Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 Samningar ÍSAL: Ekki gripiðtil aðgerða - segir forsætis- ráðherra Iðnaðarráðherra kynnti á síðasta rikisstjórnarfundi álitsgerðir VSÍ og starfsmanna f álverinu í Straumsvík um kjarasamning þessara aðila, sem ríkislögmaður telur bijóta í bága við bráða- birgðalög ríkisstjómarinnar. Þor- steinn Pálsson segir að í greinar- gerðum samningsaðila komi fram að þeir telji sig hafa verið samn- ingslega skuldbundna áður en lög- in vom sett. „Það kemur glöggt fram í greinar- gerð vinnuveitenda að þeir töldu sig þegar skuldbundna er lögin voru sett. Launþegar fallast á það sjónarmið og það er alveg ljóst að ríkisstjómin mun ekki fara í neinar deilur við samningsaðila. Það liggur hins vegar í augum uppi að allir samningar og skuldbindingar sem stofnað er til eftir setningu laganna, verða að vera innan þess ramma sem þar er sett- ur,“ sagði forsætisráðherra. „Þetta er líka viðurkennt af hálfu vinnuveit- enda.“ Samgönguráðherra um einkaleyfí Flugleiða: „Ekkert er óumbreyt- anlegt“ „Ekkert er óumbreytanlegt,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, samgöngumálaráðherra, í gær í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður álits á sam- þykktum bæjarráðs Akureyrar og ísafjarðar varðandi hæga- gang f flugi og að til greina kæmi að svipta Flugleiðir einka- leyfi ef svo héldi áfram. „Ég hef þegar fengið erindi frá einum aðila varðandi þetta, sem ég hef sent Flugleiðum til umsagnar. Að svo komnu get ég ekki sagt meira um þetta mál,“ sagði Matt- hías Á. Mathiesen ennfremur. Bæjarstjóm Ísaíjarðar samþykkt svipaða ályktun og bæjarstjóm Akureyrar vegna þessa máls. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Morgunblaðið/Kr. Ben. Fyrstu seiðunum sleppt í eldis- ker Lindalax. Þrir af aðaleigend- um hlutafélagsins, Sæmundur Þórðarson, Geirlaug Þorvalds- dóttir og Þorvaldur Guðmunds- son, slepptu seiðunum. Á innfelldu myndinni sést Eiríkur Tómasson stjórnarfor- maður Lindalax flytja ávarp. Fyrir framan hann er Þórður H. Ólafsson framkvæmdastjóri og Helgi Kjartansson fram- leiðslustjóri fyrir aftan. Fyrstu seið- in sett í Linda- laxstöðina Vogum. STARFSEMI Lindalax á Vatns- leysuströnd, sem verður stærsta laxeldisstöð landsins, tók formlega til starfa á þjóðhátíðardaginn 17. júní þegar fyrstu seiðin voru sett í stöðina. Það voru Geirlaug Þor- valdsdóttir, Sæmundur Þórðarson og Þorvaldur Guðmundsson sem sáu um sleppingu fyrstu 44 seið- anna er komu f stöðina. Eiríkur Tómasson stjómarfor- maður sagði við þetta tækifæri að seiðin væru jafnmörg lýðveldisárun- um og þessi dagur táknrænn fyrir það að nú hefði Lindalax formlega starfrækslu fískeldisstöðvar. „Þó að seiðin séu ekki mörg er mjór mikils vísir,“ sagði Eiríkur. Þórður H. Ólafsson framkvæmda- stjóri sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að framkvæmdir við stöðina hefðu hafist í október 1987 við jarðvinnu, og hefði henni lokið skömmu eftir áramót. Þá var hafíst handa við frárennslislagnir og síðan að steypa botna og reisa ker. „Það hefur allt gengið mjög vel í samvinnu yið þá sem hafa unnið að þessu. Það eru margir sem hafa komið nærri þessum framkvæmdum, eigendur, stjómendur, hönnuðir, og verktakar og þetta er stór stund í dag að geta tekið við fyrstu seiðunum", sagði Þórður. Stór seiðafarmur kemur í stöðina í næstu viku og eftir það afhenda