Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 HJÓLKOPPAR - aldrei ódýrari! Slærðir: 13" -14" -15" Litir: Hvitir/ silfur Seldirí settumeða stakir HEILDSALA SMÁSALA . ■ ■ l i j SKE IFUNNI SA SÍMI 91 8 47 88 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Minning: Jón Guðmundsson rafvirkjameistari Fæddur 18. ágúst 1896 Dáinn 8. júní 1988 Afi okkar, Jón Guðmundsson, rafvirkjameistari, hefur nú eftir langvinn veikindi fengið þá hvíld sem hann þráði. Missir okkar og allra sem honum höfðu kynnst er mikill. Ætíð var gott að koma í heimsókn til afa því trygglyndur var hann og um- hyggjusamur þeim er hann tók vin- áttu við. Afi okkar bjó yfir miklum fróð- leik sem honum þótti afar gaman að miðla okkur af og munum við ætíð minnast þeirra ánægjustunda sem við áttum með honum á verk- stæði hans í Skipasundi. Við kveðjum afa okkar nú eftir langa og góða ævi og minnumst hans með þessum orðum skáldsins. Fölna laufín, falla viðir; fymast menn sem trén í skóg. Ellin kemur, aflið rénar, opnast loksins grafar þró; Eins fékk þennan öðling bugað ellin fyrst og síðan hel. Sæmdarmann, er sanntrúr nægði sinni stöðu lengi og vel. Er ei kyn þótt öldruð falli eik að sinni móðurgrund. Þó er auðn og þögn í lundi þegar eftir fallins stund; öldung látinn ástmenn trega, ítra minning geymir bær, þar sem lengst hann var að vonum virtur bæði og hjartakær. (Steingrímur Thorsteinsson) Blessuð sé minning hans. Barnabörn Fæddur G.júlí 1987 Dáinn 13. júni 1988 Laugardaginn 18. júní var lagð- ur til hinstu hvílu, eftir mikil veik- mdi, elsku litli frændi okkar, Guð- mundur Óli, sonur hjónanna G. Magneu Magnúsdóttur og Sæ- mundar Hafsteins Jóhannessonar, Vík í Mýrdal. Þó að Guðmundur Óli ætti ekki langa ævi skilur hann eftir stórt Kveðja: Guðmundur Oli Sæmundsson Hvað kostar að vera með? miVERLJNA Bakkaseli 10 Pósthólf 9080 129 Reykjavlk Upplýsingar og innritun i síma 91-75444. Við svörum f síma alla daga frá kl. 08.00-22.00. Vertu meö frá byrjun, það borgar sig. Félagsaðild kostar ekkert. VERÐ AÐEINS 1150- HVER BÓK 12-16 bækur 140 bls. hver bók 150 litmyndir Uppskriftir prófaðar í lilraunaeldhúsi IJppskriftir staófæröar af íslenskur matreiöslumönnum. Sterkt band. Plasthúðuð litskreytt kápuspjöld. Stærð 21.5 x 28.5 sm. Eina skuldbindingin sem þú tekur á þig er að greiða þær bækur sem þú færð heimsendar mcðan þú ert félagi. Þú hcfur 14 daga skilarétt á hverri bók, og ef þú af einhverjum ástæðum ákvcður að skila bókinni, þá cndursendir þú hana á þinn kostnað. F.ina krafan við endursendingu er að ekki sjái á bókinni, um hana sé búið á viðunandi hátt og henni sé skilaö innan 14. daga frá móttöku. Þú gctur sagt upp áskriftinni hvenær sem cr, bréflcga eða í síma. Fyrsta bókin í þessum stórglæsilega matreiðslubókaflokki er,,Úrval smárétta ', og mun hún bcrast í hcndur áskrifendum um mánaðarmótin ágúst/septcmber n.k. Síðan munu bækurnar berast til áskrifenda reglu- Iföíl 4 óttra viLm fr»*eti skarð í hjörtum okkar allra sem aldrei verður fyllt. Elsku Magga, Hafsteinn, Maggi, Jóhann og Gurra frænka, megi Guð gefa ykkur styrk á þess- um erfiðu stundum. En minningin um litla drenginn ykkar, sem nú hefur fengið lækningu meina sinna og hvílir í friði, lifir með okkur öllum. Nú sitjið þið, vinir, með hnípinn hug og hjörtun svo full af trega, þótt sólbjartar minningar séu þar um son ykkar elskulega. Svo hugsaði ég áður. Svo hugsum við æ, er hörmunga dynur á stundin. Oss finnst sem að aldrei geti græðst svo geigvænlag saknaðar-undin. Og sonar-minningar sólbjartar þá verða æ sælli með ijölgandi árum, og verða þá léttar og leika sér sem ljósgeislar ofan á bárum. (E.H. Kvaran.) Kveðja frá föðurbræðrum og fjöl- skyldum. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.