Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ,. SUNNUDAGWR 19,JÚNÍ 1988 21 Ávarp Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra á Austurvelli 17. júní: Eigum meira erindi við sjálfa okkur en minningu þeirra sem gengnir eru Hagsmunatogstreitan komin á hættulegt stig Morgunblaðið/Einar Falur Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra flytur ávarp sitt á Austurvelli. Hér á eftir fer ávarp sem Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra flutti á Austurvelli á þjóðhátíðar- daginn: Góðir íslendingar. „Við tölum íslenskt tungumál. Við tignum Guð og landsins sál og foman ættaróð.“ Að venju söfnumst við hér saman á 17. júní við fótstall Jóns forseta. Það er ekki alltaf stór hópur sem kemur hingað á Austurvöll að morgni þjóðhátíðardags. Og íslensk veðrátta setur gjarnan svipmót sitt á það sem hér fer fram. En hvað sem því líður eigum við það erindi að minnast þess, sem okkur er kærast: Réttar íslendinga til að byggja þetta land og ráða málum sínum sjálfír. Svo mörgum eigum við skuld að gjalda, að enginn þjóðhátíðardagur má líða án þess að þeirra sé minnst sem ruddu brautina og vörðuðu veginn. Það var gæfa okkar að eiga kappsfulla forystusveit skálda, fræðimanna, stjómmálamanna og athafnamanna. En hinu gleymum við oft og einatt „að þeir vom fleiri, sem fóm hér nafnlausir hjá en fátækar kynslóðir þurftu samt á að halda" En skyldur okkar eru miklu meiri en þær einar að minnast þess í orðum sem liðið er. Orðin eru að vísu góð og gild, en þau ein duga ekki. Skyldumar rækjum við í dag- legum störfum og ábyrgðin hvílir á herðum okkar. allra. Þar verður enginn undan skilinn. Í önn og amstri daganna emm við ekki ein- vörðungu að móta samtíðina, held- ur miklu fremur framtíð okkar sjálfra og bama okkar. Sjálfstæðisbaráttan er ekki eitt- hvert fyrirbrigði eða hugtak, sem helst ekki á að hugsa um eða minn- ast á nema í þjóðhátíðarræðum. Mér fínnst á þessum þjóðhátíð- ardegi, að við eigum á hinn bóginn meira erindi við sjálfa okkur, en minningu þeirra sem gengnir em. Það erindi lýtur að varðveislu sjálf- stæðisins, ræktun íslenskrar menn- ingar og skipan þeirra mála sem varða þjóðarbúskapinn. Þessu hef- ur okkur verið trúað fyrir. Halldór Laxness segir frá því í Sögunni af brauðinu dýra hvetju Guðrún Jónsdóttir svaraði þegar spurt var hvort henni hefði staðið á sama um líf eða dauða, bara ef brauðið kæmist af: „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir," sagði þá konan. Og þegar spurt var hvort maður gæti þá aldr- ei orðið of húsbóndahollur, spurði hún á móti: „Getur nokkur nokk- umtíma verið nokkmm trúr nema sjálfum sér?“ Þegar ég segi að við eigum í dag, hvert og eitt og öll saman, erindi við okkur sjálf vegna dag- legra verka er ég ekki að varpa ábyrgð af þeim sem um stund hafa valist til þess að hafa forystu fyrir landsmálum. En þau sannindi em bæði gömul og ný, að hversu fast, sem þeir halda um stjómvölinn ræður það úrslitum í krappri sigl- ingu, að hver maður geri sitt verk, sé trúr sínu hlutverki. Stúlkan sem varðveitti brauðið dýra væri á vakningaröld frelsis- og sjálfstæðisbaráttunnar í hópi þess nafnlausa fjölda, sem fór þar hjá. Nú eins og þá hvílir sú skylda á okkur öllum að varðveita það sem okkur hefur verið trúað fyrir. Spyijum okkur þeirrar sam- viskuspumingar, hvort við höfum ekki í eitt skipti eða jafnvel fleiri látið eigin hagsmuni, hagsmuni flokksins, félagsins eða byggðar- lagsins, ganga fyrir sameiginlegum skyldum. Ég geri ráð fyrir því að fæst okkar sem hér emm saman komin og fæstir þeirra sem frá okkur heyra geti svarað þessari spumingu neitandi með hreinni samvisku. Efnahagur