seiðastöðvamar vikulega seiði til Lindalax. Fjárveitingar til landbúnaðarins: Útflutningsbætiir og endur- gjald söluskatts verður greitt — segir Þorsteinn Pálsson Á FUNDI ríkisstjórnarinnar á fimmtudag voru landbúnaðarmál ekki rædd sérstaklega og hefur þvi enn ekki verið tekin ákvörð- un um hvort endurgreiðsla sölu- skatts af búvörum til neytenda og greiðsla útflutningsbóta um- fram fjárlög til bænda verða Breiðafjörður: Æðarvarp með besta móti í vor 22.500 krónur boðnar í dúnkílóið Miðhúsum. Reykhólasveit. ÆÐARVARP virðist vera með besta móti í vor, samkvæmt upp- lýsingum frá Páli Leifssyni veiðimanni, en hann hefur verið að skjóta vargfugl á svæðinu frá Hvalfirði til Breiðafjarðar í vor. Þess er þó að geta að ekki er hroðaleit, það er síðasta dúnleit, búin og þar sem nú er blautt I hreiðrum fúnar sá dúnn fljót- lega ef ekki styttir upp. Verð á dúni virðist fara hækk- andi og hafa 22.500 kr. verið boðn- ar í dúnkílóið en þá verður hann að vera 1. flokks og vel fjaðratínd- ur. Fuglalíf virðist vera með meira móti hér. Jaðrakan gerðist hér landnemi við Breiðafjörð fyrir 25—30 árum og er nú algengur varpfugl. Hettumávurinn gerðist hér varpfugl fyrir 5—10 áram og þykir sumum hann ekki aufúsu- gestur. Andartegundum fjölgar og verpa að minnsta kosti 5 andarteg- undir hér að staðaldri. Aukning þessi stafar fyrst og fremst af því að vargfugli, það er svartbak, mávi, hrafni og kjóa, er haldið í lágmarki. Minkur gerir nú orðið ekki mik- inn usla því veiðimenn koma hér á hveiju vori og ganga samviskusam- lega á alla þá staði sem líklegt er að minkur haldi sig á. í vor hefur borið dálítið á tófu og á þjóðhá- tíðardaginn var verið að vinna greni á Laugalandi á Reykjanesi. Stutt er þaðan í æðarvarpið á Stað og Árbæ sem er eitt besta æðar- varpið hér. Emir valda og tjóni og kvarta bændur undan ágangi þeirra. En erfitt virðist vera að sætta æðarfuglinn og Össu heilum sáttum. Einn bóndi hér telur að skúmur hafi gert usla í æðarvarp- inu og er hann ekki vel séður gest- ur. Eftir því sem næst verður kom- ist rænir hann æðarhreiðrin og fer á braut með eggin. Samfara vemd- un æðarfuglsins njóta aðrir varp- fuglar, einkum endur og vaðfuglar, góðs af. Sveinn inntar af hendi. Forsætisráð- herra segir þó ljóst að hvort tveggja verði greitt og um það sé ekki ágreiningur í stjórninni. Fjármálaráðherra og viðskipta- ráðherra hafa lagt fram minnis- blað til stjórnarinnar þar sem drepið er á þær breytingar, sem Alþýðuflokkurinn vill gera i landbúnaðarmálum. „Það er enginn ágreiningur um niðurgreiðslur," sagði Þorsteinn Pálsson. „Ríkisstjómin ákvað í vet- ur að allur söluskattur af tilteknum landbúnaðarvöram yrði endur- greiddur. Það stendur ekki til að breyta því og það stendur ekki til að auka skattheimtu af þessum vöram. Frá mínum bæjardyram séð hefur það aldrei komið til greina." Þorsteinn sagði jafnframt að það hefði verið ákveðið í stjómarsátt- mála að búvörusamningurinn héldi út það tímabil, sem honum hefði verið ætlað, og enginn aðili í ríkis- stjóminni hefði sóst eftir _því að falla frá þeirri ákvörðun. Útflutn- ingsbætur, sem ríkið skuldar bænd- um, en ekki er til fé fyrir á íjárlög- um, verði því greiddar. Jón Helga- son landbúnaðarráðherra hefur lagt til að 420 milljóna króna lán verði tekið til greiðslu bótanna og það endurgreitt með hluta af framlagi ríkisins til útflutningsbóta