinn skín,
og vegmóðir geislar hans, sumir jafn-fomir
og flðllin
fljúga til mín og þín.“
(Jón Helgason.)
En vita skyldum við að þar sem
stjömumar blika em önnur mann-
kyn milljónum saman, sem vita til
okkar og senda okkur bróðurkveðj-
ur. Þau óska þess heitast, að allar
þjóðir þessa mannkyns okkar
mættu lifa í sátt og samlyndi hver
við aðra. Og þau reyna mjög að
koma til okkar vitneskjunni um til-
vist sína. Og tækist sú tilraun, yrði
það fyrsta skrefíð í átt til þess að
bjarga mannkyni okkar úr þeim
ógöngum sem það nú er í og sem
við blasa á leiðinni fram.
Því frá háþroskaverum annarra
hnatta er að vænta þeirrar hjálpar
sem duga mun. Það er meira að
segja eina leiðin sem til bjargar
má verða.
Aukin sambönd við lengra komna
lifendur, sem viljann hafa og mátt-
inn til hjálpar er það sem okkur
vantar. Áukin lífsorka og lífsam-
bönd er einmitt það sem skortir til
þess að snúið verði af þeirri óheilla-
leið sem enn er gengin.
Ingvar Agnarsson
Gerum baðströnd við Seltjörn
Kæri Velvakandi.
Ég vil taka undir það sem skrifað
hefur verið í Velvakanda að
undanfömu um að gaman væri ef
gerð yrði baðströnd einhvers staðar
í grennd við Reykjavík. Nauðhólsvík
mun ekki koma til greina vegna
mengunar en hins vegar veit ég
ekki til þess að mengun hafí verið
mæld í Seltjöm á Seltjamamesi.
Þó Seltjömin líti út eins og flói
er skeijagarður fyrir mynni hennar
og gefur það mikla möguleika. Ef
heitu vatni, t.d. afgangsvatni frá
húsum, yrði hleypt þar í sjóinn
væri kominn þar góður baðstaður.
Að sjálfsögðu þyrfti að hafa þar
einhverja þjónustu, að minnst kosti
sturtuklefa, en kostnaður við þetta
ætti ekki að verða mikill.
Ég minnist þess að hafa séð grein
með ljósmyndum fyrir löngu þar
sem þessi hugmynd var kynnt. Á
iiveiju strandaði hún? Og að lokum.
Ef félagasamtök eða einkaaðilar
myndu sýna því áhuga að gera
baðströnd þama, hvemig myndu
bæjaryfírvöld á Seltjamamesi taka
í málið?
Sundmaður
Víkveiji skrifar
Tæknin og tölvuvæðingin getur
verið tvíbent, eins og Víkveiji
komst að raun um þegar hann var
á ferð í kaupstað úti á landi á dög-
unum. í þessum bæ eru það tveir
ríkisbankar sem aðallega beijast
um sparifé heimamanna og banka-
viðskiptin. Samkvæmt frásögn
heimamanna gerðist það svo ekki
alls fyrir löngu, að annar bankinn
ætlaði að slá hinum við og varð
fyrri til að koma á beintengdu
bankaafgreiðslukerfí við höfuð-
stöðvamar.
Þessi nýjung hefur hins vegar
reynst sýnd veiði en ekki gefín. I
ljós hefur komið að símalínukerfíð
milli landshlutanna er ekki burð-
ugra en svo, að það ber naumast
afgreiðslukerfí framsækna bankans
og afgreiðslan í bankanum liggur
því niðri langtímum saman. Biðrað-
ir óþolinmóðra viðskiptavina teygja
sig allt út á götu og eftir því sem
fúkyrði fólksins í biðröðinni verða
kröftugri, fitnar samkeppnisbank-
inn á næsta götuhorni eins og
púkinn á fjósbitanum forðum daga.
XXX
Stundum má sjá undarlegustu
hluti í sjónvarpinu. Á dögunum
sýndi t.d. önnur hvor sjónvarpsstöð-
in ágætan þátt um nóbelsverðlauna-
hafa og ekki varð betur séð en þar
sæti gamalreyndur þýðandi við
textavélina.
Þeim mun einkennilegra þótti því
Víkveija, að þegar kom að umfjöll-
uninni um nóbelsverðlaunahafann í
hagfræði, var í textanum stöðugt
verið að ijalla um hagfræðing að
nafni Caines, sem nóbelsverðlauna-
hafínn virtist taka mjög mið af.
Víkveiji hefur sennilega, líkt og
fleiri, verið full bundinn af textan-
um, því það tók hann eilítinn tíma
að átta sig á því að þama væri vit-
anlega átt við John Maynard Keyn-
es, þann margfræga hagspeking
millistríðsáranna, sem Franklin
Roosevelt Bandaríkjaforseti sótti
einkum hugmyndir sínar til, þegar
hann var að bijóta þjóð sinni leið
út úr kreppunni miklu með New
Deal-efnahagsáætluninni alkunnu.
Þýðandinn hefur sér það vafa-
laust til afsökunar að hafa ekki
haft handrit til að vinna eftir, en
engu að síður hefði mátt með hjálp
alfræðiorðabóka komast nærri því
við hvem væri átt og hvemig nafn-
ið væri skrifað. En þýðandinn er
greinilega ekki hagfræðilega þenkj-
andi.
XXX
essi er að sönnu stolinn og
staðfærður — í tilefhi af flug-
stöðvarrifrildinu, bankahávaðan-
um, efnahagsráðstöfununum og
öllu hinu, sem á daga þjóðarinnar
hefur drifíð síðustu daga:
Steingrímur Hermannsson er
kominn til himna en á í vandræðum
með að komast inn vegna þess að
enginn þar kann nein deili á honum.
Sankti Pétur stendur í miðju
Gullna hliðinu og vamar honum
veginn inn, svo að Steingrímur seg-
ir i örvæntingu sinni: „Þetta er
ekki hægt. Ég er margfaldur ráð-
herra frá Islandi, hef meira að segja
verið forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra, svo það hlýtur að vera
einhver þama inni sem þekkir mig.“
í þann mund sér hann yfír öxlina
á Sankti Pétri manneskju sem hann
nauðaþekkir. „Sjáðu, þama sé ég
Jón Baldvin — hann getur áreiðan-
lega borið kennsl á mig.“
„Nei, nei,“ svarar Sankti Pétur.
„Þetta er guð. Hann heldur bara
að hann sé Jón Baldvin."