íslendinga hefur aldrei verið betri en undangengin ár og stórstígar framfarir hafa orð- ið á öllum sviðum. Milli stofna hefð- bundinna atvinnugréina sjást víða nýir vaxtarsprotar. Nýjar mennta- stofnanir hafa risið víða um lands- byggðina. Heilsugæsla er með því sem best þekkist og í annan tíma hefur ekki meir verið hugað að aðbúnaði og lífeyri þeirrar kynslóð- ar sem skóp íslenskt hagsældar- þjóðfélag. Að vísu er það svo að á þessu ári hefur slegið í bakseglin. Þjóð sem býr við einhæfa útflutnings- framleiðslu verður jafnan að vera undir það búin. Að þessu leyti em aðstæður okkar þversagnarkennd- ar. Við búum við traustan efnahag en þurfum nú að glíma við það alkunna viðfangsefni í íslenskum þjóðarbúskap að draga úr útgjöld- um og eyðslu vegna minnkandi þjóðartekna. Þá bregður svo við að enginn hagsmunahópur fínnur til þeirrar skyldu að varðveita „brauðið dýra“. Sá sýnist mestur, sem stærsta sneið klípur af brauðinu áður en þokunni léttir. Mín tilfinning er sú að vandi okkar sé hvað mest í því fólginn að við göngum sundmð að verki. Nú er það ekki nýtt af nálinni að íslendingar deili. Forystumenn okkar greindi oft á um leiðir og baráttuaðferðir í sjálfstæðisbarátt- unni. Þau efni leiddu oft til harðvít- ugra átaka og skiptu þjóðinni í fylkingar. En þá miðaði okkur mest fram á við þegar fólkið í landinu bar gæfu til að standa saman. 0g af fomri sögu okkar ráðum við, að þá var hnignunin mest er friðurinn var í sundur slitinn. Afrek Jóns forseta var í því fólgið að kalla þjóðina til sameiginlegra átaka. Héðan frá fótstalii hans á Austur- velli vildi ég í dag að sá andi mætti berast frá einni byggð til annarrar og frá einu heimili í landinu til annars. Varðveislu- og trúnaðarskylda okkar er ekki í því fólgin að halda öllu í óbreyttu horfí. Þvert á móti. Við lifum nú mikla breytingatíma. Kalli þeirra verðum við að sinna, hvort sem við lítum til þeirra mála er lúta að efnahag okkar og menn- ingu eða stöðu íslands í samfélagi þjóðanna. Vera má að það ráði einhverju um sundurlyndi þjóðarinnar nú um stundir að við höfum verið um of ragir við að taka foiystu um þær breytingar í þjóðarbúskapnum sem leiða af nýjum tímum. Búskapar- hættimir breytast með nýrri tækni og framfömm á öllum sviðum. Spyijum okkur að því hvort þessar breytingar kalli ekki á aðrar er lúta að stjómun og skipulag í þeim „eldhússtörfum" sem við sinnum frá degi til dags. Eitt vandasamasta verk á hveij- um tíma er að skipta í kjarasamn- ingum verðmætasköpuninni í þjóð- félaginu. Vera má að þar höfum við orðið um of fastir í fari gam- alla vinnubragða. Er það ekki við- eigandi á þjóðhátíðardegi að við spyijum okkur að því, hvort þeir sem stærstan hlut eiga að máli á þessu sviði geti sest niður og brot- ið þau mál til mergjar í þeim til- gangi að fínna nýjan farveg eða nýja farvegi til úrlausnar. Fátt ógnar nú meir einingu þjóð- arinnar en þau átök sem staðið hafa milli landsbyggðarinnar og þéttbýlisins við Faxaflóa. Málum er svo komið að engu er líkara en fólk í dreifbýli og þéttbýli geti ekki eða vilji ekki rökræða þau miklu og alvarlegu viðfangsefni, sem við blasa í þessum efnum. Ekkert okkar á uppskrift að sáttaleið um þróun byggðar í landinu eins og stendur. En við heyrum nóg af kröfum á báða bóga. Nú er kominn tími til að rökræða og fínna í sameiningu leiðir. Þjóð sem ekki býr sátt við sjálfa sig í landinu sínu getur ekki tekist á við verkefni nýs tíma af einurð og festu. Atvinnuhættir og búseta í landinu hljóta að mótast í samræmi við bættan efnahag, fjölbreyttari og meiri neyslu, nýja tækni, og vaxandi alþjóðlega samvinnu. Um leið verðum við að hafa í