á næstu tveimur árum. í tillögum ráðherra Alþýðu- flokksins, sem lagðar hafa verið fyrir ríkisstjómina, kemur fram að þeir telji að um leið og ákvarðanir verði teknar um fjárveitingar til landbúnaðarins verði að ákveða aðgerðir sem miði að því að finna framtíðarlausn á landbúnaðarmál- um. Ráðherramir minna á sam- komulag frá 30. mars um að land- búnaðarráðherra flytji frumvarp um afnám ákvæða búvöralaga um stað- greiðslu til bænda og einnig vilja þeir að í tæka tíð verði gripið til aðgerða sem tryggi að ekki verði farið fram úr heimildum á ijárlög- um vegna niðurgreiðslna, útflutn- ingsbóta og framlaga í framleiðni- sjóð. Ráðherramir hnykkja síðan á ýmsum atriðum landbúnaðarkafla stjómarsáttmálans, meðal annars um endurskoðun búvörasamnings og búvörulaga, breytt hlutverk stjómar framleiðnisjóðs, lækkaðan vinnslukostnað afurðastöðva, jarð- ræktar- og búij árraektarlög, nýt- ingu rikisjarða til orlofsdvalar og útivistar og aukna áherslu á stöðv- un gróðureyðingar. „Menn þurfa auðvitað tíma til að gera sér grein fyrir því hvaða skipan á að koma hér á er gild- istíma búvörulaga lýkur,“ sagði for- sætisráðherra. „Alþýðuflokksmenn era ekki að leggja neitt nýtt fram. Þeir eru að skrifa upp ákvæði úr stjómarsáttmálanum, sem land- búnaðarráðuneyti og fjármálaráðu- neyti eiga að vera að vinna að. Kannski má gagnrýna þessi ráðu- neyti fyrrir að hafa ekki unnið nógu hratt að þeim málum.“ Álján fá fálkaorðu FORSETI íslands hefur sam- kvæmt tillögn orðunefndar sæmt eftirtalda íslendinga heiðurs- merki hinnar islensku fálkaorðu: Björgu Einarsdóttur, rithöfund, Reykjavík, riddarakrossi fyrir ritstörf um málefni kvenna. Friðrik Jónsson, fv. söngstjóra, Húsavík, riddarakrossi fyrir störf að félags- og tónlistarmálum. Gísla Olafsson, forstjóra, Seltjam- amesi, riddarakrossi fyrir störf að tryggingamálum. Gyðu Sigvaldadóttur, fóstra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu bama. Harald Henrýsson, forseta Slysa- vamafélags íslands, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir störf að slysavama- málum. Hjalta Gestsson, ráðunaut, Sel- fossi, riddarakrossi fyrir störf að landbúnaðarmálum. Indriða Pálsson, forstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum. Karl Eiríksson, formann flugslysa- nefndar, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að flugmálum. Maríu Pétursdóttur, skólastjóra, Reylqavík, stórriddarakrossi fyrir störf að hjúkrunarmálum. Pálma Jónsson, fyrram ráðherra, Akri, Torfalækjarhreppi, Austur- Húnavatnssýslu, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Ragnar Stefánsson, bónda, Skaftafelli, riddarakrossi fyrir störf að náttúravemd. Sigrúnu Þ. Mathiesen, frú, Hafn- arfírði, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Séra Sigurð Helga Guðmundsson, sóknarprest, Hafnarfirði, riddara- krossi fyrir störf að félagsmálum og málefnum aldraðra. Sigurð Magnússon, fv. blaðafúll- trúa, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að ferðamálum. Sigurleifu Hallgrímsdóttur, sjúkraþjálfara, Reykjavik, riddara- krossi fyrir störf í þágu sjúkra. Stefán Bjömsson, fv. forstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að málefnum mjólkuriðnaðarins. Svein Runólfsson, landgræðslu- stjóra, Gunnarsholti, Rangárvöllum, riddarakrossi fyrir störf að land- græðslumálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.