huga að menning okkar byggist á aldagam- alli trúmennsku við landið og eljir við að nýta gögn þess og gæði til sjávar og sveita. Við þurfum, íslendingar, að rækta með okkur sanna ást á landinu og hver fyrir sig að rækta ástina á eigin byggð, bæ eða sveit. Þjóðemishroki og sveitarígur eru oftast nær í ætt við ofstæki. Bægj- um því frá. En með ástinni á Iandinu og einstökum byggðum eflum við það sem best er í fari okkar. Þar finnum við farveg til sameiginlegra átaka. Um sinn er efnahagur okkar í öldudal. Við gerum okkur ennfrem- ur grein fyrir því að hagsmunatog- streitan er komin á hættulegt stig. En við vitum, að þrátt fyrir allt búa íslendingar við góðan kost og við getum með samstilltum kröfum skotið fleiri og traustari stoðum undir velferð og hagsæld þjóðarinn- ar. Við vitum líka að við getum hafíð okkur upp úr dægurþrasi og ríg hagsmunabaráttunnar. Látum því ekki bölsýnina ná tök- um á okkur. Beinum sjónum okkar að nýjum viðfangsefnum. Leitum nýrra úrlausna þar sem nauðsyn krefur. Minnumst þess, að þekking- • in er mesta auðlegð þjóðarinnar. Gleymum ekki að tungan og menn- ingin eru homsteinar sjálfstæðis- ins. Skyggnumst um. Skynjum hvemig nýir vindar blása í sam- skiptum þjóða. Aukin viðskipti og menningarleg samskipti þjóða á milli leiða ekki einungis af sér aukna hagsæld heldur kalla þau á friðsamlegar lausnir, þar sem áður ríkti spenna og tortryggni. Andblær friðarviðleitni og af- vopnunar fer nú um heiminn. Mannréttindakröfunni er fylgt fram af meira þunga en áður. Þar sem alræði hefur ríkt þykjast menn sjá nýja von og meiri skilning á því að friður er ekki til án frelsis. Látum ekki okkar hlut eftir liggja í þessari þróun. En gleðj- umst jafnframt yfir því að vera frjálsir íslendingar. Gleðjumst yfír þeim verkefnum, sem kalla okkur til nýrra starfa. „Líttu út, og lát þér segjast góður, líttu út, en gleym ei vorri móður. Níð ei landið, bijót ei bandið, boðorð hjarta þins.“ 17. júní á Akureyri: Þátttaka góð þrátt fyrir dumbungsveður Hátíðarhöldin á 17. júní á Ak- ureyri fóru vel fram og þrátt fyrir dumbung og sunnanstrekk- ing var þátttaka bæjarbúa i há- tíðarhöldunum allgóð. Aðal skemmtidagskráin hófst klukkan 14 og fór hún fram á túninu fyr- ir ofan Húsmæðraskólann. Þar var var boðið upp á margvisleg skemmtiatriði, en óhætt er að fullyrða að það sem mesta at- hygli vakti hjá yngstu kynslóðinni var leikþáttur um Einar Áskel, sem fluttur var af leikurum i Leikfélagi Akureyrar. Að venju settu nýstúdentar svip sinn á hát- íðarhöldin með hvítu kollana sína, auk þess sem talsvert bar á eldri stúdentum með svartar húf- ur og stórum hóp Grænlendinga frá Narssak, sem hér eru staddir. Hátíðarhöldin hófust klukkan 8 á föstudagsmorguninn með því að Bæjarbúar fjölmenntu á útiskemmtunina á túninu fyrir ofan Hús- mæðraskólann. fánar voru dregnir að húni. Síðan hófst keppni í kassabílaralli úti í Langholti og mátti þar sjá margt frumlegra farartækja og áhuga- samra drengja sem kepptust við að ýta þeim áfram af öllum lífs og sálar kröftum, enda til nokkurs að vinna. Eftir hádegið hófst svo skemmti- dagskrá á túninu fyrir ofan Hús- mæðraskólann, auk þess sem fyrsta keppnin í þríþraut hófst við sund- laugina, en þar kepptu tólf manns í 500 m sundi, 20 km hjólreiðum og,5 km hlaupi. Sigurvegari í þríþra- utinni var Ágúst Þorsteinsson. Um kvöldið voru skemmtiatriði i miðbænum og þar sá hljómsveitin Stuðkompaníið um að leika fyrir dansi, en skemmtuninni lauk klukk- an 2 eftir miðnætti. Flestir voru uppáklæddir i tilefni dagsins og margir með íslenska fánann eins og þessi litla hnáta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.